Morgunblaðið - 22.06.2008, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 22.06.2008, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. JÚNÍ 2008 31 Reuters Villtir í valmúanum Afganskir hermenn leita talibana á valmúaakri í þorpinu Sanjaray í Zhari-héraði. Ópíumframleiðsla er orðin burðarásinn í afgönsku efnahagslífi og stjórnvöld ráða ekkert við ástandið. Rúmlega 90% heróíns í heiminum kemur frá Afganistan. O rðið hnattvæðing er not- að til að lýsa heimi þar sem landamæri skipta minna og minna máli. Heimur án landamæra er heimur frjálsra við- skipta þar sem vörur, peningar og vinnuafl flæða um án hafta. En hnattvæðingin nær einnig til undirheimanna og skipulagðrar glæpastarfsemi eins og fréttir um mansal og eiturlyfjasmygl sýna. Á nokkrum stöðum í heiminum er ástandið með þeim hætti að ekki er nokkur leið að gera greinarmun á glæpa- samtökum, yfirvöldum og stjórnvöldum. Samkvæmt útreikningum Sameinuðu þjóð- anna nema viðskipti með ólögleg eiturlyf í heiminum 320 milljörðum dollara, sem er meira en þjóðarframleiðsla 90% af löndum heimsins. Í skýrslu Sameinuðu þjóðanna um eiturlyfjaheiminn 2007 kemur fram að árið 2006 hafi tekist að stöðva vöxtinn í eiturlyfja- viðskiptum í heiminum. Staðan er engu að síð- ur grafalvarleg. Tæplega fimm prósent jarðar- búa á aldrinum 15 til 64 ára eða 200 milljónir manna nota ólögleg eiturlyf árlega og þar af er talið að neysla 25 milljóna manna sé vandamál. Markaðurinn er því gríðarlega stór og ábatinn getur verið mikill. Smyglari, sem kemur her- óíni frá Afganistan til Tyrklands, getur átt von á því græða á milli 26% og 58%, samkvæmt skýrslu, sem stjórn Tonys Blairs, forsætisráð- herra Bretlands lét gera á sínum tíma. Þetta er mun meiri hagnaður en gera má ráð fyrir á flestum sviðum löglegra viðskipta. Ópíum og kókaín Valmúarækt hefur rokið upp úr öllu valdi í Afganistan eftir að bandamenn gerðu þar inn- rás í kjölfar hryðjuverkanna 11. september 2001. Í áðurnefndri skýrslu Sameinuðu þjóð- anna segir að 92% ópíumframleiðslunnar í heiminum eigi sér stað í Afganistan. Búrma var áður í fyrsta sæti en þar hefur tekist að draga verulega úr framleiðslunni. Afganar voru fljótir að fylla upp í tómarúmið. Eftir að talibanar féllu frá völdum hefur ópíum, sem notað er til að framleiða heróín, náð því að verða 57% af þjóðarframleiðslu. Stjórnvöld í Kabúl ná ekki nokkrum tökum á ástandinu. Þau hafa völd í höfuðborginni og norðurhluta landsins, en síðan ekki söguna meir og gildir þá einu þótt hátt í 20 þúsund hermenn á veg- um Atlantshafsbandalagsins séu þeim til full- tingis. Blaðamaðurinn Misha Glenny segir í bók sinni McMafia, Crime Without Frontiers, að íhlutunin í Afganistan hafi gert landið að þungamiðju skipulagðrar glæpastarfsemi, uppreisna og hryðjuverkastarfsemi. „Landið nærir nú hvers kyns samtök, allt frá tyrk- neskum eiturlyfjahringum til einræðisherr- anna í Túrkmenistan og Úsbekistan, að ógleymdum [hryðjuverkasamtökunum] al- Queda, sem hafa megnið af tekjum sínum á svæðinu af ópíumviðskipum,“ skrifar Glenny. Kólumbía er annað dæmi, sem Glenny tekur um land þar sem eiturlyf hafa riðið samfélag- inu á slig. Hagkerfi Kólumbíu er flóknara og öflugra en hagkerfi Afganistans. Þar eru ólög- leg eiturlyf um þrjú prósent af þjóðarfram- leiðslu. Áhrifin á þjóðfélagið eru hins vegar geigvænleg. Umfang kókaínviðskiptanna hef- ur dugað eiturlyfjahringunum og bardaga- sveitum annars vegar og skæruliðum hins veg- ar til að halda 70 þúsund manns undir vopnum svo árum skiptir. Þarna er í raun um að ræða tvo einkaheri. Sprengjutilræði, fjöldamorð og tilhæfulaus dráp eru framin á báða bóga. Þrjár milljónir manna í Kólumbíu hafa flosnað upp vegna þessa vanda frá því um miðjan síðasta áratug og stjórnvöld í Kólumbíu hafa ekkert bolmagn til að ráða við vandann. Jan Egeland, yfirmaður