Morgunblaðið - 03.10.2008, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 03.10.2008, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Ég man þegar systir mín og hann voru saman, þá voru þau ung. Hann vann hjá Hitaveitu Suðurnesja og við teppalagnir. Ég fór oft til Grindavíkur til þeirra. Þetta er mér alltaf minnisstætt um hann. Ég man alltaf hvernig hann var þessi Kjartan, hann var góður maður. Þín Rósa María (Didda mágkona). HINSTA KVEÐJA ✝ Kjartan Krist-ófersson var fæddur í Reykjavík 30.12. 1931. Hann lést 28. september síðastliðinn á hjúkr- unarheimilinu Víði- hlíð í Grindavík. Foreldrar hans voru Þórlaug Marsibil Sigurð- ardóttir, f. 17.11. 1903 í Söðulsholti Eyjahreppi, d. 14.12. 1987 og Kristófer Óskar Vigfússon, f. 12.10. 1907 í Svið- holtskoti, Bessastaðahreppi en hann fórst með Reykjaborginni 11.3. 1941. Fósturfaðir Kjartans var Þráinn Sigurbjörnsson, f. 26.2. 1920, frá Baugaseli, Skriðu- hreppi, Eyjafirði, d. 14.4. 1995. Systkini Kjartans voru Þór, f. 29.8. 1933, d. 17.12. 1934, Þóra Ósk, f. 8.8. 1935, d. 29.4. 2006 og Auður, f. 31.10. 1938. Kjartan giftist 31.12. 1958 Hafdísi Guð- mundsdóttur, f. 3.9. 1936. For- eldrar hennar voru Þorgerður Halldórsdóttir, f. 8.5. 1903, d. 27.1. 1972 og Guðmundur Svein- björnsson, f. 1.4. 1900, d. 12.7. 1951, barnsmóðir Guðlín Þor- valdsdóttir, f. 30.7. 1935. Kjartan bjó í Reykjavík með foreldrum sínum þar til faðir hans lést í mars 1941. Eftir það fluttist Kjartan að Arnarstapa á Snæ- fellsnesi til föðurbróður síns. Mestan hluta starfsævi sinnar var Kjartan sjómaður og þá vélstjóri, lengst af á bátum frá Þorbirni hf. í Grindavík. Einnig starfaði hann sem teppalagningarmaður hjá Teppalandi í mörg ár. Mestalla ævina bjó hann í Grindavík og síð- ustu tíu ár starfsævi sinnar vann hann hjá Hitaveitu Suðurnesja sem vaktmaður þar til hann lét af störfum vegna veikinda. Kjartan var mikið í félagsmál- um og var formaður Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur í átta ár. Kjartan var sósíalisti og sat í bæjarstjórn Grindavíkur fyr- ir Alþýðubandalagið tvö kjör- tímabil, 1978-1982 og 1986-1990. Hann gegndi mörgum trún- aðarstörfum bæði fyrir Alþýðu- bandalagið og sjómannahreyf- inguna. Árið 1986 veiktist Kjartan fyrst en seinna meir ágerðust veikindi hans mjög og síðustu 10 ár naut hann aðhlynningar á Hjúkrunar- heimilinu Víðihlíð í Grindavík. Kjartan verður jarðsunginn frá Grindavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. 1977. Börn Kjartans og Hafdísar eru: 1) Þráinn, f. 24.2. 1961, kvæntur Sigurborgu Kristjánsdóttur, f. 23.10. 1963, búsett í Hafnarfirði. Börn þeirra eru Kristján Birnir, f. 25.8. 1986, Hákon Burkni, f. 10.9. 1993 og Hafdís Katja, f. 23.2. 1995. 2) Einar Sævar, f. 4.5. 1962, d. 4.8. 1996, sonur hans Jón Kjartan, f. 20.9. 1990, barnsmóðir Angela Abbott. Sambýliskona Einars var Ingi- björg María Gísladóttir, f. 19.7. 1969, búsett í Kópavogi og eru börn þeirra eru Gísli Dan, f. 28.10. 1992 og Elín Salka, f. 7.8. 1994. 3)Valgerður Áslaug Kjart- ansdóttir, f. 17.4. 1968, gift Guð- mundi H. Árnasyni, f. 28.2. 1964, búsett í Grindavík og eru börn þeirra Óskar Geir, f. 29.8. 1988, Eyþór Ingi, f. 14.9. 1993, Hafdís Birta, f. 7.12. 