Morgunblaðið - 22.06.2008, Page 24

Morgunblaðið - 22.06.2008, Page 24
24 SUNNUDAGUR 22. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ kílóa hátískufarginu. Þá er Bjöllu-sýningin 2000/2001 rifjuð upp með sínum klingjandi fyrirsætum, sem stigu úr reykjarmekki íklæddar flíkum með mörg hundruð ísaum- uðum kúabjöllum. Sannkallaðir tískugjörn- ingar að hætti V & R. Saman til tískuborgarinnar Leiðir þeirra Viktors Horstings og Rolfs Snoerens lágu saman þegar þeir stunduðu tískunám í Arnhem-listaháskólanum í Hol- landi þar sem þeir urðu óaðskiljanlegir vinir og félagar. Eftir útskrift 1992 fluttu þeir sam- an til Parísar, unnu sem nemar í tískuhúsi belgíska hönnuðarins Martins Margielas, hönnuðu sína eigin línu á kvöldin og sýndu af- raksturinn í ýmsum listakreðsum borg- arinnar. Árið 1993 unnu þeir Festival d’Hyeres- verðlaunin í árlegri samkeppni ungra tísku- hönnuða í samnefndri borg. Þótt þeir væru að- eins 24 ára hljóp þeim svo mikið kapp í kinn að þeir hófu að hanna undir eigin merki; V & R, og gekk flest í haginn. Hjólin fóru þó ekki að snúast almennilega fyrr en 1998 þegar þeir í óleyfi settu upp neðanjarðartískusýningu þeg- ar tískuvikan í París stóð sem hæst. Tiltækið skilaði ætluðum árangri, sem var að laða að blaðamenn. Eftir þetta var fátt hátísku- viðburða í París án þess að V & R kæmu þar við sögu. Hróður þeirra óx svo enn frekar 2003 þegar Tískusafnið í París sló upp sýningu sem spannaði tíu ára feril þeirra. Flestar konur vita hvað þeir meina „Fyrir okkur er tískan mótefni við raun- veruleikanum,“ sögðu þeir einhverju sinni, samtaka að venju. Og margar konur vita ná- kvæmlega hvað þeir meina. Mótefnið má m.a. fá í fyrstu versluninni sem þeir opnuðu í Míl- anó 2005 og í betri búðum víða um heim. Sama ár þróuðu þeir konuilminn Flowerbomb í sam- starfi við snyrtivörufyrirtækið L’Oreal og 2006 kynntu þeir karlailminn Antidote. Eins og títt er þegar ilmvötn koma á markað fylgir í kynningarpakkanum flæði lýsingarorða með alls konar speki í bland. Hollenska tvíeykið var þar enginn eftirbátur, en Viktor hafði orð- ið í viðtali við Harper’s Bazaar og sagði ilminn „snúast um vald umbreytingarinnar og vald sérhvers einstaklings til að breyta öllu í eitt- hvað jákvætt“. Nokkrum árum áður höfðu þeir vakið at- hygli fyrir að hanna ilmvatnsflösku, sem ekki var hægt að opna. Háðsk ádeila á tískumerki – sögðu þeir þá. Í viðtali við Index Magazine 2005 viðurkenndu þeir að hafa á árunum áður ekki haft nokkurn áhuga á tísku sem versl- unarvöru, aðeins því listræna og til- raunakennda. Þá þætti hefur þeim tekist býsna vel að sameina hátísk- unni því þeim virðist verða flest að gulli. Nei eða númer? Vetrartískulínan 2008/09, sem þeir kynntu til sögunnar í febrúar og nefndu NO, þykir líkleg til að bæta í gullið. Um hana segir hollenska tískuteymið á þá leið að innblást- urinn sé hraði nútímans og hversu ómögulegt sé að halda í við hann. Þrátt fyrir tískuráð V & R um mik- ilvægi þess að brosa voru fyr- irsætur þeirra á sýningunni afar þungar á brún. Trúlega hafa þær verið að velta boðskapnum fyrir sér. Tískugjörningar eru nefni- lega ekki alltaf auðskildir frekar en aðrir gjörningar. | vjon@mbl.is B ros. Það er gott fyrir heilsuna, ódýrt og enginn hefur nokkurn tímann búið til neitt sem jafnast á við brosandi andlit,“ svaraði hol- lenska tískutvíeykið Viktor og Rolf, beðnir um eitt stykki tísku- eða fegr- unarráð. Sjálfir geta þeir Viktor Horsting og Rolf Snoeren brosað breitt þessa