Morgunblaðið - 03.10.2008, Side 31

Morgunblaðið - 03.10.2008, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER 2008 31 skráð í formlegt nám, eða rúmlega 30%. Á síðastliðnu þingi voru sam- þykkt lög um leikskóla, grunnskóla, framhaldsskóla, opinbera háskóla og menntun og ráðningu kennara. Hinn nýi lagarammi myndar grunninn að menntastefnu er opnar óteljandi tækifæri fyrir íslenskt skólakerfi. Þá verður nýtt frum- varp um fullorðinsfræðslu lagt fram á haustþingi og með því má segja að menntakerfið í heild hafi verið endurskoðað á tveimur árum. Margs konar menningar- starfsemi stendur í blóma og ís- lenskir listamenn og aðrir andans menn bera hróður landsins víða. Mörg glæsileg íþróttaafrek hafa verið unnin og á sviði fræða og vís- inda ríkir óbilandi vilji til að sækja fram og ná í fremstu röð. Það gladdi mig persónulega mikið þeg- ar gamall japanskur skólafélagi minn kom hingað til lands færandi hendi fyrir fáum vikum þeirra er- inda að setja á laggirnar mynd- arlegan sjóð við Háskóla Íslands til að efla samskipti Íslands og Jap- ans. Sá rausnarskapur er vitn- isburður um vináttu og framsýni sem margt ungt fólk á vonandi eftir að njóta góðs af um langa framtíð. Herra forseti. Mikil vakning hefur orðið á sviði umhverfismála um heim allan á síð- ustu árum eftir því sem afleiðingar loftslagsbreytinga koma betur í ljós. Íslendingar eru ekki meðal þeirra þjóða sem stendur mest ógn af loftslagsbreytingum. Engu að síður þurfum við að laga okkur að breyttu náttúrufari og skilyrðum til lands og sjávar og leggja okkar af mörkum eins og allar aðrar þjóðir. Umhverfisráðuneytið og fjár- málaráðuneytið hafa innleitt um- hverfissjónarmið við opinber inn- kaup. Þá hefur verið ákveðið að breyta skattaumhverfi ökutækja þannig að hvatt verði til jákvæðra umhverfisáhrifa. Opinberir aðilar hafa ákveðið að fjölga vistvænum farartækjum á sínum snærum og sýna þannig gott fordæmi. Í iðn- aðarráðuneytinu er nú unnið að því í samvinnu við sveitarfélög og olíu- félög að reistar verði fjölorkustöðv- ar við hringveginn og þannig ýtt undir notkun farartækja sem nota óhefðbundið eldsneyti. Unnið er að umfangsmiklum samgönguframkvæmdum um land allt og aldrei hefur jafnmiklu fé verið varið til málaflokksins og ráð- gert er næstu þrjú ár. Verið er að lyfta grettistaki í útbreiðslu far- símasambands, senn hefst upp- bygging á háhraðanetþjónustu á svæðum þar sem markaðsaðstæður eru með þeim hætti að einkaaðilar halda að sér höndum. Lagning á nýjum sæstreng milli Íslands og Danmerkur er hafin. Í iðnaðarráðuneytinu eru orku- málin í brennidepli, enda hefur áhugi erlendra fjárfesta á margs konar orkufrekum iðnaði farið vax- andi. Skattaumhverfi fyrirtækja hér á landi er hagstætt, auk þess sem fyrirtæki vilja í vaxandi mæli nýta raforku frá endurnýjanlegum orkulindum. Ríkisstjórnin hefur verið sökuð um að einblína á áliðn- að sem stórnotanda raforku í stað þess að ýta undir uppbyggingu annars konar orkufrekrar starf- semi. Það er ekki rétt. Á Akureyri er að rísa álþynnuverksmiðja, senn verður hafist handa við