Morgunblaðið - 22.06.2008, Síða 21

Morgunblaðið - 22.06.2008, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. JÚNÍ 2008 21 Morgunblaðið/Árni Sæberg Við getum auðvitað þrætt um ýmsa hluti, en eins og með aðra góða vini þá er alltaf stutt í það góða aftur. Þó að ég sæki ekki mikið í hjálp frá hon- um tengdri leiklistinni, þá er alltaf gott að ræða við hann. Það er oft gott að leita til hans með ýmsar ákvarð- anir. Ég er búin að vera í inntöku- prófum fyrir leiklistarskóla núna en á til voðalega erfitt með að fá hjálp frá honum og mömmu í þeim efnum. Það getur verið frekar skrýtið að taka einleikinn fyrir heima í stofu, alla- vega núna. En þau eru samt alltaf tilbúin til að hjálpa og það er gott að vita af þeim. Á tímabili, þegar ég var yngri, bjuggu mamma og pabbi í sitt hvoru lagi.Ég var þá hjá þeim til skiptis, þó oftar hjá mömmu. Við pabbi áttum þá margar góðar stundir saman. Týpískt kvöld hjá pabba byrj- aði með fisk í raspi í matinn. Svo horfðum við á Gettu Betur, popp- uðum og spiluðum Lúdó. Á þessum tíma las hann Litla prinsinn fyrir mig áður en ég fór að sofa og svo spjöll- uðum við heilmikið saman. Ef pabbi ætti að nefna kosti mína og galla myndi hann örugglega segja að ég gæti verið dálítið erfið og að ég væri ekki nógu oft heima til að vinna heimilisverkin. En hann myndi nú líka segja eitthvað gott um mig, að ég væri skemmtileg og frábær dóttir, eða eitthvað í þá áttina. Við pabbi höfum mjög svipaðan húmor, ætli ég hafi ekki fengið hann frá honum. Svo hef ég líka gaman af tónlist, alveg eins og hann. En við eigum það bæði til að vera erfið í skapinu, við getum verið svolítið þrjósk, en ekkert yf- irdrifið. Ég misskildi ýmislegt í æsku, al- veg eins og aðrir krakkar, á árum óstöðvandi ímyndunarafls. Ég fór með pabba og mömmu til Möltu þeg- ar ég var rúmlega tveggja ára í ferða- lag sem situr ennþá í mér. Ég man það eins og það hafi gerst í gær. Ég var hrædd við sandinn á ströndinni og vildi helst ekki snerta hann, af því að ég hélt að það væri annar heimur undir sandinum og ég vildi ekki detta í gegn um hann. Ég var líka hrædd við sjóinn af svipuðum ástæðum og sat því í litlum bát með strákadúkk- unni minni B. Mér hefur alltaf fundist B vera fullkomlega eðlilegt karl- mannsnafn. Pabbi var alltaf duglegur að taka myndir af mér og mömmu. Hann átti það jafnvel til að vera aðeins of metn- aðarfullur þegar að kom að ferða- myndunum. Ég man að við vorum einn daginn uppi í risastórum kastala og pabbi lét mig og mömmu sitja uppi á einhverjum vegg. Það er fyrsta minningin mín um mikla lofthræðslu en ég þagði bara og leyfði honum að taka myndina. Hins vegar voru myndirnar alltaf vel heppnaðar og án efa teknar fleiri af mér og mömmu en af okkur pabba. Af einhverjum ástæðum hélt ég samt að við hefðum búið til lengri tíma á Möltu Það var ekki fyrr en ég var um tíu ára, að ég heyrði út undan mér að við hefðum bara verið í fríi þar. Það voru mikil vonbrigði, sérstaklega af því að ég hafði í hátt í tíu ár haldið með Möltu í Eurovision, það er að segja á eftir Ís- landi. Ég bar sterkar taugar til Möltu á þessum árum. gudnyh@mbl.is „Týpískt kvöld hjá pabba var að það var fiskur í raspi í matinn. Svo horfðum við á Gettu Betur, poppuðum og spiluðum Lúdó.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.