Morgunblaðið - 03.10.2008, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 03.10.2008, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER 2008 17 Hagstofan skoðar þessa dagana hvernig á að flokka útflutning á bifreiðum og tækjum. Stofnunin hefur ekki yfirlit um fjölgun út- fluttra bifreiða það sem af er ári, en nokkur umræða hefur verið um slíkan útflutning. Auður Ólína Svavarsdóttir, deildarstjóri á Hagstofunni, segir að það sé mismunandi hvernig fyr- irtækin meðhöndli bíla sem verið hafa um tíma á hafnarbakkanum. „Sumir senda bílana aftur til fram- leiðenda án þess að þeir fari í raun nokkurn tímann inn í landið. Í öðr- um tilvikum finnast kaupendur er- lendis og í þeim tilvikum virðist vera um hreinan útflutning að ræða. Það sem skiptir öllu máli er að meðhöndlunin sé rétt og í sam- ræmi við það sem gerist í öðrum tollaflokkum. Þegar meta á utan- ríkisverslun er reglan sú að kanna hvort efnislegar auðlindir lands aukist eða minnki. Þess vegna get- ur ákveðin verslun verið á gráu svæði hvað þetta varðar og það virðist eiga við í þessu tilviki,“ segir Auður. Óljóst hvernig flokka á útflutning bíla Eftir Ágúst Inga Jónsson aij@mbl.is ÞAÐ sem af er ári hafa Kraftvélar flutt út vinnuvélar til annarra landa fyrir um 300 milljónir króna. Mest eru þetta notaðar vélar sem fyrir- tækið hefur tekið upp í við kaup fyr- irtækja á nýjum tækjum. Kraftvélar hafa reyndar flutt út tæki í nokkur ár, en þegar gengi krónunnar tók að síga urðu þetta fýsilegri viðskipti og útflutningurinn jókst. Að sögn Björns Jónssonar, fram- kvæmdastjóra Kraftvéla, er fyrir- tækið með verðskrár í evrum. Það á jafnt við vélar sem fyrirtækið kaupir frá útlöndum og selur síðan áfram, hvort sem er innanlands eða utan. „Í vor þegar krónan byrjaði að dala vorum við með lager af vélum, sem við höfðum tekið upp í á lægra gengi á seinni hluta síðasta árs eða byrjun þessa. Við gátum gert okkur mat úr þessu og höfum flutt út meira af not- uðum tækjum en áður,“ segir Björn. Vélar til Arabalanda Framan af fór mikið af tækjunum á Evrópumarkað, en þegar eftir- spurn minnkaði þar leitaði fyrirtæk- ið á fjarlægari slóðir. „Við höfum selt vélar til Arabalandanna og höfum verið að leita fyrir okkur í Austur- Evrópu og Afríku. Þá gátum við stýrt hluta af vélum, sem við vorum búnir að panta, til dótturfélags okkar í Danmörku. Á þessu ári erum við búnir að selja notaðar vélar fyrir tæplega 700 milljónir og þar af hafa tæki fyrir um 300 milljónir farið til útlanda,“ segir Björn. Hann segir að svo virðist sem lítil sem engin nýliðun sé í verktakageir- anum. Stórir, reyndir verktakar haldi sínu striki, meðan þeir minni hafi minnkað við sig. Þá hafi sala á minni tækjum fyrst dregist saman þegar harðnaði á dalnum. Notaðar vinnu- vélar fluttar út  Kraftvélar hafa flutt út fyrir 300 millj- ónir í ár  Lítil nýliðun meðal verktaka ÚTGERÐARFÉLAGIÐ Bergur- Huginn hlaut íslensku sjáv- arútvegsverðlaunin á Sjáv- arútvegssýningunni í gær fyrir framúrskarandi íslenska útgerð og fær leyfi til að nota merki verð- launanna á kynningarefni sitt. Þeir voru því kampakátir fulltrú- ar félagsins þegar þeir tóku við verðlaununum í gær. Á myndinni eru (efri röð frá vinstri) Þorsteinn Ingólfsson skrifstofusjóri, Jón S. Logason, skipstjóri á Smáey, Héð- inn Karl Magnússon, stýrimaður á Vestmannaey, Birkir Kristinsson, annar eigenda Bergs-Hugins, Sig- urður G. Sigurjónsson, skipstjóri á Bergey, Óskar Þór Kristjánsson, stýrimaður á Bergey, Guðmundur Alfreðsson útgerðarstjóri, Kristinn Valgeirsson, vélstjóri á Vest- mannaey, Magnús Kristinsson út- gerðarmaður og Birgir Þór Sverr- isson, skipstjóri á Vestmannaey. Í neðri röð f.v. eru: Guðni Hjör- leifsson netagerðarmeistari, Arnar Richardsson þjónustufulltrúi, Ósk- ar Ólafsson, vélstjóri á Bergey, Pét- ur Eyjólfsson, vélstjóri á Bergey, Ari Wendel frá Landsbankanum sem afhenti verðlaunin og Jón Val- geirsson, stýrimaður á Bergey. Verðalaunaafhendingin fór fram í Turninum í Smáralind og fengu 12 aðrir aðilar verðlaun. Bergur-Huginn skaraði fram úr í útgerð Morgunblaðið/G.Rúnar L jó sm .: M a ry E ll e n M a rk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.