Morgunblaðið - 22.06.2008, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 22.06.2008, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. JÚNÍ 2008 39 Stangarhyl 5, sími 567 0765 Ítarlegar upplýsingar um eignirnar á www.motas.is Skipalón 16-20 á Hvaleyrarholti 2ja, 3ja og 4ra herbergja íbúðir á frábærum stað. www.motas.is Sími 565 5522 | www.fasteignastofan.is ÍS L E N S K A S IA .I S M O T 42 82 6 06 .2 00 8 Söluaðili: > Glæsilegar íbúðir, fyrir 50 ára og eldri, í Hafnarfirði Hvaleyrarholti Sölusýning í dag kl. 14:00 – 16:00 Skipalón • Tvennar svalir, bæði út úr eldhúsi og stofu. Ótrúlegt útsýni. • Stórar stofur.Tvö baðherbergi, baðherbergi inn af hjónaherbergi. • Amerískur ísskápur, kvörn í vaski og uppþvottavél fylgja. • Granít á borðum og sólbekkjum. • Arinn og 2 stæði í bílageymslu með stærstu íbúðunum. • 80 m2 salur í sameign fylgir (afmæli og minniháttar tilefni). • Þvottastæði í bílageymslu. • Golfvöllur í göngufæri. Verðdæmi: • 2ja herb. m/ bílskýli frá 18.500.000 kr. • 3ja herb. m/ bílskýli frá 24.500.000 kr. • 4ra herb. m/ bílskýli frá 29.000.000 kr. Berið saman verð og gæði samur og fyrr. Hann mætir til funda og leggur lóð á vogarskálar þeirra gilda sem ég hygg að eigi nú hug hans umfram önnur. Nefni ég þar sérstaklega náttúruverndarmál og varðveislu sjálfstæðis þjóðarinnar. Á þessum tímamótum í lífi Stein- gríms Hermannssonar vil ég árna honum og fjölskyldu hans allra heilla. Ég þakka honum góð kynni og sérstaklega fyrir samstarf í rík- isstjórn á umbrotatímum áranna 1988 til 1991. Þar sýndi hann færni sína og mannkosti svo ekki þarf um að deila og við erfiðar aðstæður vann sú ríkisstjórn mikið afrek. Hún afstýrði hruni atvinnulífsins sem blasti við haustið 1988 og lauk með því að kveða niður verðbólgu- drauginn illræmda í góðu samstarfi við aðila vinnumarkaðarins er hinir víðfrægu þjóðarsáttarsamningar voru gerðir. Pólitískum þrætubók- armönnum mun reynast torsótt að ræna þessum afrekum af ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar, þeirri er sat á árunum 1988 til 1991, og vantar þó ekki að þeir hafi reynt sumir. Mér, sem var yngstur og óreynd- astur ráðherranna, er það sér- staklega minnisstætt hversu gott var að vinna undir verkstjórn nafna míns. Hann hafði gjarnan þann hátt á að leggjast á árar með þeim ráð- herra eða ráðherrum hverju sinni sem áttu á brattann að sækja með erfið mál. Hann var vakinn og sof- inn við að slökkva smáelda deilna áður en þeir yrðu að báli, ósérhlífinn og hafði alltaf tíma fyrir mann ef á þurfti að halda. Ég endurtek mínar bestu árn- aðaróskir til handa Steingrími Her- mannssyni áttræðum. Einnig óska ég honum til hamingju með veglegt málþing er haldið verður honum til heiðurs, en sem ég á því miður ekki kost á að sækja sökum skyldustarfa erlendis. Lifðu heill, nafni! Steingrímur J. Sigfússon Við hyllum Steingrím Her- mannsson Einn af bestu sonum Íslands fagnar merkum tímamótum í dag. Steingrímur Hermannsson, fyrrver- andi formaður Framsóknarflokksins og forsætisráðherra, er áttræður. Steingrímur er sonur Hermanns Jónassonar sem einnig hafði gegnt embætti formanns Framsókn- arflokksins. Þeir feðgar gegndu einnig báðir á stjórnmálaferli sínum embætti forsætisráðherra og eru þeir fyrstu og einu feðgarnir á