Morgunblaðið - 03.10.2008, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 03.10.2008, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Ólafur Þ. Stephensen. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Útlitsritstjóri: Árni Jörgensen. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Almenningurhefur mikl-ar áhyggj- ur af efnahags- ástandinu. Það á jafnt við um þá sem reka heimili og fyrirtæki. Sumir eru jafnvel gripnir ör- væntingu. Það blasir við að lífskjör í landinu hafa rýrnað verulega á skömmum tíma. Alla vikuna hefur gengi krónunnar verið í frjálsu falli. Fyrirsjáanlegt er að mörgum heimilum og fyrirtækjum verður nánast ómögulegt að standa undir greiðslubyrði af erlendum lántökum. Allur innflutningur hækk- ar, aðföng fyrirtækjanna og neyzluvara almennings. Verð- bólgan eykst. Þá rýkur greiðslubyrði verðtryggðra lána heimilanna upp úr öllu valdi og margir hafa áhyggjur af því að geta ekki staðið í skilum. Hlutabréfaverð hefur hrun- ið í vikunni. Sparnaður þeirra tuga þúsunda fjölskyldna á Íslandi, sem hafa fjárfest í hlutabréfum á liðnum árum, skreppur saman. Vegna bankakreppunnar hafa líka margir áhyggjur af innstæð- unum sínum. Fyrirtæki hafa sagt upp þúsundum starfsmanna að undanförnu. Margir óttast um atvinnuöryggi sitt og af- komu. Góðærið er búið; lendingin reyndist hörð. Svör við áhyggjum almenn- ings og þeim spurningum, sem brenna á fólki, fengust ekki nema að hluta til í stefnuræðu forsætisráðherra og umræðunum um hana á Al- þingi í gærkvöldi. Geir H. Haarde gat engin áþreifanleg svör gefið um það hvernig á að stöðva fall krón- unnar frá degi til dags. Þó er alveg ljóst að þar verður að grípa til einhverra aðgerða. Þar getur komið til ný erlend lántaka, þótt hún sé nú bæði dýrari og torfengnari en fyrir nokkrum vikum. Annar möguleiki er nýir gjaldeyris- skiptasamningar við seðla- banka í nágrannaríkjunum, sem alllengi hefur verið leitað eftir. Að leita á náðir Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins hlýtur að vera neyðarúrræði, eins og fram kemur í Morgunblaðinu í dag. Forsætisráðherra getur eðlilega ekki greint frá að- gerðum sem þessum nema þær séu fastar í hendi. Annað hefði of mikil áhrif á vænt- ingar almennings og fjár- málamarkaðarins. Hann sagði hins vegar að rík- isstjórnin myndi tryggja fjár- málastöðugleika, færa þær fórnir sem þyrfti, tryggja hagsmuni almennings og inn- stæður. Ekki yrði látið þar við sitja með að efla gjaldeyris- varasjóð landsins. Vandséð er hvern- ig forystumenn stjórnarand- stöðunnar, sem hafa gagnrýnt aðgerðaleysi stjórnvalda, gætu hagað sér öðruvísi við núverandi aðstæður. Jóhanna Sigurðardóttir fé- lagsmálaráðherra höfðaði með réttu til siðferðiskenndar stjórnenda bankanna í orðum sínum í umræðunum. Bank- arnir buðu fram íbúðalán með lágum vöxtum og settu fram spár um greiðslubyrði mið- aðar við litla verðbólgu. Nú hefur verðbólgan rokið upp og í einhverjum tilfellum stefnir í mikla vaxtahækkun íbúðalána. Bankarnir verða að axla sína ábyrgð og að- stoða fólk við greiðsluaðlögun og endurfjármögnun. Félags- málaráðherra boðaði að Íbúðalánasjóður yrði hugs- anlega það skjól sem almenn- ingur þyrfti til endur- fjármögnunar húsnæðislána sinna. Forsætisráðherra talaði ekki mikið um stöðu gjald- miðilsins. Til skemmri tíma þarf að stöðva gengisfall krónunnar, til lengri tíma hlýtur að þurfa að skoða hvort hún dugi Íslandi til framtíðar. Það er áreiðanlega rétt, sem Össur Skarphéð- insson iðnaðarráðherra sagði í umræðunum, að fárviðrið að undanförnu mun breyta af- stöðu margra til Evrópusam- bandsaðildar og evrunnar. En það er lengri tíma mál; með vaxandi halla á ríkissjóði og hruni krónunnar er Ísland enn fjær því að uppfylla skil- yrðin fyrir upptöku evru en áður. Allt, sem stjórnmálamenn- irnir, bæði í stjórn og stjórn- arandstöðu, sögðu í gær um að Íslendingar væru vel menntuð og dugleg þjóð, ættu sterka lífeyrissjóði, að út- flutningsatvinnuvegirnir væru