Morgunblaðið - 22.06.2008, Page 54
54 SUNNUDAGUR 22. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
dagbók
Í dag er sunnudagur
22. júní, 174. dagur ársins 2008
Orð dagsins: Daníel tók til máls og
sagði: „Lofað verði nafn Guðs frá eilífð
til eilífðar, því hans er viskan og mátt-
urinn.“ (Daníel 2, 20.)
Víkverji er matmaður. Honumlíður aldrei betur en þegar
hann hámar í sig kræsingar. Það
gerir Víkverja hins vegar oft nokk-
uð erfitt um vik að sjálfur er hann
engin sérstakur kokkur. Þess
vegna líkar honum ekki alltaf mat-
urinn sem hann eldar ofan í sjálfan
sig. Vegna þessa skorts á mat-
reiðsluhæfileikum reynir Víkverji
að borða eins oft á veitingastöðum
og hann getur en það er býsna
dýrt í kreppunni.
Víkverji gerir þá sjálfsögðu
kröfu að hann fái góðan mat á þeim
veitingastöðum sem hann heimsæk-
ir. Oft er misbrestur á því og þá
tautar Víkverji: „Meira að segja ég
hefði getað eldað þennan mat.“
x x x
Víkverji er búinn að læra aðmeta Jómfrúna í Lækjargötu.
Til þess þurfti reyndar ekki marg-
ar heimsóknir. Víkverji getur vott-
að að smurbrauðið á Jómfrúnni
bregst aldrei. Víkverja finnst nota-
legt að vita til þess og hyggur gott
til glóðarinnar að sitja úti við í
sumar í opnu svæði Jómfrúrinnar
og borða rauðsprettuna sívinsælu,
sem er einn af sérréttum staðarins
eða svínasnitzelið sem er hreint
sælgæti.
x x x
Hótel Holt er einnig staður semVíkverji hefur í hávegum þótt
auraráð hans leyfi ekki tíðar ferðir
á þann fína veitingastað. Áratuga
langur draumur Víkverja rættist þó
á dögunum þegar hann leyfði sér
að eyða fimm þúsund krónum í
Wellington-nautalund á Holtinu.
Víkverja hefur alltaf fundist að það
væri mjög aristókratískt að borða
Wellington-nautalund en hafði aldr-
ei smakkað hana fyrr en þetta
kvöld á Holtinu. Hann hafði miklar
væntingar til nautalundarinnar og
kokkarnir á Holtinu brugðust ekki.
Víkverji á sér þann draum að end-
urtaka leikinn. Wellington-
nautalund með sérlagaðri bernaise-
sósu er hátíðarmáltíð sem ekki
gleymist.
Víkverjiskrifar
Vestmannaeyjar Guðný Rún
fæddist 3. apríl kl. 10.20.
Foreldrar eru Kristín Sjöfn
Ómarsdóttir og Gísli Stef-
ánsson. Á myndinni er líka
Andrea Inga, systir hennar.
Reykjavík Natan Máni Krist-
insson fæddist 21. apríl kl.
6.06. Hann var 17 merkur og
54 cm. Foreldrar hans eru
Kristinn Hallur Einarsson og
Freyja Ásgeirsdóttir.
Nýirborgarar
Krossgáta
Lárétt | 1 bitmý,
8 styggir, 9 ops,
10 velur, 11 deila,
13 sigar, 15 þukls,
18 undrandi,
21 klaufdýr,
22 gangsetti, 23 sælu,
24 fyrirvarar.
Lóðrétt | 2 reiðan,
3 hrífa á, 4 langloka,
5 alda, 6 eldstæðis,
7 nagli, 12 nákvæm,
14 sefi, 15 gömul,
16 ferma, 17 húð,
18 bak, 19 metta,
20 sleif.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 hemja, 4 fylgi, 7 losti, 8 ljóði, 9 nýt, 11 aðal, 13
eira, 14 erill, 15 hrós, 17 lögg, 20 átt, 22 urmul, 23 örlát,
24 dorga, 25 tígur.
Lóðrétt: 1 helga, 2 moska, 3 alin, 4 falt, 5 ljósi, 6 ilina, 10
ýmist, 12 les, 13 ell, 15 hrund, 16 ólmur, 18 öflug, 19 gít-
ar, 20 álfa, 21 tölt.
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
Sudoku
Þrautin felst í því að fylla út í
reitina þannig að í hverjum 3x3-
reit birtist tölurnar 1-9. Það verð-
ur að gerast þannig að hver níu
reita lína bæði lárétt og lóðrétt
birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei
má tvítaka neina tölu í röðinni.
Lausn síðustu Sudoki.
© Puzzles by Pappocom
Skák
Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is
1. e4 c6 2. c4 d5 3. exd5 cxd5 4. d4 Rf6
5. Rc3 g6 6. Db3 Bg7 7. Rge2 O–O 8.
cxd5 Ra6 9. g3 Db6 10. Bg2 Hd8 11.
