Morgunblaðið - 15.06.2008, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 15.06.2008, Blaðsíða 40
40 SUNNUDAGUR 15. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN SUÐURGATA 7, 101 REYKJAVÍK, • www.hibyli.is • hibyli@hibyli.is Vorum að fá í sölu húseignina við Hafnarstræti 15 í Reykjavík sem er 652,7 fm verslunar- og atvinnuhúsnæði byggt 1898. Húsið stendur á horni Hafnarstrætis og Pósthússtrætis. Húsið er sögufrægt og var lengi kallað Ellingsenhús eftir verslun sem var í vesturendanum. Lansbanki Íslands var fyrsti eigandi hússins. Nánari lýsing eignar: Á fyrstu hæð er rekinn veitingastaður, Hornið. Í kj. er veitingasalur og bar. Geymslur innaf veitingasal, útgangur út á plan norðan við húsið. Gengið upp á efri hæðir frá Hafnarstræti, þar sem eru samtals 9 skrifstofuh. Eldh. Hornsins á annarri hæð auk skrifstofuh. Á þriðju hæð eru skrifstofuh. auk geymslu. Snyrting á öllum hæðum nema í kj. Fasteignin þarfnast viðhalds og endurbóta. Skv. skráningu FMR er húsið byggt 1917 en hluti þess er líklega eldri (1898). Allar nánari uppl. á skrifst. Húseignin Hafnarstræti 15 til sölu Ingibjörg Þórðardóttir, löggiltur fasteignasali. M b l 1 01 70 73 • Fjöldi góðra fyrirtækja í Danmörku. • Heildverslun með varahluti fyrir vinnuvélar og bíla. Ársvelta 140 mkr. • Framkvæmdastjóri-meðeigandi óskast að fyrirtæki á heilbrigðissviði. • Æskilegt að viðkomandi sé hjúkrunarfræðingur. • Heildverslun með ferðavörur. Ársvelta 360 mkr. • Meðalstór heildverslun með tæknivörur óskar eftir sameiningu við annað fyrirtæki á því sviði. Ársvelta 140 mkr. • Framkvæmdastjóri-meðeigandi óskast að góðu útgáfufyrirtæki í stöðugum vexti. Ársvelta 200 mkr. • Heildverslun með tæknivörur. Ársvelta 130 mkr. • Rótgróin bílaleiga með 21 bíl. Auðveld kaup. • Þekktur tölvuskóli. Ársvelta 80 mkr. • Heildverslun með bílavörur. EBITDA 25 mkr. • Sérverslun og heildverslun með tölvurekstrarvörur. Ársvelta 100 mkr. EBITDA 10 mkr. • Þekkt verslun með húsgögn og gjafavörur. • Sérverslun með sportvörur. Ársvelta 120 mkr. • Lítil heildverslun með hársnyrtivörur. Hentugt til sameiningar. • Heildverslun með neytendavörur (ekki matvæli) sem selur í verslanir um allt land. Ársvelta 160 mkr. EBITDA 15 mkr. ÞAÐ fer ekki fram hjá neinum í þjóðfélaginu að eldsneyti er orðið of dýrt til þess að venjulegar fjöl- skyldur kaupi það í jafn miklum mæli og áður. Bifreiðin er stór partur af neyslumynstri þjóð- arinnar og verður þeirri þróun seint snúið til baka. Það er hins vegar engin ástæða til þess að gráta þetta eldsneytisverð. Við eig- um næga orku sem við framleiðum sjálf og er meira en vel nýtanleg til þess að knýja áfram bifreiðar. Raf- orkan er okkar auðlind og er þróun bifreiða sem nota slíka orku komin vel á veg. Fjölmargir framleiðendur eru nú þegar farnir að setja slíkar bifreiðar á markað og eru sífellt að koma þróaðri tegundir á markað. Þó eru enn annmarkar á rafbílum en þessi þróun er á miklum skriði og engin ástæða til þess að bíða eft- ir hinum fullkomna rafbíl. Sam- kvæmt útreikningum þá kostar 20 krónur að aka rafbíl til og frá vinnu í svokölluðum bæjarakstri eða 440 krónur á mánuði. Þetta hljóta að vera tíðindi í okrinu á dísilolíu og bensíni. Íslendingar eiga að snúa