Morgunblaðið - 03.10.2008, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 03.10.2008, Blaðsíða 32
32 FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Sigrún Guð-mundsdóttir var fædd í Reykjavík 7. des. 1930. Hún lést á hjúkrunarheim- ilinu Skjóli aðfara- nótt 25. september síðastliðinn. Foreldrar Sig- rúnar voru Guð- mundur Friðrik Guðmundsson, veit- ingaþjónn frá Vind- ási í Grundarfirði, f. 12.7. 1901, d. 29.10. 1960, og Sigurbjörg Jónsdóttir, matráðskona frá Vina- minni á Stokkseyri, f. 29.7. 1899, d. 2.5. 1966. Hálfsystir Sigrúnar er Hanna Sigurbjörg Kjartans- dóttir hjúkrunarfræðingur, f. 3.10. 1939. Faðir hennar og stjúp- faðir Sigrúnar var Kjartan Ólafs- son húsasmíðameistari frá Laxár- dal í Þistilfirði, f. 7.2. 1905, d. 5.3. 1991. Sigrún giftist 6.4. 1952 Jóni Guðnasyni, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, f. 31.5. 1927, d. 25.1. 2002. Heimili Sigrúnar og Jóns var lengst af í Skeiðarvogi 1 Hrund Njálsdóttir, 6) Snjáfríður skrifstofumaður, f. 2.5. 1964, börn hennar með fyrrv. maka, Kjartani Má Kjartanssyni, eru: Kjartan og Unnur. Sigrún átti 7 langömmu- börn. Sigrún ólst upp í Reykjavík. Hún varð stúdent frá Mennta- skólanum í Reykjavík 1950 og lauk kennaraprófi frá Kennara- skóla Íslands 1951. Hún stundaði nám við norrænan sumarháskóla í Askov 1951 og lauk forspjallsvís- indum við HÍ 1952. Sigrún sótti kennaranámskeið í lestrar- kennslu og kynnti sér kennslu barna með sérþarfir í Stokkhólmi 1957. Sigrún kenndi við St. Jós- epsskóla í Hafnarfirði 1951-1952, forfallakennslu við Grfrsk. Vest- urbæjar 1952-1953 og kenndi við Landakotsskóla 1955-1956. Hún var kennari við Austurbæjarskóla frá 1956-1958, Langholtsskóla 1958-1960 og Vogaskóla frá 1960- 1980. Þá hvarf Sigrún aftur til kennslu í Austurbæjarskóla og eftir að hún lét af störfum 1994 hélt hún áfram þar sem forfalla- kennari og kennari nýbúa allt til ársins 1999. Sigrún vann um ára- bil á Ásgrímssafni á sumrin og sat í stjórn safnsins. Hún var félagi í MÍR og sat í stjórn félagsins í nokkur ár. Útför Sigrúnar fer fram frá Langholtskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. þar sem jafnan var gestkvæmt. Börn þeirra eru: 1) Sigur- björg hjúkrunar- fræðingur, f. 3.9. 1952, maki Rafn Haraldsson bóndi, börn þeirra eru: Daði, Hlín, Rafn Haraldur og Sigríð- ur, 2) Guðni fram- kvæmdastjóri, f. 20.9. 1953, d. 7.11. 2005, maki Sólrún Björk Kristinsdóttir forstöðumaður, börn þeirra eru: Jón, Elín Ragnheiður, Sigrún og Kristinn, 3) Guð- mundur prófessor, f. 28.7. 1955, maki Sæunn Kjartansdóttir sál- greinir, börn þeirra eru: Hildur og Tryggvi, 4) Jónína Margrét kennari, f. 30.5. 1958, barn með Ólafi Óskarssyni: Hallveig; barn með Fransisco Villena Garcia: Valgerður, 5) Bjarni fram- kvæmdastjóri, f. 11.7. 