Morgunblaðið - 03.10.2008, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 03.10.2008, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Ylfu Kristínu K. Árnadóttur ylfa@mbl.is FRAMKVÆMDASTJÓRN Sam- taka atvinnulífsins (SA) hefur und- anfarna daga fundað með embættis- mönnum og sérfræðingum Evrópu- sambandsins (ESB) í Brussel. Að sögn Vilhjálms Egilssonar, fram- kvæmdastjóra SA, hafa fundirnir gengið mjög vel. Farið yfir vítt svið Stjórnin hefur m.a. fundað með framkvæmdastjóra orkumála, emb- ættismönnum á sviði samkeppnis- mála og sérfræðingum á fjármála- sviði. Vilhjálmur segir að farið hafi verið yfir vítt svið en mikill tími hafi farið í að skoða þá stöðu sem nú er uppi í fjármála- kerfinu. „Það eru allir að tala um hana og hvað ESB ætlar að gera í henni,“ segir Vilhjálmur. Hann segir umræðurnar dýpka þekkingu stjórnarinnar á ESB, hvert það er að þróast og um hvað aðild Ís- lands að sambandinu myndi snúast. „Þetta skiptir mjög miklu máli, bæði til lengri og skemmri tíma litið. Við höfum lært heilmikið í sambandi við fjármálakreppuna sem við erum að glíma við núna heima og hvernig ESB glímir við þessa sömu kreppu.“ Ræða viðbrögð ESB við fjármálakreppu SA funda með sérfræðingum ESB Vilhjálmur Egilsson Eftir Höllu Gunnarsdóttur halla@mbl.is VERA kann að Íbúðalánasjóður þurfi að bjóða upp á að fólk geti endurfjármagnað fasteignalán sín ef svo fer að bankarnir marg- faldi vaxtabyrð- ina hjá lántak- endum. Þetta kom fram í máli Jóhönnu Sigurðarsdóttur félags- málaráðherra á Alþingi í gær en hún telur það mikið áhyggjuefni ef ein- hverjar bankastofnanir koma til með að nýta sér endurskoðunar- ákvæði í núverandi lánasamningum og hækka vexti verulega, sem muni aftur kollvarpa fjárhag margra heimila. „Í núverandi ástandi má jafna því við einokunarþvingun, enda hvergi í annað skjól fyrir lán- takendur að leita þar sem allir bank- ar hafa nú nánast lokað á húsnæðis- lán,“ sagði Jóhanna og áréttaði mikilvægi samstöðu. „Ég hef þegar falið Íbúðalánasjóði að skoða hvort hægt sé, að minnsta kosti tímabund- ið, að rýmka þær heimildir sem sjóð- urinn hefur yfir að ráða fyrir fólk í greiðsluerfiðleikum,“ bætti hún við. Óboðlegt að tala um gæfusmiði Jóhanna sagði jafnframt mik- ilvægt að lánardrottnar, bæði bank- ar og opinberir aðilar, settust nú yfir það hvernig auðvelda megi skuldugum heimilum lausn sinna mála. „Þar er ekki boðlegt, eins og haft var eftir einum bankastjóranna, að segja að nú sé hver sinnar gæfu smiður,“ sagði Jóhanna Sigurðar- dóttir. Geti leitað til Íbúðalánasjóðs Áhyggjuefni ef bankar margfalda vexti Í HNOTSKURN »Íbúðalánasjóður er sjálf-stæð stofnun í eigu rík- isins. »Tilgangur sjóðsins er aðstuðla að því með lánveit- ingum og skipulagi húsnæðis- mála að landsmenn geti búið við öryggi og jafnrétti í hús- næðismálum, segir á vef hans. Jóhanna Sigurðardóttir ÁTAK í fjölgun leiguíbúða og hækk- un niðurgreiðslna vegna leiguíbúða fyrir fólk sem er með tekjur og eign- ir undir ákveðnum viðmiðunarmörk- um verður aukið á næsta ári. Aukin eftirspurn hefur verið eftir lánum hjá Íbúðalánasjóði til leigu- íbúða, m.a. vegna þess samdráttar sem hefur átt sér stað á fasteigna- markaði. Félagsmálaráðherra fer í fjárlagafrumvarpi næsta árs fram á 1,1 milljarðs króna hækkun á fjár- heimild ráðuneytisins til að nið- ugreiða vexti af lánum sem veitt verða á næsta ári til byggingar sam- tals 750 leiguíbúða. Loforð vegna kjarasamninga Þessi framlög til að efla leigu- íbúðamarkaðinn eru ákveðin til að standa við loforð sem ríkisstjórnin gaf í febrúar síðastliðnum til að greiða fyrir gerð kjarasamninga á almenna vinnumarkaðinum. Í yfir- lýsingu ríkisstjórnarinnar var ákveðið að húsaleigubætur yrðu hækkaðar og hámarksbætur yrðu 46 þúsund krónur á mánuði í stað 31 þúsund króna. Aukinni eftirspurn eftir leiguhúsnæði yrði síðan mætt með rýmri veðheimildum á lánum til leiguíbúða og fjölgun lánsvilyrða með niðurgreiddum vöxtum til fé- lagslegra leiguíbúða í 750 lán á ári í fjögur ár frá og með árinu 2009. Hliðstætt átak var gert á árinu 2006 þar sem gert var ráð fyrir