Morgunblaðið - 15.06.2008, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 15.06.2008, Blaðsíða 50
50 SUNNUDAGUR 15. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ AUÐLESIÐ EFNI Vöru-bílstjórar á Spáni, Portúgal og í Frakk-landi mót-mæltu hækkandi eldsneytis-verði í vikunni. Tug-þúsundir vöru-bílstjóra tóku þátt í að-gerðunum, t.d. með því að teppa vegi í kringum borgir og á landa-mærum. Heimsmarkaðs-verð á olíu hefur rúm-lega tvö-faldast á síðasta ári, og hefur það valdið ólgu víða um heim. Stjórn-völd á Indlandi, Indónesíu, Malasíu og Taívan hafa á síðustu dögum neyðst til að hækka olíu-verð gríðar-lega og al-menningur mót-mælti harka-lega. Hækkandi olíu-verð hefur stór-aukið flutnings-kostnað vara frá Asíu, þannig að kín-verskt stál er ekki lengur ódýrara en það banda-ríska. Það mun hafa víð-tæk áhrif á heims-búskapinn. Bandaríkja-menn reyna allt til að spara bensín. Sumir vinnu-veitendur leyfa fólki að vinna heima, og flug-félög þrífa flug-vélar betur til að minnka loft-mótstöðu. Mót-mæli um allan heim Reuters Lögreglu-maður ræðst á bónda við mót-mæli á bensín-verði á Spáni. Ætlaðar tekjur af út-flutningi áls á þessu ári eru um 165 milljarðar króna, tvö-falt á við tekjurnar í fyrra. Árið 2008 verður þar með hið fyrsta þar sem tekjur af áli fara fram úr sjávar-útveginum sem hlut-fall af vöru-útflutningi lands-manna. Áætlað er að tekjur vegna sjávar-útvegsins nemi um 130 milljörðum. Í spá fjármála-ráðu-neytisins er gert ráð fyrir að hlutur áls verði 45% af útflutnings-tekjum í ár, en hlutur sjávarafurða 36%. Sé litið nokkur ár aftur í tímann voru hlut-föllin ólík, því ál-tekjurnar hafa snar-aukist á meðan sjávar-útvegurinn hefur svo til staðið í stað. Aðrar útflutnings-vörur eiga aftur á móti, bæði fyrr og nú, aðeins fimmt-ung af heildar-kökunni. Meiri tekjur af áli en fiski Sigur Rós best í heimi? Chris Martin, söng-vari bresku hljóm-sveitarinnar Coldplay, segir að hljóm-sveitirnar Sigur Rós og Arcade Fire séu þær bestu í heiminum núna. „Ég held að Coldplay sé hins vegar bara sjöunda besta hljóm-sveit í heimi,“ segir Martin. Baltasar í stjörnu-fans Baltasar Kormákur er kominn á töku-stað sinnar nýjustu kvik-myndar, Run For Her Life, í Banda-ríkjunum. Tökur á myndinni hefjast eftir viku og hefur hann fengið vin-sæla leikara til liðs við sig. Má þar nefna Dermot Mulroney, Diane Kruger og Rosanna Arquette. Hand-ritið segir frá hjónum sem fara til Mexíkó til að freista þess að fá þar-lenda lækna til að græða ný lungu í dauð-vona dóttur þeirra. Til styrktar leik-ritun Bjarni Ármannsson og Helga Sverrisdóttir hafa stofnað leikritunar-sjóðinn Prologus. Stofn-framlag er 16 milljónir króna og sjóðurinn mun starfa frá 2008 til 2010. Vonast er til að fyrstu verkin sem verða til fyrir til-stilli sjóðsins komi á fjalir leik-hússins á næsta ári. Listir Höskuldur Pétur Halldórsson út-skrifaðist úr stærð-fræði frá Há-skóla Íslands í gær. Hann var með 10 í einkunn í svo til öllum fögum. Ein 9 gerði það að verkum að Höskuldur er með tæp-lega 10 í meðal-einkunn en hann segir prófið í því fagi hafa verið full-erfitt. „Stærð-fræðin er þannig að ef maður leggur mikið á sig þá er auð-velt að fá 10,“ segir Höskuldur Pétur sem stefnir ótrauður áfram í frekara stærðfræði-nám. Í haust mun hann hefja doktors-nám í stærð-fræði við MIT-háskólann í Banda-ríkjunum, en það mun taka 4-5 ár. Tæp-lega 10 í meðal- einkunn Hanna Birna Kristjánsdóttir er nýr odd-viti sjálfstæðis-manna í Reykjavík. Hún tók við af Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni sem fengið hafði ráð-rúm síðan í febrúar til þess að ákveða hvort hann ætlaði að taka við starfi borgar-stjóra þann 22. mars 2009 sam-kvæmt málefna-samningi Sjálfstæðis-flokks og F-lista. Hanna Birna er nú for-seti borgar-stjórnar og Vilhjálmur for-maður borgar-ráðs en þau skipta um hlut-verk að sumar-fríi loknu. „Þetta leggst mjög vel í mig og ég hlakka til að takast á við starfið sem fram-undan er,“ sagði Hanna Birna sem telur sitt helsta verk-efni sitt vera að endur-vinna það traust sem þau hafi glatað og eigi skilið. „Ég tel að Hanna Birna sé afar vel að þessu komin og muni stýra hópnum af skörungs-skap sem odd-viti og síðan borgar-stjóri,“ segir Geir H. Haarde forsætis-ráðherra. Hanna Birna næsti borgar-stjóri Morgunblaðið/RAX Hin goðsagna-kennda rokk-hljómsveit Whitesnake hélt tón-leika í Laugardals-höll á þriðju-daginn. Gagn-rýnandi Morgun-blaðsins var mjög ósáttur við slaka frammi-stöðu söngvarans Davids Coverdale, sem hann sagði áður hafa verið „einn flottasti rokk-söngvari sögunnar“. Hörðustu að-dáendur voru margir glaðir að sjá sína menn og tóku hvað hæst undir er sveitin tók „Here I Go Again“ í lok tón-leikanna. Whitesnake á Íslandi Morgunblaðið/Golli Vals-konur efstar Vals-konur náðu for-ystu í topp-baráttu Landsbanka-deildarinnar þegar þær sigruðu KR 2:1 á Vodafone-vellinum í miðvikudags-kvöld. Vals-liðið er því komið með þriggja stiga for-skot á toppi deildarinnar auk þess að eiga hálf-gert „auka-stig“ í formi mjög góðrar marka-tölu, en hvorugt liðið hafði tapað stigi fyrir leikinn. Dóra er hetja Malmö Dóra Stefánsdóttir, landsliðs-kona í knatt-spyrnu, var hetja Malmö á miðvikudags-kvöld þegar liðið gerði jafn-tefli við marg-falt meistara-lið Umeå, 2:2, í topp-slag sænsku úrvals-deildarinnar. Dóra skoraði jöfnunar-mark Malmö einni mínútu fyrir leiks-lok. Kvenna-fótboltinn Morgunblaðið/RAX Dóra Stefánsdóttir Netfang: auefni@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.