Morgunblaðið - 03.10.2008, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 03.10.2008, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER 2008 55 Ég sá listaverkið Turbulent eftir írönsku listakonuna Shirin Neshat í fyrsta sinn í Samtímalistasafninu í Antwerpen árið 1998. Þetta er vid- eóinnsetning. Tvær kvikmyndir snúa hvor á móti annarri í myrku rými. Þær byrja eins. Myndavél rennur eftir sætaröð. Í annarri myndinni eru sætin þéttsetin af karlmönnum íklæddum hvítum skyrtum. Í hinni myndinni eru sætin tóm. Myndskeið breytast samtímis. Vera hulin svörtu klæði birtist á miðjum fleti. Hún snýr í mann baki og horfir í tóman salinn. Í hinni myndinni stígur fram karlmaður, íklæddur hvítri skyrtu. Hann fær klapp, snýr sér svo að myndavélinni og tekur að syngja arabískan söng með fagurri raust og innlifun. Að söng loknum snýr hann sér að áhorfendum sínum og hneigir sig en um leið snýst myndavélin í hinni myndinni og svartklædd konan fer að tóna. Maðurinn snýr sér þá við, forvitinn á svip, eins og hann heyri í henni og horfir þá aftur fram og hlustar. Konan notar röddina sem hljóðfæri og tónar af djúpri tilfinn- ingu enda konum í Íran bannað að syngja. Og hún syngur fyrir engan áheyranda. Allan tímann stendur maður á milli þessara tveggja skjáa og í miðri spennu, svarts og hvíts, karls og konu, skorinn að merg með dásamlegum tónum. Ég sá svo Turbulent aftur á Fen- eyjatvíæringnum ári síðar. Var þá að rölta um Arsenale-sýningarhluta tvíæringsins þegar ég heyrði daufan óm af söngnum. Tók þá á rás eins og óður maður í átt að hljóðinu. Það er nefnilega þannig að af mörgum stór- brotnum listaverkum sem eru til í heiminum upplifir maður sum svo sterkt að maður er ekki samur eftir. Turbulent er þannig listaverk fyrir mig. Turbulent hlaut gullpálmann á Feneyjatvíæringnum það árið sem besta verkið og hefur verið sýnt víða síðan. Íslendingar hafa nú tækifæri til að sjá (og heyra) þetta listaverk á Listasafni Íslands, en það er til sýnis í 10 daga ásamt 3 öðrum vid- eoverkum eftir Neshat í tilefni af RIFF kvikmyndahátíðinni. Rapture (1999), sem, líkt og Turbulent, er tví- skipt videoverk á skjáum hvorum andspænis öðrum og sýnir einnig að- skilnað hins karllæga og kvenlæga. Sama má segja um Passage (2001) sem er stuttmynd og samstarfsverk- efni Neshat við bandaríska tón- skáldið Philip Glass. Nýjasta verkið á sýningunni heitir Zarin (2005), og er byggt á hluta úr bók Shahrnush Parsipurs, Konur án manna. Þetta er átakanlegasta verk- ið eða óþægilegasta og sýnir sjálfs- eyðingarhvöt á versta stigi. Verk Neshat einkennast af karl- lægri og kvenlægri skiptingu, form- rænu mínimalísku myndmáli og fögrum fábrotnum ritúölum. Neshat er heimsklassa listakona í útlegð frá heimkynnum sínum sem hún svo skoðar í fjarlægð. Og ég ýki ekki þegar ég segi að þessi stutta sýning hefði getað orðið mesti myndlist- arviðburður ársins og jafnvel síðustu ára. Nema hvað verkunum fjórum er troðið saman í einn sal og eru sýnd þar tvö og tvö, hvert á eftir öðru, með einn falskan vegg á milli. Tónlist leikur veigamikið hlutverk í verkum listakonunnar og þar sem engin hljóðeinangrun er á milli veggja gellur Philip Glass inn í söng Turbulent, trumbusláttur