Morgunblaðið - 22.06.2008, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. JÚNÍ 2008 47
Útfararþjónusta
Davíðs Ósvaldssonar ehf.
Davíð Ósvaldsson
Útfararstjóri
S. 896 6988 / 553 6699
Óli Pétur Friðþjófsson
Útfararstjóri
S. 892 8947 / 565 6511
Afi Sigurgestur var
yfirvegaður maður
með glampa í augum.
Hófsemi, vinnusemi
og agi einkenndu hann í bland við
glettni og góðlátlega stríðni. Þótt
hann bæri ekki tilfinningar sínar á
torg var umhyggjan fyrir fjölskyld-
unni augljós. Hann hafði þægilega
og traustvekjandi nærveru og engin
furða að hann hafi valist til trún-
aðarstarfa. Hrein og bein framkoma
og heilindi voru hans einkenni.
Afi kunni ógrynni af söngvum og
kvæðum og naut þess að syngja í
góðum félagsskap. Hann var fé-
lagslyndur og hafði mikinn áhuga á
fólki. Hann var vel að sér um sam-
tímamenn og hafði gaman af að
velta fyrir sér skyldleika manna.
Hann fylgdist vel með afkomendum
sínum við leik og störf og spurði
ávallt um nýjustu afrek þeirra
yngstu. Þau sóttust enda eftir fé-
lagsskap langafa og fundu í honum
góðan söngfélaga með nýjum og
gömlum vísum úr leikskólanum.
Fyrir kom að við hringdum í hann
frá öðrum löndum til þess að fá
hann til að botna barnavísur.
Barnabarnabörnin munu minnast
hans í gegnum sönginn og þau vita
að „aggagagg“, eða Siggi var úti,
var eitt af uppáhaldslögum langafa.
Alla okkar ævi hefur það verið
gjörsamlega útilokað að ímynda sér
aðfangadagskvöld á öðrum stað en í
Kópavoginum hjá afa og það var
einungis síðustu tvö ár sem afkom-
endur hans hafa ekki haldið jól þar,
þá vorum við orðin of mörg og of
dreifð. Hátíð barnanna náði há-
punkti á þessu kvöldi. Það var fátt
erfiðara á okkar bernskuárum en að
bíða eftir því að uppvaskið kláraðist
þetta kvöld því pakkafjallið undir
jólatrénu freistaði og smám saman
tóku nýjar kynslóðir við því ábyrgð-
armikla hlutverki að lesa á kort og
dreifa pökkum. Á jólunum hjá afa
var allt niðurnjörvað af siðum og
venjum sem hvorugt okkar hefði
getað hugsað sér að gera hina
minnstu breytingu á. Jólin hefðu
varla komið ef við hefðum ekki get-
að haldið þau í Kópavoginum.
Bílaáhugi afa leyndi sér ekki.
Sögurnar úr starfi hans sem tjóna-
skoðunarmanns gátu verið kostuleg
hlustun við kvöldmatarborðið. Í
gegnum þessar sögur kenndi hann
okkur óbeint varkárni í umferðinni.
Hann hafði gaman af að segja sögur
og gerði það vel. Okkur er t.d. minn-
isstæð sagan af því þegar hann var
meðdómari í máli þar sem árekstur
varð á milli bíls og flugvélar og
hann gaf hlustendum tóm til að átta
sig á því hvernig sá árekstur gat
orðið.
Stutt dvöl á spítala síðustu dag-
ana breytti ekki fasi hans. Hann tók
örlögum sínum með æðruleysi og
virtist sáttur. Hann hafði verið ekk-
ill í 30 ár eftir lát Vigdísar ömmu en
kynnst traustum vinum og sam-
ferðafólki þann tíma. Hann var
lengstum við nokkuð góða heilsu og
fáir voru skýrari í kollinum en hann
hvort sem um var að ræða löngu
liðna eða nýliðna atburði. Hann átti
96 ára afmæli daginn áður en hann
dó og þótt hans verði sárt saknað
erum við þakklát fyrir hve lengi við
fengum að hafa hann hjá okkur.
Blessuð sé minning hans.
Inga og Jóhann Pétur.
Í dag kveðjum við afa Sigurgest.
Afi hefur verið fastur punktur í
tilveru okkar frá því að við munum
eftir okkur og það er skrítið að
Sigurgestur
Guðjónsson
✝ SigurgesturGuðjónsson
fæddist á Stokks-
eyri 5. júní 1912.
