Morgunblaðið - 03.10.2008, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER 2008 25
Erfiðir tímar Það eru viðsjárverðir tímar í lífi íslensku þjóðarinnar og mikið reynir á forystumenn hennar. Ástæðan fyrir því að Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, setti
upp hjálm í gær er ekki fjármálakreppan heldur fékk hann það hlutverk að opna sjávarútvegssýninguna í Kópavogi með því að skjóta af fallbyssu. Honum gekk vel að skjóta.
Kristinn
Blog.is
Bjarni Harðarson | 2. október
Bitist um
ríkisbankann …
Er Glitnir ríkisbanki – eða
er það bara hugmynd sem
Jón Ásgeir og Þorsteinn
Már geta hent út af borð-
inu? Ef marka má orð Pét-
urs Blöndal í Kastljósinu í
gær hefur stjórn Glitnis nú
tímann fram að hluthafafundi til að selja
norsku íbúðalánin sín og íslensku bílalán-
in sem þeir vildu leggja að veði fyrir 600
milljóna evra láni hjá ríkinu …
Meira: bjarnihardar.blog.is
AFLEIÐINGA
þess að ríkið samdi
við stjórn Glitnis um
kaup á 75% hlut í
bankanum fyrir 600
milljónir evra gætir
víða. Í kjölfar frétta
af samkomulaginu
hrundi gengi bréfa í
Glitni um ríflega 2/3.
Hluthafar Glitnis töp-
uðu við þetta um það
bil 150 milljörðum kr.
En hlutur ríkisins hækkaði í verði
um ríflega 100 milljarða kr.
Stjórnarmenn í Glitni hafa látið
stór orð falla um að ríkið hafi stillt
þeim upp við vegg og að um
þvingaða eignaupptöku hafi verið
að ræða. Margir spyrja af hverju
önnur mildari leið hafi ekki verið
valin svo sem að veita Glitni lán.
Bent er á að Glitnir hafi góða eig-
infjárstöðu, hafi sýnt hagnað fram
að þessu og hafi tiltölulega lítil út-
lánatöp. Spurt er hvort ekki hafi
verið ósanngjarnt af ríkinu að
koma svona hart fram við eig-
endur Glitnis þegar þeir þurftu
einungis á hjálp að halda við að
endurfjármagna erlent lán.
En stjórnendur Glitnis höfðu
rekið bankann með þeim hætti að
ekki var borð fyrir báru. Þeir
höfðu komið sér í þá stöðu að þeir
gátu ekki staðið við skuldbind-
ingar sínar. Bankinn var ekki bet-
ur rekinn en svo. Það er vitaskuld
höfuðsynd í rekstri banka eins og í
öðrum rekstri að geta ekki staðið
við skuldbindingar sínar. Góð eig-
infjárstaða og traust eignasafn
bætir ekki fyrir það. Stjórnendur
Glitnis höfðu einfaldlega teflt of
djarft.
Viðbrögð ríkisins voru hárrétt.
Hagsmunir skattborgara voru
hafðir í fyrirrúmi. Eða af hverju
ætti ríkið að hafa greitt hærra
verð fyrir Glitni en nauðsynlegt
var eða gert eigendum Glitnis á
annan hátt betra tilboð en nauð-
synlegt var? Var einhver sérstök
ástæða til þess að verðlauna eig-
endur Glitnis fyrir þá stöðu sem
upp var komin?
Ef hluthöfum Glitnis hefði verið
gert betra tilboð hefði
það verið á kostnað
skattgreiðenda. Betra
tilboð hefði einnig
skapað slæmt for-
dæmi. Allir vita að
ríkið stendur á bak
við bankakerfið. Í
þessu felst trygging
sem bankarnir hafa
hingað til ekki greitt
fyrir. Ef eigendur
bankanna eru teknir
vettlingatökum þegar
þeir lenda í vandræð-
um munu þeir einfaldlega taka
meiri áhættu en góðu hófi gegnir,
lenda oftar í vandræðum og leita
oftar til ríkisins um hjálp. Kostn-
aðurinn af slíku lendir á skatt-
greiðendum og er í raun niður-
greiðsla til handa eigendum
bankanna.
Rökin fyrir því að ríkið eigi að
standa á bak við fjármálakerfið
eru að fjármálastöðugleiki er
mikilvægur fyrir almenna hag-
sæld. Hættan er hins vegar sú að
ríkið verðlauni óábyrga hegðun
þegar það kemur illa stöddum
bönkum til bjargar í nafni fjár-
málastöðugleika. Það er því mik-
ilvægt að björgunaraðgerðir rík-
isins verðlauni ekki eigendur
þeirra stofnana sem þurfa á neyð-
araðstoð að halda. Slíkt er órétt-
látt og veikir þann arðsemisaga
sem hagkerfið byggist á.
Viðbrögð annarra ríkja á síð-
ustu vikum og mánuðum hafa í
meginatriðum verið þau sömu og
viðbrögð íslenska ríkisins. Banda-
ríska ríkið setti það sem skilyrði
fyrir aðkomu sinni að sölu Bear
Sterns til JP Morgan að hluthafar
Bear Sterns yrðu svo gott sem
þurrkaðir út. Lehman Brothers
var einfaldlega leyft að fara í
gjaldþrot. Hluthafar Lehman
fengu ekki neitt. Svipaða sögu er
að segja um hluthafa AIG, Fannie
Mae og Freddy Mac. Í öllum
þessum tilfellum töpuðu hluthafar
nánast öllu. Í Bandaríkjunum hef-
ur gagnrýnin ef eitthvað er verið
á þá leið að það hafi ekki verið
nóg að þurrka út hluthafana.
Margir telja að þeir sem lánuðu
þessum stofnunum hefðu einnig
átt að bera skarðan hlut frá borði
í meira mæli en raunin var.
Önnur rök sem sett hafa verið
fram fyrir því að velja mildari að-
ferð við að bjarga Glitni eru að
gríðarlegt tap hluthafa Glitnis
hafi skapað vandræði annars
staðar í fjármálakerfinu. Horft er
til þess að Stoðir riði nú til falls
og að fall Stoða geti valdið mikl-
um útlánatöpum hjá bönkunum.
Eins höfðu aðrir hluthafar Glitnis
veðsett hlut sinn og eiga nú í
vandræðum með að standa í skil-
um.
En það er alls ekki ljóst að
mildari leið – svo sem lán upp á
600 milljónir evra – hefði haft í
för með sér minna fall á verði
hlutabréfa í Glitni. Fréttir um
slíkt hefðu falið í sér sömu upp-
lýsingar um getu Glitnis til þess
að fjármagna sig. Og einnig sömu
upplýsingar um veikari gjaldeyr-
isstöðu ríkisins. Slík aðgerð hefði
falið í sér óvissu um það hvað
myndi gerast ef Glitnir lenti í
frekari vandræðum með að fjár-
magna sig. Og hún hefði ekki
þann kost að bæta til muna eig-
infjárstöðu Glitnis.
Fall Glitnis er alvarlegur skell-
ur fyrir íslenska hagkerfið. Sem
betur fer var það hins vegar
höndlað rétt af stjórnvöldum.
Mikilvægasta verkefni stjórn-
valda nú er að tryggja það að
annað viðlíka áfall eigi sér ekki
stað. Þetta eru óvenjulegir tímar
sem kalla á óhefðbundnar að-
gerðir af hálfu stjórnvalda. Fjár-
málastöðugleiki verður að hafa
algeran forgang fram yfir önnur
markmið þar til hið versta er yf-
irstaðið.
Eftir Jón Steinsson » Fall Glitnis er alvar-
legur skellur fyrir
íslenska hagkerfið. Sem
betur fer var það hins
vegar höndlað rétt af
stjórnvöldum.
Höfundur er lektor í hagfræði við
Columbia-háskóla í New York.
Átti að velja aðra leið?
Jón Steinsson
RÁÐHERRA ferða-
mála, Össur Skarphéð-
insson, sýndi um miðjan
september að hann get-
ur verið snar í snún-
ingum. Í ljósi sam-
dráttar í ferðaþjónustu
fékk hann ríkisstjórnina
til að samþykkja 50
milljón króna framlag til
að markaðssetja haust-
og vetrarferðalög til Ís-
lands. Ferðabransinn
leggur aðrar 50 millj-
ónir á móti.
Hingað til hafa er-
lendir ferðamenn frek-
ar fengið hroll yfir
verðlaginu en veð-
urfarinu. En gjaldeyr-
isþróunin hefur leitt til þess að Ísland
er ekki lengur dýrt ferðamannaland,
heldur tiltölulega ódýrt. Íslenska
ferðaþjónustan er í aðstöðu sem hún
hefur ekki þekkt áður. Nýir mögu-
leikar hafa opnast.
Þetta þarf að kynna rækilega, því að
erlendir ferðamenn spýta gjaldeyri
inn í þjóðarbúið. Þeir eru risastór auð-
lind, en það þarf að bera sig eftir
henni. Sem dæmi má nefna að árlega
leggur aðeins 0,1% breskra ferða-
manna leið sína hingað til lands. Ef við
fengjum 0,3% þeirra, þá væri það
fjölgun um rúmlega 100 þúsund ferða-
menn.
Um allan heim er til
fólk sem hefur dreymt
árum saman um að
ferðast einhvern daginn
til Íslands, en ekki talið
sig hafa efni á því. Það
þarf að fá að vita af því
að Ísland er orðið sam-
keppnisfært. En ferða-
þjónustan er of dreifð og
vanmáttug til að sinna
þessu kynningarstarfi
almennilega. Hér þarf
ríkisvaldið að koma til
skjalanna af miklum
krafti, enda hagnast
þjóðin öll á fjölgun ferða-
manna.
Ferðaþjónustan hefur
sjaldnast verið stór-
gróðastarfsemi. En þetta
er gefandi þjónustugrein
sem veitir þúsundum
manna atvinnu um allt
land. Hún skilar svipuðum gjaldeyr-
istekjum og stóriðjan. Það er ekki lítils
virði.
50 milljónirnar eiga bara að vera
fyrsta skrefið. Og peningarnir eru
meira að segja til. Málið er að beina
þeim í réttar áttir. Össur ferða-
málaráðherra gæti til dæmis reynt að
sannfæra félaga sína í ríkisstjórninni
um að hætta við 450 milljón króna fjár-
austur í gagnslitla heimssýningu í
Kína. Setja peninginn frekar í að
kynna Ísland fyrir ferðafólki. Nota
tækifærið núna. Stökkva.
Stökktu Össur
Ólafur Hauksson
skrifar um tækifæri
í ferðaþjónustu
Ólafur Hauksson
» Íslenska
ferðaþjón-
ustan er í að-
stöðu sem hún
hefur ekki þekkt
áður.
Höfundur starfar við almannatengsl.
Sigurjón Þórðarson | 2. október
Fjárlagafrumvarpið
Það er ekki að sjá að gætt
sé sparnaðar í utanrík-
isráðuneyti Samfylking-
arinnar. Það verða áfram
hundraða milljóna útgjöld
vegna erlends herflugs
yfir landinu. Útgjöld
vegna sendiráða hækka um 32% á lín-
una nema bráðnauðsynlega sendiráðið í
Pretóríu þar sem gömul kvennalistakona
ræður ríkjum, þar hækka útgjöldin um
heil 72%. …
Meira: sigurjonth.blog.is