sterkir o.s.frv. kann að hafa hljómað svolítið klisju- kennt. En auðvitað er það rétt. Íslendingar hafa áður komizt út úr viðlíka þreng- ingum og það hafa aðrar þjóð- ir líka gert. Í uppbyggingarstarfinu þurfum við hins vegar að læra af mistökunum. Auka stöð- ugleikann í hagkerfinu; draga úr áhættunni; minnka mis- skiptinguna í launum og hlunnindum; leysa upp eigna- og valdatengslin sem gera hagkerfið enn viðkvæmara fyrir áföllum; fljúga svolítið lægra (og ekki á einkaþotum) svo að ekki þurfi aftur að koma til svo harkalegrar lendingar. Svörin við áhyggjum almennings fengust aðeins að hluta} Út úr erfiðleikunum S tjórnarþingmaðurinn Ólöf Nordal lýsti ágætlega þeim óróa sem ríkir á alþjóðlegum fjármálamörkuðum og þeim litla íslenska í pistli sínum hér í leiðaraopnu Morgunblaðsins í gær. Um það hef ég ekkert nema gott eitt að segja. Í niðurlagi pistilsins sagði þessi þingmaður Sjálfstæðisflokksins á Austurlandi: „Við þessar aðstæður skiptir vandaður fréttaflutningur miklu máli. Það er ekki bara nauðsynlegt að stjórnvöld í hverju landi, fjármálafyrirtæki og aðilar á markaði vandi sig. Það er ekki síður mikilvægt að fjölmiðlar vandi sig. Almenningur er uggandi um sinn hag. Um leið og sú grunn- skylda hvílir á fjölmiðlum að greina rétt frá at- burðum, leita svara og vera gagnrýnir á þær ákvarðanir sem teknar eru er líka nauðsynlegt að hræða ekki fólk að óþörfu. Við þurfum að sjá til sólar og trúa því að hún fari um síðir að skína á ný. Því það gerir hún.“ Svo mörg voru þau orð! Vá! segi ég nú bara. Heldur þingmaðurinn virkilega að við fjölmiðlafólk séum ekki að reyna alla daga að rækja okkar störf sem best við megum? Ekki bara í krísuástandi, heldur alltaf? Á meðan Róm brennur lofar þingmaðurinn okkur því að við munum sjá til sólar á ný! Mér finnst það eiginlega furðulegt að þingmaðurinn skuli beina spjótum sínum að fjölmiðlum í þessum efnum, þegar hún hefði svo vel getað notað tækifærið sem stjórn- arþingmaður til þess að lýsa því fyrir okkur Ís- lendingum til hvaða ráðstafana stjórnarflokk- arnir og ríkisstjórnin hyggjast grípa til þess að fleyta þjóðarskútunni með manni og mús í gegnum þann djúpa öldudal sem við nú erum í. Þessi vettvangur, „Pistill“, er vettvangur þar sem pistlahöfundar reifa sínar skoðanir, á eigin ábyrgð og hafa fullt frelsi til þess. Það er á eigin ábyrgð sem ég set fram þessi sjón- armið. Ég þarf ekki að gæta neins hlutleysis í þessum línum. Ég má hafa afdráttarlausar skoðanir og gagnrýna hvað sem mér sýnist eða hrósa. Margir virðast eiga erfitt með að greina á milli svona pistlaskrifa annars vegar og fréttaskrifa hins vegar. Mér ber skylda til þess að halda minni persónu og mínum skoð- unum fyrir utan mín fréttaskrif. Það geri ég eftir besta megni dag hvern. Ég kem stundum fram sem álitsgjafi í ljósvakamiðlum, nú síðast í Íslandi í dag á Stöð 2 í fyrrakvöld. Þar sagði ég skoðanir mínar svo umbúðalaust, að mér skilst að mörg- um hafi verið nóg boðið. Mér þykir miður ef ég hef sært velsæmiskennd þeirra sem hlýddu á mál mitt í þeim þætti, eða gekk fram af þeim með frekju og yfirgangi. En sem álitsgjafi hef ég nákvæmlega sama frelsi til þess að reifa mínar eigin skoðanir, sem eru á mína ábyrgð og einskis annars, og ég hef við pistlaskrifin. Fyrir mér er þetta sáraeinfalt, en mér hefur skilist á viðbrögðum gærdagsins að þetta sé ekki svo einfalt í huga margra. Hvað er til ráða?! Pistill Blaðamaður og álitsgjafi Agnes Bragadóttir Fjármálahrollur fer um Svisslendinga FRÉTTASKÝRING Eftir Karl Blöndal kbl@mbl.is S vissneski bankinn UBS til- kynnti í gær að von væri á því að „örlítill hagnaður“ yrði af rekstrinum á þriðja ársfjórðungi. Bank- inn hefur átt skelfilegt ár og tapað um 45 milljörðum svissneskra franka vegna afskrifta út af bandarískum undirmálslánum. Gengi hlutabréfa í bankanum hrapaði og var aðeins brot af genginu þegar best lét. Var jafnvel óttast að bankinn myndi ekki hafa það af, þótt nú virðist hann kominn fyrir