Morgunblaðið - 22.06.2008, Qupperneq 40
40 SUNNUDAGUR 22. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Halldór MagnúsÞorkelsson
fæddist á Álftá í
Hraunhreppi í
Mýrasýslu 25. apríl
1921. Hann lést á
Landspítalanum við
Hringbraut að
morgni 1. júní síð-
astliðins. Foreldrar
Halldórs voru hjón-
in Ragnheiður Þor-
steinsdóttir, f. í
Saltvík á Kjalarnesi
13. nóvember 1880,
d. 26. nóvember
1955 og Þorkell Guðmundsson, f.
í Hjörsey á Mýrum 18. október
1880, d. 22. nóvember 1968. Þau
Ragnheiður og Þorkell giftust
1907 og tóku þá við búi á Álftá af
foreldrum Þorkels. Þau eign-
uðust sex börn en tvö þeirra,
Benedikt og Soffía Sigríður, lét-
ust í bernsku. Auk Halldórs, sem
var yngstur systkinanna, komust
þrjár dætur til fullorðinsára, El-
ín, gift Valtý Guðjónssyni, bæj-
arstjóra, Soffía Kristín, gift Ólafi
Sigurðssyni, matreiðslumanni, og
Lóa, gift Hallgrími Th. Björns-
syni, yfirkennara. Af systk-
inunum frá Álftá er Lóa nú ein á
lífi. Foreldrar Halldórs bjuggu á
Álftá þar til Ragnheiður lést,
1955, en nokkrum
árum áður hafði
Halldór tekið við
búi þar. Þeir feðgar
Þorkell og Halldór
bjuggu þar áfram
þar til þeir brugðu
búi vorið 1957 og
fluttust til Keflavík-
ur, en þar bjuggu
þá allar systurnar
þrjár.
Halldór kvæntist
vorið 1960 Gunn-
laugu Eygló, dóttur
hjónanna Sigfúsar
Davíðssonar og Margrétar Eyj-
ólfsdóttur á Læk í Holtum, en
hún hafði verið ráðskona þeirra
feðga síðustu ár þeirra á Álftá.
Þau hófu búskap í Keflavík, og
bjuggu lengst af á Suðurgötu 48.
Síðustu árin bjuggu þau Eygló í
Efstaleiti 71. Þau Eygló og Hall-
dór eignuðust tvær dætur, Ragn-
heiði Þóru, bankastarfsmann, f.
1960, gift Ásgeiri Torfasyni, vél-
stjóra og eiga þau soninn Halldór
og Halldóru Margréti, skrifstofu-
mann, f. 1967, gift Hafsteini
Hilmarssyni, húsasmið og eiga
þau tvo syni, Hilmar og Gunn-
laug.
Útför Halldórs fór fram í kyrr-
þey.
Við lát Halldórs Magnúsar Þor-
kelssonar, eða Dóra á Álftá eins og
hann var jafnan nefndur vestur á
Mýrum, leita margar minningar á
hugann. Dóri var yngstur sex
barna hjónanna á Álftá, en heimilið
þar var annálað fyrir myndarskap
og snyrtimennsku. Ég átti því láni
að fagna að vera í sveit á Álftá öll
mín bernsku- og æskusumur. Sum-
ardvölin vestra var mér tilhlökk-
unarefni allan veturinn og átti
Dóri frændi minn ekki síst þátt í
að gera hana svo ánægjulega fyrir
mig og ég veit að ég tala fyrir
munn margra sem áttu þess kost
að vera þar í sumardvöl. Þeir hafa
sömu sögu að segja og minnast
dvalarinnar með þakklæti.
