Morgunblaðið - 03.10.2008, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 03.10.2008, Blaðsíða 22
Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur khk@mbl.is M ér fannst tilvalið að sækja um vinnu á mínum gamla leik- skóla þar sem ég hafði verið sem krakki og ég á góðar minningar frá árunum hér,“ segir Baldvin Már Baldvinsson en hann hefur und- anfarin þrjú ár unnið við umönnun barna á leikskólanum Sólhlíð í Reykjavík. „Mér líkar mjög vel að vinna á leik- skóla og það gefur ákveðið forskot að vera eini karlkyns starfsmaðurinn á deildinni. Reyndar erum við vel sett með kynjaskiptingu starfsfólks hér í Sólhlíð, því við erum þrír karlmenn í fullu starfi hér og einn í hlutastarfi.“ Ekki allir í einu í sund Baldvin er 23 ára og því eru um tuttugu ár síðan hann var sjálfur nemandi við skólann. „Þegar ég byrj- aði að vinna hérna þekkti ég strax nokkur andlit meðal starfsfólks sem hefur unnið hér í öll þessi ár og það var góð tilfinning. En hlutirnir hafa breyst heilmikið frá því ég var sjálfur í leikskóla. Nálgunin er önnur í dag. Það hefur orðið vitundarvakning í uppeldismálum og þá sérstaklega ör- yggismálum. Það er búið að setja mikið af reglum sem eru til góðs. Fyrir tuttugu árum var kannski farið með allan leikskólann í einu í sund í Laugardalslauginni, nokkuð sem kæmi ekki til greina í dag.“ Reynir á þolinmæðina Baldvin vinnur á gulu deildinni þar sem yngstu börnin eru, en þau eru frá eins og hálfs árs til tveggja ára. Honum finnst gaman að fá að taka þátt í að kenna þeim á lífið og til- veruna. „Þau eru að læra svo margt á þess- um árum og það er frábært að taka við litlu barni að hausti sem hefur náð tökum á því að borða hjálparlaust og klæða sig í útifötin þegar vorið kem- ur. Það er gaman að sjá þessa fram- för og vita til þess að maður hafi lagt eitthvað af mörkum,“ segir Baldvin sem neitar því ekki að stundum taki starfið í þolinmæðistaugina. „Þetta er ekki líkamlega erfið vinna en hún get- ur verið rosalega lýjandi andlega. En á móti kemur hvað þetta er gefandi. Það er ótrúlega gaman að koma til vinnu þegar börnin koma hlaupandi á móti mér og knúsa mig í bak og fyr- ir.“ Peningakarlar skilja ekki starfsvalið Baldvin er óneitanlega frábær fyr- irmynd og segist iðu- lega fá jákvæð við- brögð, hrós og hvatningu þegar hann segi fólki hvað hann starfi við. „Ég finn samt þegar ég ræði við eldra fólk og þá sérstaklega eldri karla, að þeir hreinlega skilja ekki að ég skuli vinna við þetta. Þeir líta á þetta sem kvennastarf. Aftur á móti finnst jafnöldrum mínum og ungu fólki almennt alveg frábært að ég vinni í leikskóla og foreldrar eru eðli- lega ánægðir með að bæði kynin vinni með börnin þeirra. En gamlir pen- ingakarlar skilja ekkert í þessu starfsvali mínu,“ segir Baldvin og bætir við að einn karlkyns leikskóla- kennari hafi starfað á Sólhlíð þegar hann var sjálfur barn þar. „Hann hét Óli og ég man mjög vel eftir honum, kannski einmitt vegna þess að hann var eini karlinn. Ég hitti hann meira að segja stundum á förnum vegi nú- orðið og við munum vel hvor eftir öðr- um.“ Gettu betur-börn frá Sólhlíð Framtíðarplönin eru óráðin hjá Baldvini en hann gerir ekki ráð fyrir að læra til leikskólakennara. „Ég lít fyrst og fremst á þetta starf sem góða reynslu fyrir sjálfan mig og und- irbúning fyrir barneignir í framtíð- inni, því hér hef ég kynnst öllum mögulegum skapgerðareinkennum barna. Og ég tek það fram að það hafa komið alveg ótrúlega gáfuð börn héðan frá Sólhlíð. Ég veit um þrjá sem voru hér í leikskóla sem hafa verið í sigurliði Gettu betur,“ segir Baldvin og hlær en hann var sjálfur í sigurliði Borgarholtsskóla árið 2005. Aftur á fornar slóðir Morgunblaðið/Valdís Thor Vinir Úlfi, Emblu Maríu og Tómasi finnst gott að vera í fangi Baldvins. |föstudagur|3. 