Morgunblaðið - 15.06.2008, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 15.06.2008, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. JÚNÍ 2008 17 seta sem hefur veitt mér innblást- ur á þann hátt sem fólk segir mér að faðir minn hafi veitt sér inn- blástur,“ skrifaði hún og að nú fyndist henni hún hafa fundið mann sem gæti orðið sá forseti. „Ekki aðeins fyrir mig heldur fyrir nýja kynslóð Bandaríkjamanna,“ sagði hún ennfremur. Eftir að Edward Kennedy greindist með heilaæxli í síðasta mánuði er hald manna að Caroline finnist sér renna blóðið til skyld- unnar á vettvangi stjórnmálanna. Hljóðlát og hlédræg Bandaríkjamenn og raunar fólk hvarvetna í heiminum minnist hennar enn sem litlu, fallegu hnát- unnar, sem stundum lék sér við fótskör forsetans föður síns í Hvíta húsinu og átti hestinn Macaroni. Sem dóttir einna dáðustu og valda- mestu hjóna heims, sem í þokka- bót voru einkar glæsileg bæði tvö og hálfgerð tískuíkon á sjöunda áratugnum, benti fátt til annars en að lífið yrði Caroline leikur einn. En annað varð upp á teningnum. Mörgum eru enn í fersku minni myndir af henni, aðeins fimm ára gamalli, við hlið móður sinnar og litla bróður, Johns, í útför föður þeirra, sem hafði verið ráðinn af dögum 22. nóvember 1963. Eftir þann voðaatburð fluttist Jacqueline með börnin til New York þar sem fjölskyldan mátti sig vart hræra án þess að hafa ljós- myndara í eftirdragi. Engu að síð- ur var Caroline nokkuð lunkin að sniðganga þá. Hljóðlát og hlédræg nam hún lögfræði við Harvard- og Columbia-háskólana, árið 1986 giftist hún hönnuðinum Ed Schlossberg, stofnanda og for- stjóra ESI design, sem er tólf ár- um eldri en hún, og eignaðist börnin þrjú 1988, 1990 og 1993 án þess að fjölmiðlar blésu í herlúðra. Konan á bak við tjöldin Kennedy-ættin hefur margreynt á eigin skinni að gæfa og gjörvi- leiki fara ekki ætíð saman, ekki síst Caroline, sem missti móður sína 1994 úr krabbameini og bróð- ur sinn og mágkonu í hörmulegu flugslysi 1999. Caroline Kennedy hefur unnið sér margt til ágætis, t.d. er hún einn stofnenda The Profiles in Courage-verðlaunanna, sem svo nefnast eftir samnefndri bók föður hennar og þýða mætti sem Birtingarmyndir hugrekkis, en fyrir hana fékk forsetinn Pulit- zer-verðlaunin 1957. Einnig er hún forstjóri og heiðursstjórnarfor- maður ýmissa uppbyggilegra stofnana og ráðgjafi við stjórn- málastofnun í Harvard, sem rekin er í minningu Johns F. Kennedys, og er iðulega fulltrúi fjölskyldu sinnar við jarðarfarir þjóðhöfð- ingja. Þeir sem gerst þekkja Caroline Kennedy segja hana fluggreinda konu sem ekki tali af sér. Þótt hún hafi ekki tekið beinan þátt í pólitík segja þeir hana reynda á því sviði, enda alla sína ævi unnið með stjórnmálamönnum og þannig með áhrif „bak við tjöldin“. Í herbúðum Obamas þykir þag- mælska mikil dyggð hjá þeim, sem meta hæfni keppinautanna um varaforsetaembættið, því nauðsyn- legt sé að spyrja þá ýmissa óþægi- legra spurninga. Margir repúblikanar eru samt ekki í vafa um að Caroline Ken- nedy hefði ekki komið til álita í starfið héti hún Caroline Schloss- berg. Hvort hún kemur raunveru- lega til álita sem varaforseti er svo önnur saga, en á það skal bent