1995 og Diljá Dögg, f. 18.7. 2006. 4),Þorgerður Kjart- ansdóttir, f. 10.7. 1972, búsett í Grindavík. Fyrir átti Kjartan Ástu Þorvaldsdóttur, f. 22.11. Nú komið er að leiðarlokum hjá þér, pabbi minn. Þótt þú hafir ekki verið gamall, að verða 77 ára, hafa veikindi þín verið löng og erfið. Á tím- um sem þessum lætur maður hugann reika um liðin ár. Þú hafðir skoðanir á flestu og þær líka ákveðnar. Þú varst trúr þinni sannfæringu og vannst að krafti að þeim málum sem áttu hug þinn þann tímann. Félagsmál, þó sér- staklega tengd Sjómanna og vél- stjórafélagi Grindavíkur þar sem þú varst formaður í 8 ár, áttu allan þinn frítíma í mörg ár. Þar vannstu af krafti og trú í kjaramálum sjómanna og varst í samninganefnd þeirra lengi. Það var þér líka mikið kapps- mál að Sjómannastofan Vör yrði byggð og að félagsmenn hefðu sum- arbústað til leigu. Alþýðubandalagið var þinn flokkur enda vannstu mörg trúnaðarstörf fyrir það og sast í bæj- arstjórn Grindavíkur í 8 ár. Á þeim árum komst Alþýðubandalagið í rík- istjórn og þá fengu ráðherrarnir held- ur betur að finna fyrir þér. Þeir fengu ekki mikinn frið og þó sérstaklega ekki fjármálaráðherrann enda komstu mörgum málum í gegn fyrir bæinn þinn á þessum árum. Þú varst mjög heitur í skoðunum og fórst ekk- ert í felur með það. Stundum fannst mér nú nóg um, því ekki var verið að skafa utan af hlutunum. Ég gleymi seint einu skipti þegar ég fór með þér að taka bensín á BP og fékk að kaupa mér nammi. Á meðan ég var inn í sjoppunni varst þú í ein- hverjum hörkusamræðum um pólitík úti sem endaði með því að þú raukst inn í bíl og keyrðir burtu en gleymdir mér. Það leið smástund þangað til að þú tókst eftir að eitthvað vantaði og sóttir mig þá. Þegar þú veiktist aðeins 55 ára gamall var það ekki auðvelt hvorki fyrir þig né mömmu. Að hafa verið í fullu fjöri í mörg ár og vera síð- an smám saman kippt út úr hinu dag- lega amstri. Hugurinn fór oft lengra en líkaminn leyfði og síðustu 10 árin varstu á Hjúkrunarheimilinu Víðihlíð, sem þú hafðir barist fyrir byggingu á. Það er ekki hægt að segja annað en þér hafi liðið vel hjá stelpunum þínum þar enda var einstaklega vel hugsað um þig í Víðihlíð. Að leiðarlokum kveð ég þig, pabbi minn, og ég veit að Einar bróðir tekur á móti þér hinum megin, örugglega með bros á vör og með Óskar afa sér við hlið. Þín dóttir Áslaug. Elsku pabbi, það er loks komið að lokum í þinni löngu lífsbaráttu, en þrjóskan og þvermóðskan héldu þér gangandi lengur en nokkur gat von- að. Þú varst skapstór og oft á tíðum erfiður í samskiptum. En heppinn varstu að vera giftur henni mömmu, því alltaf elskaði hún þig jafnmikið og aldrei gafst hún upp á þér í þau 50 ár sem þið voruð gift. Það er ekki hægt að segja að þú hafir átt átakalausa ævi. Mamma þín var ekki mikið fyrir að sýna tilfinningar sínar og fannst mér þú bera þess merki. En það atvik sem skildi eftir stórt ör á þínu hjarta var þegar pabbi þinn lést af sárum sínum eftir að Reykjaborgin var skot- in niður á stríðsárunum. Þú varst að- eins níu ára þegar þetta gerðist, níu ára þegar þú last það í Vísi að pabbi þinn væri dáinn. Alla tíð varstu ákveðinn, þrjóskur og fylginn þér. Þú gafst aldrei upp í