Morgunblaðið - 22.06.2008, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. JÚNÍ 2008 19
Vinsamlegast tilkynnið þátttöku fyrir þriðjudaginn 24. júní með
því að senda tölvupóst á netfangið sagacapital@sagacapital.is
eða hringja í síma 545 2600.
Saga Capital Fjárfestingarbanki heldur morgunverðarfund með Eugen Weinberg,
helsta hrávörusérfræðingi Commerzbank, fimmtudaginn 26. júní, frá kl. 8:30-10:00
á Hilton Reykjavík Nordica hóteli.
Weinberg, sem stýrir rannsóknum og greiningu á hrávörum hjá Commerzbank,
er eftirsóttur fyrirlesari á ráðstefnum víða um heim og tíður fréttaskýrandi t.d. hjá
Bloomberg, CNBC og Financial Times.
Olíuverð hefur aldrei verið hærra en nú og þetta háa verð hefur bein áhrif á rekstur fjölmargra
fyrirtækja, svo sem samgöngufyrirtækja og sjávarútvegsfyrirtækja. Heimili landsins finna líka fyrir
hækkandi eldsneytisverði og þessi verðhækkun hefur m.a. áhrif á verðbólgu og verðtryggingu
húsnæðislána.
Er olíuverðshækkunin komin til að vera eða er þetta bóla sem springur?
Hvar liggja fjárfestingartækifæri framtíðarinnar?
Weinberg mun í fyrirlestri sínum svara þessum spurningum ásamt því að fjalla almennt um
hrávörumarkaði og þá kosti og galla sem fylgja fjárfestingum í hrávöru. Weinberg mun að auki fjalla
um markaði með landbúnaðarvörur sem margir spá að muni fylgja í kjölfarið á olíunni og öðrum
hrávörum og hækka á næstunni.
Ó!
11
64
6
kantinum þegar hún átti að syngja
hlutverkið og þar sem hún passaði
ekki í téðan kjól var hún látin
taka pokann sinn. Úr varð mikið
fjölmiðlafár og þótti málið til
marks um að útlitsdýrkun samtím-
ans væri farin að taka út yfir allan
þjófabálk. Ákvörðunin hafði akk-
úrat ekkert með rödd Voigts að
gera.
Enga stæla að þessu sinni!
Þegar fundum söngkonunnar og
kjólsins bar saman að nýju fyrir
skemmstu bað hann hana auð-
mjúklega að fyrirgefa sér, kallaði
hana sterka konu og eina mestu
rödd okkar tíma. „Ég get ekki
beðið eftir að þú klæðist mér á
ný,“ sagði hann eftirvænting-
arfullur.
Á endanum sló Voigt til en þó
með því skilyrði að kjóllinn yrði
ekki með neina stæla að þessu
sinni. „Þá fer ég á svið án þín,“
sagði hún röggsöm.
Haldi lesendur að blaðamaður
sé genginn af göflunum er þeim
bent á að horfa á upptöku af fund-
inum á YouTube. Hann átti sér í
raun og veru stað. Það er greini-
legt að Voigt hefur húmor fyrir
sjálfri sér.
Eftir frumsýninguna í Covent
Garden í vikunni tjáði Voigt Reu-
ters-fréttastofunni að uppsögnin
fyrir fjórum árum hefði valdið sér
sárum vonbrigðum og hún hefði
verið reið í nokkurn tíma á eftir.
Hún viðurkenndi þó að eins og
hún var á sig komin á þessum
tíma hefði hún eftir á að hyggja
ekki passað inn í þessa nútímalegu
uppfærslu.
Við hlutverki Voigts tók hin
„réttholda“ Anne Schwanewilms
frá Þýskalandi. Ekki þarf að taka
fram að hún smellpassaði í kjól-
inn.
Sú var tíðin að óperusöngvarar
voru eingöngu ráðnir til starfa
vegna raddar sinnar. Gætu þeir
sungið voru þeir fullgildir í hlut-
verk kónga og drottninga óháð því
hvort þeir gátu hreyft sig úr spor-
unum á sviðinu. Gárungarnir segja
að Luciano heitinn Pavarotti hafi
síðustu árin heyrt undir leik-
myndahönnuðinn en ekki leikstjór-
ann í sýningum. Þetta er að breyt-
ast. Við lifum á tímum „popperu“
og hinu gamla listformi er í mun
að höfða til fjöldans. Fyrir vikið
skiptir útlitið ekki síður máli en
röddin.