uppbygg- ingu gagnavers í Reykjanesbæ og tvö sólarkísilfyrirtæki hafa sýnt áhuga á að hefja starfsemi hér á landi. Allt eru þetta dæmi um orku- freka starfsemi sem sækist mjög eftir „grænni“ raforku. Styrkur sjávarútvegsins hefur komið glöggt í ljós með hæfni sjáv- arútvegsfyrirtækja til að laga sig að þriðjungs niðurskurði á þorsk- veiðiheimildum á síðasta fisk- veiðiári. Hærra afurðaverð erlendis og gengislækkun krónunnar hafa vissulega auðveldað þessa aðlögun. Þrátt fyrir það og ýmsar mótvæg- isaðgerðir ríkisstjórnarinnar er ljóst að þessi aflasamdráttur reyn- ist sjávarbyggðum og þeim sem starfa í atvinnugreininni erfiður. Það er höfuðmál að hvika ekki frá markaðri fiskveiðistefnu því aðeins þannig mun okkur takast að styrkja þorskstofninn svo unnt verði á næstu árum að auka afla- heimildir á ný. Innleiðing nýrrar matvælalög- gjafar Evrópusambandsins er mik- ilvæg ef við ætlum að halda stöðu okkar á innri markaði sambandsins fyrir sjávarafurðir og jafnframt að styrkja möguleika til að flytja út landbúnaðarafurðir. Frumvarp þess efnis verður endurflutt með nokkrum breytingum nú í haust. Breytingarnar miða allar að því að treysta heimildir okkar til að tryggja heilnæmi afurða og að gera eftirlitskerfið ekki þyngra en nauð- synlegt er. Það er og verður stefna ríkisstjórnarinnar að standa vörð um öflugan landbúnað og mat- vælaframleiðslu í landinu og nýta þau sóknarfæri sem fást með sam- ræmdri matvælalöggjöf. Herra forseti, góðir áheyrendur. Við megum ekki láta hugfallast í umrótinu nú því að framtíðarhorfur íslensku þjóðarinnar eru bjartar. Ég er sannfærður um að ef við höldum ótrauð áfram á þeirri braut sem mörkuð hefur verið á síðustu árum muni okkur áfram farnast vel og við skara fram úr í samfélagi þjóðanna. Ég nefni fimm atriði:  Þjóðin býr að auðlindum sem sífellt verða verðmætari í heimi þar sem ásókn í matvæli og orku eykst ár frá ári. Fiskimiðin okkar, jarð- varminn, fallorkan í jökulvötn- unum, hreina lindarvatnið, ægifög- ur náttúra og víðerni eru náttúruauðlindir sem aðrar þjóðir öfunda okkur af. Það á að vera okk- ur keppikefli að nýta þessar auð- lindir á sjálfbæran hátt eftir því sem hægt er.  Með markvissum skattalækk- unum á einstaklinga og fyrirtæki hefur verið ýtt undir frumkvæði og þor sem hefur leitt til stórkostlegra framfara á flestöllum sviðum ís- lensks þjóðfélags.  Hið opinbera hefur dregið sig út úr margs konar atvinnurekstri sem hefur aukið svigrúm einka- framtaksins til hagsbóta fyrir heild- ina.  Þjóðin er samstiga um að hér á landi eigi að vera öflugt velferð- arkerfi sem styður við einstak- lingana þegar á bjátar.  