Morgunblaðið - 15.06.2008, Síða 27

Morgunblaðið - 15.06.2008, Síða 27
pentine við Ingólfsstræti getur boð- ið ágætan sal á góðum stað, og vera má að þessi salur verði innan tíðar fluttur á Skólavörðustig. Langt er síðan Edda Jónsdóttir gerði Galleri i8 frægt og nú er það við Klapp- arstíg. Gallerí List er komið í stærra húsnæði við Skipholt og eins og hin er það rekið af menningar- legum metnaði. Þessi galleri taka listamenn upppá sína arma og það er vel. Það er eins og nýtt líf hafi kvikn- að með tilkomu nýrra sýningarsala sem formlega voru opnaðir snemma í júní. Ekki sá ég neinsstaðar í fjöl- miðlum fjallað á verðugan hátt um það. Myndmiðillinn, Sjónvarpið, stendur sig langverst í öllu sem lýt- ur að kynningu á myndlist; mál- verki jafnt sem öðru og allar standa stöðvarnar sig jafn illa. Svörin sem maður fær, ef um er spurt, eru á þá leið að ekki sé hægt að búast við því að myndlist sé gerð skil þegar stór meirihluti sýninga séu þraut- leiðinlegar. Jú, vel er hægt að fall- ast á að fátt hefur leikið mynd- listina eins grátt og leiðinlegar sýningar. Frumkvæði Þorsteins Í gegnum þykkt og þunnt er það einungis Morgunblaðið sem mynd- listarmenn geta treyst á, ef þess þarf með. En stundum bregst jafn- vel Mogginn eins og þegar sýning- arsalurinn að Skúlagötu 30 var opn- aður. Að honum stendur Þorsteinn Jónsson, sem m.a. hefur staðið að uppbyggingu á Hellnum á Snæfells- nesi og hann er forstöðumaður Listasafns ASÍ. Mér finnst þó að Reykjavík Art Gallery sé óvið- unandi nafn á svo metnaðarríkum stað. Því nefni ég þennan stað að þar verða sýnd málverk. Venjulegur málari getur sótt um að halda sýn- ingu, en sá möguleiki hefur varla verið til í mörg ár. Sýningarrýmið var í fyrstu þann- ig að því mátti skipta niður, Þrett- án málarar hafa sýnt verk sín þar og ugglaust nær tveir tugir þegar þetta kemst á þrykk .Þetta eru Ómar Stefánsson, Ólafur Lárusson og Bjarni Þórarinsson, Árni Rúnar, Guðrún Halldórs, Hulda Vilhjálms- dóttir, Magnús Tómasson, Páll Guðmundsson í Húsafelli, Pétur Halldórsson, Pétur Már, Stefán Bo- ulter og Tolli. Marghliða en allir góðir Í þessum hópi myndlistarmanna eru nokkrir sem eiga að heita þjóð- kunnir, en ugglaust koma ekki öll nöfnin kunnnuglega fyrir. Meðal þeirra þekktari eru Magnús Tóm- asson. Hann er að vísu þekktari sem myndhöggvari og þykja skúlp- túrar hans margir frábærir. Magn- ús er fígúratífur málari, vinnur oft- ast í stóru formati og viðrar skemmtilegar og frumlegar hug- myndir. Að öllum líkindum er Tolli fræg- astur þeirra allra og stendur vel undir allri þeirri frægð. Pétur Már Pétursson málar ab- strakt, oftast alveg non-figuratíft en þó finnst manni að íslenzk nátt- úra sé þar jafnan að baki. Pétur Már er góður málari og einn af okkar beztu í abstraktinu. En á þessari sýningu skaut hann sig illi- lega í fótinn með því að hengja allt- of þétt upp jafnstórar myndir, sem auk þess voru allar í sama lit. Stóru tíðindin úr Reykjavík Art Gallery er sýning Péturs Halldórs- sonar, sem búinn er að rækta sinn garð alllengi. Hann er ekki eins þekktur og hann ætti skilið. Pétur málar með afar sérstæðri tækni, sem fáir kunna og myndir hans búa yfir einhverskonar mögnuðum galdri, svo maður segir bara: Bravó Pétur! ga sérstöðu Ljósmynd/Gísli Sigurðsson Portrett Stefán Boulter málar portrett með ágætum árangri. Höfndurinn er myndlistarmaður og blaðamaður. » Þegar litið er á þetta árlega framlag Listahá- skólans er ekki nein sérstök ástæða til að fagna fyrir hönd þeirra sem vonast eftir því að við eign- umst nýja og að minnsta kosti jafn góða málara og þá sem við átttum fyrir mörgum áratugum. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. JÚNÍ 2008 27 flísar Stórhöfða 21, við Gullinbrú, sími 545 5500. www.flis.is ● netfang: flis@flis.is Allt fyrir baðherbergið Snyrtisetrið ehf. Barónsstíg 47 - 101 Reykjavík S. 533 3100 (Heilsuverndarstöðin) Okkar frábæra tækni eykur starfsemi kollagens - og færir árin til baka Fréttir á SMS

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.