Morgunblaðið - 15.06.2008, Síða 54

Morgunblaðið - 15.06.2008, Síða 54
Morgunblaðið/Frikki Benni með hljómsveit Benni hafði miklar áhyggjur og leið eins og hann væri að fara að tapa einhverju. V iðtalið við Benna var gert nokkurn veginn á harðahlaupum. Við hitt- umst fyrst úti í Krambúðinni á Skólavörðustíg og urðum samferða heim til hans með bleiupakka. Því næst fórum við upp í bíl og brun- uðum saman upp í vinnustofuna hans í Holtunum. Þar töfðumst við á snakki við þá Godd og Hall-bræður, Frank og Badda. Goddur eldaði sér mat á meðan ég og Benni gerðum lánlausar tilraunir til að hita kaffi. Svo loks- ins er við vorum komnir út á stétt (blíðan var magn- þrungin þennan dag) kom Baldvin Esra, útgefandi Benna hjá kimi records, blaðskellandi með eintök af plötunni nýju sem voru nýkomin til landsins. Þá vor- um við Benni búnir að ræða saman í u.þ.b. fimm mín- útur og blaðamaður mæltist til þess að þráðurinn yrði tekinn upp seinna um kvöldið. „Nei, klárum bara,“ segir Benni. „Kýlum á þetta. Ef einhverjir fleiri koma að okkur þá segjum við þeim bara að halda kjafti.“ Áhuginn brennandi Murta St. Calunga tengist annarri plötu sem Benni gaf út síðasta haust, stuttskífunni Ein í leyni, sem er sjö laga. „Þar vann ég mikið með segulband, lág- markaði tölvunotkun, eins og ég hef reyndar gert oft- ast, en við upptökur á Einni í leyni hafði ég einhvern veginn meira rúm til að hugsa um þessi mál og fór í kjölfarið að sjá tónlistarvinnslu í nýju ljósi. Þegar menn eiga ekki kost á því að syngja eitt og eitt orð sem er klippt saman í tölvu verða vinnuaðferðirnar og viðhorfið allt annað. Mér liggur við að segja að virðingin fyrir tónlistinni aukist. Fólk neyðist hrein- lega til að vanda sig betur og það þarf að spila í sam- fellu. Það breytist margt, t.d. er maður farinn að skynja tónlist nánast með augunum í gegnum alla þessa tölvuvinnu, þar sem maður horfir í sífellu á gröf og bylgjur.“ Sigurður Guðmundsson og Memfísmafían viðhöfðu svipaðar vinnuaðferðir á nýútkominni plötu sinni. Hljómurinn þar er svo „lífrænn“, þykkur og mjúkur að greinarhöfundi fannst hann ekki halda á geisla- diski heldur vínylplötu. En hvað er það með þetta „aftur til fortíðar“ vinnulag hjá tónlistarmönnum í dag? „Fyrir mér er þetta í raun bara praktískt,“ segir Benni. „Það er miklu betra að vinna á þennan hátt auk þess sem harður diskur er óstabílasta geymslu- form sem til er. En ég er sammála þessu með plötuna hans Sigga … ég man að þegar ég var að velta Ein í leyni í höndunum sá ég hvernig hún ætti að vera í tíu- Þriðja breiðskífa Benna Hemm Hemm, Murta St. Calunga, kom út á föstudaginn. Mikil virkni er á þeim bænum nú um stundir, spilerí margskonar framundan og m.a. sannkallaðir stórtónleikar í Iðnó næstkomandi miðvikudag ásamt Ungfóníunni. Arnar Eggert Thor- oddsen ræddi við Benna sem segir framtíðina aldrei hafa verið jafn bjarta … og meinar það. „Erum að pæla í því að sigra heiminn“ „Ég gifti mig hvort sem ég held veisluna þarna eða annars staðar …“ 58 » reykjavíkreykjavík

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.