Morgunblaðið - 22.06.2008, Side 56

Morgunblaðið - 22.06.2008, Side 56
Aðallega fór það eftir mínum eigin smekk á stelpum … 58 » reykjavíkreykjavík Eftir Ásgeir Ingvarsson asgeiri@mbl.is „ÉG HEF smám saman verið að gera mér grein fyrir því. Þetta kom upp svo snögglega og það var rosa- leg vinna að kýla verkefnið í gegn. En, jú, þetta er frábært tækifæri og dásamlegt að fá að vera í einhverju slagtogi við svona stórt safn.“ Þannig svarar Hrafnhildur Arn- ardóttir myndlistarmaður þegar blaðamaður spyr hana hvort hún sé ekki í sjöunda himni nú þegar verk eftir hana hefur verið sett upp í nú- tímalistasafni New York-borgar, hinu heimsfræga MoMA. Óvenjulegir listmiðlar Verkið vann Hrafnhildur í sam- starfi við brasilíska myndlist- armanninn Eli Sudbrack, sem helst er þekktur fyrir að vera höfuðpaur „myndlistar- og sirkúshópsins“ Ass- ume Vivid Astro Focus (a.v.a.f.), og með hinum franska Christoph Ha- maide Pierson sem er helsti sam- starfsaðili Eli. „Hópurinn er með sýningu í sumar hjá Deitch Projects Project í Long Island City. Eli bað mig um að gera með sér verk þar sem við unnum með neonljós og hár, en við höfum unnið saman nokkrum sinnum áður. Fólk frá MoMA kom á opnun þeirrar sýningar og bað okk- ur að gera verk fyrir glugga í safn- inu sem hefur aldrei áður verið not- aður fyrir myndlist,“ segir Hrafnhildur sem þurfti að hafa hrað- ar hendur við gerð verksins: „Þau vildu að verkið væri tilbúið ekki seinna en 10. júní þegar stærsti við- burður ársins fer fram í safninu: „The Garden Party“, árleg gala- garðveisla í húsagarði MoMA.“ Verkið hefur fengið nafinð „Aimez vous avec ferveur“. Risastór gluggi Glugginn sem Hrafnhildur, Eli og Christoph höfðu til afnota snýr að 53. stræti, milli 5. og 6. breiðgötu. „Safnið samanstendur af þremur samliggjandi byggingum og er um að ræða gluggann við innganginn á hinum mjög svo fína veitingastað MoMA „The Modern“. Glugginn er risastór, að ca. 8,5 metrar á lengd og 4 metrar á hæð,“ segir Hrafnhildur sem sá um flétturnar á meðan Eli og Christoph sáu um neonljósin. Útkoman er einskonar „sækadel- ísk“ blanda af litum og ljósi. „Áhorf- andinn getur hæglega farið í leiðslu við að horfa á þessi blikkandi ljós og skæru liti. Ég notaði mjög litríkt hár, appelsínugult, neongult, blátt og grænt – alla þá skemmtilegu liti sem ég gat fundið,“ segir Hrafnhild- ur sem var með aðstoðarmenn í vinnu til að geta lokið verkinu í tíma. Hrafnhildur verður vör við að verkið vekur mikla athygli. „Gestir safnsins eru mjög duglegir við að láta taka af sér myndir við verkið,“ segir hún. „Verkið virðist líka auka áhuga á verkunum mínum og í kjöl- farið hafa mér borist boð um að sýna hér og þar,“ segir Hrafnhildur og hlær dátt þegar blaðamaður spyr hvort hún geti ekki örugglega tvö- faldað verðið á verkunum sínum núna þegar hún hefur sýnt í MoMA. Íslenskt-pólskt listasetur í smíðum Meðal annarra verkefna á döfinni hjá Hrafnhildi er samsýning ís- lenskra myndlistarmanna í Lu- hrhing augustine Gallery í New York sem opnar 27. júní þar sem Markús Andrésson og Ragnar Kjartansson eru sýningarstjórar. Einnig hefur Hrafnhildur nýlega stofnað ásamt sambýlismanni sínum Michael Jurewicz Arnardóttir Jure- wicz Art Foundation sem starfar með því markmiði að fá íslenska og pólska myndlistarmenn til vinnusto- fudvalar og samstarfs á gömlu óð- alsetri í Póllandi. Fyrsta verkefni listastofnunarinnar fer í gang í júlí þegar hópur íslenskra myndlist- armanna heldur utan á vegum Kling og Bang Gallerý til að starfa á lista- setrinu með myndlistarmönnum frá Galeria Raster í Varsjá. Næsta sýning Hrafnhildar á Ís- landi verður í Listasafni Reykjavík- ur í september. Lita mambó Eli Sudbrack og Hrafnhildur bregða á leik fyrir framan verkið sem sett hefur verið upp í glugga MoMA safnsins á 53. stræti Í hár saman í MoMA  Hrafnhildur Arnardóttir sýnir risastórt verk í MoMA í New York  Býður íslenskum listamönnum að starfa á fornu óðali í Póllandi Hárin rísa Hrafnhildur við uppsetningu verksins. Litríkar hárflétturnar mynda heild með björtum og blikkandi neonljósum. Hrafnhildur er með heimasíðu á slóðinni www.shoplifter.us MJÖG fáir Íslendingar hafa sýnt í aðalsafni nútímalistasafns New York. Myndbandsverk eftir Steinu Vasulka var sýnt árið 1997 og hinn hálf-íslenski Ólafur Elías- son hefur einnig sýnt verk sín þar og er nú með mikla sýningu í safninu. Eitt verk eftir Jóhannes S. Kjarval er í eigu safnsins en hef- ur aldrei verið sýnt skv. upplýs- ingum á vef safnsins. Sýningar Íslend- inga í MoMA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.