Morgunblaðið - 22.06.2008, Síða 61

Morgunblaðið - 22.06.2008, Síða 61
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. JÚNÍ 2008 61 Eftir Ásgeir H Ingólfsson asgeirhi@mbl.is Í KJÖLFARIÐ á heimsóknum ísbjarna til landsins heimsækir Inga Huld Tryggva- dóttir heimaslóðir á ný, með sýningu í farteskinu sem fjallar einmitt um ólíka heima sem sjaldan blandast saman. Sýn- ingin heitir Heimsókn og ber undirtit- ilinn „Fuglar, fiskar og vesen“ og er fyrsta sýning listakonunnar hér heima. „Ég bjó úti í San Francisco í þrjú ár og kláraði BA-nám þar, líkaði fínt, þar slys- aðist ég inn í einn grafíktíma og þar var það ákveðið,“ segir Inga Huld sem lauk MFA í grafík frá Pratt Institute í New York árið 2007 og hefur búið og starfað í borginni síðan, vinnur fyrir listamann í Brooklyn og hjálpar henni að reka gall- erí auk þess sem hún hefur unnið að eig- in verkum, en hún hélt fyrstu einkasýn- ingu sína í borginni í mars síðastliðnum. Einhver verður kvöldmatur „Þessar heimsóknir geta bæði verið heimsóknir til góðs vinar eða þegar mað- ur heimsækir nýjar tilfinningar, lægðir í huganum, oft neikvæðar og erfiðar,“ seg- ir Inga um sýninguna. En af hverju fugl- ar og fiskar – og hvað er vesenið? „Ég er heilluð af þessu samspili á milli tveggja heima sem sjaldan blandast saman,“ seg- ir hún og þykir óvænt heimsókn ísbjarna til furðu lostinna Íslendinga passa vel við þema sýningarinnar. „En þessi samskipti á milli heimanna enda yfirleitt á nei- kvæðum nótum, einhver verður kvöld- matur,“ bætir hún við. Það er vesenið, vesen sem hún segir slæmt fyrir dýrin en gaman fyrir hana, enda vesen kjörinn efniviður í list. En hún er vissulega vön því að ólíkir heimar mætist. „Ég bý í New York, hér eru alltaf ólíkir heimar að mætast. Ólíkir kynþættir, ólíkir menn- ingarkimar,“ segir hún og líkast til eru þessar heimsóknir ekki svo sjaldgæfar eftir allt saman. Fiskitorfur í Utah „Ég nota ýmsa prósessa aðra en grafík, en það er svona einn af uppáhalds. En ég mála, geri innsetningar, og teikna mest af öllu,“ segir Inga um vinnulag sitt. Og hún heldur áfram að vinna með þjóð- aratvinnuveginn, fiskinn. „Ég verð með 1.000 fermetra innsetningu af fiskitorf- um í Utah í júlí. Svo er ég með sýningu á Sólon í nóvember og í Flórída í febrúar. Og svo held ég bara áfram að vinna.“ Óvæntar heimsóknir Sýningin er í Grafíksafninu, Tryggvagötu 17, hafnarmegin, og verður opin frá kl. 14- 18 fimmtudaga til sunnudaga. Morgunblaðið/Valdís Thor Grafíkari Inga Huld fær heimsókn frá ljósmyndara.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.