Hann lést á Land-
spítalanum við
Hringbraut 6. júní
síðastliðinn og fór
útför hans fram frá
Fossvogskirkju 16.
júní.
hugsa sér veröldina
án hans. Að fara ekki
lengur til hans í Kópa-
voginn, fá hjá honum
snúð eða jólaköku og
spjalla svolítið eða
jafnvel taka lagið. Afi
hafði gaman af því að
syngja og söng oft
með okkur þegar við
frændsystkinin vorum
lítil og svo með barna-
barnabörnum sínum
síðustu ár. „Við skul-
um róa á selabát“,
„Siggi var úti“ og
„Stígur hún við stokkinn“ eru lög
sem koma í huga okkar þegar við
hugsum um þessar stundir. Hann
var frábær forsöngvari, kunni ótal
texta og lög. Þar til fyrir þremur ár-
um hittist meirihluti fjölskyldunnar
á aðfangadagskvöld heima hjá afa.
Áður í Hrauntungunni, þar sem nóg
var plássið, en síðustu ár í Voga-
tungunni þar sem þétt var setið og
þurfti að snúa öllu við í stofunni til
að koma fjölskyldunni fyrir. En
þröngt mega sáttir sitja og þannig
vildum við hafa þetta. Þar borðuð-
um við jólamatinn öll saman og var
matseðillinn og sætaskipanin sú
sama á hverju ári. Þegar við vorum
yngri biðum við frændsystkinin
óþolinmóð eftir því að fá að opna
pakkana en fyrst þurfti auðvitað að
vaska upp. Oft gekk mikið á en afi
sat rólegur í græna stólnum sínum,
fylgdist með og naut þess að hafa
fólkið sitt í kringum sig. Minning-
arnar eru margar og góðar og ein sú
nýjasta er frá heimsókn til afa í maí.
Það var spjallað og við drukkum
kaffi og borðuðum snúð og jólaköku.
Á meðan kaffið var hitað sat afi í
stólnum sínum og Baldur Laurens
og Iðunn skoðuðu með honum kubb-
ana og bílana. Sest var að borðum
en barnabarnabörnin voru fljót að
fá nægju sína þar sem þau vildu
heldur leika sér og langafi var dreg-
inn fram í stofu aftur … í meiri bíla-
leik. Afa Sigurgesti hlotnaðist langt
líf, hann varð 96 ára daginn áður en
hann lést, og allt fram á síðasta dag
hélt hann eigið heimili. Hann hafði
mikla ánægju af því að fá heimsókn-
ir og hitta fólk, og fylgdist ávallt vel
með mönnum og málefnum. Hann
hafði mikinn áhuga á fólkinu sínu og
fylgdist vel með því sem við vorum
að gera. Hvar við vorum stödd í
heiminum, hvað við vorum að læra
og/eða vinna og hvernig við og okk-
ar fólk hefðum það. Við erum ósköp
þakklátar fyrir hversu lengi hann
lifði og hversu heilsuhraustur og
kátur hann jafnan var.
Vigdís og Árný.
Siggi var úti með ærnar í haga,
allar ánn hafði þær suður í mó.
Smeykur um holtin var hann að vaga,
vissi ánn að lágfóta dældirnar smó.
(Jónas Jónasson.)
Tímarnir breytast og mennirnir
með sagði einhver fyrir langa löngu.
Á þeim tíma sem við bræðurnir
fengum að njóta tilveru afa okkar
urðum við þó ekki varir við að það
væri algild regla. Vísuna að ofan
söng hann fyrir mömmu okkar þeg-
ar hún var barn, fyrir okkur þegar
við vorum strákar og loks fyrir dæt-
ur okkar þegar þær komu til. Þegar
vel er ort, standast orðin tímans
tönn.
Það var eins með afa, hann var
alltaf á sínum stað og þurfti hvergi
að haggast. Af ævi hans má ráða að
ef þú veist hver þú ert og fyrir hvað
þú stendur geturðu ævinlega gengið
þinn veg, beinn í baki, óhræddur við
sjóndeildarhringinn og það sem
hann kann að bera í skauti sér.
Þannig var það til hinsta dags.
Hann var hvorki Reykvíkingur né
Kópavogsbúi, heldur Stokkseyring-
ur og vissi það vel. Jafnvel þó liðin
væru 82 ár frá því hann flutti á möl-
ina.
