Morgunblaðið - 22.06.2008, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. JÚNÍ 2008 45
✝
Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur samúð,
hlýju og vináttu við andlát og útför ástkærs eigin-
manns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og
langafa,
OLGEIRS KRISTINS AXELSSONAR
kennara og prentara,
Fannborg 8,
Kópavogi,
sem lést á líknardeild Landakotsspítala
mánudaginn 9. júní.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk á líknardeild Landakotsspítala
fyrir auðsýnda alúð og umönnun.
Ester Vilhjálmsdóttir,
Valgerður K. Olgeirsdóttir, Unnar Már Sumarliðason,
Kolbrún Olgeirsdóttir, Ingvar Ólafsson,
Edda Olgeirsdóttir,
Sigríður Olgeirsdóttir, Sigurjón Gunnarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Okkar innilegustu þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför elsku-
legrar móður okkar, tengdamóður, ömmu,
langömmu og langalangömmu,
RAGNHEIÐAR EINARSDÓTTUR,
Ransý.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á hjúkrunar-
heimilinu Eir fyrir frábæra umhyggju og umönnun.
Ragnar Tómasson, Dagný Gísladóttir,
Gunnar Tómasson, Guðrún Ólafía Jónsdóttir,
Ragnheiður Tómasdóttir, Jón Pétursson,
Guðríður Tómasdóttir, Guðni Pálsson,
Einar Sverrisson, Guðrún Bjarnadóttir,
ömmubörn, langömmubörn og langalangömmubarn.
✝
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og
hlýhug við fráfall og útför ástkærs eiginmanns
míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa,
ÞORSTEINS SIGURÐSSONAR,
til heimilis á Hrafnistu,
Reykjavík,
fyrrum bónda á Brúarreykjum,
Borgarbyggð.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Hrafnistu fyrir góða umönnun.
Kristjana S. Leifsdóttir,
dætur, tengdasynir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Hjartans þakkir færum við öllum þeim sem
auðsýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við
andlát og útför föður okkar,
ÞÓRÐAR ÞÓRÐARSONAR,
Danna,
sem lést fimmtudaginn 29. maí í Danmörku.
Guðmundur Þorkell Þórðarson,
Elenora Ósk Þórðardóttir.
✝
Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar
móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
STEFANÍU ÓLAFAR STEFÁNSDÓTTUR
Laufbrekku 4,
Kópavogi
Innilegar þakkir fær starfsfólkið á hjúkrunar-
heimilinu Sunnuhlíð fyrir góða umönnun.
Guðbrandur Ingólfsson,
Björn Ingólfsson, Steinunn Erla Friðþjófsdóttir,
Þuríður Ingólfsdóttir, Jóhannes Pétursson,
barnabörn og barnabarnabörn.Hann fór bláfá-
tækur frá sínu þorpi
sem Grafarnes hét, en heitir í dag
Grundarfjörður. Með tvær hendur
tómar kom hann áttavilltur suður
til Reykjavíkur til að leita sér að
vinnu. Mikið atvinnuleysi var á
þessum tíma í byrjun sjötta ára-
tugarins og erfitt að hafa fyrir líf-
inu almennt.
Þessi maður hét Jakob Júl-
íusson, og með drifkrafti og elju-
semi og mikilli vinnu alla sína tíð
skapaði hann ásamt konu sinni
Guðnýju Sigurjónsdóttur glæsi-
legt heimili og þrjár myndarlegar
dætur. Fyrir átti hann tvo drengi.
Jóhanna Júlíusdóttir systir
hans var móðir mín en hún lést
fyrir 14 árum, og voru þau mjög
samrýnd og með sama húmorinn
og gátu talað saman endalaust.
Mér er minnisstætt þegar Kobbi
kom til okkar á Hverfisgötuna, þá
var slegið á létta strengi og gert
grín að öllum málefnum, og hleg-
ið.
Kobbi var einstakur húmoristi
og mjög orðheppinn, en einnig
mikill skapmaður, og gat fyrst við
Jakob Cecil Júlíusson
✝ Jakob Cecil Júl-íusson fæddist á
bænum Sæbóli,
Kvíabryggju á Snæ-
fellsnesi 5. júlí 1932.
Hann lést á heimili
sínu, Löngufit 12 í
Garðabæ, aðfara-
nótt 6. maí síðastlið-
inn og fór útför
hans fram frá
Garðakirkju 15.
maí.
minnsta mótlæti,
sem kemur sennilega
úr æsku, faðir hans
var skapmaður en
jafnframt mikill
sögumaður og húm-
oristi eins og Kobbi
og móðir mín.
Ég var að skoða
gamlar blaðaúrklipp-
ur og sá mynd af
Kobba flaka steinbít
og undir myndinni
stendur Kobbi Júl að
flaka steinbít og
Halldór Ásgrímsson,
þáverandi sjávarútvegsráðherra,
horfir á, og Kobbi spyr hvort
þessi steinbítur sé úr hans kjör-
dæmi.