sér í miklum mæli að notkun raf- bíla, ekki bara orkunnar vegna. Fjölmargar jákvæðar ástæður liggja þar að baki. Rafbílarnir eru léttir og nettir og eru hljóðlitlir og þeim fylgir engin útblásturs- mengun. Útblástursmengun er og verður skattlögð í framtíðinni og ætti því íslenska ríkið að fella niður gjöld og tolla af rafbílum. Ef ein- hver alvara er í stefnu stjórnvalda varðandi útblástursmengun þá á að sýna hana í verki. Þessar bifreiðar lenda í lægsta tryggingarflokki. Ve- gaslit verður minna vegna minni þunga og svifryk mun minnka að auki. Hávaðamengun mun minnka. Kraftur rafbílanna er minni og mun umferðin því róast mikið. Auk þess mun sparast mikill gjaldeyrir ef Ís- lendingar tileinka sér notkun raf- bíla vegna sparnaðar í eldsneyt- iskaupum. Vandi þjóðarinnar er án efa sá að bílafloti landsmanna er mjög stór og situr fólk uppi með bifreiðar sem brenna olíu og bens- íni, tvo og jafnvel þrjá á hverju heimili. Mögulegt er að knýja bif- reiðarnar áfram með etanóli eða metanóli en það mun verða jafn dýr kostur og það eldsneyti sem við notum í dag. Auk þess munu bif- reiðaeigendur verða háðir olíufélög- unum með afgreiðslu og dreifingu þessa orkugjafa sem telst varla hagkvæmt fyrir neytendur miðað við forsöguna. Það yrði afleit nið- urstaða að leggja í mikinn til- kostnað við að umbreyta bílaflota landsmanna til þess eins að fara úr öskunni í eldinn. Mögulegt er að sjá metanól eða etanól og raforku not- að í bland en raforkan á að vera fyrsti kostur enda sá hagkvæmasti sem völ er á. Rafmagnið er nánast á hverju einasta byggða bóli í land- inu og er talin ein hreinasta orka sem framleidd er í heiminum. Því skyldum við fara út í það að finna upp aðrar leiðir en þær sem við höfum við höndina? Ekki þarf nein- ar sérstakar þjónustustöðvar vegna hleðslunnar á rafbílana og þarf því enga áhættu að taka varðandi stór- ar birgðastöðvar líkt og með olíuna og bensínið. Eins munu þjóðvegir landsins fara mun betur vegna þess að olían yrði flutt í minna mæli um vegina. Nú þurfa Íslendingar að passa vel upp á auðlindina dýr- mætu sem við eigum saman. Raf- orkuna. Nú þurfum við að passa upp á það að virkjanirnar og raf- orkuverin falli ekki í hendurnar á auðhringum eða hinu frjálsa fram- taki. Það höfum við séð að olíufé- lögin, tryggingafélögin, bankarnir, kvótakóngarnir og flest þau fyr- irtæki sem starfa á hinum „frjálsa“ markaði gera það sem þeim þókn- ast í eigin þágu. Þeim er ekki treystandi fyrir almannaheill. Þjóð- in þarf að standa vörð um rafork- una og vatnið. Hér er um algjört grundvallaratriði að ræða. Ef það kostar 20 krónur á dag að ferðast til og frá vinnu með raforkunni, hvers vegna erum við þá að borga tugi þúsunda á mánuði fyrir sömu iðju með brennslu á olíu og bensíni? Þjóðin þarf að losna úr fjötrum ol- íunnar. ARNÞÓR SIGURÐSSON, Bjarnhólastíg 12, Kópavogi. Þjóðin þarf að taka upp nýja siði. Frá Arnþóri Sigurðssyni Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is HERNAÐAR- ANDSTÆÐINGAR (hernámsandstæð- ingar/herstöðva- andstæðingar o.s.frv.) hamast enn sem mest þeir mega gegn hvers konar vörnum sem við Íslendingar kunnum að halda uppi gegn hugsanlegum andstæðingum. Maður getur velt því fyrir sér hver staðan hefði orðið