horn. Er svissneska hagkerfið of lítið til að bjarga banka? Tilhugsunin um að stærsti banki landsins gæti farið á hausinn hefur hrist upp í Svisslendingum. UBS er einn af þeim bönkum, sem eru of stórir til að hægt sé að leyfa að þeir verði gjaldþrota. Við tíðindin vaknaði hins vegar sú grundvallarspurning hvort bankinn væri líka of stór til þess að Sviss gæti bjargað honum. Til þess væri svissneska hagkerfið ein- faldlega of lítið. Nú er talað um það hvað bjargarlausir stjórnendur og stjórnmálamenn séu í raun og af- hjúpað hafi verið hvað landið sé háð fjármálastarfseminni. „Ekkert land í Evrópu hefur geng- ið jafn langt í frjálsræðisátt í efna- hagslífi sínu og við,“ segir Kurt Im- hof, félagsfræðiprófessor við Háskólann í Zürich, í viðtali við þýska vikublaðið Die Zeit. Hann er þeirrar hyggju að á undanförnum árum hafi orðið til gjá á milli stjórnmálanna og viðskiptalífsins, á milli Bern og Zü- rich. „Hér hefur breiðst út hvöss and- úð á kerfinu og fyrir vikið er pólitíkin algerlega óhæf til að beita sér.“ Í Sviss er ýmislegt annað að finna en banka. Þar eru tvö af stærstu lyfjafyrirtækjum heims, Novartis og Roche, og Nestlé er stærsti mat- vælaframleiðandi heims. Hins vegar má færa rök að því að bankarnir séu forsenda þeirrar velmegunar, sem ríkir í Sviss og flaggskipin eru UBS og Credit Suisse. Að vissu leyti má bera þessa um- ræðu saman við það, sem nú er rætt hér á landi. Er íslenskt hagkerfi nógu öflugt til að standa undir því að bjarga illa stöddum bönkum? Sjávar- útvegur, álframleiðsla og ferða- mannaþjónusta standa undir drjúg- um gjaldeyristekjum, en hvað gerist á Íslandi við hrun fjármálageirans? Í greininni í Die Zeit segir að Svisslendingar hafi „kátir fylgst með því hvernig UBS og Credit Suisse nýttu auðug heimkynni til að leggja undir sig heiminn“. Með kreppunni hjá UBS hafi miklar efasemdir gert vart við sig. UBS geti ekki leikið laus- um hala á heimsmörkuðum og notið um leið tryggingar hjá svissneska seðlabankanum. Eigi miðpunkturinn að vera í Sviss verði að draga ræki- lega úr alþjóðlegri áhættu. Tími nýrra siða? Meðal annars er gagnrýnt að í Sviss hafi menn horfið frá uppruna sínum í bankamálum. Varkárir stjórnendur hafi vikið fyrir verðbréfaguttum sem knúnir séu áfram af bónusum. Nú þurfi nýja siði. Nýr stjórnarformaður, Peter Stur- er, er nú tekinn við hjá UBS. Sturer sagði í ræðu, sem birt var fyrir hlut- hafafund í gær, að nú yrði skorið niður og dregið úr kostnaði. Starfsemi bank- ans yrði skipt upp. Á fundinum var skipt um stjórn í bankanum. Sturer sagði í sjónvarpsviðtali á heimasíðu Neue Zürcher Zeitung í gær að hann gerði ráð fyrir því að bankinn stæði nú traustum fótum, þótt hann vildi vegna efnahagsástandsins ekki útiloka að til frekari afskrifta gæti komið. Svisslendingar anda nú léttar, en um tíma stóðu þeir á brún hyldýp- isins og líkaði ekki það, sem við blasti. Reuters Þrútið loft UBS er flaggskip svissnesks bankaheims og því fór um sviss- neskt samfélag þegar hrikti í stoðum bankans.  Eitt sinn fór merki Sviss um allan heim á flugvélaskrokkum flugfélags- ins Swissair. Fyrir sjö árum fóru áform um útþenslu illilega úrskeiðis. Svissnesk stjórnvöld samþykktu að leggja nokkra milljarða í björgunar- aðgerðir. Til var flugfélag undir nafn- inu Swiss, sem nú tilheyrir Luft- hansa.  Það kemur við þjóðarstoltið að glata flugfélagi. Fjármálakerfið varð- ar hins vegar þjóðarhag.  Fjármálaþjónustan í landinu sér um fimmtung þjóðarframleiðslunnar. Erlendir viðskiptavinir geyma tvö þúsund milljarða franka (197 þúsund milljarða króna) á reikningum í sviss- neskum bönkum. 100 þúsund manns vinna hjá þeim og jafnmargir lög- fræðingar, ráðgjafar og sérfræðingar hafa af þeim sitt lifibrauð.  Áhrif bankakreppunnar á Sviss koma m.a. fram í að yfirvöld í Zürich gera ráð fyrir að skatttekjur muni dragast saman um 600 milljónir franka (59 milljarða króna). STOLT ÞJÓÐAR ››
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.