Morgunblaðið - 15.06.2008, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 15.06.2008, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. JÚNÍ 2008 53 Lögga, læknir og lögfræðingur Kippan ÞÚ ERT HVORKI BÚINN AÐ SKILA INN SKÝRSLU FYRIR LÍKAMSÁRÁSINA Í HAFNARFIRÐI NÉ FYRIR RÁNIÐ Í BREIÐHOLTI ÉG ER AÐ REYNA AÐ FINNA TENGINGU MILLI ÞESSARA TVEGGJA MÁLA FINNA TENGINGU? JÁ, SVO ÉG ÞURFI EKKI AÐ SKILA INN TVEIMUR SKÝRSLUM AUMINGJA YORICK... PETE SAMPRAS- LEIKARI HANN ÆTLAR AÐ NÁ FELLU, HVAÐ SEM ÞAÐ KOSTAR JÆJA, B USKA... Þ Á ER KOM INN TÍM I TIL AÐ E RFÐABRE YTA ÞESS U GRÆNM ETI INN ÚT UPP NIÐUR & ALLT UM KRING BARN UM BORÐ GELLA UM BORÐ ÉG SÉ EINN... LOKKAÐU HANN TIL OKKAR HÆ, SÆTI! Velvakandi LEIKSKÓLAKRAKKAR frá Hraunborg og eldri borgarar í Gerðubergi skemmtu sér saman á dögunum í Breiðholtinu, þar sem meðal annars var spilað á harmonikku, farið í kollhnísa og gróðursett tré í skínandi góðu veðri. Morgunblaðið/RAX Með bros á vör Blaðaokur MÉR er spurn. Hverjir nutu góðs af lækkun virðisauka á blöðum og tímaritum? Örugglega ekki neytendur. Fyrir viku fór ég í Hagkaup í Skeifunni og keypti eintak af slúð- urblaðinu National En- quirer. Ég verð að vísu að játa að ég áttaði mig ekki á því fyrr en heim var komið hvers konar rán var hér um að ræða því ég var að kaupa fleiri hluti. Þetta örþunna tíma- rit kostaði hvorki meira né minna en 760 krónur. Verð í dollurum er prent- að á forsíðuna; 3.49 US $. Ef ég margfalda það með 77 krón- um fæ ég út 269 sem gerir 491 króna í álagningu! Einnig langar mig til að vita hvað fólki finnst um verð á geisladiskum. Þeir hafa sannarlega ekki lækkað þrátt fyrir lækkaðan virðisauka. Ég hafði orð á þessu eitt sinn þegar ég var stödd í einni af verslunum Skífunnar. Ekki stóð á svarinu: Hækkun frá birgjum! Og úr því ég er byrjuð langar mig einnig til að skora á fólk að hætta al- gjörlega að kaupa klettakál og annað okurkál í pokum. Við eigum ekki að láta valta svona yfir okkur. Þetta nær engri átt, að hægt sé að bjóða okkur slíkt verðlag. 5.000 krónur kílóið af káli sem vex eins og arfi! Að endingu langar mig til að þakka Morgunblaðinu kærlega fyrir dálkinn Auratal. Auður Þorgeirsdóttir Næla tapaðist FYRIR um þremur mánuðum tap- aðist barmnæla í formi blóms, þrír ljósbrúnir minkahnoðrar með perlu í miðju. Hún hefur líklega tapast á Austurvelli eða á svæðinu þar í kring. Þetta hefur mikið tilfinningalegt gildi fyrir mig, og bið ég finnanda vinsam- legast að láta Sólveigu vita í síma 662- 4742. Hringur fannst ÉG fann hring fyrir utan félagsheim- ilið Garðaholt 21. maí, upplýsingar gefur Sólveig, s. 662- 4742. Fyrirspurn FYRIR rúmu ári var stofnað félag sem átti að vera svona stuðn- ingshópur fyrir krakka sem höfðu eða voru lögð í einelti. Þetta var fólk sem hittist reglulega og ræddi um félagslega erfiðleika sem það hafði átt í. Þetta var af- skaplega fínn hópur, en nú vantar mig svo upp- lýsingar um hann því