Morgunblaðið - 22.06.2008, Síða 57

Morgunblaðið - 22.06.2008, Síða 57
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. JÚNÍ 2008 57 Micah Paul Hinson, semalla jafna er kynntursem Micah P. Hinson,fæddist í Memphis en ólst upp í Vestur-Virginíu þar til fjöl- skyldan fluttist til Abilene í Texas þegar faðir hans réðst sem prófessor til kristilegs háskóla þar í borg. Eins og Hinson lýsir lífinu í Abilene er ekki til leiðinlegra pláss í vesturálfu allri, eða svo leið honum víst þegar hann var unglingur. Hann fann sér fróun á hjólabretti, varð skeitari með því sem fylgdi á þeim slóðum, hassreykingum og tilheyrandi. Óknyttapiltur Samhliða því að vera óknytt- apiltur fékkst hann líka við tónlist, fór snemma að gutla á gítar og píanó og tíu ára gamall var hann farinn að semja lög. Líkt og vill verða með þá sem fara að fikta við fíkniefni leiddist skeit- arinn Hinson út í leiðindi. Hann kynntist sér eldri konu og komst með hennar aðstoð þar í tæri við ým- islegt læknadóp sem leiddi hann svo áfram í smáglæpi og endaði með því að hann var handtekinn fyrir lyf- seðlafölsun meðal annars og hneppt- ur í fangelsi. Hann lýsir því svo að mánuðunum fyrir fangelsisdvölina og eftir hana hafi hann glatað öllu sambandi við fjölskyldu sína og öllum eigum sín- um, gerst flækingur og lifað á sníkj- um. Ekki glataði hann þó sambandi við alla sína nánustu því afi hans borgaði fyrir hann herbergi í gisti- heimili og í því herbergi segist Hin- son hafa tekist á við sjálfan sig og ákveðið að snúa við lífi sínu. Það gekk og eftir, hann fékk sér vinnu, kom sér síðan í skóla og fór að lokum að fást við músík aftur sem skilaði stuttskífu The Baby & The Satellite, um það leyti sem Hinson var átján ára. Bretar taka við sér Hann gaf skífuna út en gerði lítið í að kynna hana, kunni ekki við þá hlið útgáfumála og kann víst illa við hana enn. Hvað sem því líður heyrði John- Mark Lapham, einn liðsmanna þeirrar ágætu sveitar The Earlies, skífuna og setti sig í samband við Hinson, lagði til að hann myndi taka upp með honum tónlist og hugs- anlega gefa hana út. Hinson féllst á þetta og næstu árin tóku þeir upp saman slatta af lögum og Lapham gerði hvað hann gat til að kynna Hinson með takmörkuðum árangri. Það var ekki fyrr en lag með honum var spilað í breska ríkisútvarpinu (eins og Hinson rekur söguna var það prufuupptaka af laginu „The Possibilities“ og spilað rétt á eftir lagi með Sigur Rós) að bresk útgáfa tók við sér og samdi við Hinson um útgáfu á breiðskífu. Sú plata var „Micah P. Hinson and the Gospel of Progress“ og kom út 2004. Hún fékk frábæra dóma, og það að verðleikum, en áhuginn í Bretlandi varð til þess að fyrirtæki vestan hafs sýndu honum áhuga. Undir hnífinn Stuttskífan gamla var svo gefin út að nýju í Bretlandi 2005 en um það leyti sem upptökur áttu að hefjast fyrir næstu plötu var Hinson að fífl- ast með hljómsveitarfélaga sínum og í þeim fíflagangi fékk hann svo hast- arlegt brjósklos að hann var drifinn á sjúkrahús og undir hnífinn með hraði. Það setti eðlilega strik í reikn- inginn því fyrir vikið átti hann illt með