1959, maki Kolbrún Björnsdóttir sálfræð- ingur, barn þeirra er: Þóra; börn Kolbrúnar af fyrra hjónabandi eru: Jón Björn Njálsson og Harpa Fyrir rétt um 35 árum hitti ég Sigrúnu, tengdamóður mína fyrst; glæsileg, rauðklædd, dökk yfirlitum og gekk við hækju. Hún var nýkom- in úr ferðalagi frá Kanaríeyjum þar sem hún hafði hælbrotnað. Ég furð- aði mig á því hversu vel hún talaði ís- lensku því ég var sannfærð um að hún væri útlensk vegna þessa dökka yfirbragðs. Ég komst þó fljótlega að því að hún var alíslensk og komin af dugnaðarforkum og sjósóknurum frá Stokkseyri. Strax við fyrstu kynni fann maður fyrir mannkostum Sigrúnar, hjarta- hlýju og góðvild, virðingu fyrir háum sem lágum, börnum sem fullorðnum. Hún var félagslynd, listræn, mús- íkölsk og bókhneigð. Uppáhaldsbók- menntirnar voru vísindaskáldsögur og tengdist hún barnabörnum sínum á skemmtilegan hátt í gegnum Stjörnustríð, en þau pössuðu upp á að hún sæi sem fyrst bíómyndirnar þegar þær komu til sýningar. Hún gerði kennslu að ævistarfi og þar nutu hæfileikar hennar sín vel í sérkennslu sem hún stundaði í mörg ár. Það var ekki jafn sjálfgefið fyrir 35 árum og í dag að konur ynnu úti, en það gerði Sigrún þrátt fyrir stórt heimili. Skeiðarvogur 1 var með líf- legri heimilum sem ég hef komið á, börnin sex áttu stóran hóp vina og félaga sem voru heimagangar og áttu alveg eins erindi við foreldrana á heimilinu eins og vinina. Sigrún sýndi þeim öllum umburðarlyndi en gætti þess jafnan að fjölskyldufað- irinn hefði næði við skriftir í öllum hamaganginum. Í stofunni var oft tekist á um pólitík og málefni líðandi stundar, góður skóli í að líta á menn og málefni frá ýmsum sjónarhorn- um. Minningarnar hrannast upp. Heimsókn Sigrúnar og Jóns 1975 vestur til Patreksfjarðar að líta fyrsta barnabarnið augum en þau áttu eftir að verða 17 og langömmu- börnin orðin 7. Minningar um laut- arferðir í íslenskri náttúru, sum- arbústaðaferðir, samvera í Þýska- landi og Englandi. Gleðistundir og sorgarstundir. Minning um sterka, glæsilega konu sem unni fjölskyldu sinni og bar málefni lítilmagnans fyrir brjósti. Hún var fyrirmynd okkar sem eftir stöndum og horfum á eftir henni með sárum söknuði. Hún var mér góð tengdamamma, börnunum góð amma og barna- barnabörnunum góð langamma Sólrún Björg Kristinsdóttir. Fyrir framan mig er ljósmynd af tengdamömmu minni sem er tekin um svipað leyti og ég kynntist henni. Þá var Sigrún nokkrum árum yngri en ég er í dag. Dökk yfirlitum með svart pönnuklippt hár fannst mér hún líta út eins og útlendingur. Hispurslaus og smart en algjörlega laus við allt sem gat kallast pjatt eða tildur. Hún gaf sig ekkert sérstak- lega að mér til að byrja með en ég fann ekki betur en ég væri jafnvel- komin á heimilið og óteljandi vinir krakkanna hennar. Það fór ekki milli mála að konan var einstaklega dugleg og ósérhlífin, húsbóndi á sínu heimili og með sterka réttlætiskennd. Raunar var hún sterk hvar sem á hana var litið. Í útliti, skapi, karakter og viðhorf- um. Hins vegar var hún fordómalaus með eindæmum, með mikla þjón- ustulund og meira þol fyrir óreiðu en nokkur sem ég þekkti. Eftir kennslu var ekki óvanalegt að hún kæmi heim í reykmettaða stofu fulla af unglingum og áður en hún vatt sér í að elda kvöldmatinn settist hún niður með þeim, fékk sér kaffi og sígó og tók þátt í samræðunum. Mér er minnisstætt að á meðan ég var að fóta mig á Skeiðarvoginum