allt að 400 lánum til leiguíbúða á ári til ársloka 2009. Greint er frá því í fjárlagafrum- varpinu að lánin verði veitt þeim sem leigja íbúðirnar til einstaklinga sem uppfylla tiltekin skilyrði um tekju- og eignamörk. Þau bera 3,5% vexti og greiðir ríkissjóður muninn á milli almennra útlánsvaxta Íbúða- lánasjóðs, sem er áætlaður 1,2% á næsta ári. Hefur ríkissjóður þar með skuldbundið sig til að standa undir vaxtaniðurgreiðslum fyrir 2,2 milljarða út lánstímann, sem er 50 ár. Með fjölgun lánveitinga til leigu- íbúða í 750 á ári verður meðallán á hverja íbúð hækkað úr 16,3 millj- ónum í 18,5 milljónir. Eru áætluð heildarútlán á næsta ári 13,9 millj- arðar kr. omfr@mbl.is Átak til að fjölga leiguíbúðum Félagsmálaráðherra fer í fjárlagafrumvarpi næsta árs fram á 1,1 milljarðs króna hækkun á fjárheimild til að niðurgreiða vexti af lánum sem veitt verða á næsta ári til byggingar samtals 750 leiguíbúða Í HNOTSKURN »Íbúðalánasjóður mun lánaallt að 15 milljarða kr. á næsta ári til almennra leigu- íbúða á vöxtum sem taka mið af fjármögnunarkostnaði sjóðsins. »Talið er að í kjölfarákvörðunar ríkisstjórnar- innar í sumar um að veita Íbúðalánasjóði 5 milljarða kr. lánsfjárheimild vegna leigu- íbúða muni framboð á leigu- húsnæði aukast á næstunni. »Könnun sl. vetur sýndi aðþá voru 4.477 leiguíbúðir í eigu sveitarfélaga, bæði fé- lagslegar leiguíbúðir og þjón- ustuíbúðir fyrir aldraða. Morgunblaðið/Árni Sæberg Lán Aukin eftirspurn hefur verið eftir lánum hjá Íbúðalánasjóði til leiguíbúða. Eftir Ágúst Inga Jónsson aij@mbl.is RÁÐGERT er að á næsta ári hefjist tilraunavinnsla við nýtingu útblást- urs frá orkuverinu í Svartsengi til að vinna metanól, til íblöndunar í bens- ín. Skipulagsstofnun hefur fjallað um erindi fyrirtækisins Carbon Re- cycling International (CRI) og tekið ákvörðun um að tilraunin skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Gert er ráð fyrir að fimm menn starfi við tilraunavinnsluna, sem hefja á sumarið 2009. Fyrirhuguð framkvæmd fer fram í gamalli námu innan skilgreinds iðnaðarsvæðis orkuversins í Svartsengi. Með rafgreiningu á vatni verður framleitt vetni sem bundið verður við koldíoxíð úr útblæstri orkuvers- ins svo úr verði metanól. Í tilrauninni verða notuð um það bil 10% af því koldíoxíði sem berst daglega frá orkuverinu, sem gefi um 10 tonn af metanóli á dag. Niðurstöður tilraunarinnar á að nota til þess að þróa staðlaðar vinnslueiningar sem geti framleitt á hagkvæman hátt um 100 tonn af metanóli á dag úr um það bil 150 tonnum af koldíoxíði, sem er um það bil það magn sem berst frá meðal- jarðhitaorkuveri á degi hverjum. Framleiðsla eldsneytis Skipulagsstofnun telur að nei- kvæð áhrif framkvæmdarinnar á umhverfisþætti verði óveruleg. Þá sé jákvætt að tilraunin geti leitt til frek- ari þróunar á leiðum til að binda kol- díoxíð og í þessu tilfelli framleiðslu eldsneytis. Í ljósi þess að meðhöndlun eld- fimra og eitraðra efna verður hluti af starfseminni tekur Skipulagsstofnun undir ábendingar Brunamálastofn- unar um að vanda þurfi hönnun vinnslunnar og áhættugreiningu í sambandi við leyfisveitingar vegna metanólvinnslunnar. Til þess að fyr- irbyggja mengun vatnstökusvæðis HS þarf framkvæmdaraðili að gæta varúðar þegar mengandi efni verða meðhöndluð við vinnsluna. Morgunblaðið/G.Rúnar Kraftur Áform eru uppi um að nýta sér útblástur sem berst m.a. frá Orkuveri Hitaveitu Suðurnesja í Svartsengi. Ætla að vinna elds- neyti úr útblæstri  Fimm manns fá störf við tilraunavinnslu sem hefst í Svarts- engi á næsta ári  Metanól til íblöndunar unnið úr koldíoxíði Í HNOTSKURN »Með rafgreiningu á vatniverður framleitt vetni sem bundið verður við koldíoxíð úr útblæstri orkuversins í Svarts- engi svo úr verði metanól. » Í tilrauninni verða notuðum það bil 10% af því kol- díoxíði sem berst daglega frá orkuverinu. »Niðurstöður tilraunar-innar á að nota til þess að þróa staðlaðar vinnsluein- ingar sem geti framleitt á hag- kvæman hátt um 100 tonn af metanóli á dag úr um það bil 150 tonnum af koldíoxíði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.