Morgunblaðið - 22.06.2008, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. JÚNÍ 2008 43
✝ Margrét Borg-hild Hafstein
fæddist í Reykjavík
29. janúar 1919.
Hún lést á Hrafnistu
í Reykjavík 9. júní
síðastliðinn.
Margrét var dótt-
ir hjónanna Marinós
Jakobs Havsteins
sýslumanns (1867–
1936) og Þórunnar
Eyjólfsdóttur hús-
freyju (1877–1961).
Systkini hennar
voru Elín Elísabet
Hafstein húsfreyja (1904–1957),
gift Þórhalli Árnasyni fulltrúa
(1891–1966), Jörgen Pétur Haf-
stein lögfræðingur (1905–1930),
Jóhanna Laura Hafstein talsíma-
vörður (1906–1969), gift Þórarni
Björnssyni skipherra (1903–1967)
(skildu), gift Gunnari Guðmunds-
syni kaupmanni (1917) (skildu),
gift Davíð J.K. Löve (skildu),
Hannes Þórður Hafstein (1908–
húsfreyja (1891–1925). Margrét og
Skapti eignuðust fjögur börn. Þau
eru: 1) Elín Ebba, húsfreyja, f. 3.
ágúst 1941, gift Jóhannesi Víði
Haraldssyni flugstjóra, f. 2. júní
1939. Þeirra synir eru Skapti, f. 8.
júlí 1971, og Haraldur, f. 2. júní
1973. 2) Þórunn Sóley húsfreyja, f.
17. nóv. 1943, gift Runólfi Sigurðs-
syni flugvélstjóra, f. 7. maí 1939.
Þeirra synir eru Skapti Þór, f. 8.
júní 1970, Sigurður Arnar, f. 6. júlí
1973, og Frosti Jón, f. 27. jan.
1981. 3) Pétur Hafstein vélvirki, f.
21. jan. 1945, var kvæntur Huldu
Guðbjartsdóttur, f. 3. sept. 1945, d.
21. sept. 2005. Þeirra börn eru
Svava, f. 10. febr. 1966, Margrét, f.
1. jan. 1968, Gerður, f. 11. des.
1969, Guðbjartur, f. 11. des. 1969,
Hulda Sóley, f. 6. okt. 1973, og Ið-
unn, f. 23 ágúst 1974. 4) Jón, lög-
giltur skjalþýðandi, f. 7. júní 1951,
kvæntur Svövu Einarsdóttur
kennara, f. 30. okt. 1953. Þeirra
börn eru Margrét Sóley, f. 24. maí
1978, Auður Anna, f. 4. des. 1979,
Þórunn Helga, f. 17. des. 1984, og
Skapti f. 12. júlí 1989.
Útför Margrétar fór fram frá
Áskirkju 18. júní.
1933), Katrín Krist-
jana Hafstein, hús-
freyja í Kaupmanna-
höfn (1909–1991),
gift Carl Gustav
Wolffbrandt lyfja-
fræðingi (1904–
1985), Eyjólfur Jóns-
son Hafstein stýri-
maður (1911–1959),
kvæntur Sigrúnu
Eyjólfsdóttur (1920–
1982), Þórunn Jón-
assen Hafstein,
blaðamaður og síðar
húsfreyja (1912–
1998), gift Sveini Þórðarsyni,
skólameistara á Laugarvatni og
síðar prófessor í Red Deer, Al-
berta í Kanada (1913–2007).
Margrét giftist 2. nóvember
1940 Skapta Jónsyni skipstjóra, f.
2. ágúst 1914 í Hrísey, d. 23. maí
1986. Foreldrar Skapta voru Jón
Sigurðsson, vélfræðingur og
útgerðarmaður í Hrísey (1883–
1940), og Sóley Jóhannesdóttir
Það er merkileg kona gengin með
Margréti B. Hafstein sem nú er fall-
in frá 89 ára að aldri. Fyrir konu af
hennar kynslóð var lífshlaup hennar
um margt ævintýralegt. Eftir
margra ára dvöl í fjarlægum lönd-
um með tilheyrandi flakki kunni
hún best við sig heima. Heimili
hennar stóð okkur barnabörnunum
ætíð opið og þangað sótti ég mikið.