Hvort sem voru jól, páskar eða
hversdagsleg Reykjavíkurferð með
mömmu, og þær voru nokkrar, var
afi alltaf í höfuðhlutverki. Í æsku
okkar má segja að allar ferðir út
fyrir Suðurnesin hafi legið um
heimili hans því þar var alltaf komið
við, sama hvert erindið var. Stund-
um fengum við að fara með honum á
bílasýningar og smituðumst eðlilega
ungir af áhuga hans á bílum. Sér-
staklega var gaman að fara með
honum á fornbílasýningar. Þar
fengum við aðra nálgun á eldri bíla
og vélar en jafnaldrar okkar áttu að
venjast og þótti stundum skrýtið að
þeir hefðu ekki skilning á mikilvægi
sex strokka vélar úr gömlum Chevr-
olet en teldu sig samt vera haldna
bíladellu. Í okkar huga var ekki um
dellu að ræða, heldur eðlilega þekk-
ingu sem nauðsynleg væri öllum
ungum mönnum. Enda leituðum við
oft til afa um viðgerðir og annað
sem þurfti að gera. Til dæmis tók
hann þátt í að smíða aflgjafa fyrir
verkfræðiverkefni í háskólanum á
nítugasta aldursári.
Bíltúrar austur á Stokkseyri voru
algengir, stundum rennt að gamni
um Holtin og Landsveitina og í
hvert skipti sögð saga sem hægt var
að velta fyrir sér. Afi hafði frá
mörgu að segja og gat jafnframt
sagt frá því á þann hátt að sögur
hans urðu bæði áhugaverðar og
skemmtilegar. Jafnvel þó aðstæður
kynnu að vera fjarlægar því vernd-
aða umhverfi er við ólumst upp við.
Við bræðurnir höfum í lífinu notið
þeirrar blessunar að bera nöfn fólks
sem þurfti ekkert að sanna. Annar
nefndur eftir ömmum sínum, en
hinn í höfuðið á afa. Í gegnum afa
kynntumst við þeim anda sem þetta
fólk átti sameiginlegan, að hafa lifað
aðra tíma, hafa séð þetta áður.
Heiðraðir af því að hafa notið leið-
sagnar hans minnumst við afa okk-
ar með söknuði en ekki síður stolti
yfir að hafa tilheyrt honum og þakk-
læti fyrir þann tíma er við fengum
að styðja okkur við hann.
Sigurgestur og Tómas Vignir.
Margar og góðar minningar
geymi ég um Sigurgest Guðjónsson.
Hann hóf störf hjá Jóh. Ólafssyni &
Co., fyrirtæki föður míns og Björns
Arnórssonar árið 1929 þá 17 ára
gamall og vann þar í 25 ár. Hann
lærði bifvélavirkjun þar sem lær-
lingur og varð brátt í fremstu röð í
sinni iðngrein. Vandvirkni hans og
vinnubrögð juku það traust og orð-
spor sem fyrirtækið naut. Starf
hans að gera við, laga, smíða og
bæta mótaði lífsviðhorf hans. Hann
lagði virka hönd á byltingarkennda
nýsköpun síns tíma sem var vélvæð-
ing samgangna á landi með bifreið-
um.
Við áttum mikil samskipti öll mín
unglingsár.
Sem yngri maður leit ég upp til
verkstæðisformannsins, hins
reynda og þroskaða manns og hann
leit til mín unglingsins með augum
kennarans, fræðarans og uppaland-
ans. Hann réði mér heilt og hikaði
ekki við að ávíta mig ef ég átti það
skilið, sem oft kom fyrir þann
reynsluminni.
Ég fékk stöðuga fræðslu um
margt er laut að bifreiðafaginu; bif-
reiðar, tækni þeirra, varahluti,
verkstæði, verkfæri o.fl. o.fl.
Allar upplýsingar voru ábyggileg-
ar, vandaðar og af nákvæmni þess
manns sem hafði reynslu og þekk-
ingu.
Sigurgestur var mikill fjölskyldu-
maður.
Á sumrin fór hann í ferðalag með
fjölskylduna um landið í bíl, sem
hann hafði sjálfur smíðað upp úr
Chevrolet „pick-up“. Þessi bíll var
með stóru farþegahúsi úr tré smíð-
að utan um fjölskylduna.
Þegar ég hóf störf hjá föður mín-
um var bifreiðaverkstæði Jóh.
Ólafssonar á Hverfisgötu 18 orðið
lítill og skemmtilegur heimur út af
fyrir sig. Tveir bifvélavirkjar unnu
þar auk Sigurgests, þeir Hálfdán
Helgason og Ragnar Benjamínsson.
Þeir voru allir skemmtilegir, kátir
og lífsglaðir menn og vinir.
Andrúmsloftið var létt og óþving-
að. Sömu viðskiptavinirnir komu
aftur og aftur.