O–O Dxb3 12. axb3 Rb4 13. d6 exd6 14.
Bf4 a6 15. Hfd1 Rc6 16. h3 h6 17. g4
Hb8 18. d5 Re7 19. Rg3 b5 20. Rge4
Re8 21. b4 g5 22. Be3 Bb7 23. f4 gxf4
24. Bxf4 Hbc8 25. g5 Rg6 26. Be3 h5
27. Bf3 Hc4 28. Bxh5 Hxb4 29. Hab1
Hd7 30. Rg3 He7 31. Bd2 Bc8 32. He1
Bd4+ 33. Kh1 Be5 34. Rce4 Hd4 35.
Bc3 Hxd5 36. Rf6+ Rxf6 37. gxf6 Hc7
38. Bxe5 Rxe5 39. Re4 Bb7 40. Kh2
Hc2+ 41. Kg3 Hd3+ 42. Kf4 Bxe4 43.
Kxe4 Hc4+ 44. Kf5 Hd5 45. Kg5 Rf3+
46. Kh6
Staðan kom upp á alþjóðlegu móti
sem lauk fyrir skömmu í Las Vegas.
Gata Kamsky (2726) hafði svart gegn
Levon Altounian (2460). 46… Hxh5+!
og hvítur gafst upp enda mát eftir 47.
Kxh5 Hh4#.
Brids
Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is
Mikil ábyrgð.
Norður
♠K9
♥Á107
♦K986
♣9542
Vestur Austur
♠Á65432 ♠DG108
♥96542 ♥KDG82
♦10 ♦D
♣G ♣Á87
Suður
♠7
♥–
♦ÁG75432
♣KD1063
Suður spilar 6♦ doblaða.
Mikil er ábyrgð útspilarans oft á tíð-
um. Slemman að ofan vinnst með hjar-
taútspili og fyrir það fá NS 1540 stig.
En ef vestur lyftir ♠Á og skiptir svo
yfir í lauf fá AV 500 fyrir tvo niður.
Velta upp á 2040 stig. Spilið er frá
fjórðu umferð EM og er skemmst frá
því að segja að útskotin hittu misjafn-
lega í mark.
Furðulegasta niðurstaðan var í leik
Þjóðverja og San Marínóbúa. Þjóðverj-
inn í vestur vakti með veikri hálitasögn
og austur stökk í 4♥. Suður sýndi lág-
litina með 4G, norður valdi laufið, aust-
ur barðist enn í 5♥ og suður sagði 6♣,
sem austur doblaði. Nú var það austur
sem átti út gegn 6♣ og hann valdi ♦D í
stunguleit. Sagnhafi tók slaginn á ♦K í
borði, spilaði trompi og … lét tíuna
heima. Æ,æ.
(21. mars - 19. apríl)
Hrútur Þér tekst að fylgja reglunni þinni
„enga neikvæðni, engin átök“. Samt titr-
ar lífið af spennu. Það er ótrúlegt hvaða
áhrif jákvæðar hugsanir og fjarlægð á
leiðindaskjóður hafa.
(20. apríl - 20. maí)
Naut Þú færð mikla ánægju út úr hreyf-
ingu. Þú vilt finna fleiri aðferðir til að ná
sömu áhrifum. Það gæti verið að leika við
börn, syngja eða verða vitni að dáðum.
(21. maí - 20. júní)
Tvíburar Gamli hugsunarhátturinn er að
ef enginn byrjar að slást, getur enginn
unnið. Þinn hugsunarháttur er nýr: ef
enginn slæst, vinna allir.
(21. júní - 22. júlí)
Krabbi Metnaður þinn minnkar við þá
uppgötvun að vinna leiðir alltaf til meiri
vinnu. Þorðu að vera laus við skyldustörf-
in og þú munt skilja hvað þú vilt.
(23. júlí - 22. ágúst)
Ljón Dýrahringurinn kveður á um að
fyrst munir þú vera glaðlyndur og fullur
bjartsýni. Síðan muntu fá frekari ástæðu
til að líða þannig. Brostu strax!
(23. ágúst - 22. sept.)
Meyja Fyrir hvað viltu vera þekktur?
Svarið við þeirri spurningu hefur breyst
hjá þér undanfarin ár og fram til dagsins
í dag. Nú ertu búinn að finna rétta svarið.
(23. sept. - 22. okt.)
Vog Þú drífur fólk áfram. Að vissu leyti
óttast það að valda þér vonbrigðum, en
helst vill það að reynsla sín líkist þinni
sem allra mest.
(23. okt. - 21. nóv.)
Sporðdreki Í fyrstu virðast valkostir þínir
ótrúlega margbreytilegir. En þegar meiri
reynsla kemur á hlutina þrengjast þeir
og þú skilur hvað þú verður að gera.
