Morgunblaðið - 03.10.2008, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 03.10.2008, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER 2008 47 ÉG held að ég hafi aldrei heyrt Fantasíu í f-moll eftir Schubert leikna eins vel á tónleikum eins og á Kjarvalsstöðum um helgina. Fantasían sem er fyrir tvo pí- anóleikara (en eitt píanó) er eitt vinsælasta verk sinnar tegundar, enda forkunnarfagurt. Í þetta sinn spiluðu þær Steinunn Birna Ragn- arsdóttir og Mona Kontra og út- koman var framúrskarandi. Tækni- legt öryggi var ávallt til staðar, en samt var skáldskapurinn ávallt í forgrunni. Hendingamótun var sérlega vönduð og innhverfar hlið- ar tónlistarinnar voru svo hrífandi að maður sá allskonar myndir fyrir sér. Og kraftmeiri hlutar voru grípandi, enda leiknir fumlaust og gæddir nauðsynlegri skerpu. Sex lög eftir Schumannhjónin, þau Clöru og Róbert, voru einnig frábær. Hulda Björk Garðars- dóttir, ein okkar besta sópran- söngkona, flutti lögin við meðleik Steinunnar Birnu og litaði söng sinn réttu blæbrigðunum. Lögin, sem fjölluðu um þetta dæmigerða hjá ljóðskáldum rómantíkurinnar, öðluðust líf í tilfinningaþrungnum söngnum og alúðlegum píanó- leiknum. Maður hefði viljað hafa lögin miklu fleiri! Hið svokallað Dumky-tríó eftir Dvorák, sem Tríó Nordica flutti eftir hlé, kom einnig sérlega vel út. Allar meginlínur tónsmíðarinnar, frá ljúfsárri eftirsjá til ofsafeng- innar gleði, fengu að njóta sín í rafmagnaðri túlkuninni. Samt var nákvæmnin í samleiknum aðdáun- arverð. Ég get ekki ímyndað mér að hægt sé að gera mikið betur en það. Tónleikarnir voru þeir síðari í kammertónlistarhátíð sem Tríó Nordica hélt í fyrsta sinn um helgina og mun hátíðin verða ár- viss viðburður. Á þessum síðustu og verstu er gott að hafa eitthvað til að hlakka til. Tveir píanóleikarar og eitt píanó TÓNLIST Kjarvalsstaðir Tónlist eftir Clöru og Robert Schumann, Schubert og Dvorák. Flytjendur: Tríó Nordica (Auður Hafsteinsdóttir, Bryndís Halla Gylfadóttir og Móna Kontra), ásamt Steinunni Birnu Ragn- arsdóttur og Huldu Björk Garðarsdóttur. Sunnudagur 28. september. Kammertónleikarbbbbm Jónas Sen Föstudagur, 3. október: 09.00-09.15 Opnun ráðstefnu 09.15-10.15 Henk Borgdorff Positioning Artistic Research 10.15-10.45 Katrine Hjelde Constructing a Reflective Site? 10.45-11.00 Kaffihlé 11.00-12.00 Georg Weinand Artistic research: What for? 12.00-13.30 Hádegishlé 13.30-14.30 Terry Rosenberg Worthy of Gordius: The knotty problem of configuring creative practice as research 14.30-15.00 Mark Curran The Breathing Factory: A Globalised Evocation Laugardagur , 4. október: 10.00-11.00 Mary Anne Francis Art as Research: A Glossary 11.00-11.30 Bryndís Snæbjörnsdóttir Glazing the Gaze in a Human Animal Encounter 11.30-11.45 Kaffihlé 11.45-12.45 Simon Bayly You are Here: Relocating ‘Artistic’ Research in the Contemporary University Ráðstefnan er haldin í húsnæði skólans við Sölvhólsgötu 13. Hún er öllum opin og aðgangur ókeypis. Ráðstefnutungumálið er enska. http://lhi.is/rannsoknir/radstefna/ Alþjóðleg ráðstefna um rannsóknir í listum hefst í dag, föstudag RANNSÓKN „MÉR fannst Úlfur fyrst mjög dularfullur. Hann talaði ekki mikið, en hann tjáði sig mikið án orða. Mér finnst ég mjög lánsöm að hafa fengið að kynnast honum,“ segir serbneska myndlistarkonan Natalija Ribovic sem heldur sýninguna This is a Circle/Þetta er hringur í Gallerí Dvergi ásamt japönskum kollega sínum, Toru Fujita, sem þau tileinka Úlfi Chaka Karlssyni. Bæði voru þau góðir vinir hans og Natalija stundaði nám með honum í Kitakyushu í Japan veturinn 2005-2006. „Þegar við heyrðum að hann væri dáinn var okkur auðvitað mjög brugðið og ákváðum að koma hingað og halda sýningu honum til heiðurs.“ Natalija segir sýninguna snúast um þrjú tákn; svarta kanínu sem stendur fyrir tækni, Giovönnu sem er fulltrúi alheimsins og ömmu sem er táknmynd náttúrunnar. „Þau flugu saman til Íslands á töfrateppi. Við erum að vinna með spurningar um uppruna og samastaði og búa til samskiptagrundvöll fyrir þær. Við tjáum þessar hug- myndir meðal annars með teikningum, myndböndum og hreyfingum.“ Í einu verkanna er texti eftir Úlf sjálfan sem hann skrifaði fyrir tveimur árum. „Hann heitir Minimal Baro- que og var gerður í tengslum við vídeóverk sem ég gerði í Japan. Svo er líka teikning eftir hann sem heitir Þetta er hringur og mér finnst sá titill eiga mjög vel við sýn- inguna því hún fjallar um það hvernig allt er sam- antengt.“ Sýningin verður opnuð klukkan sjö í kvöld og við það tilefni mun hljómsveitin Bacon Live Support Unit koma fram. Hana skipa þeir Guðmundur Kristjánsson, Magn- ús Þorsteinsson, Pétur Már Guðmundsson, Gísli Már Sigurjónsson og Bogi Reynisson. Bogi segir að lista- mennirnir hafi haft samband við sig í aðdraganda sýn- ingarinnar og að hljómsveitin hafi strax ákveðið að taka þátt. „Þau komu yfir hálfan hnöttinn til þess að gera þetta,“ segir Bogi, en hann og Gísli voru félagar Úlfs í hljómsveitinni Stjörnukisa. gunnhildur@mbl.is Morgunblaðið/Brynjar Gauti Vinir Toru Fujita, Natalija Ribovic og Bogi Reynisson koma að sýningu um Úlf Chaka, sem er á skjánum fyrir aftan. Svarta kanínan lent Sýningin Þetta er hringur haldin í minningu listamanns- ins Úlfs Chaka Karlssonar MYNDLISTAR- og tónlistarmaðurinn Úlfur Chaka Karlsson var mjög virkur í íslensku tónlistarlífi, meðal annars sem einn af meðlimum hljómsveitarinnar Stjörnukisa, auk þess sem hann vann að myndlist. Hann útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands árið 2003 og hélt á skólaárum sínum þrjár sýningar: einkasýningar og samsýningar. Hann stundaði nám í japanskri sögu og menningu og hélt síðan í framhaldsnám í myndlist í Center of Contemporary Art í Japan 2005–2006 og lauk þaðan prófi. Úlfur lést á síðasta ári, aðeins 31 árs að aldri. Úlfur Chaka Karlsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.