slímsetur í hljóðveri – allur und- irbúningur fór fram þar sem Hinson var reyrður í rúmið, ýmist uppdóp- aður eða viðþolslaus af kvölum. Upptökur að skífunni hófust svo um leið og hann var orðinn það góð- ur að geta setið við hluta úr degi, en hann stefndi tónlistarmönnum að sjúkrabeðnum og þannig miðaði verkinu merkilega vel áfram í ljósi aðstæðna. „Micah P. Hinson and the Opera Circuit“ kom svo út í október 2006. „… þess vegna syng ég um skuggahliðarnar“ Textarnir hjá Hinson eru oft myrkir enda lét hann þau orð falla í texta sem hann skrifaði fyrir breska blaðið The Guardian fyrir tveimur árum að það væri hvorki hlýtt né bjart í kollinum á honum: „Ég vakna upp við napurleika. Skýran mun á því hvað sé gott og hvað slæmt. Það sem ég upplifi og það sem mig langar. Það sem ég þarfnast og það sem ég fæ þegar allt kemur til alls. Að mínu viti er heim- urinn ekki skelfilegur. Sumstaðar er að finna hamingju, umhyggju og takmarkalausa ást, en þeir staðir eru svo fáir og svo langt á milli þeirra og stundum sjáum við ekki ljósið. Finnum ekki hitann. Sjáum ekki náðina og frelsið sem lífið býður upp á … Vinir mínir, þess vegna syng ég um skuggahliðarnar.“ Kæruleysið í algleymingi Að þessu sögðu eru ljósglætur á skífum Hinsons og þrátt fyrir erf- iðleikana sem hann gekk í gegnum við upptökurnar er víða vottur af hlýju á „Micah P. Hinson and the Opera Circuit“ þó að tómhyggjan sé aldrei langt undan og textarnir gegnsýrðir trega. Hann lét þau orð reyndar falla í viðtali að helstu áhrifin af því að vera á svo sterkum verkjalyfjum á meðan á upptökum stóð hafi verið þau að honum var sama um að hvað öðrum fannst; hann spáði ekkert í það hvort samstarfsmönnum hans, útgefanda eða hugsanlegum plötukaupendum líkaði við það sem hann væri að gera – lét innblásturinn ráða að öllu leyti, kæruleysið í algleymingi. Depurð og tregi Eftir annir við að kynna skífuna, starf með öðrum, en hann er líka í tveggja manna hljómsveitinni The Late Cord með John-Mark Lang- ham, og giftingu brá Hinson sér aft- ur í hljóðver að taka upp nýja plötu sem kemur út um þessar mundir og heitir „Micah P Hinson and The Red Empire Orchestra“. Á Micah P. Hinson and The Red Empire Orchestra er Hinson við sama heygarðshorn í depurð og trega, en lítillega léttist þó á honum brúnin. Tónlistin er lágstemmdari en forðum, minna skraut er notað þegar við á og smáskammtar af gít- arbjögun gera sitt sig að gefa skíf- unni meiri þunga. Röddin er svo söm við sig, merkilegt að ungur maður sé með svo dimma rödd, einskonar blöndu af Johnny Cash og Tom Wa- its. Sungið um skuggahliðarnar Hæfileikapiltur Micah P. Hinson, söngfuglinn frá Abilene. TÓNLIST Á SUNNUDEGI Árni Matthíasson Ný plata Micah P. Hinson verður eflaust víða á topplistum þegar poppárið verður gert upp enda er að finna á henni svo dægilega blöndu af trega og sorg að varla verður betur gert. Einstakt enskunámskeið Fyrir þá sem vilja styrkja enskugrunninn, tala og skilja enska tungu. • Fjarnám með 27 1/2 tíma enskunámskeiði á cd diskum • Slökunardiskur með jákvæðri staðfestingu með tónlist frá Friðriki Karlssyni • Vinnubók með enska og íslenska textanum • Taska undir diskana • Áheyrnarpróf í lok náms Mörg stéttarfélög, fræðslusjóðir og fyrirtæki styrkja þetta námskeið Allar uppl‡singar www.tungumal.is eða í símum 540-8400 eða 820-3799 www.fi.is, fi@fi.is sími: 568-2533, m bl 10 19 54 6 Ferðafélag Íslands Ganga, reiðhjól, kajak Spennandi ferð inn til dala og út til stranda í botni Breiðafjarðar. Gengið um dalanna kyrrð, hjólað um fáfarna sveitavegi og róið á kajak inn um hólma og sker, fugla og sérkennilegar sjókindur. Fornsögur rifjaðar upp og sögustaðir skoðaðir. Heilsað upp á heimamenn og hlustað á þjóðsögur, ýkjusögur og gamansögur. 4 daga trússferð 10.-13. júlí. Fararstjórar Jón Jóel Einarsson og Maggý Magnúsdóttir. LÁNIÐ hefur leikið við kappana í Coldplay síðustu vik- ur. Nýja platan þeirra Viva La Vida Or Death and All His Friends fór beint í efsta sæti breska vinsældalistans og uppselt er á tónleika þeirra á næstunni. Nú hefur hinsvegar lítt þekkt bandarísk sveit að nafni Creaky Bo- ards sett strik í reikninginn hjá Chris Martin og félögum með því að saka þá um stuld á titillagi plötunnar. Söngvari Creaky Boards, Andrew Hoepfner, segir að hljómsveitin hafi verið mjög upp með sér þegar hún sá Chris Martin meðal áhorfenda á tónleikum hennar í New York. „Hann virtist skemmta sér vel, kannski einum of vel,“ segir Hoepfner í myndbandi á YouTube-vefsíðunni þar sem hann býður fólki að bera lögin saman. Fjölmarg- ir hafa gefið álit sitt og sýnist sitt hverjum. Coldplay-liðar blása á gagnrýnina og segja öll líkindi með lögunum tilviljun. Talsmaður sveitarinnar segir að kvöldið sem Chris Martin er sagður hafa verið á tón- leikum Creaky Boards að sanka að sér efni, hafi hann verið við vinnu í hljóðveri í London og auðvelt sé að færa sönnur á það. Þá hafi „Viva La Vida“ verið fest á band löngu áður en meintur þjófnaður hafi átt að eiga sér stað. Coldplay sökuð um lagastuld Vinsæl Uppselt hefur verið á tónleika Coldplay. Landnámssetrið í Borgarnesi 437 1600 | landnamssetur@landnam.is Saga til næsta bæjar (Á Sögulofti) Sun 22/6 kl. 20:00 BRÁK eftir BrynhildiGuðjónsdóttur (Söguloftið) Lau 28/6 kl. 15:00 Lau 28/6 kl. 20:00 U Mr. Skallagrímsson eftir Benedikt Erlingsson (Söguloftið) Fös 27/6 kl. 20:00 Sun 29/6 kl. 16:00 Fös 11/7 kl. 20:00 Lau 12/7 kl. 20:00 Sun 13/7 kl. 16:00 Fim 17/7 kl. 20:00 Fös 18/7 kl. 20:00 Frú Norma 4711166 | norma@frunorma.is Soffía mús á tímaflakki (Sláturhús - Menningarsetur - Egilsstöðum) Sun 22/6 kl. 16:00 F Kómedíuleikhúsið Ísafirði 8917025 | komedia@komedia.is Act alone á Ísafirði (Hamrar/Edinborgarhúsið) Mið 2/7 kl. 20:00 Fim 3/7 kl. 12:00 Fös 4/7 kl. 12:00 Lau 5/7 kl. 13:00 Sun 6/7 kl. 14:00 Búlúlala - Öldin hans Steins (Hamrar Ísafirði/Ferðasýning) Mið 2/7 kl. 21:30 Ég bið að heilsa - Jónasardagskrá (Edinborgarhúsið) Fös 4/7 kl. 16:30 Gísli Súrsson (Haukadalur Dýrafirði/ferðasýning) Fös 27/6 kl. 20:30 Mið 9/7 kl. 16:00 U Fös 25/7 kl. 14:00 Lau 26/7 kl. 20:00 U Pétur & Einar (EinarshúsBolungarvík) Fim 26/6 kl. 20:00 Lau 5/7 kl. 17:00

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.