mannúðarmála hjá Sameinuðu þjóð- unum, hefur sagt að eiturlyfjastríðin í Kól- umbíu hafi leitt til „mestu manndrápa, mesta mannúðarvandans, mesta mannréttinda- vandans og mestu átaka á vesturhveli jarðar“. Umfang eiturlyfjaviðskipta í heiminum er það mikið að þótt þau hafi staðið í stað eða jafnvel dregist örlítið saman er ekki hægt að segja að stríðið gegn eiturlyfjum, sem Banda- ríkjamenn hafa rekið um árabil, hafi borið ár- angur og segja margir að það hafi mistekist hrapalega. Sameinuðu þjóðirnar hafa sett fram þá staðhæfingu að 70% skipulagðrar glæpastarfsemi í heiminum snúist um ólögleg eiturlyf. Ugglaust má deila um slíkar tölur, en ábatavonin af að seðja eiturlyfjafíkn Vestur- landa fer ekki á milli mála. Eiturlyfin eru eins og plága eða faraldur. Þeir, sem ánetjast eit- urlyfjum, eiga oft ekki afturkvæmt og margir eru alla ævi að berjast við að losna úr viðjum þeirra. Líf þeirra og fjölskyldna þeirra eru í rúst. Gunnar Smári Egilsson lýsir ástandinu svo í pistli á vef SÁÁ: „Það er varla nokkur maður sem myndi andmæla því að áfengis- og fíkni- efnaneysla breiðist hratt út á Vesturlöndum. Svo hratt að kalla mætti faraldur. Og að afleið- ingar þessarar auknu neyslu eru ömurlegar fyrir milljónir einstaklinga og fjölskyldur þeirra. Og að samfélagsáhrif þessarar neyslu eru ekki síður hörmuleg: auknir glæpir, meira ofbeldi, brotnar og veikar fjölskyldur. Það mætti jafnvel halda því fram að áfengis- og fíkniefnaneysla hefði svo gegnsósað sam- félagið að hegðun og lífsgildi fíkilsins séu í raun orðin normið í samfélaginu. Að við höfð- um í raun drukkið frá okkur mest allt vit og séum sem hópur dottin niður á stig fyllibytt- unnar.“ Ólögleg eiturlyf á Íslandi Ísland er ekki í þungamiðju starfsemi al- þjóðlegra glæpahringja, en landið stendur heldur ekki utan við skarkala heimsins. Á Ís- landi er ekkert síður eftirspurn eftir eitur- lyfjum en annars staðar. Yfirvöld hafa á und- anförnum misserum gert upptækar stórar sendingar af eiturlyfjum. Í liðinni viku fundust hátt í 200 kíló af hassi í húsbíl um borð í ferj- unni Norrænu. Allt árið í fyrra var aðeins lagt hald á 8,7 kg af hassi. Erfitt er að segja til um það hvað 200 kg eru stór hluti af þeirri neyslu, sem hér á sér stað árlega, en kannski er ekki fjarri lagi að um sé að ræða um fimmtung hennar. Samkvæmt útreikningum á Vogi er ársneyslan af kannabisefnum hér á landi 1.100 kg eins og fram hefur komið í 24 stundum. Annað dæmi er Pólstjörnumálið svokallað frá því í fyrra þegar smygla átti 23,6 kg af amfeta- míni, tæplega 14 kg af amfetamíndufti og 1.746 e-töflum inn í landið með skútu, sem kom til hafnar í Fáskrúðsfirði. Tvö kg af amfetamíni til viðbótar voru gerð upptæk í Færeyjum í tengslum við rannsókn Pólstjörnumálsins. Í desember var maður handtekinn í Leifsstöð með 27 þúsund e-töflur. Þessi mál sýna að það er ekkert síður gróða- von af því að dreifa ólöglegum eiturlyfjum á Ís- landi en annars staðar. Í fréttum kom fram að samkvæmt SÁÁ mætti selja hassið, sem var gert upptækt í liðinni viku, á 400 milljónir króna á götunni. Ólögleg eiturlyf kosta skildinginn. Sam- kvæmt könnun, sem var gerð á Bretlandi á síð- asta áratug, tengdust 75% alvarlegra glæpa þar eiturlyfjum. Glæpamenn, sem eru eitur- lyfjafíklar, ná sér í 70% tekna sinna með þjófn- aði. Engar tölur eru til um Ísland, en hér hljóta sömu lögmál að gilda. Í baráttunni gegn fíkniefnum þarf að gera skýran greinarmun á fórnarlömbum eiturlyfja og þeirra sem auðgast á þeim, þótt vissulega séu til grá svæði, sérstaklega þar sem skuld- ugir fíklar eru þvingaðir til að ganga erinda eiturlyfjasalanna. Það eiga að vera þung við- urlög við því að smygla eiturlyfjum og dreifa þeim. En hvernig á að umgangast fíklana? Ef þeim er refsað með fullum þunga er hætt við því að þeim sé gert erfiðara fyrir að snúa við