Fyrir börn var þetta hálfgerð æv-
intýraveröld með sérkennilegum
styttum skornum út í tré, strút-
seggjum og risaskjaldbökuskel.
Ekkert var heilagt af þessum mun-
um og fengum við að róta og rann-
saka að vild.
Amma var myndarhúsmóðir og
tók það hlutverk alvarlega. Enginn
skyldi fara frá henni svangur og oft
vorum við leyst út með pari af ull-
arsokkum eða öðru nytsamlegu.
Hún var hógvær og lítillát kona sem
ekki vildi láta á sér bera. Við skynj-
uðum þó hvílíkur viskubrunnur hún
var og á góðum stundum náðum við
að fá sögur frá lífshlaupi hennar. Ég
var óþreytandi í að heyra sögur frá
ömmu, þetta var allt svo spennandi.
Oft hvarflaði það að mér að þetta
væri efni í heila bók þó að aldrei
fengi ég hana til að viðurkenna það.
Amma fylgdist alla tíð vel með og
gaman var að rökræða við hana
bæði um dægurmál og pólitík. Fjöl-
skyldan var henni mikilvæg og þó
að afkomendum fjölgaði og væru
dreifðir víða um heim þá gat ég ver-
ið viss um að fá nýjustu fréttir af
hverjum og einum hjá henni.
Það hvíldi friður og ró hjá ömmu
og hún hafði notalega nærveru,
mörg barnabarnanna leituðu til
hennar og fundu þar öruggt skjól.
Langt fram á fullorðinsár áttum við
systkinin til að gista hjá henni þeg-
ar við stunduðum framhaldsnám í
Reykjavík. Þá var dekrað við okkur
og fengum við ómælda umhyggju og
athygli. Það var alltaf tími fyrir
barnabörnin og dýrmætt fyrir okk-
ur í uppvextinum að fá tækifæri til
að vera vinir ömmu og læra af
reynslu hennar.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Gerður Pétursdóttir.
Margrét B. Hafstein
Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is
Vaktsími: 565 5892 & 896 8242 • Sólarhringsvakt
Komum heim til aðstandenda ef óskað er
ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR
Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur
Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar
Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.is
Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt
Komum heim til aðstandenda ef óskað er
Bryndís ValbjarnardóttirSverrir Einarsson
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför
Hermann Jónasson Jón G. Bjarnason
✝
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og
hlýhug við andlát og útför okkar ástkæra
BALDURS ÓLAFSSONAR,
Tindaflöt 6,
Akranesi.
Herdís Viggósdóttir,
Guðrún Elísabet Baldursdóttir, Árni Pétur Jónsson,
Arndís Baldursdóttir, Gylfi Sigurðsson,
Stefán Freyr Baldursson, Sigríður Guðjónsdóttir,
Jón Viggó Gunnarsson, Helga Bryndís Kristjánsdóttir,
Ingvi Gunnarsson, Sonja Dögg Pálsdóttir,
Sigurður Gunnarsson, Aude Busson
og afabörn.
✝
Hjartanlegar þakkir til allra þeirra sem auðsýndu
okkur hlýhug, samúð og vináttu í veikindum og við
fráfall móður okkar, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
GUÐRÚNAR ÁGÚSTSDÓTTUR
frá Æðey.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Heimahlynningar,
líknardeildar Landspítalans í Kópavogi og á Landa-
koti fyrir hlýju og frábæra umönnun.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar
látnu.
Nína Heide, Sævar Kristmundsson,
Birgitte Heide, Pétur Einarsson,
Reynir Heide, Elísabet Gunnlaugsdóttir,
ömmubörn og langömmubarn.
✝
Hjartans þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur
hlýhug og samúð við fráfall og útför okkar elskuðu
móður, tengdamóður, ömmu og langömmu,
OLGU MÖRTU HJARTARDÓTTUR,
Norðurbrún 1,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á
Norðurbrún 1, deildum A-6 og B-4 á Landspítala
Fossvogi og deild L-1 á Landakoti.
Guð blessi ykkur öll.
Heiðar V. Viggósson, Margreta Björke,
Júlía Katrín Björke, Helgi Arnar Alfreðsson,
Olga Ingrid Heiðarsdóttir,
Halldóra Björk Heiðarsdóttir,
Halldór Björke Helgason.
