Morgunblaðið - 03.10.2008, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.10.2008, Blaðsíða 2
HJÓLABRETTAHÁTÍÐ var haldin í fé- lagsmiðstöðinni Hrauninu við Víðistaðaskóla í Hafnarfirði í gær. Krakkar spreyttu sig í ýmsum greinum og keppt var á línuskautum, brettum, bmx- og hlaupahjólum. Þangað kom m.a. úrvals- lið veggjalistamanna sem sýndi lifandi list. Tilþrif á skautunum Krakkar kepptu í ýmsum greinum á hjólabrettahátíð í Hafnarfirði Morgunblaðið/Golli 2 FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is, Bergþóra Njála Guðmundsdóttir, ben@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is HVAÐVILDIRÐU VERÐA ÞEGAR ÞÚYRÐIR STÓR? H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 0 8 -1 5 8 4 Munið hlaupaprófið laugardaginn 4. okt. kl. 10! Kíktu á www.shs.is „MENN verða að vita hvert þeirra hlutverk er hverju sinni og hlutverk seðla- bankastjórnar er að huga að pen- ingamálum og stuðla að fjár- málalegum stöð- ugleika. Seðla- bankastjóri ætti að sinna því en ekki vera að blanda sér í pólitík með þessum hætti,“ segir Þorgerður Katrín Gunn- arsdóttir menntamálaráðherra. Hún segir að hugmyndir Davíðs Oddssonar seðlabankastjóra um þjóðstjórn séu hvorki tímabærar né komi úr réttri átt. „Nei, það sem skiptir máli núna er að það sé mikið samráð og sam- staða í samfélaginu um að taka ákvörðun. Það þýðir ekki að það þurfi að vera hér þjóðstjórn og allra síst að sú tillaga komi frá emb- ættismanni í Seðlabankanum.“ Geir H. Haarde forsætisráðherra sagði einnig, í samtali við Ríkissjón- varpið eftir þingfund í gærkvöldi, að það lægi alveg fyrir að embætt- ismenn væru ekki aðilar að stjórn- armyndun. Þorgerður segir að menn eigi að einblína á vandann í sameiningu en ekki drepa málinu á dreif. „Við er- um með mjög samhenta ríkisstjórn sem er algjörlega einhuga í því að það þurfi að takast á við þessa stóru erfiðleika sem við stöndum frammi fyrir, sem eru náttúrlega gengi krónunnar og efnahagsmálin í heild. Það eru raunverulegu vanda- málin, ekki það hvað seðla- bankastjóri segir eða einhverjir forstjórar fyrirtækja. Við þurfum að tala saman, en ekki svara fyrir einhverjar svona hugmyndir sem koma innan úr embættismanna- kerfinu.“ una@mbl.is Umræður um þjóð- stjórn eru tímaeyðsla Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Seðlabankastjóri á að þekkja sinn stað FRÉTTASKÝRING Eftir Örlyg Sigurjónsson orsi@mbl.is „ÞAÐ eru mjög auknar atvinnuleys- isskráningar og mikil örtröð hjá okk- ur,“ segir Hugrún Jóhannesdóttir, forstöðumaður Vinnumálastofnunar höfuðborgarsvæðisins. Hún tekur þó fram að enn sé mikil eftirspurn eftir fólki í ýmis þjónustu- og umönnunar- störf. „Þess vegna er atvinnuleysi ekki nema tæplega 1,3% og það er atriði sem ekki má gleyma í þessari umræðu.“ Meðal þeirra sem lenda í atvinnumissi um þessar mundir er stór hópur Pólverja sem margir hverjir skrá sig á atvinnuleysisbæt- ur og flytja með sér bótaréttindi til heimalands síns eða annarra landa. „Þegar horft er yfir sviðið, þá er staðan sú að margir koma vissulega inn til atvinnuleysisskráningar, en margir fara út aftur, þannig að stað- an er ekki eins alvarleg og halda mætti.“ Hugrún segir að þróunin sé sú að margir launþegar séu að færast neð- ar í launakjörum, annaðhvort innan síns vinnustaðar eða á öðrum starfs- vettvangi þar sem lægri laun eru í boði. „Reynsla okkar er sú að það fari betur með fólk sem hefur misst vinnuna að fara frekar í starf með lægri launum en það hefur átt að venjast í stað þess að vera atvinnu- laust.