Morgunblaðið - 02.08.2008, Page 60

Morgunblaðið - 02.08.2008, Page 60
60 LAUGARDAGUR 2. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ / ÁLFABAKKA / KRINGLUNNI SÝND Í KRINGLUNNI OG KEFLAVÍK SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRI HANN ER SNILLINGUR Í ÁSTUM NÝJASTA GRÍNMYND MIKE MYERS SEM FÆRÐI OKKUR AUSTIN POWERS MYNDIRNAR FRÁ ÞEIM SÖMU OG FÆRÐU OKKUR „FINDING NEMO“ OG „RATATOUILLE“ SPARBÍÓ 550kr á allar sýningar merktar með appelsínugulu Í SAMB DECEPTION kl. 11:10 B.i. 14 ára KUNG FU PANDA m/ísl. tali kl. 1:30 - 3:40 LEYFÐ KUNG FU PANDA m/ensku tali kl. 8 LEYFÐ WANTED kl. 11:10 B.i. 16 ára CHRONICLES OF NARNIA 2 kl. 5 B.i. 7 ára “…einhver besta teiknimynd sem ég hef séð.” – kvikmyndir.is “…ein besta mynd sumarsins…” –USA Today “…meistarverk.” – New York Magazine THE LOVE GURU kl. 6 - 8 - 10:20 B.i. 12 ára WALL• E m/ísl. tal kl. 1:30D - 3:40D - 5:50D LEYFÐ DIGITAL WALL• E m/ensku tali kl. 10D LEYFÐ DIGITAL DARK KNIGHT kl. 2 - 5 - 8 - 11:10 POWERSÝNING B.i. 12 ára DECEPTION kl. 8 B.i. 16 ára KUNG FU PANDA m/ísl. tal kl. 2 - 4 LEYFÐ SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI KEFLAVÍK OG SELFOSSI SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI AKUREYRI OG SELFOSSI THE DARK KNIGHT kl. 2 - 5 - 8 - 11:10 B.i. 12 ára THE DARK KNIGHT kl. 2 - 5 - 8 - 11:10 B.i. 12 ára LÚXUS VIP WALL• E m/ísl. tali kl. 1:30D - 3:40D - 5:50D LEYFÐ DIGITAL WALL• E m/ensku tali kl. 1:30 - 3:40 - 5:50 - 8 - 10:10 LEYFÐ MAMMA MIA kl. 2 - 5:50 - 8:20 B.i. 12 ára UPPSELT ÖRFÁ SÆTI LAUS Eftir Ásgeir Ingvarsson asgeiri@mbl.is DULARFULL kona hringir í Einar, blaðamann Síðdegisblaðsins á Akur- eyri og segir honum að fylgjast vel með húsi í bænum þar sem sagt er að sé reimt. Sumarhátíðin Allt í einni stendur yfir og Hollywoodstjörnur eru staddar í bænum við upptökur á erótískri mynd. Þá finnst ung stúlka myrt í húsinu óhugnanlega. Þannig er söguþráðurinn í hádeg- isleikritinu Dauða trúðsins eftir Árna Þórarinsson í leikgerð Hjálm- ars Hjálmarssonar sem Útvarps- leikhúsið flytur frá 5. til 29. ágúst. Áður hefur Hjálmar gert leikgerð af verki Árna Tíma nornarinnar sem flutt var árið 2006. Snertir á ýmsum málum „Ekkert hefur verið sparað til að gera verkið sem mest spennandi fyr- ir hlustendur að hlusta á,“ segir Hjálmar sem auk þess að semja leik- gerðina fer með hlutverk Einars blaðamanns í verkinu nú líkt og fyrir tveimur árum. „Þessi saga er ekki bara glæpasaga, heldur fjallar hún líka um mannleg samskipti og tæpir á málum sem eru í hringiðu umræð- unnar í dag: vaxandi ofbeldi, fjölgun glæpa, manneklu hjá lögreglunni og fleira,“ bætir hann við. Með helstu hlutverk auk Hjálm- ars fara Jóhann Sigurðarson sem Ólafur Gísli yfirlögregluþjónn, Sig- urður Hrannar Hjaltason leikur af- leysingaljósmyndarann Ágúst Örn og Guðrún S. Gísladóttir túlkar hina dularfullu Viktóríu. Auk þeirra taka yfir 30 leikarar þátt í flutningi verksins en Hallur Ing- ólfsson samdi tónlist við leikritið. Einar Sigurðsson annast hljóð- vinnslu og leikstjórnin er í höndum Guðmundar Inga Þorvaldssonar. Einstakur miðill Hjálmar segir útvarpið sem leik- húsmiðil búa yfir einstökum göldr- um sem hlustendur kunna að meta. „Fátt er jafn æðislegt og að hlusta á góða spennusögu í bílnum eða úti í sólinni,“ segir hann. „Galdurinn á sér stað í huga hlustandans sem verður virkari þáttakandi í að skapa verkið en ef hann væri að horfa á verk á sviði eða í sjónvarpi. Útvarpið kveikir þúsund myndir í huga hlustandans sem með eigin ímyndunarafli þarf að búa sér til mynd af sögupersónunum og um- hverfinu.“ Leikritið verður flutt kl. 13 á virkum dögum frá 5. ágúst til 29. ágúst. Verða engar endurtekningar en nálgast má upptökur á www.ruv.is í tvær vikur eftir út- sendingu og reiknar Hjálmar einn- ig með að leikritið verði aðgengi- legt á hlaðvarpi (þ.e. podcast). Reimleikar og morð á Akureyri Útvarpsleikhúsið flytur Dauða trúðsins í ágúst Morgunblaðið/Frikki Grunsamlegir „Hjálmar er eins og fæddur til að túlka Einar blaðamann,“ segir Árni Þórarinsson rithöfundur. „Hann er Einar eins og ég sé hann í huganum og heyri.“ Árni og Hjálmar við útvarpstækið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.