Útlitið skiptir máli
„Við verðum að horfast í augu
við þá staðreynd að óperan er að
breytast,“ segir Voigt sjálf. „Það
er auðvelt að segja að útlitið eigi
ekki að skipta máli og hér áður
fyrr skipti það ekki máli. En nú er
öldin önnur, hvort sem okkur líkar
betur eða verr. Við þurfum að
taka mið af sjónvarpinu og bar-
áttan um hverja krónu er hörð í
afþreyingargeiranum.Vitaskuld
skiptir röddin áfram mestu máli
en það væri barnalegt að halda
því fram að útlitið geri það ekki
líka.“
Samkeppnisstaða Voigt í þess-
um nýja heimi óperunnar hefur
batnað til muna á liðnum miss-
erum eftir að hún fór í magahjá-
veituaðgerð síðla árs 2004 og
grenntist um 61 kg á örfáum mán-
uðum. Hún þvertekur samt fyrir
að „litla-kjólsmálið“ hafi ýtt henni
yfir þröskuldinn. Ákvörðunin hafi
verið tekin af heilsufarsástæðum.
„Ég vissi að ég var orðin of feit.
Konunglega óperan þurfti ekki að
segja mér það. Þyngst var ég 159
kg og löngu vaxin upp úr öllum yf-
irstærðum. Ég fór í þessa aðgerð
vegna þess að mér leið ekki vel,
mig verkjaði í hnén og ég náði
varla andanum eftir að hafa geng-
ið yfir götu. Líka vegna þess að ég
kveið því að setjast niður í kvöld-
verðarboðum ef stólarnir voru
með örmum. Mun ég komast í
þennan stól? hugsaði ég kvíðin.“
Svo hratt grenntist Voigt að
sumarið 2006 hafði Konunglega
óperan samband við hana og bauð
henni hlutverkið í Ariadne á Nax-
os á ný á yfirstandandi leikári. Ef
til vill hafa húsbændur þar haft
ofurlítinn móral. „Þegar ég fékk
símtalið gat ég ekki annað en
hlegið. Hringnum var lokað,“
sagði hún við AP-fréttastofuna í
vikunni. Voigt þurfti þó ekki að
hugsa sig um tvisvar enda lengi
dreymt um að hasla sér völl á óp-
erusviðinu í Lundúnum.
Mikið lýsi hefur runnið til sjáv-
ar síðan Voigt söng Ariadne síðast
og hún viðurkennir að hafa þurft
að nálgast hlutverkið með öðrum
hætti nú. „Ég þurfti að aðlaga mig
tæknilega og beita mér öðruvísi
þar sem ég er svo miklu léttari
núna. Líkaminn styður ekki eins
við röddina nú og áður.“
Meira silfruð en gyllt
Hún segir þyngdarmissinn samt
ekki hafa bitnað á röddinni. „Ég
held að röddin hafi ekkert breyst.
Hún er alveg jafn stór og áður en
ef til vill svolítið bjartari, meira
silfruð en gyllt.“
Voigt fær misjafna dóma fyrir
frammistöðu sína í bresku blöð-
unum í vikunni. Óperurýnir The
Guardian segir hana hafa verið
„frekar yndislega“ í hlutverki Ari-
adne. Hann hælir leik hennar á
hvert reipi en segir röddina hafa
misst örlítinn glans. Á móti komi
hins vegar að hún virðist hafa öðl-
ast meira frelsi til djúprar og
sannfærandi túlkunar.
Gagnrýnandi Telegraph er ekki
eins hrifinn. Segir Voigt eiga í erf-
iðleikum með að túlka sjálfs-
vorkunn og depurð persónunnar
og hvað sönginn varðar hafi hún
ekki náð sér á strik fyrr en í
lokadúettinum. Gagnrýnandinn
hneykslast aukinheldur á fjaðra-
fokinu kringum uppsögn og megr-
un dívunnar.
Í HNOTSKURN
»Deborah Voigt fæddist ár-ið 1960. Hún óx úr grasi
skammt frá Chicago en flutti
14 ára gömul til Placentia,
Kaliforníu.
»Þegar kjólamálið spurðistút var Voigt stödd á hóteli
í Genf. Síminn stoppaði ekki
og hún lét því endurskrá sig
undir nafninu frú George
Harrison. „Ég er mikill Bítla-
aðdáandi.“
»Voigt segir þungar söng-konur njóta minni skiln-
ings en þungir söngvarar.
Einn gagnrýnandi benti á að
hún væri of þung en tenórinn
sem söng á móti henni væri
með axlir á við varnarmann í
ruðningi. „Hann gleymdi hins
vegar að taka fram að maginn
á honum var eins og á konu
sem gengin er níu mánuði,“
segir Voigt hneyksluð.
»Voigt segir líkamann ekkistyðja eins vel við röddina
eftir að hún grenntist.Áður Voigt var þyngst 159 kg. „Ég kveið því að setjast niður í kvöldverð-
arboðum ef stólarnir voru með örmum. Mun ég komast í þennan stól?“
inu „Einn fyrir alla, allir fyrir einn“
er mikilvægt að ljóst sé að öll ríkin
leggi fram eðlilegan og sanngjarnan
skerf til aðgerða. NATO þróaði þess
vegna kerfi til að meta liðsafla sem
ríkin legðu til mikilvægra aðgerða
með hliðsjón af þjóðartekjum þeirra.
