Morgunblaðið - 22.06.2008, Síða 6

Morgunblaðið - 22.06.2008, Síða 6
Í HNOTSKURN »Á vegum hinnar íslenskuABC-barnahjálpar eru nú um 11.000 börn og stuðnings- foreldrar 6-7 þúsund. »SOS-barnaþorpin eru fjöl-þjóðlegt hjálparstarf. Um 60.000 börn búa í barnaþorp- unum. Álíka mörg njóta ann- ars stuðnings. Íslenskir styrkt- arforeldrar eru um 5.400. »Hjálparstarf kirkjunnarhefur milligöngu um stuðning fósturforeldra við um um 500 börn á Indlandi. Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is GENGISLÆKKUN krónunnar og mikil hækkun matvæla í þriðja heiminum kemur illa við hjálp- arstarf. Það á ekki síst við um stuðning styrktarfor- eldra við fátæk börn erlendis. Áætlað er að hækka þurfi framlög vegna fósturbarna um a.m.k. 40% til að mæta gengis- og kostnaðarbreytingum frá síð- ustu áramótum. Hjálparstofnanir leita nú leiða til að brúa bilið sem myndast hefur. Guðrún Margrét Pálsdóttir, formaður ABC barnahjálpar, sagði framlög til barna í Pakistan og Kenýa miðast við að dollari kostaði 60 krónur en nú kostar hann rúmar 80 krónur. Gengi dollara gagn- vart myntum stuðningslanda hefur einnig veikst. Sem dæmi um hækkun matvæla kostar kíló af baunum í Kenýa nú sem svarar 90 kr. en kostaði 50 kr. fyrir fáeinum mánuðum. Svipaða sögu er að segja frá Indlandi og Filippseyjum. Allur kostnaður í Pakistan og Úganda hefur einnig aukist mikið. Svigrúm til uppbyggingar horfið Stuðningsfjárhæðir ABC vegna indverskra barna voru hækkaðar 2001 þegar gengi dollarans fór í 110 kr. Þegar gengið lækkaði skapaðist svig- rúm sem notað var til uppbyggingar og fjölgunar skjólstæðinga. Guðrún sagði að þetta svigrúm væri horfið. Hún taldi snúið að hækka styrktarframlögin auk þess sem margir styrktarforeldrar byggju nú við þrengri fjárhag. „Það er mikill halli eins og er. Við biðjum Guð um kraftaverk og það verður að koma fljótt. Ég trúi að það gerist,“ sagði Guðrún. Ulla Magnússon, formaður SOS-barnaþorpa á Íslandi, sagði alþjóðasamtök SOS-barnaþorpa leita leiða til að mæta miklum kostnaðarhækkunum. Samtökin eigi varasjóði sem hægt er að grípa til í fyrstu. Við kostnaðarhækkanirnar bætist veiking krónunnar. Ulla sagði að svo virtist sem ástandið yrði langvarandi og því ætluðu SOS-barnaþorpin á Íslandi að búa styrktarforeldra undir það að hækka þyrfti styrktarframlögin talsvert á komandi hausti. Jónas Þ. Þórisson, framkvæmdastjóri Hjálpar- starfs kirkjunnar, sagði að áður hefði verið borð fyr- ir báru varðandi stuðning fósturforeldra við börn á Indlandi. Nú hefði myndast bil sem þyrfti að brúa með öðru söfnunarfé. Framlög til Indlands voru hækkuð fyrir sex mánuðum en þar höfðu matvæli hækkað um 40-70%. Jónas taldi að miðað við geng- islækkun dollara og verðhækkanir erlendis hefði kostnaður hækkað um a.m.k. 40% frá áramótum. „Biðjum Guð um kraftaverk“ Gengislækkun krónunnar og miklar kostnaðarhækkanir erlendis valda því að óbreytt framlög Íslend- inga til útlendra fósturbarna hrökkva ekki lengur til að standa straum af framfærslu barnanna 6 SUNNUDAGUR 22. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR FRÉTTASKÝRING Eftir Skúla Á. Sigurðsson skulias@mbl.is RANNSÓKN á því hvaða erfðaþættir hafa áhrif á minni, athygli og hraða hugsunar er nú í startholunum hjá Íslenskri erfðagreiningu. Er ætlunin að finna þá þætti í erfðamengi mannsins sem útskýra breytilega vit- ræna getu fólks. Vitneskja um þetta er mikilvæg til að öðlast betri skilning á sjúkdómum sem tengjast heilastarfsemi, svo- sem minnissjúkdómum og geðröskunum. Einnig verða könnuð áhrif lífsstíls þeirra sem hafa áhættuerfðaþætti á framgang sjúkdómanna. Lítið vitað um mannsheilann „Heilinn, sem er það líffæri sem skilgreinir okkur sem einstaklinga, er raunverulega síðasta takmark líffræð- innar. Við vitum ekkert um það hvernig heilinn virkar,“ segir dr. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfða- greiningar. Að sögn Kára er þetta í fyrsta sinn sem rannsókn af þessu tagi og stærðargráðu fer fram. Hann segir það feikilega mikilvægt að átta sig á breytilegri vitrænni getu fólks og hvað veldur henni. Þær upplýsingar geti varpað ljósi á hvernig heili mannsins starfar. Í því liggi lykillinn að þróun dýpri skilnings á hvernig þeir sjúk- dómar sem herja á mannsheilann virka og hvernig megi meðhöndla þá. Þegar fram líða stundir megi jafnvel seinka þeim verulega eða fyrirbyggja þá alveg með ráð- um sem ný þekking myndi leggja til. Tíu ára ferli Vonast er til að um 5.000 manns á aldrinum 20 til 65 ára taki þátt í rannsókninni. Í henni þreyta þátttakendur próf frá Cognitive Drug Research sem sérhæfir sig í gerð prófa sem mæla vitræna getu. Í prófunum reynir á athygli, viðbragðsflýti, orðaminni og fleira. Ástand og staða þátttakenda verður metin út frá svör- um við spurningalista sem lagður verður fyrir þátttak- endur. Spurt verður um andlega og líkamlega þætti, svo sem mataræði og svefnvenjur. Ætlunin er að leggja prófið og spurningalistann árlega fyrir þátttakendur í tíu ár og sjá þannig hvernig vitræn geta þeirra þróast umfram eðlilegar aldurstengdar breytingar og hvernig aðstæður þeirra breytast. Nið- urstöður hvers prófs verða leiðréttar með tilliti til aldurs þátttakenda. Morgunblaðið/Golli Vígreifir Dr. Kári Stefánsson ásamt dr. Hreini Stefánssyni, deildarstjóra rannsókna á sjúkdómum í miðtaugakerfi, sem fer fyrir rannsókninni Íslensk erfðagreining stefnir að síðasta takmarki líffræðinnar  Viðamikil langtímarannsókn á erfðaþáttum sem hafa áhrif á vitræna getu  Gæti valdið byltingu í meðhöndlun sjúkdóma sem herja á heila mannsins Í HNOTSKURN » Markmið rannsókn-arinnar er að finna þá erfðaþætti sem hafa áhrif á vitræna getu. » Rannsóknin er sú fyrstasinnar tegundar og sú stærsta á sínu sviði. »Þrátt fyrir að rann-sóknin sé yfirgripsmikil geta þátttakendur þreytt öll próf og svarað spurningum heima fyrir á vefnum. »Reiknað er með um5.000 þátttakendum. Þeir sem ekki lenda í úrtaki en hafa áhuga á að taka þátt í rannsókninni geta haft samband við Þjónustu- miðstöð rannsóknaverk- efna og óskað eftir þátt- töku. PÁLL Páls- son, bóndi, hreppstjóri og fréttarit- ari Morg- unblaðsins í Miklaholts- hreppi, gjarnan þekktur sem Páll á Borg, andaðist á líknardeild Landakotsspítala hinn 20. júní síðastliðinn, á 86. aldursári. Páll var fæddur 19. sept- ember 1922 í Vatnsfirði við Ísafjarðardjúp. Hann var sonur Páls Pálssonar bónda og Bjargar Andrésdóttur á Þúfum í Reykjafjarðarhreppi. Páll gekk í Reykjanesskóla og lauk auk þess búfræði- prófi frá bændaskólanum á Hvanneyri. Hann gegndi bú- störfum alla sína starfsævi á Borg í Miklaholtshreppi auk fjölda trúnaðarstarfa í sveit- inni. Eftirlifandi kona Páls er Inga Ásgrímsdóttir frá Borg og eignuðust þau fimm börn, 11 barnabörn og eitt barna- barnabarn. Þau áttu dem- antsbrúðkaupsafmæli 17. júní síðastliðinn. Páll á Borg var í áratugi ötull fréttaritari Morg- unblaðsins í sinni heimasveit og að leiðarlokum færir blað- ið honum þakkir fyrir störf hans og sendir fjölskyldunni jafnframt innilegar samúðar- kveðjur. Páll á Borg Andlát KJARNFÓÐUR er nú að hækka og hafa bæði Fóðurblandan hf. og Lífland hf. tilkynnt um jafnmiklar hækkanir eða 5%. Hækkunin hjá Fóðurblöndunni hf. mun taka gildi í þessari viku og Lífland hf. hækkaði verð hjá sér á kjarnfóðri hinn 16. júní síðastlið- inn, að því er fram kemur á vef Landssambands kúabænda (www.naut.is). Þar segir að ástæða hækkunar- innar hjá Líflandi hf. sé veiking á gengi íslensku krónunnar og hækkanir á erlendum hráefnum, einkum á maís og sojamjöli. Tilkynnt um 5% hækkun á kjarnfóðri

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.