sagði Gummi við mig að ég þyrfti ekki að hafa áhyggjur af mömmu hans. Sjálf hefði hún átt stjórnsama og skapstríða mömmu og hún væri staðráðin í að verða ekki þannig. Ég trúði því mátulega að þessi aðsóps- mikla kona myndi lúra á skoðunum sínum en reynslan átti eftir að sýna mér hvern mann Sigrún hafði að geyma. Hvað sem henni kann að hafa fundist í gegnum tíðina um hvernig við höguðum lífi okkar eða barnabarna hennar þá hefur hún haldið því fyrir sig. Hún hefur verið til staðar þegar til hennar hefur ver- ið leitað en aldrei hef ég fundið fyrir pressu, athugasemdum eða meining- um og ég veit að svilkonur mínar hafa sömu sögu að segja. Þetta má kalla afrek hjá hvaða tengdamóður sem er en okkar hafði alið upp sex börn, haft barnaskólakennslu að ævistarfi og var síður en svo skoð- analaus. Með árunum hefur þróast á milli okkar væntumþykja sem er einstak- lega Sigrúnarleg, einlæg, hlý og traust en gjörsneydd allri væmni eða mærð. Hún fór sparlega með stór orð en í athöfnum og viðmóti var hún allt annað en spör og það var eftirtektarvert hve smekkleg og hugulsöm hún var í gjöfum sínum. Heimili Sigrúnar og Jóns hefur ætíð staðið vinum og fjölskyldu opið og þar hafa barnabörnin átt víst sitt annað heimili. Ég undraðist oft út- hald hennar og þrek því auk þess að halda utan um mannmargt heimili og vinna fulla vinnu lét hún ekki sitt eftir liggja þegar kom að því að gera sér glaðan dag. Hún greip hvert tækifæri til að lyfta sér upp, nú síð- ast í ágúst þegar hún mætti í gleð- skap fjölskyldunnar, og fram á síð- ustu stund naut hún þess að hafa fólkið sitt í kringum sig. Sigrún hefur alla tíð verið eins og segull sem fjölskyldan hefur dregist að, lengst af í Skeiðarvoginum, svo í Efstalandinu og nú síðast í Skjóli. Hún dó eins og hún lifði, æðrulaus og sterk, umvafin af fjölskyldu sinni sem nú finnur fyrir stóru skarði sem erfitt verður að fylla í. Sæunn Kjartansdóttir. Betri ömmu hefur enginn átt og enginn hefur snert mann á sama hátt. Hjá ömmu var takmarkalaust skjól og stuðningur og þangað var alltaf hægt að leita. Alltaf voru bækur eða blöð nálægt afa og ömmu og þau þreyttust seint á að lesa fyrir barnabörnin. Hún elskaði ævintýri og vísindaskáld- skap. Þær eru örugglega ekki marg- ar ömmurnar sem lesa fleiri Stjörnustríðsbækur en barnabörnin. Vildi hún hafa séð meira af heim- inum, upplifað fleiri ævintýri sjálf? Þegar forvitni er jafnmikill hluti af uppeldinu og hjá ömmu er ekki skrýtið að afkomendurnir séu á endalausu flakki. Þegar Hringa- dróttinssaga var kvikmynduð varð úr hefð að stórfjölskyldan hópaðist með ömmu á forsýningu. Í sumar fórum við amma í síðasta sinn saman í bíó, á Indiana Jones. Þetta var nú meiri dellan, sagði hún og brosti. En hún var mjög skemmtileg. Forvitnin er góð gjöf frá þeim sem höfðu kannski ekki jafnmikil tækfæri. Hún lét manni líða vel og stjanaði endalaust við okkur öll. Hurðin var alltaf opin og allir máttu koma inn. Enda var alltaf gestkvæmt hjá ömmu, svo meira að segja fólki sem var henni ekki skylt var boðið að bjarga sér úr ísskápnum. Nú búum við þarna systkinin. Þegar