Morgunblaðið - 22.06.2008, Side 22

Morgunblaðið - 22.06.2008, Side 22
22 SUNNUDAGUR 22. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ Þ að er seint í rassinn gripið að fjalla um sýningu Ein- ars Hákonarsonar. Því er hennar getið, að betra er seint en aldrei, og svo hitt að hún sýnir þá baráttu sem myndlistarmenn hafa orðið standa í, eða gefast upp ella. Þegar Einar vann að sýningunni var ekki komin í gagn- ið sú frábæra aðstaða til sýning- arhalds sem hér er nú orðin. Þegar einn kunnasti málari þjóð- arinnar sýndi 70 verk mátti hann lúta svo lágt að sýna í aflagðri kaffi- brennslu. Þegar Einar Hákonarson er annars vegar er ekkert útilokað eða ómögulegt. Jafnvel það að taka sig upp og flytja til Hólmavíkur þótti bara eðlilegt skref á ferli hans og lík- lega ekki nærri því eins áhættusamt og byggja listasal í Hveragerði. Einari er svo farið að jafnan hefur staðið nokkur styr um störf hans og persónu og hann er einn sárafárra málara sem hiklaust segja skoðun sína í viðtölum og blaðagreinum og lætur þá kerfiskallana, listsögufræð- inga og aðra alveg heyra hvað honum býr í brjósti. Ekki veit ég hvar Einar leitaði fyr- ir sér um sýningarstað, en þessi sýn- ing hans var nægilega stór list- viðburður til að eiga heima á Kjarvalsstöðum, eða hvar sem væri í hinum betri sýningarstöðum höf- uðstaðarins. Af smápistli gagnrýnanda í Mogga mátti ætla að ekki væri mikill fengur í sýningu Einars, að minnsta kosti fékk hann aðeins þrjár stjörnur sam- kvæmt hinni nýju stjörnugjöf blaðs- ins, en það er algeng stjörnugjöf þeg- ar byrjendur eiga í hlut. Það var óþarflega klént. Getur landslagsmynd verið frá- sagnarleg? Stundum þegar rætt er um frá- sagnarlega myndlist skilur fólk orðið þannig að myndirnar hljóti að vera myndræn frásögn af einhverjum at- burði. Víst getur það verið svo, en frá- sagnarleg myndlist spannar þó víð- feðmara svið. Einhvers konar myndræn frásögn á sér stað í öllum fígúratífum málverkum. Landslagsmynd eða málverk sem byggist á einhverju úr náttúrunni getur sannarlega verið frásagnarleg; hún segir ef til vill frá veðurfari og ýmsu sem náttúran hefur gert land- inu eða hvernig hún setur sinn svip á það. Ætli það væri ekki nær lagi að segja að erfitt muni vera að mála landslagsmynd án þess að hún verði frásagnarleg. Flestum þykir mikið til um túlkun gömlu íslenzku málaranna á íslenzkri náttúru, en annað sem lýtur að túlkun á íslenzkum veruleika er líka skemmtilegt, til dæmis sjó- mannamyndir Gunnlaugs Schevings, sem mynda hátindana í íslenzkri myndlist fyrr og síðar ásamt því bezta sem til er eftir Kjarval Málarar ættu að túlka að einhverju leyti samtíð sína. Þegar frá líður verða þau verk mun áhugaverðari. Fremur er þó sjaldgæft að sjá þess konar verk á sýningum; hliðstæður við hin frábæru verk Þorvaldar Skúlasonar frá höfninni í Reykjavík á kreppu- og stríðsárunum og graf- íkmyndir og málverk Jóns Engilberts sem lýsa verkalýðsbaráttunni á sama tíma. Sagt til syndanna Myndlist er vettvangur þar sem hægt er að láta rödd sína heyrast og segja öðrum til syndanna. Einar Há- konarson er einn þeirra sem vilja nota list sína til áminningar. Hann