ég man ekki hvað hann heitir. Ef einhver kann- ast við þetta langar mig að biðja þann að hringja í mig í síma 844-9557 og segja mér hvað varð af þessum hópi. Móðir. Tillaga ÍSLENDINGAR eruði búin að fá nóg af frægð og peningum? Þið hafið ekki undan að framleiða kornadekk fyrir Ameríku (sem fást ekki á Ís- landi). Gætum við orðið aftur heims- fræg og rík með því að setja vetni á markað ásamt tilheyrandi far- artækjum. Tækifærið bíður! Hafið þið einfaldlega ekki hugsað málið, einhver sem á of mikla peninga getur margfaldað þá með því að setja í gang vetnisbílaframleiðslu og að sjálfsögðu krefjumst við viðunandi þjónustu. Ekki bara eina vetnis áfyllingarstöð upp á Ártúnshöfða heldur stöðvar í amk. öllum bæjar hlutum Reykjavík- urborgar. Tækifæri með ómældri frægð og peningum bíða út um allan heim. Olían er óþverri með eitraðan útblástur en vetni mengar ekki loftið. Hreint land og hreinni heimur. Margrét Ásgeirsdóttir Vettlingar í óskilum ÉG fann bláa handprjónaða ull- arfingravettlinga með útprjónaðri rós á handabakinu. Þeir fundust í Heið- mörk sunnudaginn 1. júní. á grasbal- anum við grillstæðið, upplýsingar er hægt að fá í síma 865-1677.        Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara Félag eldri borgara, Reykjavík | Dans- að í Stangarhyl 4, í kvöld kl. 20. Klassík leikur Félagsstarf Gerðubergs | Alla virka daga er opið kl. 9-16.30 vinnustofur spilasalur o.fl. Mánud. 16. júní kl. 13, opnar Ragnhildur Guðjónsd. varaform. hverfisráðs formlega sumarstarf á pútt- velli v/ Breiðholtslaug. Leiðsögn á má- nud. og fimmtud. kl. 13-14.30 frá Vinnuskóla Reykjavíkur. Kylfur og öll að- staða án endurgjalds. Hraunbær 105 | Óvissuferð, miðviku- daginn 18. júní verður farið í óvissuferð, farið verður frá Hraunbæ kl. 13, verð 1500 kr. Skráning á skrifstofu eða í síma 411 2730. Hvassaleiti 56-58 | Árleg grillveisla Fé- lagsmiðstöðvarinnar Hvassaleiti verður haldin föstudaginn 20. júní. Húsið opn- ar kl. 18. Matur, söngur, skemmtiatrið og dans. Skráning í síma 535 2720 eða á staðnum. Íþróttafélagið Glóð | Søren Sørensen erindreki „DGI sydvest“ verður með fræðsluerindi i Gjábakka, Fannborg 8 kl. 10, keppni í Ringó verður kl. 13.30 „DGI sydvest“ og Glóð í Íþróttahúsi Digra- ness. Vesturgata 7 | Jónsmessuferð miðviku- daginn 25. júní kl. 13. Farið verður í Skíðaskálann í Hveradölum. Ólafur Beinteinn Ólafsson leikur á harmonikku og Ingibjörg Aldís Ólafsdóttir sópr- ansöngkona syngur. Kaffihlaðborð og dans. Á heimleiðinni verður ekið í gegn- um Heiðmörk. Upplýsingar og skráning í síma 535 2740 Kirkjustarf Fríkirkjan Kefas | Samkoma kl. 20. Forsvarsmaður Stóru Gospelhátíðar- innar, Baldvin Þ. Baldvinsson ásamt hópi Færeyinga, kynnir hátíðina og dag- skrá hennar. Helga R. Ármannsdóttir verður með hugleiðingu. Á samkomunni verður einnig lofgjörð og fyrirbænir og kaffi og samvera að henni lokinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.