Morgunblaðið - 03.10.2008, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 03.10.2008, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER 2008 15 Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Selfoss | „Það kemur í ljós en ég vona að fólk spari eitthvað annað við sig en framlög til góðgerðar- mála,“ segir Bjarni Rúnarsson, for- maður Nemendafélags Fjölbrauta- skóla Suðurlands á Selfossi. Hann skráði sig í gær til þátttöku í lands- söfnun Rauða kross Íslands, „Göng- um til góðs“, að lokinni kynningu Rauða kross fólks í Fjölbrautaskól- anum. Landssöfnunin „Göngum til góðs“ er á morgun, laugardag. Rauði krossinn hefur verið að kynna söfn- unina. Nemendur Fjölbrautaskól- ans tóku vel á móti forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni, þegar hann heimsótti skólann til að taka þátt í kynningunni. Ólafar Ragnar hvatti ungmennin eindregið til að ganga til góðs á laugardag. Hann vakti athygli þeirra á sjálfboðaliðs- starfi og sagði að það gæti komið þeim til góða síðar, þegar þau sæktu um að komast í nám eða störf, að geta getið um slík störf í ferilsskránni. Fjölbrautaskólinn bauð upp á sjálfboðið starf sem hluta af námi sínu síðasta vetur og fyrirhugað er að gera það aftur í vetur. Fyrstir á staðinn Forsetinn gat einnig um þátt sjálfboðaliðanna í Rauða kross deildunum og björgunarsveitunum í hjálparstarfinu í kjölfar jarðskjálft- anna á Suðurlandi í sumar. Harpa Dögg Hafsteinsdóttir, nemandi við Fjölbrautaskólann, er í björgunar- sveitinni á Selfossi. Hún kannaðist við þetta, sagðist hafa verið kölluð út tveimur mínútum eftir að jarð- skjálftinn reið yfir. Aðstæður voru hins vegar þannig að hún gat ekki farið því það voru nóg verkefni að kljást við heima. Öllum landsmönnum gefst kostur á að taka þátt í söfnuninni á morgun með því að ganga með bauka í hús og/eða gefa. Hægt er að skrá sig á vef RKÍ, raudikrossinn.is. Harpa, Bjarni Rúnarsson og Bryndís Odds- dóttir, nemendur skólans, ætla öll að taka þátt. „Þetta er frábært framtak og brýnt að koma fólki til hjálpar,“ segir Bjarni. Bryndís býr í Skeiða- og Gnúpverjahreppi og hún ætlar að fara með söfnunarbauk á milli bæja þar og reyna að fá fleiri til liðs við sig. „Við reynum að virkja alla í sveitinni,“ segir hún. Peningarnir sem koma í baukana á morgun verða notaðir til að sam- eina fjölskyldur á átakasvæðum. Sérstaklega er talað um Kongó í því sambandi. Þar er um 1,3 milljónir manna á flótta vegna borgarastyrj- aldar. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Skráning Hægt er að skrá sig í „Göngum til góðs“ á vef Rauða krossins. Bjarni Rúnarsson skráði sig á lista sem hangir uppi á töflu í skólanum. Bryndís Oddsdóttir og Harpa Dögg Hafsteinsdóttir ætla einnig að vera með. „Vona að fólk spari annað“ Nemar í Fjölbraut á Selfossi ætla að „ganga til góðs“ Í HNOTSKURN »Göngum til góðs er um-fangsmesta fjáröflun Rauða kross Íslands. Hún fer fram annað hvert ár. Allar 50 deildir Rauða krossins taka þátt í söfnuninni í ár. »Fjörutíu milljónir söfn-uðust í síðustu söfnun. Peningarnir voru notaðir til að kosta verkefni í Malaví, í þágu barna sem eiga um sárt að binda vegna alnæmis. RÚMLEGA 172 þúsund farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í september sl. en rúmlega 187 þús- und farþegar í september á síðasta ári. Fækkunin nemur rúmum 15.000 farþegum eða 3,87%. Hlutfallslega meiri fækkun er meðal áfram- og skiptifarþega en þeirra sem eru á leið til og frá land- inu. Frá áramótun nemur fækkun á heildarfarþegafjölda 3,87% en lítill samdráttur er þó hjá komu- og brottfararfarþegum, eða rúmt 1%. Fækkaði um 15.000 farþega Reykjanesbær | Karlakór og mörg af helstu poppgoðum Suðurnesja halda útgáfutónleika um helgina til að kynna nýjan hljómdisk sem ber nafnið „Þú lýgur því“. Karlakórinn hefur rokkað sig nokkuð upp því á diskinum er ein- göngu að finna endurútsett lög eft- ir þekkta Suðurnesjapoppara sem jafnframt koma fram með kórnum. Tónleikarnir verða í Andrews- leikhúsi á Vallarheiði á laugardag og sunnudag. „Þú lýgur því“ Rokk Karlakór Keflavíkur rokkar á tónleikunum í Andrews-leikhúsinu. ÞAÐ var nóg að gera hjá strákunum á Bílaþjónustunni á Húsavík í gær eft- ir að bæjarbúar vöknuðu upp við hálku á götum bæjarins í gærmorgun. Á dekkjaverkstæðinu tóku starfsmenn hvern bílinn á fætur öðrum og settu undir hann vetrardekkin. Þar á meðal var eigandinn og fram- kvæmdastjórinn Ingvar Sveinbjörnsson, sem hér sést við dekkjavinnuna. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Vetrardekkin tímabær
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.