Dóri og Þorkell afi minn brugðu
búi árið 1957 og fluttust til Kefla-
víkur þar sem Dóri reisti hús að
Suðurgötu 48 í félagi við frænda
sinn Gylfa Valtýsson. Vorið 1960
kvæntist Dóri Eygló Sigfúsdóttur
frá Læk í Holtum, en hún hafði
verið ráðskona þeirra feðga síð-
ustu árin á Álftá, eftir lát Ragn-
heiðar 1955. Eftir að þeir feðgar
fluttust til Keflavíkur vann Dóri
lengi við járnsmíðar og viðgerðir í
Dráttarbraut Keflavíkur og síðar
við bílaviðgerðir hjá Sérleyfisbif-
reiðum Keflavíkur, SBK, allt fram
á miðjan áttræðisaldur. Hann var
eftirsóttur starfsmaður, enda mjög
lagtækur, útsjónarsamur, stundvís
og áreiðanlegur. Útsjónarsemi
hans og þrautseigja kom einnig vel
í ljós á sínum tíma þegar vatnsafls-
virkjun var gerð á Álftá, mikið
mannvirki fyrir einn bóndabæ, og
aðstæður hinar erfiðustu.
Dóri var að eðlisfari nokkuð dul-
ur og hlédrægur en bast vinum
sínum traustum böndum. Hann var
mikið náttúrubarn og aldrei naut
hann lífsins eins vel og við veiði-
skap á bökkum einhverrar árinnar
á Mýrunum. Hann var með af-
brigðum fiskinn og virtist hafa sál-
fræði laxanna alveg á hreinu.
Síðustu árin bjuggu þau Dóri og
Eygló að Efstaleiti 71. Þau höfðu
alltaf náin samskipti við dætur sín-
ar, Ragnheiði Þóru og Halldóru
Margréti og sinntu barnabörnum
sínum svo vel að eftir var tekið.
Dóri frændi minn var góður og
natinn heimilisfaðir og hugsaði af-
ar vel um sitt fólk. Átti Þorkell afi
minn gott ævikvöld hjá honum og
Eygló og sýndu þau honum mikla
umhyggju og ræktarsemi.Við Hall-
dóra, konan mín, ásamt börnum
okkar nutum mikillar gestrisni hjá
þeim hjónum, bæði fyrr og síðar
og áttum við þar margar góðar
stundir og var um margt spjallað.
Síðustu árin átti Dóri við alvarleg
veikindi að stríða, sem hann virtist
þó lengi vel hafa í fullu tré við.
Tveim vikum fyrir ævilokin vorum
við Dóri að rifja upp fjölmörg ör-
nefni í hinni víðfeðmu landareign
Álftár, með það í huga að bjarga
þeim frá gleymsku. Þegar við
kvöddumst ákváðum við að hittast
fljótlega aftur og ljúka verkinu,
þar sem aðeins vantaði herslumun-
inn, en þrek Dóra leyfði ekki að
við lykjum verkinu þá. Ekki
hvarflaði þó að okkur að svo
skammt væri til endalokanna sem
raun bar vitni.
Við Halldóra viljum að leiðarlok-
um þakka gömul og góð kynni við
þau hjónin og erum þakklát fyrir
þær stundir sem við náðum að eiga
með Dóra frænda og hans góðu
konu. Við biðjum Guð að styrkja
fjölskylduna á þessum erfiðu tíma-
mótum.
Heiðar Þ. Hallgrímsson.
Halldór Magnús
Þorkelsson
✝ Helga Þorvalds-dóttir fæddist 1.
október 1919. Hún
lést 8. júní síðastlið-
inn. Foreldrar
hennar voru Ólöf
Jónsdóttir frá Hlíð í
Skaftártungu, f. 10.
janúar 1884, d. 5.
ágúst 1938, og Þor-
valdur Jónsson frá
Hemru í sömu sveit,
f. 10. ágúst 1885, d.
21. júní 1962. Þau
bjuggu á Skúms-
stöðum í Vestur-
Landeyjum, en þar ólst Helga upp
í níu systkina hópi. Hin eru Hild-
ur, f. 1912, d. 1933, Sigríður Lóa,
f. 1913, d. 1985, Rósa, f. 1916, d.
1940, Tryggvi, f. 1917, d. 1994,
Sigurður, f. 1921, Hrefna, f. 1923,
Þórunn, f. 1925 og Sveinn, f. 1926,
d. 2005. Hálfsystir Helgu sam-
feðra er Ragnheiður, f. 1957.
Helga giftist Jóni Gesti Bene-
diktssyni, frá Suðurkoti í Vogum,
f. 23. maí 1904. Dóttir þeirra er
Særún, f. 23. febrúar 1949, gift
Ragnari Karli Þorgrímssyni, f. 23.
júlí 1945. Dætur
þeirra eru: Helga, f.
