Morgunblaðið - 22.06.2008, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 22.06.2008, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. JÚNÍ 2008 25 Actavis og lyfjafræðideild Háskóla Íslands auglýsa til umsóknar styrk fyrir doktorsnema í þrjú ár á sviði lyfjafræði. Verkefnið er mjög fjölbreytt og snertir m.a. lyfjagerðarfræði, eðlislyfjafræði og frásog lyfja. Verkefnið hentar lyfjafræðingi, efnafræðingi, lífefnafræðingi eða líffræðingi og þarf nemandi að hafa lokið mastersprófi. Styrkur fyrir doktorsnema Actavis og lyfjafræðideild Háskóla Íslands: Háskóli Íslands Lyfjafræðideild H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 0 8 – 1 2 0 6 Nánari upplýsingar um verkefnið og styrkinn veitir Hákon Hrafn Sigurðsson, dósent við lyfjafræðideild HÍ (hhs@hi.is). Umsóknarfrestur er til 18. júlí. Ferilskrá og staðfest einkunn úr grunn- og mastersnámi þarf að fylgja umsókninni. Umsókn sendist til: Actavis Ph.D.-styrkur Lyfjafræðideild Háskóla Íslands Haga, Hofsvallagötu 53 107 Reykjavík Við fluttum frá Helsingforshingað til Borgå, þegar égfór á eftirlaun. En ég vildiauðvitað alltaf vera að og nota kunnáttuna til einhverra verka. Hér hafði verið rekið sum- arleikhús fram á miðjan níunda ára- tuginn, en það hafði sofið Þyrnirós- arsvefni í ein tíu ár, þegar ég fékk þá flugu í höfuðið að endurvekja það. Ég byrjaði með Þið munið hann Jörund eftir Jónas Árnason. Ég hafði leikið Jörund í sýningu hjá Vasa og vissi því að þýðing var til. Sigurður Karlsson kom til liðs við mig og lék Stúdíósus með miklum tilþrifum.“ – Tókst þú ekki þátt í sýningum á leikritinu í Iðnó á sínum tíma? „Jú, reyndar gerði ég það. Ég byrjaði í litlu hlutverki en sýningin gekk svo lengi að á endanum var ég orðinn Jörundur, tók við hlutverk- inu af Helga Skúlasyni og lék það seinna leikárið sem það var á fjöl- unum. Þegar ég flutti til Finnlands var ég með Jörund í farteskinu og það fór svo að leikritið var sýnt í Vasaleikhúsinu. Og svo leikstýrði ég Jörundi hérna í Borgå.“ – En af hverju óperu nú? „Mig langaði til þess að sýna fram á fleiri möguleika sumarleik- hússins en leiksýningar. Það er tón- list og óperur út um allt Finnland á sumrin, en ekki akkúrat hérna og ég ákvað að bæta úr því. Ég fékk vin minn frá Kaup- mannahöfn, Anders Ahnfelt-Rønne, sem var leikhússtjóri Rialtoleik- hússins þar og setti þá meðal ann- ars upp óperusýningar, þar á meðal Madame Butterfly í fyrravor. Ég sá sumar þessara sýninga og vissi því hvað hann kunni. Hann leikstýrir en sjálfur er ég framkvæmdastjóri sýningarinnar.“ Rønne notast við flygil í stað hljómsveitar, kór er enginn, en ein- söngvararnir eru allir atvinnumenn. Konsertuppfærslur af þessu tagi, þar sem nálægðin er mikil milli söngvara og áhorfenda, hafa náð miklum vinsældum svo Borgar seg- ist vera vongóður um að fólk taki óperunni vel. Borgå er um 50 km í austur frá Helsingfors. Sumarleikhúsið er úti- leikhús undir þaki og náttúran allt í kring. Áhorfendur sitja umhverfis sviðið. Óperan er sungin á sænsku og frumsýning er 3. júlí. Finnska sópr- ansöngkonan Sari Hourula og sænski tenórinn Mats Carlsson syngja aðalhlutverkin: Butterfly og Pinkerton, þannig að Norðmenn eru eina Norðurlandaþjóðin sem ekki á fulltrúa í uppfærslunni. En fjórir af fimm duga vel til þess að telja óperuuppfærsluna til nor- rænnar samvinnu! Starfsemi Borgars hefur leitt til þess að fleiri vilja koma fram í sum- arleikhúsinu og þegar Madame Butterfly hefur sungið sitt síðasta, kemur annar leikhópur á sviðið. „Þar með er þetta orðin skemmtileg keðjuverkun, sem ég er afskaplega ánægður með,“ segir Borgar Garð- arsson. freysteinn@mbl.is Borgar drífur