“ Mjög algengt er að atvinnurek- endur í flestum atvinnugreinum séu nú að endurskipuleggja starfsemina hjá sér og snar þáttur í því er að semja um lækkun launa við starfs- fólkið. „Og það eru margir sem þiggja það í ljósi aðstæðna,“ segir Hugrún. Hvað varðar hópuppsagnir þá hef- ur síðustu mánuði mest verið um slíkar aðgerðir í byggingariðnaði og er yfir 40% uppsagna á árinu 2008 í byggingariðnaði. Um 20% er í flug- rekstri, milli 15 og 20% í ýmiss konar þjónustustarfsemi, svipað hlutfall í verslunarstarfsemi og 6% í sjávar- útvegi. Atvinnuleysi blasir við mörgum Atvinnurekendur víða eru líka að biðja starfsfólk um að taka á sig launalækkun og margir láta sig hafa það í ljósi aðstæðna Í SEPTEMBERMÁNUÐI bárust Vinnumálastofnun fjórar tilkynn- ingar um hópuppsagnir. Allt voru það tilkynningar frá fyrirtækjum í byggingariðnaði, starfandi á höfuðborgarsvæðinu. Alls voru tilkynntar uppsagnir á 113 starfsmönnum, en heild- arfjöldi starfsmanna þessara fyr- irtækja er um 430 og er því um fjórðungi starfsmanna sagt upp að jafnaði. Uppsagnirnar koma til fram- kvæmda á fimm mánaða tímabili. Ffyrstu uppsagnirnar koma til framkvæmda í lok októbermán- aðar en þær síðustu í lok febrúar 2009. Flestar uppsagnirnar koma þó til framkvæmda fyrir árslok 2008, samkvæmt upplýsingum Vinnumálastofnunar. Alls hefur verið sagt upp um 1.460 manns á árinu 2008 með hópuppsögnum. Í hverjum mán- uði hafa borist allt að fjórar til- kynningar, engin í mars en mest fjórar í maí og september. Fjöldi þeirra sem sagt er upp er hins vegar mjög mismunandi, í flest- um tilvikum eru fyrirtæki að segja upp fáeinum tugum starfs- manna en í einstaka tilvikum hafa uppsagnir einstakra fyr- irtækja verið nálægt hundrað manns eða jafnvel nokkur hundr- uð. Sveiflurnar eru því miklar milli mánaða en í heild fjölgar þeim sem sagt er upp með hóp- uppsögnum eftir því sem líður á árið. Flestum starfsmönnum var sagt upp í ágúst, en einnig voru þeir fjölmargir í maí og júní. Fjórða hverjum sagt upp „VIÐ höfum nú bara góða við- skiptasögu við þessi fyrirtæki og mikið traust, þannig að það bjargaðist alveg,“ segir Kjartan Már Frið- steinsson, fram- kvæmdastjóri Banana ehf. Sigurður G. Guðjónsson sagði frá því í Íslandi í dag á miðvikudag að erlendir bananainnflytjendur hefðu hikað við sendingar til Íslands eftir atburði mánudagsins, af ótta við að fá ekki greitt. Kjartan, sem flytur inn Chiquita-banana, staðfestir að hann hafi fengið tilkynningu um að tryggingafyrirtækið sem ábyrgist greiðslur til birgjanna hafi sagt upp samningnum við Ísland eftir atburði mánudagsins. Í kjölfarið hafi fram- leiðendur verið uggandi gagnvart krónunni og m.a. haft samband við Banana hf., en þar greiddist fljótt úr málunum. „Það er alveg greinilegt að það er fylgst með því hvað er að gerast hérna á Íslandi, en þú færð þína banana, það er alveg klárt mál.“ Bananamark- aði bjargað Kjartan Már Friðsteinsson Glæsilegt 32 síðna vinnuvélablað fylgir blaðinu í dag. ÞORGERÐUR Katrín Gunnarsdótt- ir menntamálaráðherra vildi ekki tjá sig við blaðamann um hvenær að- gerðaráætlunar væri að vænta frá ríkisstjórninni en sagði ljóst að taka þyrfti á málum af festu. Í þættinum Íslandi í dag fyrir eld- húsdagsumræður í gærkvöldi sögðu Þorgerður og Björgvin Sigurðsson viðskiptaráðherra hins vegar að unn- ið væri að því hörðum höndum að styrkja stöðu krónunnar með því að fá stórt erlent gjaldeyrislán. Setið væri dag og nótt yfir aðgerðum og öllu því sem hægt væri að tjalda til svo skjóta mætti styrkari stoðum undir efnahagslífið og þær aðgerðir yrðu kynntar þjóðinni um leið og þær lægju fyrir. Þorgerður sagði að það væri ekki annað í stöðunni en að byggja krón- una upp. Unnið væri að því að efla gjaldeyrisforðann en hins vegar hefðu engar viðræður átt sér stað við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Aðgerðir brátt kynntar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.