Thelma var nýkomin í fjölskylduna brá henni að sjá tvo frændur sofa úr sér laugardagskvöld á sófanum snemma á sunnudagsmorgni. Okkur hinum fannst ekkert eðlilegra enda höfðu allir alltaf verið velkomnir. Að eiga slíkan dýrling sem ömmu sem var jafnhjartahlý og gaf jafn- mikið af sér og raun ber vitni er ekki sjálfsagt. Vináttan og samstaðan sem hún skapaði í fjölskyldunni er ómetanleg. Amma var sólin og mið- punktur okkar í alheiminum. Þess vegna er hinsta kveðjan gífurlega sár og söknuðurinn ofboðslegur. Daði og Thelma. Nú er eiginkona elsta bróður míns, Jóns, fallin frá. Við Hjördís eigum fjölmargar góðar minningar til að þakka henni fyrir. Meðan Jón var á lífi og við þolanlega heilsu lögðum við hjónin það í vana að kíkja í kaffi í Skeiðarvoginn eins og við kölluðum þessar heimsóknir okkar, sem ávallt voru óboðnar. Alltaf var Sigrún Guðmundsdóttir ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, JÓHANNA KRISTJÁNSDÓTTIR, sem lést á dvalarheimilinu Jaðri, Ólafsvík, laugar- daginn 27. september, verður jarðsungin frá Ólafsvíkurkirkju laugardaginn 4. október kl. 14.00. Jenný Guðmundsdóttir, Jónas Gunnarsson, Bára Guðmundsdóttir, Kristín E. Guðmundsdóttir, Pétur F. Karlsson, Metta S. Guðmundsdóttir, Sigurður P. Jónsson, ömmu- og langömmubörn. ✝ Ástkær dóttir okkar, systir, barnabarn og frænka, HRAFNHILDUR LILJA GEORGSDÓTTIR, sem lést sunnudaginn 21. september, verður jarðsett frá Ólafsfjarðarkirkju laugardaginn 4. október kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Björgunarsveit- ina Tind í Ólafsfirði. Líney Hrafnsdóttir, Georg Páll Kristinsson, Hanna Stella Georgsdóttir, Daníel Þór Gunnarsson, Alvilda María Georgsdóttir, Heiðar Brynjarsson, Lilja Kristinsdóttir, Kristinn Georgsson, Líney Mist Daníelsdóttir. ✝ Ástkær móðir okkar, dóttir og systir, ERLA JÓNÍNA JÓNSDÓTTIR, andaðist á líknardeild Landspítalans í Kópavogi aðfaranótt miðvikudagsins 1. október. Útför verður auglýst síðar. Jón Marel Magnússon, Ída Bjarklind Magnúsdóttir, Ída S. Sveinbjörnsdóttir, Jón Hreinsson, Snjólaug Valdimarsdóttir og systkini hinnar látnu. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, SIGRÚN EIRÍKSDÓTTIR, Víkurbraut 30, Höfn, Hornafirði, andaðist á hjúkrunarheimilinu Hornafirði, þriðjudaginn 30. september. Útför hennar fer fram frá Hafnarkirkju laugardaginn 11. október kl. 14.00. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Gjafa- og minningarsjóð Skjólgarðs. Guðmundur Jónsson, Svava Kristbjörg Guðmundsdóttir, Ásta Halldóra Guðmundsdóttir, Guðjón Pétur Jónsson, Jón Guðmundsson, Elín Guðmundardóttir, Eiríkur Guðmundsson, Auður Axelsdóttir, Sigrún, Helga Rún, Guðlaug, Guðmundur Hrannar, Höskuldur, Una, Dagrún og Guðmundur. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, GUÐRÍÐUR FRIÐRIKSDÓTTIR, Furugerði 1, Reykjavík, andaðist á heimili sínu föstudaginn 26. september. Útförin fer fram frá Fossvogskapellu þriðjudaginn 7. október kl. 13.00. Helgi Guðmundsson, Sóley Theodórsdóttir, Eygló Pétursdóttir, Stefán Stefánsson, Fríður Pétursdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.