27. janúar 1971,
sambýlismaður
Birgir Örn Ólafs-
son, f. 13. október
1969, börn þeirra
eru Edda Björk og
Jón Gestur Ben. Ok-
tavía Jóhanna, f. 2.
september 1972,
gift Ivan Kay
Frandsen, f. 16. apr-
íl 1964, börn þeirra
eru Magnea Guð-
ríður, Ragnar Karl,
Elsa Kristín og Kristján Karl.
Guðrún Kristín, f. 7. október
1983, sambýlismaður Sveinn
Finnur Helgason, f. 6. nóvember
1981, sonur þeirra er Daníel Örn.
Helga flutti rúmlega tvítug til
Reykjavíkur og síðar í Voga í
Vatnsleysustrandarhreppi þar
sem hún bjó öll sín búskaparár.
Síðustu fimm árin bjó Helga á
Hlévangi, dvalarheimili aldraðra í
Keflavík.
Útför Helgu fór fram frá Kálfa-
tjarnarkirkju 13. júní.
Með nokkrum orðum viljum við
minnast ömmu okkar Helgu Þor-
valdsdóttur. Það er erfitt að minnast
æskuáranna í Vogunum án ömmu og
afa. Allt líf okkar var samtvinnað lífi
þeirra, innan og utan heimilisins.
Heimili þeirra var heimili okkar. Að
hafa í öruggt skjól að leita þar sem
væntumþykja og velferð er höfð í há-
vegum, er ómetanlegt. Að búa nálægt
ömmu og afa og hitta daglega er mik-
ilvægt innlegg í uppeldi hvers barns.
Það er okkar trú. Amma var góð og
sterk kona. Hún hafði gengið í gegn-
um erfiðleika áður en hún kom í Vog-
ana en lét það ekki hafa áhrif á líf sitt
þar. Hún bjó þeim afa fallegt heimili.
Minningarnar eru margar úr Suð-
urkotinu. Þar voru allir velkomnir og
oft gestkvæmt. Amma hafði gaman af
að matbúa og gerði góðan mat og
bakkelsi.
Amma hafði græna fingur og rækt-
aði grænmetið sitt sjálf. Með henni
tókum við upp kartöflur og sáðum
gulrótum. Hún hafði yndi af blómum
og treysti okkur fyrir þeim ef hún
þurfti að bregða sér af bæ.
Ömmu þótti vænt um dýr og með
henni áttum við kindur í litlu húsi nið-
ur á túni. Þær voru tenging hennar
við sveitina – Landeyjarnar – sem var
henni svo kær. Þangað hugsaði hún
oft og á seinni árum talaði hún mikið
um lífið og tilveruna í heimahögunum.
Frá ömmu höfum við okkar sterku
tengingu við náttúruna.
Amma var alltaf með eitthvað á
prjónunum og sá ömmu- og lang-
ömmubörnum sínum fyrir ullarsokk-
um og vettlingum. Í seinni tíð bættist
föndrið við.
Eftir að langömmubörnin fæddust
hafði hún mikla ánægju af að fylgjast
með hvernig þeim vegnaði. Þau voru
líka dugleg að heimsækja hana og
höfðu gaman af. Þau sakna þess nú að
koma ekki við á Hlévangi og hitta
langömmu og alla hina sem þar búa.
Ekki skemmdu heldur fyrir sætindin
sem hún bauð upp á. Amma hafði sér-
staklega gaman af að heyra sögur af
útreiðatúrum langömmubarnanna,
enda hestakona sjálf. Minnisstæð
stund er þegar hún kom í heimsókn í
hesthúsið fyrir rúmu ári síðan og
strauk hestunum um granirnar. Það
átti við hana.
Amma var sterkur persónuleiki og
minnisstæð mörgum. Hún kom til
dyranna eins og hún var klædd og
sagði sína skoðun. Við minnumst
hennar þannig. Við þökkum ömmu
fyrir allt sem hún hefur gefið okkur.
Blessuð sé minning hennar.
Helga, Oktavía Jóhanna
og Guðrún Kristín.