✝
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför elsku-
legs föður míns, tengdaföður, afa og langafa,
KRISTJÁNS TRYGGVASONAR,
Brekkugötu 15,
Akureyri.
Sérstakar þakkir fá félagar í Blindrafélaginu.
Guð blessi ykkur öll.
Alda Kristjánsdóttir, Gísli Ármannsson,
Kristján Þór Gíslason,
Íris Ósk Gísladóttir,
Natalía Rós Friðriksdóttir.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
PÁLL PÁLSSON
(Páll á Borg)
Hraunbæ 103,
Reykjavík,
lést á Líknardeild Landakotsspítala
föstudagskvöldið 20. júní.
Útför auglýst síðar.
Inga Ásgrímsdóttir
og fjölskylda.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi, sonur og tengdasonur,
TÓMAS JÓNSSON,
Þrastarhólum 6,
Reykjavík,
lést á Borgarspítalanum í Fossvogi miðvikudaginn
18. júní.
Jarðarförin auglýst síðar.
Fyrir hönd aðstandenda,
Guðrún Þórdís Axelsdóttir.
Kveðjum daga, mót
nýjum tökum,
nær og nær á fáki
spökum,
komumst við að ferðarlokum,
lítum í kring og dokum.
Lítum til hafs í djúpum firði,
sem er nokkurs virði,
og ekki skal í fyllingu áð,
fyrr en heim er náð.
Sindrar á glæstan fjallahring,
sólin skín allt um kring,
heimkoman er fögur mynd,
þar seytlar lítil lind.
„Veistu það Kalli, að ég geymi
þvottapokann minn úti í glugga.
Þegar flugvélarnar fljúga yfir
henda flugfreyjurnar alltaf kara-
mellum ofan í pokann, brosa til
mín og vinka mér.“ Þessa sögu
sagði Gútti frændi minn mér barn-
ungum. Og ég trúði honum. Hann
var kvennaljómi, já og gleðigjafi.
Gútti var sannur Fáskrúðsfirð-
ingur. Hann fylgdist með mönnum
og málefnum þar eystra þótt löngu
væri brottfluttur. Þar voru hans
æskustöðvar, þangað lágu hans
taugar. Farfuglarnir voru rétt
búnir að hreiðra um sig á sumrin
þegar Gútti kom austur að heim-
sækja okkur fjölskylduna, þá yf-
irleitt með Birgi bróður sínum.
Mér var það alltaf mikil tilhlökkun
að fá þessa góðu frændur mína í
heimsókn.
Það var gott að vera í návist
Ágúst H. Sigurðsson
✝ Ágúst HeiðarSigurðsson
(Gútti) frá Bræðra-
borg fæddist á Fá-
skrúðsfirði 23. októ-
ber 1938. Hann lést
á krabbameinsdeild
Landspítalans 24.
maí síðastliðinn og
fór útför hans fram
frá Bústaðakirkju 2.
júní.
Gútta. Hann var
svona raulari. Söngl-
aði lagstúfa og skellti
jafnan gríni inn í. Ég
minnist ógleyman-
legs útreiðartúrs inn
á dal og út á leiru
með Gútta á vornóttu
einni. Við sungum
svo að undir tók í
fjöllunum. Það var
auðvelt að hrífast
með. Við minntumst
oft á þessa ferð okk-
ar síðar. Gútti hafði
sterkar skoðanir og ríka réttlæt-
iskennd. Þegar þessi tvö mál lágu
saman var erfitt að vera á móti
honum í rökræðum. Og mikið höf-
um við rökrætt. Það var Gútta
hæfileiki að koma auga á kómískar
og spaugilegar hliðar augnabliks-
ins. Hann hreif fólk með sér, létti
lund þess og uppskar hlátur fyrir.
Ég veit að ég get talað fyrir munn
margra þegar ég segi að flestum
þótti vænt um þennan samferða-
mann sinn sem Gútti var. Ég set
þessi fáu línur hér á blað, þakk-
látur fyrir gefandi samfylgd Gútta.
Ástvinum öllum votta ég mína
dýpstu samúð.
Hvíl í friði, kæri frændi,
Karl Emil Pálmason.