Allt var í föstum skorðum.
Sigurgestur Guðjónsson var ákaf-
lega traustur maður og vammlaus,
kíminn, jákvæður og velviljaður.
Af samskiptum við hann og hans
líka, fékk maður þá tilfinningu að
heimurinn væri góður, traustur og
heiðarlegur. Það kom í hlut annarra
að höggva skörð í þessa mynd. En
ég hef haldið bjartsýni unglingsár-
anna og trausti á fólk.
Gagnkvæm virðing Sigurgests og
föður míns fór ekki fram hjá mér.
Föður mínum sem sjálfur var iðn-
menntaður var ávallt hlýtt til bif-
vélavirkjanna og hreykinn af fag-
mennsku þeirra.
Ég er þakklátur Sigurgesti fyrir
hans veganesti og samgleðst niðjum
hans vegna hans lífs og áhrifa sem
mótuðu þá.
Jóhann J. Ólafsson.
Það voru framsýnir og hugrakkir
menn, sem börðust fyrir lagalegum
tilverurétti hinnar nýju iðngreinar,
sem hlaut heitið bifvélavirkjun, þeg-
ar bifreiðin var að hasla sér völl sem
samgöngu- og atvinnutæki hérlend-
is. Í þeirri forystusveit var ungur
framsækinn maður, Sigurgestur
Guðjónsson, sem nú er látinn í hárri
elli. Á þeim tíma var fagleg þekking
í þessari iðngrein af skornum
skammti, tækjabúnaður fátækleg-
ur, vinnuaðstaða afar léleg og
launakjör slæm. Þróun til bóta gekk
hægt en miðaði þó í rétta átt fyrir
tilstilli ötulla manna. Þar fór Sig-
urgestur fremstur í flokki og var
óþreytandi að efla viðgang þessarar
starfsgreinar á sviði kjaramála,
menntunar og faglegs metnaðar.
Það má segja að megnið af sinni
starfsævi hafi hann helgað samtök-
um bifvélavirkja sérhverja stund,
sem hann hafði aflögu frá skyldu-
störfum, en reyndar er framgöngu
hans á því sviði gerð góð skil í
„Safni til iðnsögu Íslendinga“. Und-
irritaður naut þeirra forréttinda að
kynnast mannkostum Sigurgests í
stuttu samstarfi í stjórn Félags bif-
vélavirkja og síðar sem fulltrúi at-
vinnurekanda í sömu grein. Eftir
þau kynni situr minning um traust-
an og vandaðan mann, sem aldrei
missti sjónar á því markmiði að
vinna að málstað sinna skjólstæð-
inga af heilindum og trúnaði. Þess-
ara eiginleika vildu fleiri njóta, og
þess vegna var Sigurgestur tíðum
dómkvaddur sem matsmaður og
einnig skipaður meðdómari vegna
deilumála tengdum bílum. Stundar-
frami á sviði stjórnmála freistaði
Sigurgests ekki, sem þó hefur ugg-
laust staðið honum til boða, og póli-
tískir fjárhirðar kunnu því illa að
geta ekki dregið hann í sína dilka.
Til þess var hann of sjálfstæður og
einmitt þess vegna naut hann al-
menns trausts félaga sinna. Nær-
vera við Sigurgest var ákaflega
notaleg, hann var góðum gáfum
gæddur, stóð fastur á sínum mál-
stað en tók rökum og vildi heldur
hafa það sem sannara reyndist.
Bjartsýni og glaðlyndi var áberandi
í fari hans. Hann hafði ríka kímni-
gáfu, kunni hina fornu frásagnarlist
og var ágætur söngmaður enda
þótti honum lítið til um mannfagnað
þar sem ekki var „tekið lagið“. „Í
skaplyndi hvers manns er hamingja
hans fólgin,“ er haft eftir Schopen-
hauer hinum þýska. Þessi skilgrein-
ing þykir mér eiga vel við Sigurgest
heitinn, því að vegna lundarfars
hans, varð honum allt að hamingju.
Hann hlaut vinsældir og virðingu
samferðamanna sinna, hann naut
hamingjuríks fjölskyldulífs og hann
bjó við mikið barnalán, enda bera
afkomendur hans foreldrum sínum
fagurt vitni. Það er fagnaðarefni að
hafa ungur fengið að kynnast manni
eins og Sigurgesti, sem ósjálfrátt
hafði mótandi áhrif á umhverfi sitt.
