Morgunblaðið - 15.06.2008, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 15.06.2008, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. JÚNÍ 2008 45 Steinsmiðja • Viðarhöfða 1 • 110 Reykjavík •  566 7878 • Netfang: rein@rein.is • Vönduð vinna REIN Legsteinar í miklu úrvali ✝ Ástkær móðir okkar og tengdamóðir, amma og langamma, SIGÞRÚÐUR FRIÐRIKSDÓTTIR, Efstaleiti 14, Reykjavík, verður jarðsungin mánudaginn 16. júní frá Fossvogskirkju. Athöfnin hefst kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hennar er bent á minningarsjóð Barnaspítala Hringsins í síma: 543 3724. Marta Bergman, Bergsteinn Gizurarson, Friðrik Jónsson, Andri Geir Arinbjarnarson, Sturla Orri Arinbjarnarson, Anna Margrét Ólafsdóttir, Kolbeinn Arinbjarnarson, Björk Bragadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURGESTUR GUÐJÓNSSON bifvélavirkjameistari, Vogatungu 33, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 16. júní kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Hjartaheill. Hörður Sigurgestsson, Áslaug Ottesen, Sigrún Sigurgestsdóttir, Guðlaugur B. Sumarliðason, Ásgeir Sigurgestsson, Stefanía Harðardóttir, Ásdís Sigurgestsdóttir, Þórarinn Klemensson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför ást- kærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, KRISTINS P. MICHELSEN, Skólabraut 3, Seltjarnarnesi. Sérstakar þakkir til Einars og alls annars starfsfólks á deild 13B á Landspítala við Hringbraut og á deild K1 á Landspítala, Landakoti. Guð blessi ykkur öll. Margrét Þorgeirsdóttir, Karl G. Kristinsson, Jóhanna Sigurjónsdóttir, Kristín B. K. Michelsen, Magnús Sigurðsson, Sólveig H. Kristinsdóttir, Björn St. Bergmann, Anna Karen Kristinsdóttir, Gestur Helgason, afa- og langafabörn.                               ! "# $!% &   ' (!!%  ! $) (!!*% !! +! ( (!!*% , ( '$  (!!*% - $ .! $  (!!*% /  0  (!!*% 0  1 ! (!!*% Útfararþjónusta Davíðs Ósvaldssonar ehf. Davíð Ósvaldsson Útfararstjóri S. 896 6988 / 553 6699 Óli Pétur Friðþjófsson Útfararstjóri S. 892 8947 / 565 6511 Nú er systir mín lát- in, búin að fá hvíldina eftir erfið veikindi. Elsku Jóna mín, mig langar til að skrifa nokkuð orð til þín. Mig langar til að þakka þér fyrir allan stuðninginn á liðnum árum, alltaf var hægt að leita til þín ef eitt- hvað bjátaði á og maður vissi að mað- ur fékk mikinn stuðning hjá þér. Þú varst alltaf svo sterk í þínum veik- indum og öllu því sem þú tókst þér fyrir hendur, ég er svo stolt af að vera systir þín. Það var alltaf svo gott að koma til ykkar Gísla. Við vor- um búnar að ákveða að þegar þú værir búin að ná þér þá færi ég með þér og Gísla til sólarstranda, þar ætl- uðum við að slappa af og liggja í sól- baði, við eigum það kannski eftir. Ég kveð þig með þessum orðum elsku systir mín. Þú ert laus frá lífsins þrautum og liðin jarðarganga. En áfram lifir á andans brautum ævidaga langa. Drottinn verndar dag og nótt á dularvegi nýjum. Aftur færðu aukinn þrótt í eilífð ofar skýjum. Þú alltaf verður einstök rós, elsku vinan góða. Í krafti trúar kveiki ljós og kveðju sendi hjóða. (Jóna Rúna Kvaran.) Ég vil votta Gísla, Steinunni Ósk, Sigurði, Ragnheiði og Björk, tengda- börnum og barnabörnum mína dýpstu samúð. Kær kveðja, Árný Elsa. Í hinum besta allra heima eru öll atvik sama keðjan; því hefðuð þér ekki verið rekin með sparki í sitjand- ann burt úr fögrum kastala vegna ástar á úngfrú Kúnígund; hefðuð þér ekki verið leiddur fyrir Rannsókn- arréttinn; hefðuð þér ekki farið fót- gangandi yfir Ameríku; hefðuð þér ekki rekið greifann svo myndarlega í gegn; hefðuð þér ekki týnt öllum rollunum sem þér eignuðust í gæða- landinu Eldóradó, munduð þér ekki vera hér að borða sykrað sukkat og hnetur. Þetta er vel mælt, svaraði Birtíng- ur, en maður verður að rækta garð- inn sinn. Þetta eru lokaorðin úr Birtingi eft- ir Voltaire sem mætti vel heimfæra upp á móðursystur mína sem rækt- aði svo sannarlega frændgarðinn sinn. Jóna virtist styrkjast við hverja þraut og bauð af sér mikinn þokka, skilning og væntumþykju. Ég fór aldrei varhluta af því og tel mig meiri og sterkari á eftir. Jóna var órjúfanlegur þáttur í uppvexti okkar systkinanna í Hjarð- Jóna Birta Óskarsdóttir ✝ Jóna Birta Ósk-arsdóttir fædd- ist í Jaðri í Þykkva- bæ 16. október 1934. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut sunnu- daginn 1. júní síð- astliðinn og fór út- för hennar fram frá Fossvogskirkju. artúninu, eiginlega varamamma okkar og við systkinabörnin lit- um á okkur nánast sem systkini. Þetta var góður hópur að alast upp í. Jóna tók krabba- meininu með æðru- leysi eins og hennar var von og vísa, varð að vonum fyrir von- brigðum þegar það tók sig upp aftur. Það aftr- aði henni þó ekki með að halda sínu striki og ég veit löng samtöl okkar oft og tíð- um styrkti okkur báðar og tengdi enn frekar. Alltaf hreinskilin og heiðarleg og umfam allt jákvæð. Þessir eiginleikar hennar gerðu hana sterka og sjálfstæða. Ég á eftir að leita í handraðann þegar mikið liggur við, þökk sé móðursystur minni. Gísla, Steinunni, Sigurði, Ragn- heiði, Björk, mökum og börnum sendi ég mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Ágústa Tómasdóttir. “Sama hver á í hlut, sérhver maður á jörð- inni er ætíð í meginhlutverki í Heimssög- unni, sagði hann.– En sjaldnast veit hann af því sjálfur.“ (Alkemistinn, Paulo Coelho.) Móðursystir mín Jóna Birta var ein af þessum sterku persónum, sem eru í meginhlutverki í heimssögunni og vissi af því. Það geislaði af henni meðvituð já- kvæðni, virðing og hlýja gagnvart náunganum. Mér fannst Birtu nafnið vel til fundið því að þegar hún mætti á staðinn birti til, hún var mætt, létt í lund með fallega brosið og létta hlát- urinn. Þarna var ofurkona á ferð sem vissi hvað hún vildi. Hún hafði ákveðnar, en jákvæðar skoðanir og sterka og góða nærveru. Mér fannst mjög sérstakt hvernig hún gat sett sig inn í alla hluti, hún var alltaf með í umræðunni sama hvert umræðu- efnið var. Sem unglingur sótti ég mikið til hennar á Ennisbrautina í Ólafsvík, þar sem hún og Gísli höfðu byggt sér fallegt heimili. Þegar ég mætti, sett- umst við saman með prjónana og spjölluðum. Þarna kenndi hún mér að búa til mínar eigin prjónaupp- skriftir. Síðan lagði hún á borð ný- bakaðar kræsingar, þetta voru mikl- ar gæðastundir. Síðan fluttu þau á höfuðborgar- svæðið, Kópavogur varð fyrir valinu. Þegar afi Óskar dó komum við til þeirra, til þess að fara yfir dótið hans.Við byrjuðum á því að skoða það í bílskúrnum, síðan fórum við upp í íbúð og Jóna sýndi mér stolt nýja heimilið þeirra Gísla. Síðan sagði hún; „Æ mér þótti svo vænt um þegar þið Sigurður genguð sam- an upp tröppurnar áðan. Mér fannst sem snöggvast að ég væri komin til Ólafsvíkur og þið Sigurður væruð orðin lítil.“ Þegar hún sagði þetta kom glampi í augun og bros á vör. Jóna var mikil sælkeramanneskja, sem fylgdist vel með nýjum tímum. Hún hugsaði mikið um hollustuna og bakaði eingöngu úr spelti. Það síð- asta sem ég snæddi hjá henni voru speltvöfflur með heimatilbúinni líf- rænni bláberjasultu og fyrsta flokks kaffi. Hún stóð í eldhúsinu og stjan- aði í kringum okkur mömmu. „Sess- elja finnst þér þetta ekki góðar vöffl- ur, ný uppskrift hjá mér“. Síðan fékk ég uppskriftina niðurskrifaða. Það var sama hvað Jóna gerði, allt varð gott. Jóna var mikil athafnakona; rögg- söm, útsjónarsöm, listræn, dugleg og vandvirk. Hún naut lífsins, ferðaðist mikið og var dugleg að hreyfa sig. Spánn var hennar uppáhaldsstaður, hún mætti endurnærð og tvíefld á klakann eftir góða ferð til Spánar. Síðast þegar við töluðum saman sagðist hún aldrei geta orðið leið á Spáni, það væri alltaf eitthvað nýtt og spennandi sem biði hennar þar. Enn á ný er Jóna Birta lögð á stað á vit nýrra ævintýra í nýtt og spenn- andi ferðalag yfir móðuna miklu. Elsku Jóna ég kveð þig með þakk- læti fyrir allan þann jákvæða styrk og leiðsögn sem þú hefur gefið mér í gegnum lífið. Þín verður sárt saknað. Við sendum Gísla, Steinunni Ósk, Sigurði, Ragnheiði og Björk, mökum þeirra og barnabörnum innilegar samúðarkveðjur. Minningin lifir um góða móður, tengdamóður og ömmu. Kær kveðja, Sesselja Tómasdóttir og fjölskylda. Elsku Jóna, mér finnst það svo skrýtið að þú sért látin. Þú varst sterka og góða frænka sem alltaf tókst á móti manni með kossi og knúsi ásamt Gísla, ég hef alltaf horft á með aðdáun á ykkar samrýnda hjónaband. Þegar þú veiktist þá varstu samt alltaf svo hress þó maður vissi að þú hlytir að finna til, en alltaf varstu brosandi og í góðu skapi. Ég er svo ánægð að hafa komið á spítalann til þín, það var svo mikil tilviljun að ég skyldi koma, eins og ég hefði átt að koma, þú opnaðir augun og brostir til mín. Ég vil þakka þér fyrir að styðja mömmu á erfiðum tímum og vera henni innan handar, það er ómetan- legt. Ég vil kveðja þig, elsku frænka, með þessum orðum og votta Gísla, Steinunni Ósk, Sigurði, Ragnheiði og Björk, tengdabörnum og barnabörn- um mínar dýpstu samúð Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Kveðja. Thelma Dögg og fjölskylda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.