Ís- landi sem það hafa gert. Í ljósi uppruna Steingríms kynnu margir ætla að það hafi legið nokk- uð beint við að hann myndi hasla sér völl á sviði stjórnmálanna. Fyr- irætlun hans var þó ekki sú. Þvert á móti hafði Steingrímur annað á prjónunum. En pólitískar skoðanir voru honum samt sem áður svo sannarlega í blóð bornar enda fór það svo að ári áður en Steingrímur datt lögformlega upp fyrir aldurs- mörk ungra framsóknarmanna gerðist hann formaður í Félagi ungra framsóknarmanna í Reykja- vík. Þar með var teningunum kast- að. Steingrímur Hermannsson er fé- lagshyggjumaður með sterka sýn á samtakamátt fjöldans um leið og hann virðir framtaksmátt ein- staklingsins. Steingrímur taldi alltaf að fjármagnið ætti að þjóna sam- félaginu en ekki að drottna í hönd- um fárra. Ísland og íslensk náttúra hafa alltaf verið hugleikin afmæl- isbarninu og vernd og nýting verið systur sem ættu að sitja við sama borð. Steingrímur var kjörinn þingmað- ur árið 1971 og sat á Alþingi Íslend- inga allt til ársins 1994, fyrst sem þingmaður Vestfirðinga og síðar sem þingmaður Reyknesinga. Veg- ur Steingríms óx ár frá ári innan Framsóknarflokksins. Hann var kjörinn ritari flokksins árið 1971 og sat í því embætti allt þar til hann tók við formennsku í flokknum árið 1979. Steingrími voru ekki aðeins falin mikil trúnaðarstörf fyrir Framsókn- arflokkinn heldur þjóðina alla. Steingrímur naut enda alla tíð mik- illa vinsælda meðal þjóðar sinnar og mátti sjá það jafnt af skoðanakönn- unum sem af viðmóti fólks í hans garð. Á það örugglega rætur sínar að rekja til þess að stíll Steingríms var alla tíð afar opinn og alþýðlegur og það kunni fólk vel að meta. Steingrímur gegndi embætti for- sætisráðherra í þremur rík- isstjórnum og voru þær myndaðar jafnt til hægri sem vinstri. Ekki háðu þær sviptingar kappanum mikið enda var hann með eins- dæmum laginn verkstjóri og gekk vel að ná því besta fram úr sam- verkamönnum sínum. Sést það e.t.v. hvað best á því sem telja má hina stóru pólitísku arfleifð Steingríms Hermannssonar sem forsætisráð- herra – þjóðarsáttarsamningunum – en með þeim tókst þjóðinni að brjót- ast út úr vítahring og ná þeim efna- hagslega stöðugleika sem ríkt hefur allt fram á okkar daga. Mikilsvirtur flokksformaður í Framsóknarflokknum og ástsæll forsætisráðherra Íslands um árabil stendur nú einu sinni enn á tíma- mótum. Drengurinn sem sleit barnsskónum í forsætisráð- herrabústaðnum og ólst upp við skráargatið á pólitískum orr- ustuvelli. Sonur Hermanns Jón- assonar forsætisráðherra og Vigdís- ar Steingrímsdóttur, fæddur undir júnísól í nóttlausri voraldar veröld. Í tilefni áttræðisafmælisins bjóða Framsóknarflokkurinn og vinir og velunnarar Steingríms til opins mál- þings sem haldið verður í Salnum í Kópavogi í dag frá kl. 14. Að erind- um loknum verður gestum boðið til móttöku á sama stað. Guðni Ágústsson. Stjórnarmyndun og skipti sumarið 1978. Rætt um myndun vinstri stjórn- ar öðru sinni. Svavar Gestsson, Ólafur Ragnar Grímsson, Steingrímur Her- mannsson og Jón Baldvin Hannibalsson. Myndin er tekin í Sjávarútvegs- ráðuneytinu að kvöldi mánudagsins 26. september 1978 eftir fund flokkanna þriggja, Alþýðubandalags, Framsóknarflokks og Alþýðuflokks.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.