blaðinu en ella. Þá er hætt við að þeim verði ýtt endanlega út fyrir jaðar þjóðfélagsins. Í baráttunni gegn fíkniefnum hefur mest áhersla verið lögð á löggæslu og forvarnir. En það verður einnig að huga að fíklunum sjálf- um. Markmiðið hlýtur að vera að draga úr skaðanum, svo vitnað sé í fyrirsögn greinar þriggja hjúkrunarfræðinema, Jónu S. Gunn- arsdóttur, Rúnu Guðmundsdóttur og Helgu Sifjar Friðjónsdóttur, sem nýlega birtist í Morgunblaðinu um sprautunotkun fíkniefna- neytenda. Þar benda þær á að samkvæmt Farsóttarfréttum sé sífellt algengara að blóð- bornir sjúkdómar á borð við HIV og lifr- arbólgu B og C smitist hér á landi. „[Á]rlega greinast 40-60 ný tilfelli lifrarbólgu C og er sprautunoktun vímuefnaneytenda langstærsti áhættuþátturinn. HIV-smitum hefur einnig fjölgað en samkvæmt Landlæknisembætti greindust 13 einstaklingar árið 2007, þar af 6 sprautufíklar, 2006 greindist 1 HIV-smit með- al sprautufíkla en ekkert árið 2005. Hins veg- ar er þekking á sprautunotkun og áhættu- hegðun, eins og endurnýtingu og samnýtingu sprautubúnaðar, meðal sprautufíkla á Íslandi takmörkuð.“ Höfundarnir könnuðu sprautuhegðun fíkla á Íslandi og komust að þeirri niðurstöðu að endurnýting og samnýting sprautubúnaðar væri mjög algeng. Um 84% þátttakenda í rannsókn þeirra höfðu endurnýtt nálar, tæp- lega 80% samnýtt nálar og tæplega 75% sam- nýtt sprautubúnað. Tæp 80% þátttakendanna töldu að lélegt aðgengi að sprautubúnaði væri meginástæða þessarar hegðunar. Sprautufíklum fjölgar jafnt og þétt hér á landi og er talið að árlega bætist 70 til 110 ein- staklingar í hópinn. Jóna, Rúna og Helga Sif leggja til að reynt verði að draga úr skað- anum af sprautunotkun með aðgerðum, til dæmis nálaskipta-þjónustu fyrir sprautufíkla. Slíka þjónustu þarf að veita með þeim hætti að hún verði í raun og veru notuð. Sprautu- fíklarnir verða að geta treyst því að þeir geti leitað sér hjálpar án þess að það komi þeim í koll síðar. „Skaðaminnkandi inngrip eða þjónusta eru samfélagsmiðaðar, ókeypis fyrir notendur og felast í nærþjónustu. Þannig er þjónustan veitt á forsendum notenda í þeirra umhverfi en ekki eingöngu bundin við heilsugæslu- stöðvar eða sjúkrahús,“ skrifa þær. „Skaða- minnkandi inngrip eins og nálaskiptiþjónusta veitir sprautufíklum, sem einhverra hluta vegna vilja ekki eða geta ekki hætt neyslu eða farið í meðferð, aðgang að dauðhreinsuðum sprautubúnaði og kemur notuðum og hugs- anlega sýktum búnaði úr umferð. Nálaskipti- þjónustur gefa einnig annan búnað eins og t.d. sótthreinsibúnað og smokka. Slík þjónusta býður auk þess upp á viðeigandi heilbrigð- isfræðslu, ráðgjöf og milligöngu í heilbrigðis- og félagsþjónustu, bólusetningu gegn inflú- ensu, lungnabólgu og lifrarbólgu B ásamt skimun fyrir HIV og lifrarbólgu C. Hefur slík nærþjónusta m.a. skilað árangri með því að auka skimun og bólusetningu meðal sprautu- fíkla sem annars sækja takmarkað slíka þjón- ustu. Þarna býðst mikilvægt tækifæri til að nálgast hópinn, hvetja til áhættuminni hegð- unar og fylgjast með heilsu notendanna og breytingum í vímuefnaheiminum.“ Á Íslandi hefur verið búin til umgjörð fyrir fíkla til að taka á vanda sínum sem segja má að sé til fyrirmyndar og gildir þá einu hvort um er að ræða lögleg eða ólögleg fíkniefni. Áfengi veldur mun meiri skaða í samfélaginu en ólögleg fíkniefni af þeirri einföldu ástæðu að mun fleiri neyta þess. Á meðan ekki tekst að leysa upp eiturlyfjahringina verður að leggja áherslu á að koma til móts við fórn- arlömb þeirra. Glæpir án landamæra Reykjavíkurbréf 220608 57% Hlutfall ópíums af þjóðarframleiðslu Afgana 70% Hlutfall eiturlyfja af al- þjóðlegri glæpastarfsemi 75% Hlutfall alvarlegra glæpa á Bretlandi tengt eiturlyfjum 80% Hlutfall sprautufíkla á Íslandi sem samnýta nálar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.