dagana, því á miðvikudaginn var opnuð í Barbican- listagalleríinu í London sýning á verkum þeirra frá því þeir stigu sín fyrstu spor í tísku- heiminum. Sýningin hverfist um gríðarlega stórt brúðuhús. Það er þriggja hæða, byggt á súlum og því hægt að horfa inn í það frá mörgum sjónarhornum og -hæðum. Í hverju herbergi eru ein eða fleiri brúður skrýddar hinum feg- urstu klæðum félaganna frá Hollandi. Mynd- upptökur frá framúrstefnulegum tískusýn- ingum þeirra í áranna rás leika stórt hlutverk í heildarmyndinni. Áhrifin eru sögð súrrealísk en jafnframt til þess fallin að láta gesti finnast þeir vera hluti af sýningunni. Á tíska heima í galleríi? Tískuhönnuðir hafa alla jafna ekki verið fyr- irferðarmiklir í Barbican-listagalleríinu og því þykir sýningin töluverður vegsauki fyrir þá V & R – en þannig er jafnan skírskotað til þeirra. Galleríið efndi til rökræðna undir yf- irskriftinni; Á tíska heima í galleríi? á fimmtu- daginn, þar sem prófessorar á tískutengdum sviðum fjölluðu um þetta „heita“ umræðuefni frá öllum hliðum. Efalítið hafa þeir komist að gagnmerkri niðurstöðu, þrátt fyrir að sú sköp- unargáfa, sem er drifkraftur fatahönnunar, virðist frekar brjótast út í tísku en list sam- kvæmt viðtekinni venju og viðhorfi. Þótt deilt sé um hugtökin þykir sýnt að auðugt hug- myndaflug veltur oftast á því að vel takist til. Í þeim efnum er ekki komið að tómum kof- unum hjá V & R. Þeim liggur líka svo mikið á hjarta að stundum sjást þeir ekki fyrir þegar þeir breiða út boðskapinn. Til að mynda eru dæmi um að flíkurnar hafi orðið aukaatriði á tískusýningum þegar boðskapurinn birtist með látum og ljósasjói á risastórum skjá í bak- grunni. Menn lesa svo misjafnlega í boðskap- inn eins og oft þegar listin – eða tískan eru annars vegar. Gjörningur og rússnesk brúða „Þeir komu eins og stormsveipur inn í tísku- heiminn með sína sérkennilegu blöndu af kaldhæðni og fjarstæðukenndri fegurð,“ segja talsmenn Barbican-listagallerísins og nefna nokkra hápunkta á ferlinum, sem sýningin vitnar um. Þar á meðal eru flíkur úr sýning- unni Atómbombunni 1998/1999 þar sem hæst ber dramatísk hálsmál, sem láta háls og höfuð sýnast spretta beint upp úr skýjabólstri. Rússnesku brúðunni frá sýningunni 1999/2000 er líka gert hátt undir höfði, en þá klæddu þeir eina fyrirsætuna í hverja flíkina yfir aðra og á endanum náði hún varla andanum undir 70 Fín Hönnuðurnir með nokkrar af brúðunum í Barbican listagalleríinu. Eftir 1998 var fátt hátískuvið- burða í París án þess að V & R kæmu þar við sögu. Mótefni við veruleikann Hollenska tvíeykið Viktor Hor- sting og Rolf Snoeren steig sín fyrstu tískuspor í París fyrir 15 árum. Síðan hefur stjarna þeirra félaga risið hátt og í vik- unni var sett upp í Barbican- listagalleríinu í London sýning á verkum þeirra. Brúðuheimilið Sparibúnar brúður að hætti V & R. Vetrartískan 2008/09 V & R nefndu tískulínu sína fyrir veturinn 2008/02 NO og segja hana spegla hraða samfélagsins, þar sem tískan þróist á netinu og framleiðendur hermi eftir hátískunni áður en hönnuðir nái að markaðssetja vöruna. Í HNOTSKURN » Hollenski arkitekt-inn og sagnfræð- ingurinn Siebe Tettero hannaði brúðuhús V & R í Barbican-listagall- eríinu og verslun þeirra í Mílanó. » Í tilefni sýning-arinnar gaf Barbic- an-listagalleríð í sam- vinnu við Merrel út 256 síðna bók með 200 myndum af verkum V & R til þessa dags. » Sýningunni lýkur21. september. Reuters

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.