Þjóðin sjálf er þó mesta auð- lindin. Eiginleikar hennar hafa skil- að okkur í fremstu röð. Og með sí- vaxandi menntun mun þjóðin geta áorkað enn meiru. Herra forseti, góðir Íslendingar. Langbrýnasta verkefni næstu mánaða er að ná verðbólgunni nið- ur. Hún er sá skaðvaldur sem mest- um búsifjum veldur á heimilum al- mennings og í rekstri fyrirtækja. Um leið og árangur næst í þeirri baráttu munu vextir lækka. Og með auknu jafnvægi í þjóðarbúskapnum mun gengi íslensku krónunnar styrkjast á ný, enda alltof lágt um þessar mundir að mati flestra. Þjóðin veit að í aldanna rás hefur það ævinlega orðið okkur Íslend- ingum til hjálpar þegar bjátað hef- ur á að æðrast ekki, heldur bíta á jaxlinn og seiglast áfram. Við höf- um lært af langri búsetu í harðbýlu landi að orðskrúð og innantómar upp-hrópanir færa ekki björg í bú. Við viljum að verkin tali. Og þannig munum við sigrast á yfirstandandi erfiðleikum. Við þurfum öll að leggjast á eitt, beita margs konar úrræðum og það mun taka tíma – en að lokum munum við sem þjóð og sem einstaklingar á þessu landi sem er okkur svo kært standa af okkur fárviðrið og hefja nýja sókn á öllum sviðum. Góðar stundir! vægis á ný EF FLEIRI bankar en Glitnir lenda í vandræðum, á þáað ríkisvæða þá hvern á fætur öðrum? Ætlar ríkið aðviðhalda ofurlaunakerfinu í nýja ríkisbankanum? Að þessu spurði Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, í umræðum um stefnuræðu for- sætisráðherra á Alþingi í gær. „Sjálfstæðisflokkur og Samfylking rjúka til um eina helgi, þar sem ákveðið er – óvíst á hvaða stöðum – að neyðarlausnin sé að kaupa banka án þess að heimild Alþingis liggi fyrir, svo fjár- málaþjónusta Íslands kollsigli ekki,“ sagði Guðjón. Ósvífinn blekkingaleikur Hann sakaði stjórnvöld um að hafa stundað „ósvífinn blekkingaleik“ til að villa um fyrir almenningi. Því hefði verið haldið á lofti að hér væri allt svo bjart og engar áhyggjur þyrfti að hafa. Nú væri atvinnuleysi hins veg- ar að aukast, verðbólga í hæstu hæðum, gjaldmiðillinn hruninn og hag- vöxtur neikvæður. „Þúsundir heimila í landinu ramba á barmi gjaldþrots. Venjulegir, heiðarlegir Íslendingar horfa fram á efnahagslegt hrun með tilheyrandi persónulegum harmleikjum,“ sagði Guðjón og kallaði eftir samráði þingmanna, verkalýðshreyfingar og atvinnurekenda og áréttaði einnig að endurskoða þyrfti kvótakerfið. Heimili á barmi gjaldþrots og bankar ríkisvæddir Guðjón A. Kristjánsson VOFA kapítalismans gengur ljósum logum um hinn kap- ítalíska heim og nýfrjálshyggjuhugmyndafræðin skríður undir pilsfald hins opinbera. Þetta sagði Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi í gær. „Nýfrjáls- hyggjubyltingin er að éta börnin sín, enda hefur Hannes Hólmsteinn ekki skrifað blaðagrein í margar vikur,“ bætti hann við og átaldi stjórnvöld fyrir að hafa með einkavæðingu og blindri trú á markaðinn lagt leikvöll- inn fyrir „útrásar- og bankastrákana“ sem hafi skuldsett íslenska þjóðarbúið. Steingrímur sagði hægrimenn oft tala sem þeir einir kynnu að fara með peninga. Hins vegar hefðu það ekki verið vinstristjórnir sem gerðu Ísland að skuldugasta hagkerfi meðal þróaðra þjóða. „Það eru ekki sósíalistar, græningjar, anarkistar, marxistar eða reynslulausir ung- lingar sem hér hafa vélað um. Nei, það eru Davíð Oddsson, Jón Baldvin Hannibalsson, Halldór Ásgrímsson, Geir H. Haarde og nú upp á síðkastið með honum Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sem bera hér pólitíska ábyrgð,“ sagði Steingrímur en hvatti einnig