í Evrópu eftir stríð, ef NATO hefði ekki verið stofnað. Hver væri staða okkar í dag ef BNA hefðu kosið að láta Evrópumálin afskiptalaus? Friðarstefna og andstaða gegn hvers konar hernaði er í sjálfu sér göfug hugsjón, en ekki raunsæ. Kommúnismi Karls Marx var einnig göfug hugsjón, en hver varð svo reynslan af því þegar hún var reynd í framkvæmd í Sovétríkjunum? Nú þegar varnarliðið er horfið á braut er landið að vissu leiti varn- arlaust gegn skyndi- árásum af ýmsu tagi þótt engin þjóð ógni öryggi okkar í dag. Þátttaka okkar í NATO tryggir að okk- ur verður komið til hjálpar ef á okkur verður ráðist. En hversu fljótt mun sú hjálp berast og að hvaða gagni mun hún koma? Staðan í alþjóðamálum í dag er þannig hvað okkur Íslendinga varðar, að hvaða nútíma-„hunda- dagakonungur“ sem er, hvort sem hann telur sig eiga eitthvað sökótt við okkur eða ekki, eða hvort hann langar aðeins til að sína mátt sinn og/eða valda hörmungum, á til- tölulega auðvelt með að ráðast á landið án þess að við getum mikið við því gert. Hér er lítið um varnir. Fá- menn landhelgisgæsla og sérsveit lögreglunnar er of fámenn og illa bú- in til þess að veita vel búnu árás- arliði mótspyrnu eða til að yfirbuga það. Hvaða ruglukollur sem er sem ræður yfir fjármagni og hefur vilja til að koma illu til leiðar getur með vel búnu fámennu liði sótt okkur heim í lofti eða á legi án þess að nokkrum vörnum verði við komið, eins og málum er háttað í dag, og valdið hér miklum spjöllum á mann- virkjum og með manndrápum. Í hvert sinn sem hreyft er við því að auka varnarmátt okkar og viðbúnað gegn slíkum árásum æpa „naívist- arnir“ í hópi hernaðarandstæðinga eða hatursmanna NATO: „Bjarna- son Army“, „Bjarnason Army“! Ég á enga ósk betri til handa þessu fólki en að það þurfi aldrei að upplifa ein- hvers konar „Gulag“ eða „Buchen- wald“ til þess að koma heilasellum sínum í lag. Okkur ber brýna nauð- syn til þess að efla landhelgisgæsl- una og sérsveit lögreglunnar þannig að þær geti verið til varnar, ekki bara hér á höfuðborgarsvæðinu, heldur í öllum landshlutum til þess að gæta öryggis okkar og til þess að veita hjálp þegar ógn eða hætta steðjar að. Það þarf einnig að fjölga skipum og flugvélum, einkum þyrl- um, sem verði staðsettar í öllum landshlutum. Ríkisstjórn, Alþingi og allur almenningur þarf að vakna til vitundar um að þessi hætta er raun- veruleg. Látum ekki taka okkur í bólinu af öfgamönnum, trúarofstæk- ismönnum eða glæpamönnum sem kunna að sjá sér leik á borði gegn vanmáttugum yfirvöldum. Tökum nú til hendinni þarna. Hins vegar eigum við að láta það ógert að vera eltast við hernaðarævintýri BNA í Austurlöndum. Stríðið í Afganistan sem þeir eru nú að gefast upp á vegna þess að aðgerðir þeirra eru tóm vitleysa og munu ekki leiða þessi átök til lykta, eigum við að láta afskiptalaust. Okkar viðbragðsstaða er hérna heima. Verum viðbúinn. Látum hart mæta hörðu. Varnir og varnarleysi eftir brottför varnarliðsins Hermann Þórð- arson skrifar um varnir Íslands »Ríkisstjórn, Alþingi og allur almenn- ingur þarf að vakna til vitundar um að þessi hætta er raunveruleg. Hermann Þórðarson Höfundur er fyrrverandi flugumferðarstjóri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.