Morgunblaðið - 03.10.2008, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.10.2008, Blaðsíða 1
F Ö S T U D A G U R 3. O K T Ó B E R 2 0 0 8 STOFNAÐ 1913 270. tölublað 96. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er Nýjar 1 lítra umbúðir Eftir Höllu Gunnarsdóttur halla@mbl.is KAUP ríkisins á 75% hluti í Glitni marka ekki endapunkt í hremming- unum sem nú steðja að íslensku bankakerfi. Þetta kom fram í stefnu- ræðu Geirs H. Haarde forsætisráð- herra á Alþingi í gær. „Ríkissjóður stefnir ekki að því að eiga hlut í Glitni til langframa og mun selja hann þegar aðstæður leyfa. Frum- kvæðið í þessu máli kom frá for- svarsmönnum Glitnis og því fer fjarri að ríkið hafi yfirtekið Glitni með valdboði eða sóst sérstaklega eftir því að eignast í bankanum,“ sagði Geir og benti á að aðrar rík- isstjórnir hefðu gripið til hliðstæðra aðgerða. Nauðsynlegar fórnir færðar Geir sagði að nauðsynlegar fórnir yrðu færðar til að tryggja stöðug- leika fjármálakerfisins. „Í því verk- efni verður sem fyrr gengið fram með hagsmuni almennings að leið- arljósi,“ sagði Geir og hvatti Íslend- inga til að láta ekki hugfallast. „Þjóð- in veit að í aldanna rás hefur það ævinlega orðið okkur Íslendingum til hjálpar þegar bjátað hefur á, að æðrast ekki, heldur bíta á jaxlinn.“ Glitniskaup marka ekki endapunkt  Sóttist ekki eftir að eignast hlut í bankanum Morgunblaðið/Brynjar Gauti Áfram þjóð Ríkið ætlar ekki að eiga hlut í Glitni til langframa, sagði Geir H. Haarde á Alþingi í gær og brýndi Íslendinga til dáða í hremmingunum.  Hagsmunir almennings hafðir að leiðarljósi  Stefnuræða og umræður | 30-31 Eftir Björgvin Guðmundsson bjorgvin@mbl.is FJÁRFESTAR sem Morgunblaðið ræddi við í gær sögðu íslensku bankana nánast hafa lokað fyrir viðskipti með gjaldeyri. Einungis í fáum tilvikum var hægt að kaupa gjaldeyri, þá helst til að greiða er- lend lán sem tekin voru hjá við- komandi banka. Í öðrum tilvikum voru kjörin það óhagstæð að við- skiptin voru „verðlögð út af borð- inu“. Það er ekki yfirlýst stefna bank- anna að loka fyrir gjaldeyrisvið- skipti. Hins vegar hefur aðgangur þeirra að gjaldeyri minnkað það mikið að þeir hamstra það sem þeir eiga. Af þeim sökum var velta á ís- lenskum gjaldeyrismarkaði lítil. Auknar áhyggjur Það mátti heyra í gær að áhyggjur fólks í fjármálafyrirtækj- um sem og venjulegum fyrirtækj- um hafa aukist mikið. Öll fjár- mögnun erlendis frá er að verða erfiðari og verið er að loka á lána- fyrirgreiðslu. Margir fullyrða að grípa verði til róttækra aðgerða til að losa um hnútinn. Samkvæmt Bloomberg-frétta- veitunni ráðleggja erlendir sér- fræðingar viðskiptamönnum sínum að forðast íslensku krónuna. Þar kemur fram að tiltrú fjárfesta á fjármálakerfinu hafi minnkað og efasemdir séu uppi um getu hins opinbera til að styðja við banka í erfiðleikum eftir kaupin á Glitni. Kaupa ekki krónur Bankarnir takmarka gjaldeyrisviðskipti  Gjaldeyriskreppan | 19 EF erlendir fjármálamarkaðir opnast ekki fyrir Íslend- ingum þarf íslenska ríkið annaðhvort að sækja um neyðarlán til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins eða erlendra neyðarbanka, ellegar lýsa yfir greiðsluþroti, og væri landið þá komið í lánstraustsflokk með þjóðum Suður- Ameríku. Þetta segir Gylfi Magnússon, dósent við við- skiptafræðideild Háskóla Íslands. Sérfræðingar sem Morgunblaðið ræddi við eru sam- mála um að hjálp frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum væri algjör þrautalending og í því fælist uppgjöf. Tekið yrði eftir því um allan heim, enda hefðu iðnríki ekki sóst eftir fjárhagsaðstoð sjóðsins um langt skeið, hvað þá land í stöðu Íslands þar sem eru einhverjar hæstu þjóðartekjur á mann í heimi. Þyrfti Ísland hins vegar að lýsa yfir greiðsluþroti myndi fjármálakerfið hrein- lega stöðvast og erlendir kröfuhafar tapa stórfé, að sögn Gylfa. Ekki rætt um að leita til gjaldeyrissjóðsins Úr stjórnkerfinu fást þær upplýsingar að ekki hafi komið til umræðu að leita á náðir Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins. Ríkið sé ekki á leið í þrot heldur sé aðeins um tímabundnar hremmingar að ræða vegna erfiðs efnahagsástands á heimsvísu. Lán eða greiðsluþrot? Ísland gæti þurft að lýsa yfir greiðsluþroti sem setti landið í lánstraustsflokk með þjóðum S-Ameríku ef fer sem horfir  Þrautalending og horfur | 4 Efnahagur í óvissu  Úrvalsvísitalan hefur fallið um 22% frá júlí  Gengisvísitalan steig hæst í 213 stig í gær  Viðskipti á íslenskum gjaldeyrismarkaði lítil  Þjóðarbúið skuldar 9.500 milljarða króna FORMENN stjórnarandstöðuflokk- anna hvöttu til þess á Alþingi í gær að verkalýðsfélög, atvinnurek- endur og forystumenn stjórnmála og fjármálalífs yrðu kölluð saman til að ná samkomulagi um hvernig eigi að bregðast við efnahagsvand- anum. Steingrímur J. Sigfússon lagði til að hópurinn sæti þar til samkomulagi væri náð. „Dyrnar verða læstar þar til kominn er hvít- ur reykur,“ sagði hann og lýsti sig reiðubúinn til þátttöku og það sama gerðu Guðni Ágústsson og Guðjón A. Kristjánsson. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Saman Krafan um samráð er skýr. Læst þar til sátt næst
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.