til þess að vopnin yrðu slíðruð og sam- einast um að vinna á vandanum. Læsa ætti forystumenn stjórnmála, fjár- málalífs, verkalýðsfélaga og atvinnurekenda inni þar til samkomulag hefði náðst um hvernig unnið yrði úr yfirstandandi erfiðleikum. Nýfrjálshyggjan undir pilsfald hins opinbera Steingrímur J. Sigfússon „ATBURÐIR síðustu daga kalla á endurskoðun á leik- reglum fjármálakerfisins,“ sagði Jóhanna Sigurð- arsdóttir félagsmálaráðherra í umræðum um stefnu- ræðu forsætisráðherra á Alþingi í gær og nefndi sérstaklega krosseignatengsl, eignarhald fjármálastofn- ana í óskyldum rekstri og réttmæti kaupréttarsamninga og ofurlauna í fjármálageiranum. „Útrás fjármálafyr- irtækja virðist hafa einkennst meira af kappi en forsjá og kaupréttarsamningar hafa vafalaust átt sinn þátt í því að gera stjórnendur of áhættusækna. Græðgin réð því miður för og með ofurkjörunum slitu menn sig úr siðferðilegu sambandi við þjóðina. Af því verða þeir að læra,“ sagði Jóhanna og kallaði eftir því að fjármálastofnanir kæmu sterkt inn í þann björgunarleiðangur sem framundan væri til að bjarga heimilum og fyrirtækjum. Það ætti ekki aðeins að snúa að bönkunum heldur fyrst og fremst að fólkinu í landinu. Jóhanna lagði líka áherslu á að vaxtalækkunarferlið yrði að hefjast og berjast þyrfti fyrir hag þeirra sem höllustum fæti standa. „Þar duga hvorki kreddur frjálshyggjunnar né ríkiskapítalismi Sovétríkjanna sálugu. Þar dugar best að nýta markaðskerfið í þágu almannahagsmuna en ekki sér- hagsmuna og standa vörð um öflugt velferðarkerfi,“ sagði Jóhanna. Þarf að endurskoða leik- reglur fjármálakerfisins Jóhanna Sigurðardóttir STEFNURÆÐA forsætisráðherra var stefnulaus að mati Guðna Ágústssonar, formanns Framsóknarflokks, og í umræðum á Alþingi í gærkvöld sagði hann enga að- gerðaáætlun hafa verið setta fram. Guðni sagði marga hafa varað við því að hér á landi stefndi í fjármála- kreppu. „Hæstvirtur forsætisráðherra brosti þá í sak- leysi sínu og sagði að allt myndi fara á besta veg. Botn- inum er náð, sagði hann á þorra. Reyndist hann spámaður?“ spurði Guðni og lagði áherslu á að verja þyrfti krónuna og skapa jafnvægi og stöðugleika. „Evra og gjaldmiðilssamstarf er svo ákvörðun síðar. Brýnast af öllu er að keyra stýrivextina úr 15,5% í 5% fyrir jól.“ Úrræðalaus forsætisráðherra – Samfylkingin hætt störfum Guðni sagði sárt að horfa upp á forsætisráðherra úrræðalausan og stefnulausan í alvarlegasta „efnahagsróti Íslendinga fyrr og síðar“. Sam- fylkingin væri hætt störfum. Hvatti Guðni til þess að strax yrði skipaður hópur sérfræðinga til að vinna með stjórnmálamönnum. Verkalýðshreyf- ingin, atvinnurekendur, fjármálafyrirtæki og stjórnmálamenn yrðu kölluð að einu borði. „Vaknið, stjórnarliðar, samviska ykkar má ekki sofa við þessar aðstæður,“ sagði Guðni, kallaði eftir endurskoðun peningastefn- unnar og lýsti yfir efasemdum um hversu lítið væri veitt af þorski. Stefnulaus stefnuræða sem boðaði engin úrræði Guðni Ágústsson Blog.is Einar Sveinn Ragnarsson | 2. október Ekki nýjar fréttir Þetta eru svo sem ekki nýjar