er af- bragðsgóður teiknari og pensilskrift hans er ákveðin og sterk. Tæknilega hefur hann allar forsendur til þess að gefa mönnum á baukinn, ef hann vill það endilega. Á Kaffibrennslusýning- unni gerði hann það ótæpilega, en það eru sjaldnast myndir sem einhver getur tekið sérstaklega til sín. Líklega finnst mörgum ágætt að málarar segi til syndanna. En hugs- anlega eru þess konar verk ekki með- al þeirra sem listunnendur kaupa til að hafa heima hjá sér. Þar er líklegra að við finnum verk af rómantískari toga. Valið í landsliðið Að lokum dálítið sprell, einungis til gamans gert. En öllu gamni fylgir nokkur alvara og þetta er gert til að skapa umræður um myndlistarmenn og verk þeirra. Að velja í hvaða landslið sem er hlýtur ævinlega að vera vandasamt, einkum þar sem árangurinn verður hvorki mældur né veginn með neinum mælitækjum og ekkert á að byggja annað en tilfinning. Við höfum séð það ár eftir ár í vali listamanns á Fen- eyjatvíæringinn. Það er ótrúlegt en líklega rétt að auðveldara hefði verið að fá listunn- endur til að vera sammála um tíu manna landslið í myndlist – og þá er átt við málverk og skúlptúr – um 1950-1960, eða meðan voru ofar moldu listamenn eins og Jóhannes Kjarval, Ásgrímur Jónsson, Finnur Jónsson, Gunnlaugur Scheving, Jón Engilberts, Þorvaldur Skúlason, Ás- mundur Sveinsson, Svavar Guðnason, Sigurjón Ólafsson, Kristín Jónsdóttir, Jón Þorleifsson og Nína Tryggvadótt- ir. Þegar núlifandi listamenn eiga í hlut eru bæði gerólíkir listamenn sem þarf þá að bera saman og afar ólíkar listastefnur. Vilji menn skipta um ein- stakan listamann og koma með nýjan kandídat í staðinn yrði hann að vera studdur sterkari rökum en sá sem fyrir var. Það skal tekið fram að hér er stuðzt við hugmynd um menn eins og þeir voru upp á sitt bezta. Ástæða þess að Ólafur Elíasson skipar ekki eitthvert sæti þarna er sú, að hann lítur ekki á sig sem listmálara og ekki heldur sem myndhöggvara. Hann er fjöl- listamaður; styrkur hans er fólginn í hugmyndaauðgi. En hér er landsliðið. Með aðra eins snillinga þarf ekki að hafa áhyggjur af málverkinu. Röðin er eftir aldri. Ljósmynd/Gísli Sigurðsson Heimslist Í málverkinu er Erró kóngurinn eins og Bubbi í popptónlistinni. Það er kraftur í karli og engin ellimörk. Fólk Stærsta verkið á síðustu sýningu Einars Hákonarsonar. Viðfangs- efnið er nútímafólk og stíllinn hraður og expressjónískur. Líklega finnst mörgum ágætt að málarar segi til syndanna. En hugsanlega eru þess konar verk ekki meðal þeirra sem listunn- endur kaupa til að hafa heima hjá sér. Tíu tilnefndir í landslið íslenskra málara Óþarft er að umræður um málverk séu allar á grafalvarlegum nótum, skrifar Gísli Sigurðs- son og tilnefnir tíu listamenn í landslið málara. Hvar er málverkið statt II Höfundur er myndlistarmaður og blaðamaður. Kristján Davíðsson, f. 1917, er ald- ursforseti. Það sýnir styrk hans að hann hefur ekki gleymst þótt kom- inn sé á tíræðisaldur. Áður þótti Kristján afburða kóloristi og beitti litunum djarfar en nú. Ætli breyt- ingin skrifist ekki á reikning Elli kerlingar? Eiríkur Smith, f. 1925, er næst- elztur í eldri kynslóð