Morgunblaðið - 03.10.2008, Page 27

Morgunblaðið - 03.10.2008, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER 2008 27 Jóhanna Sigurðardóttir Ég styð verkefnið Glitnir og Velferðarsjóður barna eru stoltir bakhjarlar “Verndarar barna” Kynntu þér verkefnið Verndarar barna inn á www.blattafram.is Það er á okkar ábyrgð að vernda börnin! Það eru engar auðveldar, algildar og gulltryggðar lausnir á þeim vandamálum sem tengjast kynferðisof- beldi á börnum. Bestu viðbrögðin í einum aðstæðum eru ekki endilega besti kosturinn í öðrum. Verndarar Barna námskeiðið mun gefa þér ógrynni upplýsinga sem munu auðvelda þér að finna þín eigin svör – hver svo sem tengsl þín við vandann eru. Ein af hverjum fimm stúlkum og einn af hverjum tíu drengjum verða fyrir kynferðisofbeldi fyrir 18 ára aldur. Markmið okkar er að fyrirbyggja kynferðisofbeldi á börnum. Við bjóðum þér að slást í lið með okkur. HÉR Á landi er margur sem líður ekki vel, ef marka má háar tölur Landlæknisemb- ættisins um algengi geðsjúkdóma. Sjúkdóm- ar sem ýmist eiga rætur í eða leiða til andlegra erfiðleika án þess að vera taldir til geðsjúkdóma, sbr. alkó- hólisma og fíkn, eru einnig mjög út- breiddir. Kreppunni fylgir óhjákvæmilega andlegt álag fyrir foreldra. Það getur reynt verulega á andlegan styrk þeirra að takast á við kreppu. Við slíkar að- stæður getur reynst erfitt að rækja foreldrahlutverkið sem skyldi. Brýnt er að afstýra því og fyrirbyggja að kreppan bitni á börnum og unglingum. Kreppan og efnahagslegar þrengingar geta þó einnig haft jákvæðar afleið- ingar. Þegar dregur úr efnahagskapp- hlaupinu gefst tími til að njóta lengri samvista við sína nánustu, meiri tími til að sinna börnunum okkar. Uppbyggileg samvera foreldra og barna var í brennidepli á forvarnar- degi Forseta Íslands árið 2006. Þá voru birtar niðurstöður rannsóknar á könnun á viðhorfi 9. bekkinga til for- eldra sinna. Þar kom m.a. fram að því meiri tíma sem foreldrar verja með unglingum því ólíklegra er að þeir leið- ist út í fíkniefnaneyslu. Rannsóknin leiddi jafnframt í ljós að brýnt er að foreldrar beri hag unglinganna sinna fyrir brjósti, þekki skólafélaga og vina þeirra og séu hluti af samfélagi og neti foreldra. Þegar foreldrar eru virkir þátttakendur í lífi barnanna þá eru þeir einnig betur meðvitaðir um líðan og aðstæður barna sinna. Þeir eiga því hægara með að grípa inn í þegar barninu líður illa, eru betur í stakk búnir til að hlúa að andlegri heilsu þeirra. Mörg okkar sem höfum gengið í gegnum andleg veikindi erum þeirrar skoðunar að fyrsta reynslan af því að veikjast var jafnframt sú erfiðasta. Æskunni fylgja væntingar, draumar og framtíðarsýn. Þegar ung mann- eskja lendir í miklu mótlæti, eins og geðröskun, er hætt við að draumarnir hrynji, sjálfsmyndin brotni og óörygg- ið taki við. Geðsjúkdómur leiðir af sér breytt raunveruleikatengsl þess sem glímir við hann og þessi breyttu tengsl geta kallað fram fordóma. Þeir veiku sjá sig og aðra með augum sjúkdóms- ins á meðan samfélagið sér sjúkdóm en ekki persónu. Umburðarlyndi og skilningur eru að sjálfsögðu mikilvæg í þessu samhengi en virðing og áhugi eru það ekki síður. Þörfin fyrir stuðn- ing fjölskyldunnar er mikill og getur stuðningur hennar skipt sköpum í bata. Andlegt heilbrigði er ekki