Útreikningar af þessu tagi hafa
þann kost að niðurstöður þeirra gefa
ákveðna vísbendingu um skiptingu
byrðanna en einnig hefur verið sýnt
fram á að ekki er að öllu leyti hægt að
sýna skiptinguna með því að nota
gröf og töflureikna. Hvernig á að
ákveða hvað sé sanngjarnt framlag
50 milljóna þjóðar borið saman við
það sem fjögurra milljóna þjóð legg-
ur fram? Hvernig berum við framlag
léttvopnaðs fótgönguliðs saman við
það að leggja til mikilvæg tæki eins
og þyrlur eða tankflugvélar sem geta
séð herþotum fyrir eldsneyti á lofti?
Hvaða tímabil er notað við útreikn-
ingana?
Ein af leiðunum til að ná fram
meira jafnræði í framlögum og skipt-
ingu byrðanna er að öll ríkin leggi fé í
sameiginlegan sjóð í samræmi við
þjóðarframleiðslu. Hefðin er að
NATO styðjist við þá reglu að sér-
hvert aðildarríki borgi allan kostn-
aðinn af eigin framlagi til aðgerðar
sem bandalagið stendur fyrir. Á síð-
ustu árum hefur þessari stefnu
NATO verið breytt í þá veru að leyfa
sameiginlega fjármögnun á vissum
verkefnum og ýta þannig undir þátt-
töku í að auka getu liðsins á vígvell-
inum, til dæmis á sviði læknisþjón-
ustu, reksturs flugvalla fyrir her-
menn og birgðir eða við upplýs-
ingaöflun.
Skipting byrða er viðkvæmt mál,
bæði fyrir NATO og alþjóðasam-
félagið, og stundum verður mönnum
heitt í hamsi. Ef við slökum á og at-
hugum heildarmyndina er ljóst að
ekki er eingöngu um það að ræða að
ríkin ráði yfir viðeigandi getu vegna
verkefnisins. Þau þurfa líka að eiga
peninga og hafa til þess pólitískan
vilja að nota þá.
Ekki er til nein ein lausn sem leys-
ir vandann vegna skiptingar byrð-
anna. En margt sem nú er unnið að á
vettvangi NATO ætti að geta komið
að gagni: aðgerðir á sviði umbreyt-
ingar til að fjölga í sameiginlegum
röðum herafla sem kemur að gagni á
vígvelli; viðleitni til að efla fjölþjóð-
legt framtak; aukin áhersla á að
treysta á sameiginlega fjármögnun
til að aðstoða við að útbúa og beita
hervaldi; og rækileg könnun á því
hvernig hægt sé að deila byrðum í al-
þjóðasamfélaginu öllu með meira
jafnræði í huga.
Samstaða ekki bara slagorð
Bandalag á borð við NATO ræður,
andstætt mörgum „bandalögum
hinna viljugu“, yfir kerfi pólitísks
samráðs, þrautreyndum skipulags-
aðferðum, öflugu stjórn- og eftirlits-
kerfi og hefur til að bera lögmæti
sem ýtir undir að þjóðir leggi fram
skerf til aðgerða þess. Samstaða í
bandalaginu er ekki bara slagorð.
Tilfinningin fyrir því að menn verði
að standa við loforð sín og skuldbind-
ingar gagnvart öðrum bandamönn-
um, sem eigin öryggi allra byggist á
þegar upp er staðið, hvetur mjög til
að byrðunum sé skipt í anda jafnræð-
is. Ef til vill er ekki hægt að skipta
byrðunum á fullkomlega sanngjarn-
an hátt en bandalag um öryggi, eins
og NATO er, gerir okkur án nokkurs
vafa kleift að nálgast það takmark
meira en gerlegt væri með nokkrum
öðrum hætti.
Í HNOTSKURN
»Atlantshafsbandalagið varstofnað 1949 til að verjast
ágangi kommúnistaríkjanna
og voru Íslendingar meðal 12
stofnþjóða. Aðildarríkin eru
nú 26 og 24 að auki eiga náið
samstarf við bandalagið.
»Lengst af átti bandalagiðsem slíkt enga aðild að
stríði. Það var ekki fyrr en
Júgóslavía leystist upp í blóð-
ugum átökum á tíunda ára-
tugnum að NATO-hermönn-
um var beitt í átökum.
Jaap de Hoop Scheffer er fram-
kvæmdastjóri Atlantshafsbandalags-
ins. ©Project Syndicate 2008