Nú er Helga móðursystir mín dáin,
en hún er ljóslifandi í minningu okkar
sem þekktum hana. Hrefna móðir
mín (f. 1923) og Helga (f. 1919) voru
samrýndar systur. Ég man ferðalög
okkar mömmu suður í Voga með rút-
unni eða í Volvo Jóns Ben, eigin-
manns Helgu. Það var gaman í Vog-
um og Suðurkot annað heimili okkar.
Við Særún, dóttir Helgu og Jóns, vor-
um leikfélagar, bæði í Suðurkoti og
þar sem ég ólst upp, Álfhólum í Land-
eyjum. Helga og Sæja dvöldu oft á
sumrin hjá okkur við heyskap og ann-
að. Raka þurfti með hrífu dreif sem
hestarakstrarvél skildi eftir og þar lét
Helga sig ekki vanta. Það var gaman
þegar þær mæðgur voru. Jón Ben
kom líka en stoppaði styttra.
Helga er fædd og uppalin á Skúms-
stöðum í Landeyjum í 9 systkina hópi.
Þorvaldur og Ólöf, foreldrar þeirra,
keyptu jörðina á kafi í jökulvatni frá
Markarfljóti, en þá rann hluti þess í
farvegi Þverár og lagðist yfir Út-
Landeyjar og Þykkvabæ. Þorvaldur
tók þátt í að beisla vatnið sem tókst á
endanum. Næstu áratugi voru þar
frábærar engjaslægjur en tún lítil. Á
veturna flott skautasvell yfir öllu.
Sjálfur kynntist ég engjaheyskap í
Klasbarðadammi, þar rétt hjá. Þarna
voru endalausar breiður af grósku-
mikilli gulstör, ilmurinn indæll og
fuglakvakið unaðslegt. Síðar var
þessu landi spillt með því að þurrka
það svo gulstararflóarnir eru ekki
svipur hjá sjón.
Helga ólst upp við mikla vinnu eins
og þá tíðkaðist. Bærinn var torfbær
og þar máttu sáttir sitja þröngt.
Timburhús úr rekaplönkum var
byggt nokkru áður er Helga flutti að
heiman.
Tvær eldri systur Helgu dóu upp-
komnar og sjálf var Helga hætt kom-
in af lungnabólgu á fermingarárinu.
Hún lá margar vikur milli heims og
helju og minntist þess oft, hve Þórður
í Eystrihól, nágranni og heimilisvin-
ur, hjúkraði henni og vakti heilu næt-
urnar. Þetta var fyrir daga sýklalyfja
og lungnabólgan mannskæður sjúk-
dómur. Helga taldi að heilsuleysi á
bænum hafi stafað af því að faðir
þeirra lét rækta upp hólinn Gegni, en
þar átti að vera huldufólk.
Systkinin sóttu farskóla á Skúms-
stöðum og nálægum bæjum. Tveir
bræðranna, Sigurður og Sveinn, luku
síðar iðnmenntun og Þórunn lærði
hjúkrun. Helga og Hrefna fóru í hús-
mæðraskóla; Helga í Staðarfell í Döl-
um og Hrefna í Hveragerði. Það var
einhver sú besta menntun sem konum
stóð þá til boða.
Heimilishald á Skúmsstöðum hvíldi
á herðum Helgu eftir að Ólöf, móðir
þeirra lést, en Lóa, þá elst systranna,
var orðin húsfreyja á næsta bæ,
Sigluvík, og Þorvaldur, faðir þeirra,
oft heilsutæpur. Árið 1944 kvænist
Þorvaldur síðari konu sinni, Guðríði
Ársælsdóttur. Helga flytur þá til
Reykjavíkur ásamt þremur systkin-
um sem þá voru enn heimavið. Helga
bjó og vann skamma hríð í Reykjavík
uns hún kynnist Jóni Benediktssyni
og gerist ráðskona hans og síðar eig-
inkona í Suðurkoti í Vogum.
Síðustu árin bjó Helga í Keflavík.
Við hjónin litum oft til hennar og rifj-
uðum upp gamla tíma. Hún var sátt
við lífið fram á síðasta dag og hárið
ekki farið að grána þó árin væru orðin
88. Blessuð sé minning Helgu.
Hinsta kveðja frá Hrefnu og henn-
ar fólki.