einka- mál geðsjúkra. Andlegt heilbrigði er undirstaða almennrar farsældar. Góð geðheilsa er því meðal mikilvægustu málefna hverrar þjóðarm, óháð tíð- aranda og árferði. Hlúðu að því sem þér þykir vænt um er þema Alþjóða-geðheilbrigð- isdagsins, sem verður haldinn þann 10. október nk. Áhersla dagsins er á mikilvægi uppbyggjandi samveru með sérstakri áherslu á ungt fólk. Nýtum okkur þau tækifæri sem við fáum til að deila tíma okkar með unga fólkinu okkar. Það er ekki nokkur vafi á að það styrkir andlega heilsu okkar og hefur ómæld fyrirbyggjandi áhrif, svo ekki sé minnst á þá ánægju sem slíkar stundir skapa. Hlúðu að því sem þér þykir vænt um Einar G. Kvaran og Hannes Jónas Eð- varðsson skrifa um uppbyggilega sam- veru foreldra og barna » Þegar dregur úr efnahagskapphlaup- inu gefst tími til að njóta lengri samvista við sína nánustu, meiri tími til að hlúa að börnum okkar. Einar G Kvaran Höfundar eru starfsmenn Geðhjálpar. Hannes Jónas Eðvarðsson TENGLAR .............................................. www.10okt.com/ ÞAÐ ER ekki leið til vinsælda að gagnrýna forseta Íslands en engu að síður óhjá- kvæmilegt, þegar svo ber undir. Með geðþótta- ákvörðun í þágu sér- hagsmuna og með synjun fjölmiðlalaga á ögurstundu, skaðaði Ólafur Ragnar Gríms- son Ísland meira en tárum tekur. Fjöl- miðlar hafa vald til þess að verja eigendur sína, og vald til þess að grafa undan eftirlitsstofnunum og einstaklingum sem eru eigendum fjölmiðilsins ekki að skapi. Auðmenn eiga ekki frekar en stjórnmálamenn að stjórna um- ræðum um sig í fjölmiðlum. Þróunin hefur orðið á þann veg hér á landi og við blasir okur á flestum sviðum ís- lensks viðskiptalífs sem og spilling í stjórnmálum. Þeir sem studdu for- setann í þessu ódæðisverki hafa von- andi áttað sig nú á skaðsemi þess að auðmenn skrifi sögu sína sjálfir í fjölmiðlum. Það er komið að enda- kafla spillingarsögunnar og tap- rekstur fjölmiðla aldrei meiri en nú. Bókfært tapið er fórnarkostnaður „áhættufíklanna“. Eigendur stærstu fjölmiðla- samsteypu Íslands, vinir forsetans, hafa leitast við að stýra fréttum og málum sem nú skipta alla Íslendinga gríðarlegu máli. Þeir hafa sett þjóð- arskútuna á hvolf, segjast svo enga ábyrgð bera og er það nú almenn- ings að rétta hana við. Enn eina ferð- ina. Eigendur þessarar fjölmiðla- samsteypu hafa á nokkrum árum sölsað undir sig flestallt sem hægt er að eignast hér á landi og spennt bog- ann ótrúlega hátt í útlöndum. Þetta hafa þeir gert með skuldsettum kaupum, krosseignatengslum, leyni- kennitölum og lögfræðingahræ- gömmum og í krafti fjölmiðla sinna miðlað upplýsingum til að fegra allt bramboltið. Með því að synja fjöl- miðlalögunum stuðlaði forseti Íslands að einok- un á upplýsingastreymi um stöðu Íslands, eign- um auðmanna og skuldastöðu. Hann hef- ur ítrekað verðlaunað spilltu öflin og græðg- ina. Þetta hefur villt mönnum sýn, meira að segja Illuga Jökulssyni, Þráni Bertelssyni, Hall- grími Helgasyni, Guð- mundi Andra Thorssyni og Sigurði G. Guðjóns- syni, auk allra hinna sem ná ekki upp í gáfur þessara snillinga en halda samt dauðhaldi í þá skoðun að hamingja þjóðarinnar snúist um að losna við Davíð Oddsson og Björn Bjarnason. Nauðsynlegt er að setja ný fjöl- miðlalög nú þegar 365 dagarnir eru liðnir. Forsetinn synjar þeim