Morgunblaðið - 03.10.2008, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 03.10.2008, Blaðsíða 56
FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER 277. DAGUR ÁRSINS 2008 »MEST LESIÐ Á mbl.is »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 250 ÁSKRIFT 2950 HELGARÁSKRIFT 1800 PDF Á MBL.IS 1700 ÞETTA HELST» Vaxandi atvinnuleysi  Sumir atvinnurekendur eru farnir að biðja starfsfólk að taka á sig launa- lækkun og margir láta sig hafa það í ljósi aðstæðna. Örtröð hefur verið á Vinnumálastofnun höfuðborgarsvæð- isins þar sem atvinnuleysisskrán- ingum hefur fjölgað mjög. » 2 Erfið staða sveitarfélaga  Sum sveitarfélög eru með nánast öll lán í erlendri mynt. Staða þeirra sveitarfélaga sem hafa verið í mikilli þenslu og vexti er mjög erfið. » 10 Byrjað á álveri  Um hundrað manns vinna nú þegar við framkvæmdir vegna álvers Norð- uráls í Helguvík og starfsmönnum mun enn fjölga á næstu mánuðum. » 6 SKOÐANIR» Staksteinar: Ríkir traust? Forystugreinar: Út úr erfið- leikunum Ljósvaki: Fagmannleg umfjöllun … UMRÆÐAN» Bisnessmenn í hvítum sloppum Sóknarfæri í viðskiptum við Ekvador Hlúðu að því sem þér þykir vænt um Hvar er nú kjarkurinn, Íslendingar? Willys-jeppi endurfæðist Rauði þráðurinn í París er smár og … Renault fagnar langþráðum sigri Í draumalandi eftir flótta góðærisins BÍLAR » #3 3 3$ 3$ #3 3 4 !"5% . + " 6    (.  $3 3## 3 #3 3# 3## 3 #3 3$ -7)1 % 3## $3 3# 3 3## #3 3 3# ##3 89::;<= %>?<:=@6%AB@8 7;@;8;89::;<= 8C@%77<D@; @9<%77<D@; %E@%77<D@; %2=%%@F<;@7= G;A;@%7>G?@ %8< ?2<; 6?@6=%2+%=>;:; Heitast 3°C | Kaldast -6°C  Norðan og norð- vestan 10-18 m/s norð- vestan til, snjókoma og él. Hægari og léttir til á Suðausturlandi. » 10 Vinir listamannsins Úlfs Chaka Karls- sonar opna sýningu í minningu hans. Meðal tákna þar er svört kanína. » 47 MYNDLIST» Fannst Úlfur dularfullur FÓLK» Sá þyngsti ætlar að kvænast. » 49 Gagnrýnandi segir verkið Turbulent eftir Shirin Neshat eitt af merkustu listaverkum síðasta áratugar. » 55 KVIKMYNDAHÁTÍл Með mestu listaverkum BÓKMENNTIR» JK Rowling þénar á við næstu níu. » 54 KVIKMYNDIR» Reykjavík-Rotterdam: áferðarfalleg. » 53 Menning VEÐUR» 1. Flugvél Fossetts fundin 2. Hlutabréf og króna hríðfalla 3. Ósmekklegur hrekkur á YouTube 4. „Nú þarf að bjarga heimilunum …“  Íslenska krónan veiktist um 2,1% Veldu létt ... og mundu eftir ostur.is ostinum H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 0 7 -2 3 8 8 Leikfélag Akureyrar Dauða- syndirnar Í veskinu lúrir fimmtíu króna seðill – gefinn út í Danmörku. Þessar dönsku krónur hafa fengið sjálfstætt líf undanfarið og á hverjum degi breytist verð- gildið. Fyrir ári kostaði þessi seðill um 575 íslenskar krónur en í dag kostar hann um 1.050 slíkar krón- ur. Og áfram heldur þessi seðill að verða dýrari. Fyrir hann er hægt að fá einn öl á Strikinu í Kaup- mannahöfn en sé honum skipt í ís- lenskar krónur fást tveir slíkir á krá í miðbæ Reykjavíkur. Fyrir hann er hægt að kaupa tvær og hálfa ferð í strætó í Kaupmanna- höfn en næstum fjórar um götur höfuðstaðar Íslands. Á morgun verða þær kannski fimm og hver veit nema hægt verði að hringsóla í strætó dag eftir dag fyrir seðilinn á næstu dögum. sunna@mbl.is Auratal „GAMLIR peningakarlar skilja alls ekkert í þessu starfsvali mínu, þeim finnst þetta ekki vera fyrir karl- menn,“ segir Baldvin Már Baldvinsson sem hefur starf- að á leikskólanum Sólhlíð undanfarin þrjú ár og kann því vel. „Það gefur mér ákveðið forskot að vera eini karlmaðurinn á minni deild en annars erum við nokkuð vel sett með kynjahlutföll starfsfólks hér í þessum leik- skóla miðað við marga aðra, því við erum fjórir karl- menn sem störfum hér.“ Þegar Baldvin hóf störf á Sólhlíð var það ekki alfarið nýtt umhverfi fyrir hann, því hann var þar sem barn á sínum leikskólaárum. „Það var mjög notalegt að sjá kunnugleg andlit meðal starfsfólksins,“ segir hann. Baldvin segir starfið vissulega á stundum andlega lýjandi. „En á móti kemur hvað þetta er gefandi. Það er ótrúlega gaman að koma til vinnu þegar börnin koma hlaupandi á móti mér og knúsa mig í bak og fyrir.“ | 22 Eini karlinn á sinni deild Morgunblaðið/Golli ÉLJAGANGUR setti mikinn svip á höfuðborgarbraginn í gærkvöld og varð jörð alhvít víða. Ekki var annað að sjá en veturinn gæti vart beðið síns fyrsta dags sem er hinn 25. októ- ber samkvæmt almanakinu. Fólk átti á stundum erfitt með að komast leið- ar sinnar þótt óneitanlega væri fal- legt um að litast í vetrarríkinu. Mikið var um árekstra í borginni og vegna hálku hætti Strætó akstri í Kópavogi auk þess sem hálka var suður með sjó. Ærlegasta snjókoma í borginni Morgunblaðið/Brynjar Gauti Foseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, vakti athygli ungmenn- anna í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi á mikilvægi sjálfboða- liðsstarfa þegar hann tók þátt í kynningu á landssöfnuninni „Göng- um til góðs“ í skólanum í gær. Landssöfnun Rauða kross Íslands verður á morgun, laugardag. Öllum landsmönnum gefst kostur á að taka þátt í henni með því að ganga með söfnunarbauka milli húsa eða gefa peninga. Afraksturinn verður notaður til að sameina fjölskyldur sem hafa sundrast vegna stríðs- átaka í Kongó. | 15 Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Til góðs Forsetinn ætlar að safna. Sjálfboðastörf eru mikilvæg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.