listmálaranna og málar enn, enda aðeins tæpra 83 ára. Eiríkur hefur alla tíð verð bráðflinkur teiknari og málari, en sérstaða hans í þessum hópi er sú að hann hefur oftar en hinir skipt algerlega á milli stíltegunda, t.d. úr ljóðrænu afstrakti yfir í raunsæis- útfærslu og aftur til baka. Þá hefur Eiríkur lengi verið einn helzti port- rettmálari þjóðarinnar. Bragi Ásgeirsson, f. 1931, listmál- ari, grafíker og gagnrýnandi til margra áratuga er áreiðanlega fjöl- fróðastur manna um myndlist, inn- lenda og erlenda. Á tíma var hann talinn framúrstefnumálari, en heldur sig við afbrigði af módernisma frá því um miðja öldina og sker sig úr vegna þess að hann er enn í fram- för; síðasta sýning hans var að margra dómi hans bezta. Erró – Guðmundur Guðmunds- son, f. 1932, er ein aðalkanónan í liðinu, heimsfrægur málari sem sumir segja að sé ekki hætishót ís- lenzkur listamaður, heldur franskur eða jafnvel alþjóðlegur. Hann er nú samt svo íslenzkur að hann er son- ur Guðmundar frá Miðdal og uppal- inn austur á Kirkjubæjarklaustri. Ís- land hefur Erró heiðrað sérstaklega með listasafni sínu. Baltasar Samper f. 1938, listmálari er jafn íslenzkur og hver annar þótt uppalinn sé í Katalóníu, en í Kópa- vogi hefur hann lengst af átt heima. Hann er frábærlega skólaður og magnaður í tækni. Meðal beztu verka hans er stór myndröð sem byggð er á forníslenzkum eddu- kvæðum. Þar hefur hann slegið öll- um íslenzkum listamönnum við, en ekki hefur það dugað til þess að hann fengi listamannalaun. Einar Hákonarson, f. 1945, sækir myndefni sín stundum í mannlífið og það sem hann sér í kringum sig. Hann málar oftast með grófri áferð og verk hans þekkjast á löngu færi. Hann var um skeið skólastjóri Myndlista- og handíðaskólans. Einar er meðal fárra góðra portrettmál- ara. Tolli- Þorlákur Kristinsson, f. 1953 er sá í þessum hópi sem lík- lega er umdeildastur. Ástæðan er yfirleitt sú að menn þekkja alls ekki beztu verk hans. Tolli er skemmti- legur og hvers manns hugljúfi, en samt sjálfskipaður einfari meðal málara. Hann er þýzkmenntaður í myndlist, en til þessa hefur hann ekki síður efnt til sýninga í verk- stæðum en viðurkenndum sýning- arsölum. Afköst Tolla eru með ólík- indum og verkin verða þá misjöfn. En þau beztu eru hreint afbragð. Helgi Þorgils Friðjónsson, f. 1953, er sem listmálari talsvert sér á báti og í því felst styrkur hans. Hann sækir myndefnin stundum í sjálfan sig, og oft í mannslíkamann og tefl- ir honum fram með alls konar furðudýrum, oft með skemmtilegum tilþrifum. Hann er líklega súrreal- ískastur í hópnum. Eggert Pétursson, f. 1956, listmál- ari, mikill og góður realisti í verkum sínum og hefur kosið að finna sér eftirminnileg myndefni í íslenzku flórunni. Hann málar mjög fáar myndir á ári og verðið á þeim er sagt vera eftir því. Kristín Gunnlaugsdóttir, f. 1963, er frá Akureyri. Hún nam íkona- málverk hjá Ítölum. Kristín hefur verið í einhvers konar himnesku sambandi við íkonaheiminn og yf- irfært töfra hans á íslenzk viðfang- efni. Sem málari er hún mjög sér á báti, en nýtur samt almennra vin- sælda.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.