neinu sem þú tókst þér fyrir hendur og kom það sér vel í pólitíkinni. Þú komst miklu í verk þau ár sem þú varst í bæjarstjórn. Tókst m.a. þátt í að reisa elliheimilið Víðihlíð, en það var svo þitt heimili í tíu ár. Þegar þú dvaldir þar höfðum við aldrei áhyggj- ur af því að þér liði illa, því hvergi hefðir þú getað fengið betri umönnun. Eiga þær konur sem önnuðust þig hrós skilið og verð ég þeim ævinlega þakklát. Ég á margar góðar minningar um þig. Það var alltaf jafngaman þegar þú komst heim af sjónum og við bið- um á bryggjunni eftir að báturinn kæmi að landi. Það var sérstaklega gaman þegar þú varst að koma úr siglingu. Alltaf fengum við spennandi leikföng, eitthvað sem ekki var fáan- legt á Íslandi og gerði mann vinsælli meðal krakkanna í hverfinu. Þegar þú hættir á sjónum fékk ég oft að fara með þér í bæinn að leggja teppi og koma við í Teppalandi, en það var einn af mínum uppáhaldsstöðum því þar fékk ég alltaf að leika mér í bolta- landi. Ég lærði líka að leggja teppi með því að fylgjast með þér og gat nýtt mér þá þekkingu þegar ég keypti mína fyrstu íbúð. Ég veit það fyrir víst að þú varst alltaf stoltur af mér þó að þú hafir aldrei sagt það beint. Þú varst orðinn veikur þegar ég útskrifaðist úr Kenn- araháskólanum, og áttir því erfitt með að leyna tilfinningum þínum. Ég sá það líka í öll þau skipti sem ég heimsótti þig, hvað þú hafðir gaman af öllu því sem ég hafði að segja. Það skipti ekki máli hvort sögurnar voru af barnabörnum þínum eða bara af kisunum mínum, alltaf gastu hlegið og glaðst með mér. Það má með sanni segja að samband okkar hafi batnað með árunum. Ég veit að þú hefur lært mikið í þessari ferð, en ég vona að sú næsta verði betri. Ástarkveðja, þín dóttir Þorgerður. Ég kynntist Kjartani 1986 þegar við Áslaug dóttir hans byrjuðum að vera saman. Ekki leist honum nú allt- of vel á tilvonandi tengdasoninn til að byrja með og lét hann við tækifæri vita að honum væri nú hollara að koma vel fram við dóttur hans. Kjart- an var ákaflega hreinskilinn maður og vissu menn alveg hvort honum lík- aði við þá eða ekki. En fljótlega sá hann að strákurinn var ekki alslæm- ur og jafnvel eitthvað í hann spunnið og þá var ekki að því að spyrja, sama hvað var alltaf var Kjartan tilbúinn að aðstoða á allan hátt. Ég vil þakka þér, Kjartan, sam- fylgdina og hjálpina í gegnum árin og votta þér, Hafdís, samúð mína. Guðmundur. Stál og hnífur er merkið mitt merki farandverkamanna þitt var mitt og mitt var þitt meðan ég bjó á meðal manna (B.Morthens.) Þessar ljóðlínur eftir Bubba Mort- hens koma upp í huga mér þegar ég hugsa um mág minn Kjartan Krist- ófersson. Hann var svo sannarlega maður verkamannsins svo langt sem ég man eftir og var ég ung þegar þau kynntust, hún Hafdís systir mín og hann. Kjartan barðist fyrir kjörum sjómanna í mörg ár enda var hann sjómaður mestan hluta ævi sinnar. Það var sárt að sjá þennan sterka mann fá heilablóðfall sem hann barð- ist hetjulega við í yfir 20 ár. Alltaf stóð Hafdís systir mín við hlið hans eins og klettur. „Meðan ég get ennþá rifið kjaft þá er þetta allt í lagi,“ sagði hann og hló, svona var Kjartan. Nú kveð ég Kjartan í hinsta sinn með þessu ljóði. Haustið er komið