Morgunblaðið - 22.06.2008, Side 8

Morgunblaðið - 22.06.2008, Side 8
8 SUNNUDAGUR 22. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ Hvað á þetta að þýða, bara rakinn dónaskapur að vera úti að aka, spreða bensíni, og það í þessari blíðu þegar þið eigið að liggja heima í sólbaði. VEÐUR Samkvæmt fréttavef BerlingskeTidende hafa dönsk stjórnvöld samið við sex skip í fiskiflota lands- ins um að setja upp myndavélar á dekkinu sem fylgjast með veiðunum til að hamla gegn brottkasti. Þetta er tilraunaverkefni og fá skipin sem taka þátt í verkefninu aukinn kvóta.     Vonast dönsk stjórnvöld til aðbrátt verði komnar brottkasts- myndavélar í öll fiskiskip ESB.     Hér er um afar merkilega tilraundanskra stjórnvalda að ræða, sem augljóslega líta á brottkast danskra veiðiskipa sem stað- reynd, al- gjörlega öndvert því sem íslenzk stjórnvöld og Landssamband ís- lenzkra útvegsmanna gera. Á þeim bæ má ekki einu sinni ræða hugs- anlegt brottkast.     Nú eru fiskveiðikvótar í Dan-mörku miðaðir við að brottkast eigi sér stað og telja dönsk yfirvöld að sjómenn muni hætta brottkasti ef kvótinn verði aukinn til muna hjá þeim sem geti sannað að þeir landi öllu því sem þeir veiða.     Þau skip sem verða uppvís aðbrottkasti eða geta ekki fram- vísað myndum úr eftirlitsmyndavél- unum munu fá upprunalega kvót- ann.     Sennilegt er að gamalkunnurgrátkór LÍÚ hæfi upp raust sína sem aldrei fyrr, eins og ávallt hefur gerst þegar svo mikið sem ýj- að hefur verið að brottkasti ís- lenzkra sjómanna, ef sjávarútvegs- ráðherra, Einar K. Guðfinnsson, viðraði þá hugmynd að við tækjum okkur Dani til fyrirmyndar í þess- um efnum. Enda eru afar litlar lík- ur á að slíkar tillögur eigi eftir að heyrast frá ráðherranum, eða hvað?! STAKSTEINAR Danir og brottkastið SIGMUND                            ! " #$    %&'  ( )                * (! +  ,- . / 0     + -                           12       1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (                        :  3'45;4 ;*<5= >? *@./?<5= >? ,5A0@).?             ! ! ! !                          *$BCD                        !" " #     $ %$&    *! $$ B *!   " # $%  # %  &  '%( ' <2  <!  <2  <!  <2  "&%$  )*+,- '.  DD2E                 <    87   '   # "     ( "     '  $)%*+ # "    " B   "  2  '   ,)-+   #  "  . %/&         /0  '11 '% 2 '  -')*3      Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ FRÉTTIR Sp ör - Ra gn he ið ur In gu nn Ág ús ts dó tti r s: 570 2790www.baendaferdir.is b o k u n @ b a e n d a f e r d i r . i s 8. - 26. október Nepal GÖNGUFERÐIR Eftir að hafa skoðað það markverðasta í og við höfuðborgina Katmandú, fljúgum við í ótrúlegu útsýnisflugi yfir Himalajafjöllin til Pokhara. Síðan er flogið næsta dag til bæjarins Jomsom í 2.720 m. þar sem gangan hefst. Á göngunni munum við upplifa fjölbreytt og hrikalegt landslag og kynnast framandi menningu Nepala og Tíbeta. Við göngum um neðra Mustang sem fyrir ekki svo mörgum árum var konungsríki sem var einangrað og lokað fyrir vestrænum ferðamönnum. Einnig göngum við meðfram Kaligandaki ánni sem myndar dýpstu gljúfur veraldar á milli sumra af hæstu tindum veraldar, m.a. Annapurna í 8.091 m og Dhaulagiri 8.167 m. Einnig göngum við á útsýnistindinn Poonhill 3.200 m. Gengið verður á þægilegum hraða til að aðlagast sem best þunnu loftinu. Göngustígarnir