fréttir eða ófyr- irsjáanlegar. Krónan búin að vera í frjálsu falli og fjárstofnanir erlendis búnar að loka á viðskipti með íslensku krónuna. Það eina sem við getum vonast eftir núna er að stjórnin finni leið til að rétta okkur við sem fyrst, ekki að ég sjái það gerast í nánustu framtíð. Hvort sem það heitir evra, dollari, svissneskur franki, norsk króna eða fast gengi á íslensku krónuna þá þurfum við að fara að fá að sjá hvert við stefnum og hvort að það verði […] Meira: sveinki.blog.is Snorri í Betel | 2. október Stefnir í harðan vetur Allt stefnir í harðan vetur. Fjármálin, atvinnan, versl- un og verldin. Okkur er sagt að góðærið sé liðið en það kemur okkur ekki algerlega á óvart. Und- anfarin ár hafa hjáróma raddir bent á þessa hættu en þær voru reyndar ekki í takt við tíðarandann og því var ekki gaumgæft af „neikvæðu“ orðagjálfri úrtölumanna. En mátti ekki vita að menn tóku veru- lega áhættu? Fjármál hafa nefnilega í gegnum aldir haft þennan svip og eðli að peningarnir koma og fara- jafnvel fyrir lítið. Ég fékk einu sinni gefins kaffikönnu með þessari áletrun: „They say that mo- ney talks! Mine say good by!“. Snorribetel.blog.is Frelsisson | 2. október Skelfilegt Þetta ástand er auðvitað skelfilegt fyrir heimilin og fyrirtækin í landinu. Hús- in sum hver, bílarnir hjá stórum hluta landsmanna og nauðsynjavörur hækka og hækka … fyrirtækin fá ekki lán nema á okurvöxtum og gjaldþrot blasa við hundruðum ef ekki þúsundum í þjóð- félaginu ef ekkert verður að gert. Nú þurfa menn að grípa til róttækra að- gerða til að styrkja krónuna. Flotgengi hennar er að drepa þessa þjóð. Ef ég var eitt sinn andvígur ESB og því batteríi öllu saman, þá hlýtur maður nema geðveikur sé að vera orðinn hlynntur því með þeim ókostum sem því fylgir í dag [...] Meira: frelsisson.blog.is Sveinn hinn Ungi | 2. október Lokuðu augunum Geir segir að „efnahagsástand hefði á afar skömmum tíma breyst til hins verra.„ Maðurinn virðist ekkert fylgjast með. Blikur hafa verið á lofti í áraraðir. Stjórnvöld og bankarnir kjöftuðu upp „góðærið“ og lokuðu augunum fyrir aðvör- unarljósum sem blikkuðu út um allt. Skuldasöfnunin hefur verið ógurleg. Skuldir heimillanna fimmfölduðust á nokkrum árum. [...] í 1.000 milljarða. Meira: svennip.blog.is. Dunni | 2. október Beið spennt Öll þjóðin, [...] beið spennt eftir stefnu- ræðu forsætisráðherra. Ég og sjálfsagt flestir aðrir áttum von á að forsætis- ráðherra gerði þjóðinni grein fyrir til hvaða úr- ræða stjórnin ætlaði að grípa til að sigla þjóð- arskútunni út úr „þeim miklu erfiðleikum“ sem við höfum ratað í.Í stað „stefnu- ræðu“ flutti Geir […]endursögn úr frétt- um […] og endurtók að stjórnin hefði styrka hönd í efnahagsmálunum. Þar fyrir utan tíundaði hann þau frumvörp sem stjórnin fékk samþykkt á síðasta þingi í mennta-, félags- og sjávarútvegsmálum. Hann sagði að þau frumvörp tryggðu okk- ur dásemdartíma í framtíðinni. En það kom ekki eitt orð um hvernig hann ætlaði að fjármagna góðu árin [...] Meira: dunni.blog.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.