10. 2008| mbl.is daglegtlíf Leikskólinn Sólhlíð var stofnaður árið 1968 sem úrræði fyrir starfsmenn og þá aðallega hjúkr- unarfræðinga ríkisspítala. Nú eru að jafnaði 94 börn í leikskólanum á aldrinum 18 mánaða til 6 ára. Kenningar Johns Deweys og Lev Vy- gotskys eru hafðar til viðmið- unar í starfinu og áhersla lögð á frjálsan leik barnanna. Þá er haft að leið- arljósi að efla sjálfstraust, sjálfstæði og sjálfsmynd einstaklingsins og einnig að efla samskipti þeirra á milli og fullorðinna. Undanfarin ár hefur verið skemmtilegt samstarf við hjúkr- unarheimilið Draoplaugarstaði þar sem elstu börn skólans hafa heimsótt heimilisfólkið á Droplaugarstöðum á 3-4 vikna fresti yfir vetrartímann. Í heimsóknunum er spilað, spjallað, skreyttar piparkökur og jafnvel tekið slátur. Í dag klukkan þrjú verður afmæl- ishátíð í tilefni af fertugsafmæli Sólhlíðar. Þá verður foreldrum boðið í köku en á morgun, laug- ardag, verður opið hús frá kl. 11:00-14:00 fyrir gamla nemendur og almenning. Gamlar myndir af nemendum og starfsfólki verða hengdar upp til sýnis, sem ætti að rifja upp gamla góða tíma fyrir einhverjum. Morgunblaðið/Golli Æskufjör Í Sólhlíð una börnin sér vel úti við leik í góða veðrinu. Í gamla daga Hér er Baldvin lítill drengur á Sólhlíð fyrir 20 árum. Sjálfstraust og samskipti Davíð Hjálmar Haraldssonbregður á leik með limruna: Jósafat Hreinn í Holti var hnöttóttur eins og bolti. Á endanum sprakk er hann sig stakk á augntönn í efri skolti. Ármann Þorgrímsson segir að stundum gangi allt á afturfótunum hjá sér: Að mér þrengja ótal höft ellin komin til að vera. Óteljandi axarsköft alltaf tekst mér þó að gera. Hann fær hugvekju frá Hreiðari Karlssyni: Týrir ennþá í gömlum glæðum, gott er að mega sjá þess stað. Hreint ekki dauður úr öllum æðum, axarsköftin sanna það! Bjarni Ásgeirsson, alþing- ismaður og bóndi á Reykjum, orti þegar Einar Olgeirsson fór mikinn í ræðustól á Alþingi: Hljótt úr sæti sérhvert vék sóknarbarn í Hruna meðan Einar mælsku lék Moskvuhljómkviðuna. Þessi vísa barst um netheima og fylgdi sögunni að hún hefði verið ort á mánudag: Hlýði fólk á mína melding: í morgun laust hér niður elding. Okkar bíður ógn og gelding. Undirritað: Lárus Welding. VÍSNAHORN pebl@mbl.is Af axarsköftumÁ SAMA tíma og fjármálamarkaðirhins vestræna heims ganga í gegn um eld og brennistein gengur lífið sinn vanagang hjá móður jörð. Hér er það glæsilegt skrautfiðrildi sem tyllir sér á fingur ferðamanns í fiðr- ildagarði sem opnaður var í Búlg- aríu í gær. Garðurinn er staðsettur í grasagarði háskólans í höfuðborg- inni Sofiu. Fiðrildagarðurinn er sá fyrsti sinnar tegundar á Balkansskag- anum en í honum er að finna lit- skrúðugt og fjölbreytt úrval fiðrilda- tegunda. Hver veit annars nema að það hafi verið fiðrildið á borð við þetta sem hafi með sakleysislegu vængjablaki sett af stað röð keðjuverkana sem leiddu til þess ógnarskjálfta sem nú skekur fjármálakerfi víða um heim? Og mennirnir geta þá kannski vonað að með hvíld þess komist ró á lífið í henni veröld á ný? Fiðrildaáhrifin að verki? Reuters
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.