Morgunblaðið - 03.10.2008, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 03.10.2008, Blaðsíða 46
46 FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ MENNING SÝNINGIN Undrabörn, með ljós- myndum Mary Ellen Mark og Ívars Brynjarssonar, og heimildakvik- myndinni Alexander eftir Martin Bell, var opnuð í Nordiska Museet í Stokkhólmi á þriðjudaginn var. Sýningin kemur frá Þjóðminja- safni Íslands þar sem hún var upp- haflega sett upp í fyrrahaust. Á henni eru myndir sem Mark tók á átta vikna tímabili af nemendum og starfsfólki í tveimur sérskólum fyrir fatlaða í Reykjavík, Öskjuhlíð- arskóla og Safamýrarskóla. Ívar myndaði einnig innviði skólanna. Hefur sýningin notið talsverðrar athygli í Stokkhólmi. Verkefni Mary Ellen Mark birtist fyrst á síðum Morgunblaðsins. Ljósmynd/Mary Ellen Mark Lára Lilja Í sundi í Safamýrarskóla. Börnin í Svíþjóð Sýningin Undrabörn í Nordiska Museet HIN goðsagnakennda söng- kona Janis Joplin lifnar við í nýju verki Ólafs Hauks Sím- onarsonar, sem verður frum- sýnt í Íslensku óperunni í kvöld. Nefnist það Janis 27. Tónlist Joplin skipar stóran sess og sér hljómsveit Jóns Ólafssonar um hana. Ilmur Kristjánsdóttir og Bryndís Ás- mundsdóttir túlka Joplin en leikstjóri er Sigurður Sig- urjónsson. Rætt er við þau í Lesbók á morgun. Leiklist Janis Joplin í Íslensku óperunni Ilmur Kristjánsdóttir Janis Joplin á sviði Óperunnar mbl.is | Sjónvarp NORRÆNU sendiráðin í Finnlandi verða með sam- eginlegan bás á bókamessunni í Turku nú um helgina. Meðal dagskrárliða sem tengjast þátttöku Íslands er þátttaka höfundanna Kristínar Steinsdóttur, Sjóns og Að- alsteins Ásbergs Sigurðssonar. Tapio Koivukari flytur einþátt- ung um Guðrúnu Þorbjarn- ardóttur og sagnfræðingur fjallar um víkinga. Þá verður kynning á fornbókmenntum. Nokkrar ís- lenskar bækur eru að koma út á finnsku, þ.á m. Hávamál, Argóarflís Sjóns, Vetrarborgin eftir Arnald Indriðason og Engill í Vesturbænum eftir Kristínu Steinsdóttur. Bókmenntir Íslendingar á Turku-messunni Kristín Steinsdóttir MYNDLISTARKONAN Rut Rebekka opnar sína 17. einka- sýningu í Grafíksafni Íslands. Að þessu sinni sýnir Rut Re- bekka stór olíumálverk. Listakonan hefur sýnt víða á liðnum árum. Erlendis hefur hún meðal annars sýnt í Galleri Gammelstrand í Kaupmanna- höfn, Hamar Kunsforening í Noregi og Pitea Kunstforening í Svíþjóð. Hér heima hefur hún sýnt á Kjarvals- stöðum, í Norræna húsinu og í Hafnarborg í Hafnarfirði. Grafíksafn Íslands er að Tryggvagötu 17, Hafn- arhúsinu, hafnarmegin. Opið er fimmtudaga til sunndaga, kl. 14-18. Myndlist Rut Rebekka sýnir í Grafíksafninu Rut Rebekka „ÉG kalla sýninguna „Annar heim- ur“ því á ferðalagi mínu í Kína árið 2004 fannst mér ég vera dottin inn í annan heim og annan tíma,“ segir Jóna Þorvaldsdóttir ljósmyndari. Hún opnar sýningu á verkum sínum í Galleríi Sævars Karls á laugardag kl. 14. Flestar myndirnar tók Jóna í Suð- ur-Kína, meðal annars á hrísgrjóna- ekrum í Guizhou-héraði og á leið til Guilin, sem hún segir dásamlega fal- legan stað. „Það sem kom mér einna mest á óvart var að ganga á Kínamúrnum þar sem hann er að hruni kominn og villtur gróður fær að vaxa óhindr- aður inni á milli steinanna og ekki nokkra sálu að sjá. Ég var alsæl að fá að eyða deg- inum þar, alein með myndavélina mína. Þarna gerði ég mér heldur betur grein fyrir hversu mikið mannvirki þetta er og hugsaði með samúð til allra þeirra sem þurftu að strita við að byggja það,“ segir hún. Ljósmyndirnar eru allar teknar á innrauðar svarthvítar filmur, sem Jóna hefur stækkað á fíberpappír, þannig að hver og ein mynd er ein- stök. „Oft tekur það mig langan tíma að prenta myndina eins og ég vil hafa hana og þarf ég helst að melta hverja og eina mynd í dágóðan tíma áður en ég er tilbúin til þess að láta hana frá mér.