Þorvaldur Örn Árnason
Helga Þorvaldsdóttir
✝ SveinbjörnKristinn Eiðsson
bifreiðasmiður
fæddist á Rauf-
arhöfn 20. október
1933. Hann lést á
bráðadeild Land-
spítalans við Hring-
braut 7. júní síðast-
liðinn. Hann var
sonur hjónanna Eiðs
Eiríkssonar og Járn-
brár Kristrúnar
Sveinbjörnsdóttur.
Sveinbjörn var
fjórði í röð sex
systkina, elstur var Eiríkur sem
lést á unglingsaldri, eftirlifandi
eru Þorbjörg, Fjóla, Gylfi og Ei-
ríkur.
Sveinbjörn
kvæntist hinn 31.
mars 1956 Önnu
Sigurrósu Sig-
urjónsdóttur. Þau
eignuðust fimm
börn. Þau eru:
María; Sigurjón,
maki Edda Björk
Rögnvaldsdóttir,
þau eiga þrjú börn;
Eiður, maki Heiðrún
Davíðsdóttir, þau
eiga einn son; Auð-
ur, maki Erlendur
Markússon, þau eiga
átta börn; og Guðrún, maki Flosi
Pálmason, þau eiga tvö börn.
Útför Sveinbjörns fór fram 16.
júní, í kyrrþey að ósk hins látna.
Elsku afi, nú ertu kominn til himna.
Það er svo skrýtið að koma í Akra-
landið til ömmu og þar er enginn afi,
Aníta Ísold leitar enn að afa sínum,
hún er svo lítil og skilur ekki að allt
hefur breyst.
Við, þessi stóru, eigum margar og
góðar minningar um þig að búa til
skutlur, teikna báta, bóndabæi og
karla eða að lesa 10 litla negrastráka
sem þú last með þvílíkri snilld að aldr-
ei var hægt að fá leið á.
Þú varst duglegur að benda okkur
á kosti okkar og fylltir okkur stolti yf-
ir að vera af Grasgeira-ættinni, því af
því varst þú stoltur.
Það var gaman að segja þér frá ein-
kunnum okkar í skóla, þú hafðir svo
mikinn áhuga á öllu sem við tókum
okkur fyrir hendur og fylgdist vel
með.
Við vissum vel að þú varst veikur
og þegar við keyrðum þig reglulega
upp á spítala vissum við að það var
verið að lækna þig og trúðum að þér
myndi batna, því var það reiðarslag
þegar mamma sagði okkur að þú vær-
ir dáinn.
Við höfum aldrei kynnst svona mik-
illi sorg, það vantar svo mikið, en afi,
við höldum áfram að rifja upp góðar
minningar um góðan mann og gleðj-
ast yfir þeim tíma sem við fengum að
hafa þig hjá okkur.
Snert hörpu mína, himinborna dís,
svo hlusti englar guðs í Paradís.
Við götu mína fann ég fjalarstúf
og festi á hann streng og rauðan skúf.
(Davíð Stefánsson)
Takk fyrir allt elsku afi.
Sólveig María, Sveinbjörn Ingi,
Daníel Smári, Ívar Bjarki, Embla
Rut, Sædís Ylfa, Anna Glódís og
Aníta Ísold.
Með þessum erindum langar mig
að kveðja bróður minn og vin.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V.Briem)
Þorbjörg Eiðsdóttir.
Sveinbjörn
Kristinn Eiðsson
Morgunblaðið birtir minning-
argreinar alla útgáfudagana.
Skil | Greinarnar skal senda í gegn-
um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is –
smella á reitinn Senda efni til Morg-
unblaðsins – þá birtist valkosturinn
Minningargreinar ásamt frekari
upplýsingum.
Skilafrestur | Ef birta á minning-
argrein á útfarardegi verður hún að
berast fyrir hádegi tveimur virkum
dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför
hefur farið fram eða grein berst ekki
innan hins tiltekna skilafrests er
ekki unnt að lofa ákveðnum birting-
ardegi.
Minningargreinar