Morgunblaðið - 22.06.2008, Side 52

Morgunblaðið - 22.06.2008, Side 52
52 SUNNUDAGUR 22. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ AUÐLESIÐ EFNI Annar hvíta-björn gekk á land á mánudag og nú við Hraun á Skaga. Ákveðið var að fara aðra leið en fyrir tveimur vikum þegar hvíta-björninn var af-lífaður strax. Til stóð að svæfa dýrið og flytja það aftur heim til Græn-lands. En styggð kom að birninum þegar bílar nálguðust hann og hann stefndi út í sjó. Stjórn-endur á vett-vangi töldu skynsam-legast að skjóta dýrið. Danskur sér-fræðingur kom til landsins til þess að skjóta deyfi-lyfi í dýrið, en hann komst aldrei nógu nálægt því. Hann sagðist algjör-lega sam-mála því að eini kosturinn í stöðunni hefði verið að af-lífa dýrið. Hjalti J. Guðmundsson, sviðs-stjóri náttúru-auðlinda hjá Umhverfis-stofnun, sagði að allir sem þátt tóku í björgunar-tilraununum á Hrauni væru daprir yfir enda-lokum ís-bjarnarins. Í umhverfis-ráðuneytinu er unnið að viðbragðs-áætlun vegna komu hvíta-bjarna, og verður henni nú flýtt. Björgun hvíta-bjarnar mis-tókst Morgunblaðið/RAX Á fimmtu-dag var gerð mikil breyting á starfsemi Íbúðalána- -sjóðs. Lán-veitingar sjóðsins munu nú miðast við kaup-verð eigna í stað brunabóta-mats en hlut-fallið verður enn 80%. Þetta verður kaup-endum tvímæla-laust til mikilla hags-bóta. Hámarks-lánið hækkar úr 18 í 20 milljónir, sem er gott fyrir ungt fólk sem hyggur á sín fyrstu íbúða-kaup. Þessar að-gerðir ríkis-stjórnarinnar þykja afar já-kvæðar og mikil-vægt skref í átt að um-bótum fasteigna-markaðarins. Ingibjörgu Þórðardóttur for-manni Félags fasteigna-sala finnst að hámarks-lánið hefði mátt hækka enn meir og láns-hlutfall til fyrstu kaupa hækka í 90%. Breytingar hjá Íbúða- lánasjóði Ingibjörg Þórðardóttir Sigur-sæl Bræðra-bylta Bræðrabylta, stuttmynd Gríms Hákonarsonar, hlaut ný-lega verð-laun á þremur stuttmynda-hátíðum. Hún fékk aðalverð-launin á Kratkofil- stuttmynda-keppninni í Bosníu, aðal-verðlaunin á Milan Gay & Lesbian Film Festival og einnig svokölluð „Youth Jury Prize“ á alþjóð-legu stuttmynda-keppninni í Huesca á Spáni. Kjartan fær riddara-krossinn Kjartan Sveinsson, tónlistar-maður og liðs-maður hljóm-sveitarinnar Sigur Rósar, hlaut heiðurs-merki hinnar íslensku fálka-orðu, riddara- krossinn, fyrir ný-sköpun í tón-list. Kjartan gat ekki veitt krossinum við-töku á Bessa-stöðum þar sem hann var að spila á tón-leikum í New York í MoMA-listasafninu Gler-lykillinn af-hentur Gler-lykillinn, nor-rænu glæpasagna-verðlaunin, hafa verið af-hent. Stieg Larsson heitinn fékk hann fyrir Luftslottet som sprängdes. Larsson fékk líka Gler-lykilinn fyrir fyrstu söguna sína, Män som hatar kvinnor, árið 2006. Stutt Á fimmtu-daginn tók gildi samkomu-lag milli Ísraela og Hamas-samtakanna á Gaza um vopna-hlé. Það náðist með milli-göngu Egypta, en þeir hafa í nokkra mánuði beitt sér fyrir við-ræðum deilu-aðila. Nú verður bundinn endi á flug-skeyta-árásir á Ísrael frá Gaza, þar sem Hamas fer með stjórnina. Fyrir Gaza-menn skiptir mestu að Ísraelar hætti að ein-angra svæðið og hindra að-drætti elds-neytis og annarra nauð-synja. Ehud Barak, varnar-mála-ráðherra Ísraela, sagði að erfitt væri meta líkurnar á því hve lengi vopna-hléð myndi halda. Varir vopna-hléð? Um 70 manns hafa beðið bana í grimmi-legum árásum stuðnings-manna Roberts Mugabes for-seta frá fyrri um-ferð forseta-kosninga 29. mars. Þúsundir manna hafa þurft að þola bar-smíðar og pyntingar, þeirra á meðal nokkrir af helstu ráð-gjöfum Morgans Tsvangirais, forseta-efnis Lýðræðis-hreyfingarinnar og konur þeirra. Stuðnings-menn Mugabes hafa beitt ýmsum að-ferðum til að tryggja Mugabe sigur í kosningunum. Þeir hafa kveikt í húsum stuðnings-manna Lýðræðis-hreyfingarinnar til að hrekja þá á flótta og koma í veg fyrir að þeir geti kosið. Sagt er að 25.000 manns hafi misst heimili sín í árásunum. Stjórn Simbabve hefur bannað hjálpar-samtökum að starfa á svæðum þar sem Lýðræðis-hreyfingin nýtur stuðn-ings. Hundruð þúsunda sveltandi Simbabve-manna fá enga því hjálp. Of-beldi og dráp í Simbabve Reuters Fólk fagnar for-manni Lýðræðis-hreyfingar- innar. Á þjóð-hátíðar-daginn lék Sigur Rós á sér-stökum tón-leikum í tengslum við sýningu Ólafs Elíassonar, Take Your Time í MoMa-safninu í New York. Uppá-klædd Sigur Rós og lit-rík strengja-sveitin Amiina léku lög af eldri plötum sveitarinnar við mikla hylli áhorfenda. Allt ætlaði svo að ganga af göflunum þegar hvít-klædd blásturs-sveit undir stjórn Samúels J. Samúelssonar bættist við á sviðinu og tók undir með sveitinni. 17. júní í New York Helga Margrét Þorsteinsdóttir frjáls-íþrótta-kona úr Ármanni setti á fimmtu-daginn Íslands-met í sjö-þraut. Þá lauk hún keppni með 5.524 stig á afar sterku móti í Tékk-landi. Með þessum árangri bætir Helga Margrét gamla Íslands-metið um 122 stig. Helga er aðeins á sínu sautjánda aldurs-ári og varð á dögunum Norður-landa-meistari í sínum aldurs-flokki í sjö-þraut. „Mark-mið sumarsins var að fara yfir 5.500 stig og auðvitað ná þessu Íslands-meti, þannig að ég er ó-trú-lega glöð með þetta,“ sagði Helga Margrét. Setti Íslands-met í sjö-þraut Morgunblaðið/Valdís Thor Helga Margrét . Netfang: auefni@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.