“ Hluti af andvirði seldra verka rennur til heimilis fyrir munaðarlaus börn í Suður-Kína. Þetta er fimmta einkasýning Jónu en hún tók einnig þátt í nokkrum samsýningum í Póllandi, þar sem hún bjó um skeið og stundaði ljós- myndanám við European Institute of Photography. efi@mbl.is Annar heimur í Kína Jóna Þorvaldsdóttir sýnir handunnar innrauðar ljósmyndir Jóna Þorvaldsdóttir Eftir Gunnhildi Finnsdóttur gunnhildur@mbl.is SNERTIFLETIR hugvísinda og lista verða kannaðir í þaula á ráð- stefnunni Rannsóknir í listum sem haldin er í Listaháskólanum í dag og á morgun. Ólöf Gerður Sigfús- dóttir, forstöðumaður rannsókn- arþjónustu LHÍ, segir tvö alger- lega andstæð sjónarmið ríkjandi á þessu sviði. „Menn eru ann- aðhvort með eða á móti því að list- ir séu gerðar að akademískum rannsóknum. Margir hafa áhyggj- ur af því að ef listirnar verða kenndar í háskólum sem rann- sóknartengd fræði þá muni list- ræn gæði verkanna minnka og telja að of mikil áhersla á kennslu í aðferðafræði og rannsókn- artækni dragi athyglina frá list- fengi. Það eru líka vissar áhyggj- ur yfir því að ef listaháskólar fara að sækja fé í rannsóknarsjóði þá neyðist listamenn og listnemar til þess að laga sinn tjáningarmáta að fræðakreðsunum,“ segir Ólöf Gerður. Tengja sköpun og fræði Aðrir segja enga ástæðu til þess að óttast afdrif listanna í há- skólasamfélaginu. „Því er á móti haldið fram að til dæmis dokt- orsnemi í dansi geti tengt sína listsköpun við fræði, strauma og stefnur í danssögunni og hafi tök á því að nota ýmis tæki aðferða- fræðinnar og þetta styrki list- sköpunina.“ Ólöf segir mikilvægt að gera greinarmun á rannsóknartengdu listnámi og svo hugvísindum sem tengjast listum, t.d. fagurfræði og leikhúsfræði. Hjá listnemum sé sköpunin meginþátturinn í rann- sóknarferlinu. „En það sem hefur verið að gerast í háskólum í Bandaríkjunum og Evrópu er að í hefðbundnum hug- og félagsvísindagreinum hefur myndast sveigjanleiki gagnvart því að nemendur séu túlkandi og skapandi í aðferðum og miðlun. Það sem okkur finnst mikilvægt er að eiga í lifandi samræðum við alla háskóla í landinu vegna þess að það er mikilvægt að tengja þessa nemendur.“ Í haust var í fyrsta skipti boðið upp á framhaldsnám á há- skólastigi í listum á Íslandi og er það í tónsmíðum við LHÍ. „Það var tekin ákvörðun um það starx í byrjun að það nám yrði rannsókn- artengt. Það er ekki komin nið- urstaða í þessa umræðu erlendis, hvernig eigi að tengja listnám og rannsóknir. Þetta er í rauninni mjög ný þróun og það sem er að gerast í Listaháskólanum er mjög spennandi og mikilvægt að fá þessa sérfræðinga og dokt- orsnema inn í umræðuna.“ Á mótum lista og vísinda Ráðstefna um rannsóknir í listum sett í Listaháskóla Íslands í dag Í HNOTSKURN »Á ráðstefnunni koma framfimm lykilfyrirlesarar, Henk Borgdorff, Mary Anne Francis, Terry Rosenberg, Georg Weinand og Simon Bayly. »Þrír doktorsnemar í list-um lýsa sinni reynslu af rannsóknartengdu listnámi, þau Mark Curran, Bryndís Snæbjörnsdóttir og Katrine Hjelde. »Ráðstefnan hefst klukkanníu í húsnæði Listaháskól- ans við Sölvhólsgötu 13 og er öllum opin. Morgunblaðið/Golli Spennandi „Það sem er að gerast í Listaháskólanum er mjög spennandi,“ segir Ólöf Gerður Sigfúsdóttir, forstöðumaður rannsóknarþjónustu LHÍ. Maður þarf að vera mjög duglegur að af- neita því sem er í kringum mann... 48 » Sveinbjörn I. Baldvinsson, rithöfundur Elvar Berg, píanóleikari Forseti bæjarstjórnar, Kristján Sveinbjörnsson Álftaneskórinn Dalvísa og Smávinir fagrir – Jónas Hallgrímsson Forseti Íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson Sigrún Magnúsdóttir, þjóðfræðingur „Áhrif dr. Hallgríms Scheving á skólasveina á Bessastöðum“ Ingibjörg Guðjónsdóttir, sópran og Tinna Þorsteinsdóttir, píanó, Ég bið að heilsa – Jónas Hallgrímsson Veitingahlé Einar Laxness, sagnfræðingur „Sitthvað um Bessastaðaskóla“ Ingibjörg Guðjónsdóttir, sópran og Tinna Þorsteinsdóttir, píanó, f lytja Átt-Atvinnuvegur „Microperu“ eftir Tryggva M. Baldvinsson tónskáld Guðrún Kvaran, prófessor á hugvísindasviði H.Í. „Áhyggjur orðasafnarans“ Stofnun Félags áhugamanna um sögu Bessastaðaskóla – Þorleifur Friðriksson fundarstjóri – lög borin upp til samþykktar og stjórn kosin Kynnir Tónlist Setning Tónlist Ávarp Erindi Tónlist Frásagnir Tónlist Erindi Félagið Áhrif og arfur dr. Hallgríms Scheving Hátíðarsamkoma í Hátíðarsal íþróttaHúss álftaness 4. október 2008 kl . 14.00 – vag ga ísl e nsk r a r m e n n i nga r – Ú T G E R Ð IN · A 3 /H G M Dagskráin er skipulögð af SÁUM (Samtökum áhugafólks um menningarhús á Áftanesi) með stuðningi frá Sveitarfélaginu Álftanesi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.