ekki aftur. Honum hefur aldrei verið hlýtt til gömlu Hafskipsmannanna, sem nú hafa látið að sér kveða á fjöl- miðlavettvangi. Að annar hópur auð- manna nái undirtökum í íslenskri fjölmiðlun ræður engu um nauðsyn nýrra fjölmiðlalaga, nema ef vera kynni fyrir Ólaf Ragnar Grímsson. Setja ber ný fjölmiðlalög sem tak- marka eignarhald auðmanna og við- skiptablokka á fjórða valdinu og skapa hér lýðræðislega umfjöllun um hvaðan milljarðalánin komu og hvert þau fóru. Glæfralánin sem nú berrassaður almenningurinn situr uppi með. Ræflarnir sem voru alltaf í vinnunni og var ekki einu sinni boðið í brúð- kaup aldarinnar, hvað þá í þotuna, á snekkjuna, í Bentleyinn eða á tón- leika Stuðmanna í London og hefur aldrei einu sinni séð mynd af Hans hátign prinsinum frá Katar, nýja eiganda Kaupþings. Veturinn verður erfiður en við tekur vor og sól því meirihluti þess- arar þjóðar er duglegt fólk. Hitt er svo stóra spurningin, hvernig eru svona Bentleybílar í snjó? Synjunarvald forset- ans ógn við lýðræðið Jónína Benedikts- dóttir skrifar um fjölmiðlalög Jónína Benediktsdóttir »Hvernig eru svona Bent- leybílar í snjó? Höfundur er framkvæmdastjóri detox.is. UM þessar mundir steðjar að okkur mjög alvarleg fjár- málakreppa sem auð- veldlega getur breiðst út og orðið að allsherj- arkreppu ef við gætum ekki að og bregðumst við af skynsemi. Á Ís- landi er mikið af ungu vel menntuðu fólki, sem að vísu skortir reynslu og þekkingu til að bregðast við erf- iðleikum vegna lang- varandi velmeg- unartímabils. Nú reynir því meir á eldra og reyndara fólk að taka forystu og koma í veg fyrir að ástandið verði verra en nauðsynlegt er. Hvað banka varðar verða þeir að hætta sínu eðlislæga ofbeldi og sýna meiri þolimæði, bæði fólki og fyrirtækjum. Ef þeir ganga fram með of miklu of- forsi verður tap þeirra meira og kreppan dýpri en nauðsyn ber til. Ef litið er til stjórnvalda verða þau að vakna af þessum svefndrunga og taka sig alvarlega á, veita þjóð- inni meiri og örar upplýsingar um gang mála og vera sýnilegri en verið hefur. Það er hlutverk stjórnvalda hvers tíma að leiða þjóð sína í gegnum erf- iðleika. En ekkert af þessu dugar ef fólkið í landinu missir kjark- inn. Nú er því komið að þjóðinni að standa sam- an. Hætta að naga skó- inn hvert af öðru, hætta að hlusta á sjúklegar samsæriskenningar minnipokamanna og af- leggja alla öfund. Nú er rétt að rifja það upp að í hverju mótlæti felast líka ný tækifæri. Íslendingum standa til boða, vegna sérþekk- ingar sinnar, gríðarleg verkefni á sviði orku- mála í nokkrum lönd- um, bæði jarðgufu og vatnsafls, ef fyrirtæki standa saman að þeirri vinnu. Það að selja eitthvað af stærri virkjunum Landsvirkjunar myndi skila þjóðinni miklu gjaldeyr- isinnstreymi á skömmum tíma, nú þegar þörfin er mest. Efla þarf ferðaþjónustu eins og kostur er. Auka þarf aflaheimildir verulega um næstu áramót. Flýta verður stór- framkvæmdum sem koma með er- lendan gjaldeyri inn í landið. Hér er fátt talið en munið bara eitt: kjark- leysi er það sem við þolum ekki. Hvar er nú kjark- urinn, Íslendingar? Bjarni Anton Ein- arsson skrifar um aðsteðjandi fjár- málavanda Bjarni Anton Einarsson »Efla þarf ferðaþjón- ustu eins og kostur er. Höfundur er bóndi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.