Þetta voru þessi týpísku tilsvör
eða gullkorn sem hann kom með.
Eitt sinn var hann staddur á
Hverfisgötunni og Simmi sonur
hans var lítill og það var kona sem
bjó á miðhæðinni sem var í heim-
sókn, og Simmi segir við konuna:
„Heyrðu kona af hverju ertu með
svona ljótar tennur?“ og það var
allt mjög vandræðalegt og kom
upp leiðindaþögn. Til að bæta
gráu ofan á svart segir Kobbi:
„Heyrðu Simmi minn, ef þú sérð
eitthvað athugavert við fólk þá
áttu ekki að segja frá því,“ og
andrúmsloftið versnaði til muna.
Það kom högg á mig þegar
Ragnar bróðir minn tilkynnti mér
andlát frænda míns á þriðjudags-
morgni. Ég átti ekki von á þessu
vegna þess að ég hitti hann fyrir
rúmum mánuði og þá leit hann vel
út. Enginn veit sína ævi fyrr en
hún er öll.
Með andláti Jakobs Júlíussonar
eru öll systkinin farin yfir móð-
una miklu og hittast örugglega af
miklum kærleik. Ég votta þér
Guðný, Simmi, Jonní, Dæja og
Ása mína samúð.
Helgi Helgason.
Trúr vinur er öruggt athvarf,
og auðugur er sá sem finnur
hann.
Hann Jakob eða Kobbi okkar
hefur nú kvatt þessa jarðvist en
með
söknuði kveðjum við þennan
heiðursmann. Við viljum þakka
alla
þá hlýju og þitt einstaka viðmót
í okkar garð, frá því að við, þá
unga
fjölskyldan árið 1982, fluttum í
kjallarann hjá ykkur Guðnýju
þinni á Löngufit 12. Þið voruð
okkur þeir yndislegustu nágrann-
ar sem við
höfum kynnst. Enda nutu börn-
in okkar þess að vappa í kringum
Kobba sinn á lóðinni eða í bíl-
skúrnum, að sjá hvað hann var að
bardúsa þá stundina, af nógu var
að taka. Ekki spillti að vinátta við
dóttur ykkar Ásu, þá heimasætu,
og síðar hennar fjölskyldu hefur
haldist allar stundir síðan. Við
höfum átt margar góðar samveru-
stundir og þær minningar munum
við geyma með virðingu og hlýju í
hjörtum okkar.
Englar Guðs vaki yfir og
verndi ykkur í sorg og söknuði,
elsku Guðný
og fjölskyldan öll.
Með kveðju,
Elín Birna, Ómar,
Valgeir, Aníta og
fjölsk.
Fyrsta minning mín um ömmu
er þar sem hún heldur á mér í
stofunni og er að segja mér hvað
dýrin heita. Það var engin mynd á
því að dýrin væru öll kölluð „kiss“
eins og kisa.
Þegar ég minnist æsku minnar
er amma þar iðulega með. Hún
var alltaf til staðar í næsta húsi og
alltaf jafn góð, hress og kát. Hún
var með í för þegar ég fékk að
kaupa mína eigin skólatösku. Og
báðar vorum við hæstánægðar. Ég
með bleiku töskuna og amma sam-
gladdist mér innilega. Það var líka
gott að hafa ömmu í næsta húsi
þegar maður átti eitthvað bágt.
Einu sinni kom hún mér til bjarg-
ar þegar ég var ein heima skæl-
andi því ég átti að labba ein í
sundtíma. Amma sá til mín úr
stofuglugganum sínum, kom yfir,
huggaði mig og fylgdi mér í sund-
ið.
Þegar ég kom austur í vor að
heimsækja ömmu tók ég eftir
hvað kletturinn fyrir framan húsin
okkar er í raun lítill, í minning-
unni var klettaklifrið heljarinnar
puð og mikið lagt á sig til þess að
komast á leynistaðinn, litla syllu.
En þegar þangað var komið þurfti
iðulega að gera pissupásu á leik
og þá var oftast farið til ömmu. Í
einni þannig ferð okkar Guðnýjar
var mjög gaman. Við hlógum allar
mikið þegar amma gerði okkur
grein fyrir því að ég var með kæk
og sagði „héddna“ í öðru hverju
orði. Síðan fengum við líka alltaf
eitthvað gott í gogginn áður en við
fórum aftur út í leik. Við krakk-
Helga Björnsdóttir
✝ Helga Björns-dóttir, fyrrver-
andi húsfreyja á
Desjarmýri á Borg-
arfirði eystra, fædd-
ist í Hnefilsdal á
Jökuldal 7. júlí
1919. Hún andaðist
á Heilbrigðisstofn-
uninni á Egils-
stöðum 3. júní síð-
astliðinn og fór
útför hennar fram
frá Egilsstaðakirkju
9. júní.
arnir vorum alltaf
velkomin hjá ömmu.
En núna er elsku
amma farin á annan
fallegan og góðan
stað. Það er gott að
vita til þess að hún
er ekki ein. Núna
hefur hún afa sér við
hlið.
Ég er þakklát fyrir
allan þann kærleik
og hlýju sem amma
gaf mér. Það er dýr-
mæt gjöf að eiga
góða að. Og svo
sannarlega var amma einstök
kona.
Guð blessi þig, elsku amma.
Þín
Hrefna Þórey.
Mín kæra frænka, Helga
Björnsdóttir, lést á Heilbrigðis-
stofnuninni á Egilsstöðum 3. júní
sl. tæplega 89 ára að aldri. Þar
með er langri lífsgöngu mætrar
konu lokið.
Helga var yngst systkinanna frá
Hnefilsdal sem voru ellefu að tölu
og var hún síðust þeirra til að
kveðja þennan heim. Hún ólst upp
í Hnefilsdal í stórum systkinahópi
á fjölmennu menningarheimili og
rætur þeirra systkina voru djúpar
í Jökuldælskri mold.
Í kvæðakverinu Í skímu haust-
mánans eftir Stefán Björnsson,
bróður Helgu, er m.a. kvæðið
Hnefilsdalur.
Dálítill bali með blómum og grasi,
bærinn er horfinn, tyrft yfir sárin.
Undir þessu grasi eru grafin
gullin mín og fyrstu tárin.
Hér kirjar Hnefla villtra vatna söng.
Víghóllinn dylur bein frá gleymdri öld.
Álfkonan blá á mjórri mittisspöng
við Mælihólinn sést um tunglskinskvöld.
///
Dyrfjöllin sofa í mjúkum mánalitum.
Mildur dagur hefur verið kvaddur.
Reyrgresið angar ungt í mínum vitum.
Áin niðar hvar sem ég er staddur.
Ég man Helgu fallega, bjart-
leita og broshýra unga stúlku sem
heimsótti okkur er við vorum flutt
norður í Eyjafjörð. Ég man hana
glaðsinna húsfreyju á stóru barn-
mörgu heimili þar sem með hlýju
þeli var hlúð að ungum sem öldn-
um. Alltof ung varð hún ekkja, sjö
barna móðir, er hún missti sinn
góða eiginmann Ingvar Júlíus
Ingvarsson frá Desjarmýri á
Borgarfirði eystra árið 1974. Þar
var Helga húsfreyja frá 1944 til
1980. Börnin sjö voru hvött til
mennta og eru öll nýtir einstak-
lingar sem eiga góðar fjölskyldur.
Nöfn barna, maka þeirra og af-
komenda eru skráð með minning-
argreinum um Helgu í Morgun-
blaðinu 9. júní sl.
Á Desjarmýrartímabilinu sá ég
Helgu sjaldan, hún fór ekki oft af
bæ, vakti yfir búi og börnum,
enda störfin endalaus sem biðu
verkfúsra handa. Hennar eigið
sjálf hafði ekki forgang, fjölskyld-
an, heimilið, vinir og nágrannar
nutu umhyggju hennar. Borgar-
fjörðurinn var þá ekki í alfaraleið,
en ættarbönd og vinátta voru milli
Helgu og foreldra minna alla tíð.
Helga var bæði litla systir og kær
mágkona. Pabbi hringdi vikulega í
systur sína síðustu árin sem hann
lifði, þeim báðum til ánægju og
mömmu þótti mjög vænt um
Helgu og var það gagnkvæmt.
Best man ég Helgu eftir að hún
flutti að Mánatröð á Egilsstöðum,
gisti hjá henni er leiðir lágu aust-
ur. Hún umvafði mig hlýju og
tengdi mig aftur austfirskum rót-
um. Minnti á Guðríði móður sína
með snyrtimennskunni, hugulsem-
inni og handavinnunni og föður
sinn, Björn, með röggseminni,
fróðleiknum og dugnaðinum.
Stórt skarð er nú fyrir skildi og
tómið sem þessi góða móðir,
tengdamóðir, amma og frænka
skilur eftir verður seint fyllt.
Konur eins og Helga, jafn-
greindar, glaðsinna og óeigin-
gjarnar sem hún, jafnumvefjandi
ástvini sína og samferðafólk um-
hyggju og fórnfýsi, eru ómetan-
legar. Á kveðjustund er mér efst í
huga þakklæti fyrir að hafa átt
Helgu að föðursystur, þakklæti
fyrir vináttu hennar og hlýju. Öll-
um ástvinum hennar votta ég inni-
lega samúð og sendi þeim hlýjar
kveðjur,
Anna Þrúður Þorkelsdóttir.