Í minningu undirritaðs fór þar
vammlaus maður, sem ruddi braut
inn í nútímann á sviði bíltækni,
maður, sem ætíð lagði gott til mál-
anna en lét vera að hallmæla öðrum,
maður, sem kunni að gleðjast á
góðri stund en sleppti þó alvörunni
aldrei úr augsýn. Það er bjart yfir
minningunni um Sigurgest Guð-
jónsson. Ég votta afkomendum
hans dýpstu samúð,
Finnbogi Eyjólfsson.
Í huga minn er greypt minningin
um þegar ég sá Sigurgest fyrst. Ég
var á ellefta ári og vann um sumarið
við að þrífa bíla hjá B&L. Því fylgdi
einnig það hlutverk að gæta nýju
bílanna utandyra í hádeginu. Ná-
kvæmlega kl. 11:00 hvern virkan
dag þegar verkefni voru fyrir hendi
kom Sigurgestur á grænleitum
Chevrolet-sendibíl og lagði á sama
stað. Út úr bílnum kom meðalmaður
á hæð, þéttvaxinn, með sixpensara á
höfði, í terlínbuxum og jakka.
Skórnir voru óreimaðir þannig að
hann gekk uppúr þeim í hverju
skrefi. Hann gekk ákveðnum skref-
um í átt að skemmunni sem bæði
var verkstæði og aðstaða til þrifa á
nýjum bílum. Fór í vinnusloppinn
og tók til starfa við að yfirfara nýja
bíla. Hann gekk beint og ákveðið til
verks, lét ekkert trufla sig, enda
hafði hann sett sér ákveðinn tíma til
að ljúka verkinu. Þannig gekk hann
til allra verka. Þegar verkinu var
lokið gekk hann sínum ákveðnu
skrefum að sendibílnum. Ef hann
kom auga á vaktmanninn litla sem
gætti bílanna utandyra fór hann
fyrst inn í bílinn, fann þar bréfpoka
og gekk til vaktmannsins og rétti
honum bréfpokann, klappaði honum
á höfuðið með þykkum höndunum,
sagði ekkert. Ók síðan á brott á
sendibílnum. Í pokanum voru kara-
mellur og annað sælgæti sem vakt-
maðurinn gerði góð skil.
Á þessum tíma var Sigurgestur
búinn að starfa í 28 ár í forystu fyrir
Félagi bifvélavirkja. Hann var einn
af stofnendunum og starfaði óslitið í
stjórn í 40 ár.
Ungu mennirnir sem gáfu sig að
verkalýðsmálum upp úr 1935 höfðu
fæstir reynslu af félagsstörfum.
Fæstir áttu þeir lengri skólagöngu
að baki en barnaskóla. Það þurfti
mikinn vilja og hugrekki til að gefa
kost á sér til þessara starfa. Það
þurfti hugsjón. Atvinnuöryggi, sem
var lítið í bílaviðgerðum, var jafnvel
enn minna hjá þeim sem stóðu í far-
arbroddi í baráttunni.
Þegar Sigurgestur hóf störf sem
bifvélavirki var unnið á moldargólf-
um, bæði úti og inni. Verkfærin
voru einföld og oft heimagerð. Eng-
in fékk bóklega kennslu og menn
urðu að vera útsjónarsamir. Frum-
kvöðlarnir fundu á eigin skinni þörf
fyrir aukna menntun og beittu sér
fyrir bóklegri og faglegri kennslu
við Iðnskólann í Reykjavík. Sigur-
gestur sat í sveinsprófsnefnd,
fræðslunefnd og lagði áherslu í
kjarasamningum á að opna leiðir
fyrir bifvélavirkja til að sækja sér
meiri þekkingu.
Leiðir okkar Sigurgests lágu aft-
ur saman þegar ég hóf að læra bif-
vélavirkjun og sérstaklega eftir að
ég var kjörinn í stjórn Félags bif-
vélavirkja og varð starfsmaður. Þá
hófst hjá okkur nýtt tímabil sam-
starfs og samvinnu. Hann opnaði
reynslubrunninn og aðgangurinn
var óheftur. Molarnir voru ekki í
bréfpoka og ekki allir sætir eins og
karamellurnar forðum. Það var ekk-
ert dregið undan þegar hann kenndi
okkur lærlingunum. Við nutum leið-
sagnar þótt hann væri hættur störf-
um í stjórn, hann sótti fundi, tók til
máls og gaf holl ráð. Ég er þakk-
látur fyrir að hafa átt þess kost að
njóta leiðsagnar og vinskapar Sig-
urgests.
Guðmundur Hilmarsson.