(22. nóv. - 21. des.)
Bogmaður Þú vilt drífa hlutina af. Þeir
sem taka hlutina alvarlega fá þér því
verkin í hendur. Líklega skilur þú ekki að
erfitt er fyrir aðra að hugsa eins og þú.
(22. des. - 19. janúar)
Steingeit Þú þarft bara að nefna það að
þú eigir í vanda og sérfræðingar í honum
skjóta upp kollinum. Efastu um allt sem
þú heyrir, líka röddina innra með þér
sem segir þig eiga í vanda.
(20. jan. - 18. febr.)
Vatnsberi Fólk dáist mikið að þér úr fjar-
lægð. Samskiptin sem þú átt á netinu
hvetur fólk til að reyna að hitta þig í eigin
persónu. Ekki hitta samt alla. Veldu vel.
(19. feb. - 20. mars)
Fiskar Hættu við þessa áætlun sem veld-
ur þér streitu og byrjaðu upp á nýtt. Ef
þú sleppir helmingnum næstu viku
nærðu betra jafnvægi, líkamlegu og and-
legu.
Stjörnuspá
Holiday Mathis
22. júní 1939
Mesti hiti hér á landi, 30,5 stig
á Celsius, mældist á Teig-
arhorni í Berufirði í Suður-
Múlasýslu. Sama dag var hit-
inn 30,2 stig á Kirkjubæj-
arklaustri og 28,5 stig á
Fagurhólsmýri.
22. júní 1970
Hljómsveitin Led Zeppelin
skemmti á Listahátíð í Laug-
ardalshöll í Reykjavík. „Tveir
æðisgengnir klukkutímar,“
sagði gagnrýnandi Morg-
unblaðsins sem taldi þetta
stærstu og merkilegustu bítla-
tónleika sem haldnir hefðu
verið hér á landi.
22. júní 1977
Rúta með 46 farþega af
skemmtiferðaskipi valt í Bisk-
upstungum. Margir þeirra
meiddust en enginn alvarlega.
22. júní 1991
Hjónum frá Hellissandi var
bjargað eftir að þau féllu 20
metra niður í sprungu á Snæ-
fellsjökli. Síðar var atburð-
urinn sviðsettur fyrir banda-
ríska sjónvarpsþáttinn „911“.
22. júní 1996
Djúpbáturinn Fagranes
strandaði við Æðey á Ísafjarð-
ardjúpi. Farþegunum 227 var
bjargað í land.
Heimild: Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson
Þetta gerðist þá…
Vinkonurnar
Kristborg Helga-
dóttir og Mar-
grét Ása Helga-
dóttir tóku til í
görðum fyrir
fólk. Þær söfn-
uðu 5.350 krón-
um og færðu
Rauða krossinum
ágóðann.
Hlutavelta
„ÉG ER við góða heilsu og nýt þess að vera hættur
að vinna,“ segir Kristján Ragnarsson, fyrrverandi
framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra út-
vegsmanna, en hann er 70 ára í dag. Kristján var
formaður og framkvæmdastjóri LÍÚ í 33 ár sam-
fleytt og í formannstíð hans urðu miklar breyt-
ingar á íslensku fiskveiðistjórnunarkerfi. Mikið
gekk á í starfi félagsins en eitt sinn árið 1961 voru
kjaraviðræður við sjómenn svo strembnar að
Kristján kom ekki heim til konu sinnar í heila
viku. Var þetta fyrsta vikan eftir að þau voru gef-
in saman.
Kristján fæddist á Flateyri og fluttist 16 ára gamall til Reykjavíkur
til að hefja nám við Verzlunarskólann. „Það var svolítið sérstakt fyrir
ungan mann að leigja sér herbergi og vera í fæði annarsstaðar,“ segir
Kristján þegar hann hugsar til baka. Kristján nýtur þess að spila golf
með eiginkonu sinni og eru þau hjónin félagar í Golfklúbbi Reykjavík-
ur. „Við spilum reglulega á Korpunni og í Grafarholtinu og einnig í
Borgarnesi og á Akranesi,“ segir Kristján. Þau hjónin eiga jafnframt
sumarbústað í Svínadal í Borgarfirði sem er þeirra griðastaður.
Kristján ætlar að eyða afmælisdeginum í Stykkishólmi sem er fæð-
ingar- og uppeldisbær eiginkonu hans. „Við ætlum að hittast hér stór-
fjölskyldan og njóta þess saman,“ segir Kristján en hann er kvæntur
Kristínu Möller og eiga þau 3 börn og 9 barnabörn. thorbjorn@mbl.is
Kristján Ragnarsson sjötugur
Spilar golf með konunni
;)Nýbakaðir foreldrar?Sendið mynd af nýja ríkisborgaranum ásamtupplýsingum um fæðingarstað og stund,þyngd, lengd og nöfn nýbakaðra foreldra,á netfangið barn@mbl.is