Morgunblaðið - 03.10.2008, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 03.10.2008, Blaðsíða 30
30 FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ HERRA forseti, góðir Íslendingar. Í upphafi ræðu minnar vil ég senda hæstvirtum utanrík- isráðherra, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, bestu kveðjur þar sem hún dvelur á sjúkrahúsi í Banda- ríkjunum eftir læknisaðgerð. Frá því að við Ingibjörg Sólrún mynd- uðum ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar á Þingvöllum í fyrravor hefur samstarf okkar ver- ið með miklum ágætum og persónu- legur trúnaður og traust á milli okkar dýpkað. Ég mæli fyrir hönd þingheims alls þegar ég óska þess að utanríkisráðherra nái sem fyrst fullum bata og snúi aftur til starfa. Góðir Íslendingar. Samkvæmt þingsköpum Alþingis var stefnuræðu minni dreift til þingmanna með nokkrum fyrirvara. Hefð er fyrir því að í stefnuræðu forsætisráðherra sé að finna heild- stætt yfirlit um störf og áherslur ríkisstjórnarinnar í þeim tilgangi að um þau geti farið fram málefna- legar og gagnlegar umræður hér á Alþingi. Ég vona að mér leyfist, herra forseti, að víkja nokkuð frá þeim skrifaða texta sem dreift var til þingmanna, ég veit að þing- heimur hefur skilning á því í ljósi þeirra sviptinga sem orðið hafa í efnahagslífi landsmanna á síðustu dögum. Staða efnahagsmála hér á landi hefur á skömmum tíma breyst mjög til hins verra og fullyrða má að íslensk stjórnvöld, íslensk fyr- irtæki og heimilin, fólkið, í landinu hafi sjaldan staðið frammi fyrir jafn miklum erfiðleikum og nú blasa við. Eftir blómlega uppgangstíma er skollið á gjörningaveður í efnahags- kerfi heimsins og brimsjórinn af því mikla umróti skellur nú á Íslands- ströndum af miklu afli. Allir vissu að góðærið myndi ekki vara enda- laust en enginn sá fyrir þann storm sem skall á sl. vetur og fer nú um efnahagskerfi heimsins með mikilli eyðileggingu. Við horfum fram á að íslensku bankarnir, flaggskip útrásar síð- ustu ára, búa sig nú undir mikla varnarbaráttu. Þurrausnar lánal- indir gera íslenskum fyrirtækjum afar erfitt fyrir og þau sem færst hafa of mikið í fang berjast nú í bökkum. Íslensk fyrirtæki hafa á undanförnum árum teflt djarft í sókn sinni og uppskeran hefur í mörgum tilvikum verið ríkuleg. