Morgunblaðið - 03.10.2008, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 03.10.2008, Blaðsíða 44
44 FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ Orð dagsins: Enn sagði hann við þá: „Gætið að, hvað þér heyrið. Með þeim mæli, sem þér mælið, mun yður mælt verða og við yður bætt.“ (Mk. 4, 24.) Mönnum hefur orðið tíðrætt umfréttamynd af því þegar Davíð Oddsson seðlabankastjóri skutlaði Geir Haarde forsætisráðherra og Árna Mathiesen fjármálaráðherra milli húsa og lesa úr henni að Davíð hafi alltaf verið við stjórnvölinn og hinir í bezta falli farþegar hjá hon- um. Víkverji vill lesa allt annað út úr myndinni. Fyrirmenn sem hafa bíl- stjóra á sínum snærum sitja nátt- úrlega ekki undir stýri. Þar er stað- ur bílstjórans. Hinir sitja í farþegasætunum. Víkverji hefur oft séð í sjónvarpinu ráðherra sitja frammi í hjá bílstjórunum, en þegar magtin er meiri en það sitja menn í aftursætinu og töskuberar og bíl- stjórar frammi í. Þykir Víkverja þá liggja í augum uppi að sá sem ræður ferðinni er auðvitað fjármálaráð- herrann. Hvernig geta menn ímynd- að sér veröldina öðruvísi? x x x Víkverji tekur upp hanzkann fyrirhómópata/smáskammtalækna. Áralangt einelti lækna hefur valdið því að menn eru sýknt og heilagt að taka sér smáskammtalækningar í munn yfir eitthvað sem þeir telja duglaust til einhverra áhrifa. Nýj- asta dæmið var á forsíðu Morg- unblaðsins á miðvikudaginn og hefur Víkverji þegar gengið á fund rit- stjóra Morgunblaðsins og mótmælt þeirri orðnotkun formlega. Smá- skammtalækningar/hómópatía er meðferðarform sem nýtur vaxandi álits nú á dögum; hér heima sem og erlendis. Lög um græðara ná til hómópata og enginn ætti að taka sér smáskammtalækningar í munn í þeirri hrossalækningamerkingu sem læknar temja sér. Dagur Eggertsson borgarfulltrúi er menntaður læknir og notaði í borgarstjóratíð sinni smáskammta- lækningar um það sem honum fannst hvergi duga. Víkverji brýtur boðorð sitt og lætur villu Dags hitta hann sjálfan fyrir; borgarstjóratíð Dags Eggertssonar var eintómar smáskammtalækningar. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 gutlreið, 4 til- finning, 7 fótaskjögrið, 8 höndin, 9 þæg, 11 groms, 13 ljúka, 14 mynnið, 15 hrúgaði upp, 17 nota, 20 sár, 22 hásan, 23 klauf- dýrið, 24 ræktuð lönd, 25 þreyttar. Lóðrétt | 1 viðarbútur, 2 minnist á, 3 ær, 4 höfuð, 5 ber, 6 dútla, 10 kapp- nógur, 12 væn, 13 bók- stafur, 15 afskræmi, 16 óður, 18 fylginn sér, 19 korns, 20 sættir sig við, 21 bauja. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 kjánalegt, 8 tófur, 9 ótukt, 10 rós, 11 terta, 13 tunna, 15 kepps, 18 sakna, 21 kóp, 22 pilla, 23 arann, 24 kampakáta. Lóðrétt: 2 jöfur, 3 narra, 4 ljóst, 5 grunn, 6 stút, 7 Etna, 12 tap, 14 Una, 15 kopp, 16 pilta, 17 skaup, 18 spark, 19 kraft, 20 asni. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Síðasta spilið. Norður ♠ÁG632 ♥ÁD8752 ♦Á ♣Á Vestur Austur ♠D7 ♠K10 ♥K9 ♥106 ♦KD107 ♦G9642 ♣KG632 ♣8754 Suður ♠9854 ♥G43 ♦853 ♣D109 Suður spilar 6♠. „Þetta er engin meðferð á þreyttum manni.“ Guðmundi Steinbach gerði bæði sárt og að klæja þegar hann rifj- aði upp síðasta spil þriðjudagskvölds- ins hjá Bridsfélagi Reykjavíkur. Hann sat í suður með þrjá punkta og mar- flata skiptingu. Vestur vakti á Stand- ard-laufi og Bjarni Guðnason í norður opnunardoblaði. Pass í austur og Guð- mundur sagði samviskusamlega einn spaða á níuna fjórðu. „Sex spaðar,“ sagði Bjarni og Guðmundur tók bak- föll: „Nú hittirðu illa á, makker minn.“ „Ég á fyrir mínu,“ sagði Bjarni þeg- ar hann lagði upp og það voru orð að sönnu. Eftir sem áður þurfti trompið að falla 2-2 og hjartakóngur að liggja fyrir svíningu, blankur eða annar. Lík- ur á þessu samanlögðu eru um 13%. Tvö önnur pör sögðu slemmuna, en margir létu bútinn duga. (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Þú hefur varið tíma í að sinna skyldum þínum og krossað við öll réttu svörin. Nú er kominn tími til að gleyma skynseminni. Ást og stuð flokkast ekki undir skynsemi. (20. apríl - 20. maí)  Naut Sæstu við vin þinn. Það skiptir miklu að þú standir með þínu fólki. Ef þú ert í stríði við sjálfan þig geturðu alveg eins legið í rúminu í dag. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Hvort sem þér finnst lífið of stutt eða of langt þarftu á gamni að halda. Vertu geggjaður og villtur. Ef þú ferð yfir strikið nýturðu bara lífsins í tætlur. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Það er ekki létt að þroskast. Held- ur ekki að láta sér batna. Þegar óþægileg- ar tilfinningar koma upp geturðu huggað þig við að þú ert að bæta þig rækilega. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Þú hefur eytt mestum frítíma með sömu manneskjunni og þið hafið þróað ykkar eigin húmor og tungumál. Sam- bandið þroskast enn meira með áskorun. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Þú getur haft stjórn á eigin tilfinn- ingum, en það er fínt þegar þú þarft þess ekki. Auk þess færir það þig nær fólki að opna þig fyrir því. Hættu að þykjast. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Þú ert að reyna að sannfæra aðra og það skiptir þig miklu máli. Mótaðu skila- boðin með endinn í huga, en líka það sem þú veist að hinn aðilinn vill. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Þú þarft að eiga við fólk með mikið sjálfstraust og það þarfnast allt ást- ar. Þetta fólk varð þannig af því að það hefur alltaf þurft ótrúlega mikla athygli. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Þú vilt glaður þjóna öðrum og ert mjög næmur fyrir þörfum annarra. Sá sem vill eitthvað frá þér ætti að spyrja núna, því á morgun verðurðu mjög upp- tekinn af eigin málum. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Þú hefur ekki áhuga á að leggja hart að þér fyrir ekkert. Þú vilt vita að verk þín skipti máli, leggi málefninu lið og að þú komir hlutunum í verk. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Þér finnst eins og þú vinnir fyr- ir hönd allra af sama kyni, kynþætti eða aldri. Þú tekur hlutverkið mjög alvarlega og gerir þitt besta sem fulltrúi ykkar. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Ástríður og áhættur hversdagsins eru í góðu stuði núna. Stórar hugsanir og tilfinningar þurfa að koma út til að vinna með. Segðu hverjum sem er. Stjörnuspá Holiday Mathis 3. október 1903 Konungur úrskurðaði að skjaldarmerki Íslands skyldi vera „hvítur íslenskur fálki á bláum grunni, er situr og snýr sér til vinstri“. Nýtt merki var tekið upp 1919. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist … Hulda Bjarna- dóttir, Lauga- teigi 31, Reykja- vík, verður níræð sunnudaginn 5. október. Í tilefni afmælisdagsins býður afmæl- isbarnið ætt- ingjum, vinum og velunnurum að þiggja veitingar í safnaðarheimili Laugarneskirkju á Kirkjuteigi, Reykjavík, laugardag- inn 4. október frá kl. 15 til 17. 90 ára Halldóra Ólafía Bjarna- dóttir áður Sel- fossi, nú Sól- völlum, Eyrarbakka, varð níræð í gær, 2. október. Hún tekur á móti gestum í Rauða húsinu, Eyrarbakka, sunnudaginn 5. október frá kl. 15 til 17. Halldóra afþakkar blóm og gjafir. 90 ára Kristinn Þór- hallsson rafvirki í Grindavík er sjötugur í dag, 3. október. Kristinn mun eyða helginni á Flúð- um með fjöl- skyldu sinni. Vin- ir og vandamenn sem vilja kíkja þangað í kaffi á laugardaginn vinsamlegast hafi samband við börnin hans. 70 ára afmæli „Ég er nú bara í göngutúr í góða veðrinu hér í Óð- insvéum svo þetta getur ekki verið yndislegra,“ sagði Ólína Margrét Haraldsdóttir þegar Morg- unblaðið náði tali af henni í gær. Ólína á stórafmæli í dag en hún heldur upp á fimmtíu ára afmæli sitt og það í faðmi fjölskyld- unnar í Danmörku. Ólínu var boðið í utanlandsferðina í tilefni stór- afmælisins. „Við verðum hér í rúma viku og fáum að gista hjá syni okkar. Við erum hér í afar góðu yfirlæti hjá honum, tengdadótturinni og þremur barnabörnum,“ segir Ólína. Að auki á hún svo dóttur sem er búsett á Íslandi ásamt eiginmanni sínum og tveimur börnum. Ólína hefur búið í Njarðvíkunum alla sína tíð þar sem hún starfar sem ritari á fasteignasölu en hún á einnig ættir að rekja til Siglu- fjarðar. Eiginmaður Ólínu er Hermann Borgar Guðjónsson sem vinn- ur hjá bílaleigu. Hann á stóra áfangann þegar að baki þar sem hann fagnaði 50 ára afmæli sínu fyrir tveimur árum. „Það kemur smáhópur vina og kunningja hingað í heimsókn til okk- ar á morgun,“ segir Ólína. „Um kvöldið ætlum við svo að fara öll sam- an út í tilefni dagsins, borða góðan mat og hafa það reglulega gott,“ bætti hún við og það var ekki annað að heyra en að hún væri hæst- ánægð með dvölina í Danmörku. | jmv@mbl.is Ólína Margrét Haraldsdóttir fimmtug Í góða veðrinu í Danmörku Reykjavík Mikael Dagur fæddist 9. júlí kl. 11.09. Hann vó 4.360 g og var 52 sm langur. Foreldrar hans eru Anna Kristín Magn- úsdóttir og Steinar Imm- anúel Sörensson. Reykjavík Auður Helga fæddist 27. júní kl. 1.20. Hún vó 4.050 g og var 53 sm löng. Foreldrar henn- ar eru Guðrún Ægisdóttir og Valdimar Harðarson Steffensen. Reykjavík Finnbogi Gylfi fæddist 20. ágúst kl. 17.24. Hann vó 3.775 g og var 53,5 sm langur. Foreldrar hans eru Elísa Henný Sig- urjónsdóttir og Þórður Finnbogason Kjeld. Miðstig 7 9 4 1 3 2 6 8 5 6 5 2 8 7 4 9 3 1 8 3 1 9 5 6 7 4 2 9 6 7 2 8 3 1 5 4 4 2 3 5 9 1 8 7 6 1 8 5 6 4 7 3 2 9 5 7 9 4 1 8 2 6 3 2 1 8 3 6 5 4 9 7 3 4 6 7 2 9 5 1 8 Efstastig 6 1 6 5 9 8 2 6 2 5 8 4 3 2 3 2 4 5 2 9 7 1 7 4 9 3 6 2 1 4 9 8 5 1 8 2 6 3 4 9 7 3 6 9 5 4 7 1 2 8 4 7 2 1 9 8 5 6 3 1 5 4 7 8 6 2 3 9 2 8 7 3 1 9 6 5 4 6 9 3 4 5 2 8 7 1 7 3 1 8 2 5 9 4 6 8 2 6 9 7 4 3 1 5 9 4 5 6 3 1 7 8 2 6 4 7 2 8 1 7 5 6 8 9 7 6 3 1 9 6 5 2 9 3 5 7 8 7 6 9 1 9 5 7 8 6 4 Frumstig Sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig töl- urnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röð- inni. 1 5 4 3 8 7 2 6 9 8 9 7 5 6 2 4 3 1 3 2 6 9 4 1 5 7 8 9 6 1 2 7 4 3 8 5 2 3 8 6 1 5 7 9 4 7 4 5 8 9 3 6 1 2 4 8 9 7 5 6 1 2 3 5 7 3 1 2 8 9 4 6 6 1 2 4 3 9 8 5 7 Lausn síðustu Sudoki. 4 7 2 3 5 3 1 8 5 4 8 3 7 4 2 7 2 4 3 9 8 2 3 6 7 5 1 3 dagbók Í dag er föstudagur 3. október, 277. dag- ur ársins 2008 Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. Rf3 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 Bg7 4. g3 O–O 5. Bg2 c6 6. e4 d6 7. h3 e5 8. O–O Rbd7 9. d3 He8 10. Hb1 h6 11. Be3 a5 12. d4 exd4 13. Rxd4 Rc5 14. Dc2 a4 15. Hfe1 Rfd7 16. f4 Da5 17. Bf2 Db4 18. Bf1 Rb6 19. Hed1 Rbd7 20. He1 Rb6 21. Hed1 Rbd7 22. Kh2 Rf6 23. He1 Bd7 24. b3 axb3 25. axb3 Rh5 26. Hed1 f5 27. Bg2 Bf6 28. Rde2 fxe4 29. Be1 Rd3 30. Rxe4 Rxe1 31. Hxe1 Bf5 32. g4 Bxe4 33. Bxe4 Rg7 34. Bxg6 He3 35. Hg1 Ha3 36. Hg3 He7 37. Hg2 He3 38. Bh7+ Kf7 39. Dg6+ Ke7 40. Bg8 Re8 41. Rg3 Kd8 42. Dxh6 Dc3 43. Rf5 Hf3 44. He2 Dd3 45. Heb2 Bxb2 46. Hxb2 Ha1 47. Dh4+ Kc8 48. Hg2 Dd1 49. Rg3 Staðan kom upp á ofurmótinu í Bilbao á Spáni sem lauk fyrir nokkur. Azerinn Teimour Radjabov (2744) hafði svart gegn Armenanum Levon Aronjan (2737). 49. … Hf2! og hvítur gafst upp enda óverjandi mát. Svartur á leik. Nýirborgarar Einar Sveins- son er sextugur í dag, 3. október. Af því tilefni verður hann með opið hús á heimili sínu Miðtúni 8, Sandgerði, frá kl. 18. Allir vel- komnir. 60 ára
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.