og sumarið frá með sólina sína björtu. Láttu Drottinn, Jesú minn þá ljósin skína í hjörtu. (G. Ben.) Elsku Hafdís mín og fjölskyldur, megi algóður Guð blessa ykkur öll á þessari stundu Gerður Benediktsdóttir. Ó hve létt er þitt skóhljóð ó hve leingi ég beið þín, það er vorhret á glugga, napur vindur sem hvín, en ég veit eina stjörnu, eina stjörnu sem skín, og nú loks ertu komin, þú ert komin til mín. Það eru erfiðir tímar, það er atvinnuþref, ég hef ekkert að bjóða, ekki ögn sem ég gef, nema von mína og líf mitt hvort ég vaki eða sef, þetta eitt sem þú gafst mér það er alt sem ég hef. En í kvöld lýkur vetri sérhvers vinnandi manns, og á morgun skín maísól, það er maísólin hans, það er maísólin okkar, okkar einíngarbands, fyrir þér ber ég fána þessa framtíðarlands. (Halldór Kiljan Laxness.) Með þessum meitluðu orðum skáldsins og fyrir baráttu þína fyrir verkalýðinn, þökkum við samfylgd- ina. Hvíl þú í friði, góði vinur. Sendum vinum og vandamönnum alúðarkveðjur. Þóra Björk og Lúðvík (Lúlli). Kjartan Kristófersson, einn af for- ustumönnum vélstjóra í Sjómanna- og vélstjórafélagi Grindavíkur, er lát- inn eftir langvarandi veikindi. Við hjónin munum fyrst eftir Kjartani í byrjun 6. áratugarins er hann var nýfluttur til Grindavíkur. Nafn Kjartans er í huga okkar órjúf- anlega tengt Sjómannafélaginu og störfum hans að málefnum sjómanna og vélstjóra hér í Grindavík. Kjartan var formaður félagsins í 8 ár og sat í stjórn Sjómannasambands Íslands um árabil, alltaf virkur í samtökum sjómanna á meðan hann stundaði sjó- inn. Í formannstíð Kjartans stóð stjórn- in fyrir fleiru en stéttarfélagsbaráttu og er þá helst að telja byggingu Sjó- mannastofunnar Varar, þrjú hundruð fermetra húsnæðis sem er veitinga- stofa, aðstaða fyrir félagið auk frí- tíma- og hreinlætisaðstöðu fyrir þá fjölmörgu aðkomusjómenn sem þá gistu á bátaflota Grindvíkinga yfir vertíðartímann. Á sjómanndegi næsta vor, 2009, fögnum við því 30 ára vígsluafmæli Sjómannastofunnar. Einnig kom það í hlut Kjartans að sitja í nefndum félagasamtaka hér í Grindavík, sem formanns fyrir hönd sjómanna, til að undirbúa og reisa elli- og dvalarheimilið Víðihlíð og minnisvarðann Von sem stendur ofan við sjómannaheimilið til minningar um drukknaða og týnda menn. Samhliða forustustörfum fór Kjart- an strax að huga að pólitíkinni og at- huga með menn hér í Grindavík sem voru með sömu róttæku vinstri skoð- anirnar og hann en hugsunin hjá hon- um var að hafa áhrif í sveitarstjórn Grindavíkur og eins að ná tengingu við hið pólitíska vald í Reykjavík. Ekki tókst að ná samstöðu í fyrstu. Kjartan flutti búferlum frá Grinda- vík í 5 ár, 1967-1972. Hann hellti sér hins vegar út í pólitíkina þegar hann kom til baka og tókst þá að ná saman lista Alþýðubandalagsmanna hér í Grindavík og áttum við bæjarfulltrúa flest kjörtímabil til 1998 er Samfylk- ingin var komin til sögunnar. Kjartan hafði harða lund og sér- staka kímnigáfu sem þvældist þó ekki fyrir honum í samskiptum við aðra, hvorki í pólitík né störfum sjómanna- félagsins. Tilsvör hans og róttækar skoðanir, sem hann fór aldrei í felur með, urðu til þess að hann fékk mjög fljótt viðurnefnið Kjartan „kommi“ sem honum fannst heiður að frekar en annað. Hann var alltaf einbeittur, frjór í hugsun og fljótur að taka ákvarðanir ef því var að skipta enda fundu þeir sem kynntust Kjartani vel, blíðan og mjúkan mann sem ekki var svo djúpt á. Starfsævi sinni lauk Kjartan sem vaktmaður í orkuveri Hitaveitu Suð- urnesja í Svartsengi en þar átti hann sæti í stjórn fyrirtækisins um tíma. Að syrgja góðan vin er á vissan hátt það sama og að fagna því að hafa kynnst honum, þannig er okkur inn- anbrjósts nú. Blessuð sé minning Kjartans Krist- óferssonar á meðan sjómenn, haf, fiskur og skip verða hluti af þessum bæ, Grindavík. Eiginkonu Kjartans, Hafdísi Guð- mundsdóttur, börnum þeirra og barnabörnum vottum við hjónin sam- úð okkar og þökkum vináttu liðinna ára. Hinrik Bergsson og Guðný Guðbjartsdóttir. Kjartan Kristófersson Ástkær tengdamóðir mín er farin. Kona sem skipaði mjög stóran sess í mínu líf. Ég var svo heppin að fá tækifærið til að kynnast þér al- mennilega. Stundirnar sem við átt- um saman yfir kaffibollunum eru mér ofarlega í minni. Samræðurnar voru yfirleitt mjög innihaldsríkar og vil ég veita þér allt mitt þakklæti fyr- Guðrún Þóra Guðmundsdóttir ✝ Guðrún ÞóraGuðmundsdóttir fæddist í Hærings- staðahjáleigu í Stokkseyrarhreppi 17. september 1930. Hún lést á Foss- heimum, hjúkrun- ardeild Heilbrigð- isstofnunar Suður- lands á Selfossi, 20. september síðastlið- inn og var útför hennar gerð frá Stokkseyrarkirkju 27. september. ir stuðninginn síðustu ár. Einhvern veginn áttir þú alltaf svo mik- ið að gefa og manni fannst maður aldrei getað borgað þér til baka. Sögurnar sem þú sagðir mér um æsku þína, hjónabandið, barneignirnar og starfið eru innihalds- ríkar sögur sem sigla með mér í gegnum líf- ið. Þú kenndir mér svo margt og sennilega ert þú konan sem kenndir mér að þol- inmæði þrautir vinnur allar. Þú hafð- ir svo sannarlega rétt fyrir þér í því eins og nánast öllu hinu. Ég hef dáðst að þér frá fyrstu kynnum. Manneskju sem var algjör- lega með báða fætur á jörðinni. Þrautseigja einkenndi þig og spegl- ast það í börnunum þínum. Börnin þín eru hvert öðru yndislegra og nota ég þá máltækið „sjaldan fellur eplið langt frá eikinni“. Ykkur Baldri tókst virkilega vel upp. Þú og þín fjölskylda hafið kennt mér margt og má þar nefna sem dæmi hversu mik- ils virði það er að rækta heimahag- ann. Enda þú með eindæmum heimakær kona. Alltaf varstu konan sem tókst á móti fólkinu þínu opnum örmum. Vissir alltaf hvað bjátaði á hjá hverj- um og einum. Ég er svo þakklát fyrir að hafa átt þessar yndislegu samverustundir með þér og á þér svo ótal margt að þakka. Ég kveð þig í þetta sinn, með sorg og söknuð í hjarta, sannfærð um að við eigum þó eftir að hittast aftur seinna Ég þakka allt frá okkar fyrstu kynnum það yrði margt, ef telja skyldi það. Í lífsins bók það lifir samt í minnum er letrað skýrt á eitthvert hennar blað. Ég fann í þínu heita stóra hjarta, þá helstu tryggð og vináttunnar ljós. Er gerir jafnvel dimma vetur bjarta úr dufti lætur spretta lífsins rós. (Margrét Jónsdóttir.) Hvíl í friði, elsku Gunna mín, og verndi þig allir heimsins englar. Þín tengdadóttir Íris Mjöll Valdimarsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.