upp óperu í Borgå Hann var ekki fyrr „setztur í helgan stein,“ en hann vakti sum- arleikhús staðarins af Þyrnirósarsvefni. Og nú er Borgar Garð- arsson framkvæmda- stjóri sýningar á óp- erunni Madame Butterfly. Morgunblaðið/Þorkell Starfssamur Borgar lætur ekki deigan síga, þótt kominn sé á eftirlaun. Þeir sem eru óskipulagðir frá náttúrunnar hendi þurfa flestir einhvern blóraböggul til að þeim líði betur, einhvern sóða til að kenna um draslið. Þegar kemur að því að taka til í geymslum og kjöllurum verða sambýlingar oft- ar en ekki fyrir valinu. Lestr- arhestum finnst mörgum erfitt að skilja við bækur sem þeir hafa eignast, hvort sem þær féllu eig- andanum vel eða illa í geð. Því er ágætt, þegar hafist er handa við að losna við eitthvað af bókum, að hver velji og hafni úr sínu bóka- safni. Með því tekur hver ábyrgð á sínu drasli, sem upp hefur safn- ast. Bækur hafa oft tilfinningalegt gildi og margir kjósa að fórna öllu öðru áður en tekið er til við að gefa eða henda þeim. Þegar bæk- ur eru flokkaðar er ágætt að taka fyrst saman allar skáldsögurnar og velja þær sem eru manni kær- astar til að halda eftir. Það eru ekki margar skáldsögur sem eru lesnar margoft. Því næst er hægt að skoða ástand bókanna sem eft- ir eru. Sumar bækurnar eru jafn- vel gulnaðar og gamlar og þá er spurning hvort þær verði nokkurn tímann lesnar aftur. Annað gott ráð er að vera raunsær hvað varð- ar kiljur. Þær eldast verr en harð- spjalda bækur og flestir lesa kilj- urnar sínar ekki oftar en einu sinni, sérstaklega þær smáu. Morgunblaðið/ÞÖK Uppsafnaðar bækur Þeir sem vilja prýða heimili sín lista- verkum, en vita ekki hvar á að byrja, verða að gefa sér góðan tíma til að skoða það sem í boði er. Í bandaríska dagblaðinu Los Ang- eles Times var nýjum kaupendum listar ráðlagt að hugsa sig vel um, áður en málverkið yfir sófann er keypt, eða splæst í skúlptúrinn í stofuna. Dagblaðið vitnar í listaverkasal- ann Doris Mukabaa Marksohn. Hún segist ráðleggja þeim, sem ekki vita hvernig þeir eigi að bera sig að við að velja list, að feta þrjú stig. Fyrsta stig, samkvæmt lista- verkasalanum, er að skoða verk, ekki bara í einu galleríi heldur öllum sem hægt er að komast yfir. Þeim mun meira sem skoðað er, þeim mun líklegra að eitthvað alveg sérstakt reki á fjörur manns. Annað stig er líka að skoða, merkilegt nokk. Því nú er ekki að- eins verið að skoða hvert verkið á eftir öðru, heldur þjálfar listaverka- kaupandinn augu sín og hug svo hann geti farið fljótt yfir þau verk sem ekki höfða til hans. Og munu aldrei gera. Hvert er svo þriðja stig lista- verkasalans ráðagóða? Að skoða. . Í stíl við sófa og maka? Listaverkasalinn segir að þótt kaupandi falli fyrir verki, þá sé það auðvitað engin trygging fyrir að hann verði jafn ánægður með það- mörgum árum síðar. Þess vegna verði fólk að verða reiðubúið að sætta sig við mistök. Stundum getur fólk ekki tekið ákvörðun um listaverkakaup af af- skaplega praktískum ástæðum. „Ætli makinn verði jafn hrifinn? Verður þetta alveg út í hött fyrir of- an nýja sófann?“ Engar áhyggjur, segir frú Mukabaa Marksohn, látið bara listaverkasalann taka verkið frá og gefið ykkur nægan tíma til að svara þessum brennandi spurn- ingum. Svo er ekki vitlaust að skoða fleiri verk eftir listamanninn sem heillar, hann hefur áreiðanlega gert bæði stærri og minni verk, dekkri og ljósari, grófari og fínni. Marksohn finnst heldur aumt þegar fólk lætur innréttingar og húsgögn stjórna listaverkakaupum. Fólk á að kaupa listina hennar vegna og vera tilbúið til að færa til hluti heima, henni til dýrðar. Listilega valið
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.