í Rapture blandast inn í Zarin og svo koll af kolli. Ekki er svo á það bætandi þegar tækin eru ekki samstillt í tveggja skjáa innsetningunum. Máski er eitthvað langt á milli play-takka í græjunum, en ef skjáirnir „synca“ ekki eru Turbulent og Rapture í sjálfu sér handónýt. En þannig var ástandið í annarri af tveimur heim- sóknum mínum á sýninguna. Ég er enn á því að Turbulent sé með merkari listaverkum sem gerð hafa verið á síðustu 10 árum. Og Rapture, Passage og Zarin eru að sama skapi toppverk. En því miður eru þau framreidd hér í einni kássu sem dregur þau niður um allavega eitt þrep. Karlar og konur í kássu MYNDLIST Listasafn Íslands Opið alla daga nema mánudaga frá 11.00-17.00. Sýningu lýkur 5. október. Aðgangur ókeypis. Shirin Neshat bbbbn Turbulent „Verk Neshat einkennast af karllægri og kvenlægri skiptingu, formrænu mínimalísku myndmáli og fögrum fábrotnum ritúölum. Neshat er heimsklassa listakona í útlegð […].“ Jón B. K. Ransu TÍSKA OG FÖRÐUN Stórglæsilegt sérblað um tísku og förðun fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 17. október. Meðal efnis er: • Andlitshúðin. • Líkamshúðin. • Brúnkukrem. • Ilmvötn. • Varalitir. • Förðun og snyrtivörur. • Hárið í vetur, hvað er í tísku. • Kventíska. • Karlmannatíska. • Fylgihlutir. • Skór. • Brjósthaldarar. • Aðhaldsnærföt. • Góð stílráð. Allar nánari upplýsingar veitir Katrín Theódórsdóttir í síma 569 1105 eða kata@mbl.is. Ásamt fullt af öðru spennandi efni og fróðleiksmolum. Auglýsendur! Pantið fyrir klukkan 16, mánudaginn 13. október. Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík Framheilaskaði stjórnmálamanns hljómar ef til vill ekki eins og efni til skemmtunar. Í Naglanum er það samt útgangspunkturinn og gengur bara ágætlega upp. Þorsteinn Gunn- arsson leikur forsætisráðherra sem lendir í slysi. Eftir það losnar um ýmsar hömlur hjá ráðherranum. Það fær hann til að ganga hreint til verks, hvort sem það er til góðs eða ills. Benedikt Erlingsson leikstýrir stuttmyndinni og ferst það ágætlega úr hendi. Myndin er snurfusuð og útlínurnar ýktar eins og hæfir svört- um húmor. Síðan er þetta brotið upp með smáhrolli. Þannig að í heildina er myndin prýðisskemmtun. Harmsaga er hins vegar ljóðræn og falleg stuttmynd sem spilar sterkt á tilfinningarnar. Henni er stillt upp sem litlu ævintýri um sam- henta fjölskyldu í fögrum en ein- manalegum firði. Allt leikur í lyndi. Svo þegar faðirinn (Ingvar E. Sig- urðsson) bregður sér af bæ gerast voveiflegir atburðir. Myndin hefur vandað yfirbragð og segir söguna listilega vel á stuttum tíma. Allt er nýtt til að falla saman í stutta, hnit- miðaða frásögn sem hreyfir við fólki. Harmsaga Allt er nýtt „til að falla saman í stutta, hnitmiðaða frásögn“. Ingvar E. Sigurðsson í hlutverki sínu. Íslenskur harmur og húmor KVIKMYND Regnboginn – RIFF Naglinn Leikstjóri: Benedikt Erlingsson. Leikarar: Þorsteinn Gunnarsson, Anna Kristín Arn- grímsdóttir. Ísland. 15 mín. 2008. Harmsaga Leikstjóri: Valdimar Jóhannsson. Leik- arar: Ingvar E. Sigurðsson, Beate Bille. Ísland. 12 mín. 2008. Íslenskar stuttmyndir: Naglinn – Harmsaga bbbmn Anna Sveinbjarnardóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.