liggja á milli þorpa hinna ýmsu ættflokka í 900 - 3.800 m. Innfæddir sjá um farangur, matseld og að koma upp tjaldbúðum í næturstað. Gist er á góðum hótelum fyrir og eftir gönguferðina. Fararstjóri: Helgi Benediktsson Verð: 358.290 kr. Mikið innifalið! Gönguævintýri í Eftir Andra Karl andri@mbl.is „VIÐ ERUM með tvær til þrjár giftingar á prjón- unum og svo hafa nokkrir pantað útför,“ segir Svanur Sigurbjörnsson, stjórnarmaður í Sið- mennt og athafnastjóri, spurður út í hvort mikil eftirsókn sé eftir veraldlegum athöfnum á vegum Siðmenntar – félags siðrænna húmanista á Ís- landi. Slíkar athafnir njóta sívaxandi vinsælda, og þá aðallega meðal þeirra sem ekki tilheyra sér- stökum trúflokki. Siðmennt hefur þegar gefið saman tvö pör og í síðustu viku var fyrsta barnið nefnt. Borgaralegar fermingar hafa hins vegar verið haldnar í 20 ár. Veraldlegt ígildi prests í slíkum athöfnum er at- hafnarstjóri. En hvert er hlutverk athafnarstjóra? „Hann stýrir félagslegri athöfn og heldur hug- vekju. Hugvekjan er þá um lífið og tilveruna, oft er vísað í heimspekinga, jafnvel farið með ljóð og fjallað um lífsgildin,“ segir Svanur sem sjálfur stýrði fyrstu útför sem haldin var á vegum Sið- menntar 9. maí síðastliðinn. Gifting undir berum himni Þar sem Siðmennt hefur ekki sömu lagalegu stöðu og trúfélög getur félagið ekki gengið frá lagalegri hlið giftinga, og þurfa pör því að fá borg- aralega giftingu hjá sýslumanni fyrir athöfnina. Svanur leggur áherslu á að Siðmennt mismuni fólki ekki eftir kynhneigð og samkynhneigð pör eru einnig gefin saman – sem hjón. Einnig skiptir staðsetning athafna litlu máli, og möguleiki á að halda hana úti við eða í heimahúsi. Hvað varðar útfarir, þá eru þær t.a.m. haldnar í útfarakapellum, sem byggðar eru fyrir sameig- inlegan kirkjugarðssjóð allra landsmanna og opn- ar fyrir veraldlegar athafnir. Ekki geta allir kallað sig athafnarstjóra og var því fenginn reyndur kennari frá systurfélagi Sið- menntar í Noregi til að halda námskeið í athafn- arstjórnun, en löng hefð er fyrir slíkum athöfnum í Noregi. Svanur er umsjónarmaður athafnaþjón- ustunnar og mun fara víða um land á næstu vikum og mánuðum til að kynna þennan nýja kost. Siðmennt nefnir og giftir ÓLAFUR Ragnar Grímsson, forseti Íslands, vonast til þess að undir lok fjórða kjörtímabils síns, árið 2012, hafi honum tekist að sannfæra aðr- ar þjóðir um hag- nýtt gildi jarð- varmaorku. Þetta kom fram í viðtali við forsetann í þætt- inum Principal Voices á CNN og fjallaði um fram- tíð orkumála. Ólafur benti á að á miðjum 8. áratug síðustu aldar hefði ástandið í Mið-Austurlöndum gert það að verkum að lífsskilyrðin hér á landi versnuðu og leita varð annarra leiða til að fá orku. Íslend- ingum hefði tekist að fara úr því að reiða sig á olíu og jarðefnaeldsneyti yfir í að nýta þá hreinu orku sem landið byggi yfir. „Ef Ísland gat gert þetta, miðað við hvernig ástandið var fyrir 30-40 árum og hvernig það er núna, þá held ég að sérhvert land í heiminum geti gert þetta.“ Hægt er að horfa á viðtalið við Ólaf Ragnar á svæði Principal Voi- ces á heimasíðunni CNN.com. Þátt- urinn verður endursýndur á sjón- varpsstöðinni klukkan 19 í kvöld og klukkan sex á sunnudagsmorgun. Íslenska leiðin gæti nýst öðrum Ólafur Ragnar Grímsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.