að George W. Bush valdi Dick Che- ney til að leiða liðið sem kannaði kandídata til embættisins 2002 – og allir vita hvernig fór um sjóferð þá. Reuters Vensl og vinátta Caroline og frændi hennar Edward Kennedy þegar hann kom af spítalanum, þar sem hann var greindur með illkynja heilaæxli. Hann gekkst síðar undir uppskurð, sem sagður er hafa tekist vel. » Pólitíkin erum við sjálf ísamfélaginu […] Ef við erum ekki þrýstihópur fyrir börnin okkar, þá er það enginn. Þorsteinn Sæberg , skólastjóri Árbæj- arskóla, fjallaði við skólaslit um hægvirka heilbrigðisþjónustu við geðfötluð börn. » Næst á dagskrá er bara aðanda. Bubbi Morthens, sem gifti sig um liðna helgi, átti afmæli, fagnaði útgáfu nýrrar plötu, hélt tónleika og fékk fimm stjörnur í Morgunblaðinu. » Það er bara þannig að hanner réttdræpur, þótt ljótt sé að segja það. Erling Ólafsson skordýrafræðingur um hinn alræmda spánarsnigil, sem hefur gert sig heimakominn á Íslandi. » Það skiptir máli að veraduglegur og hafa rétt hug- arfar. Höskuldur Pétur Halldórsson útskrif- aðist í stærðfræði frá HÍ með 10 í einkunn í svo til öllum fögum. »Við höfum verið að gera grínað því að við séum að renna blint í sjóinn með þetta. Bergvin Oddsson, meðlimur í Ungblind, sem stendur fyrir „blindu kaffihúsi“ í sumar. »Eftir á að hyggja hefði veriðskynsamlegt að orða hlutina öðruvísi. George W. Bush um óvarfærnislegt orða- far sitt fyrir Íraksstríðið. » Svarthöfði reyndi ekkert aðfara inn, en ég held hann hefði ekkert viljað það, því þá hefði hann þurft að taka ofan. Steinunn A. Björnsdóttir, fjölmiðla- fulltrúi prestastefnu, um uppákomu á prestastefnu í síðustu viku. »Maður er ekki bara að þessufyrir þann sem maður heim- sækir, heldur einnig fyrir sjálfan sig. Bergdís Kristjánsdóttir er sjálfboðaliði í heimsóknarvinaþjónustu Rauða krossins. » Það er einkennilegt að ekkisé búið að ræða þetta. Bloggarinn Sædís Ósk Harðardóttir. Landsbókasafn hefur undanfarin fjögur ár safnað rafrænu efni, meðal annars af blog.is. »Okkur brá heldur en ekki íbrún. Helga Ólafsdóttir, upplýsingafulltrúi Al- þjóðahúss. Starfsmenn Reykjavík- urborgar voru í óðaönn að mála yfir lista- verk á einni hlið hússins þegar starfsfólk mætti til vinnu á þriðjudagsmorgun. » Íslenska þjóðkirkjan varlengst af frekar litafátæk og aðeins einn litur notaður fyrir allt árið, sá vínrauði. Sigurður Árni Þórðarson, prestur í Nes- kirkju, gerði tillögu um að kirkjuárið verði litgreint upp á nýtt. » [ . . . ] því meira vesen og ruglþeim mun betra fyrir mig. Donnu Shalala, fyrrverandi heilbrigð- isráðherra Bandaríkjanna, leið vel í emb- ættinu af því hún kann vel við flókin mál- efni. Ummæli vikunnar Reuters Prúðbúinn Fjaðurmagnaður aðdáandi hollenska landsliðsins hvetur sitt lið gegn Frökkum í C-riðli Evrópumótsins í knattspyrnu . Grill-leikur me› s‡r›um rjóma! Taktu þátt í grillleik MS og þú gætir unnið glæsilegt Weber-grill eða vandað grillsett. Kauptu dós af sýrðum rjóma frá MS, farðu á www.ms.is, sláðu inn lukkunúmerið sem er í lokinu og þú færð strax að vita hvort þú hefur unnið. H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA 0 8 -1 0 2 0
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.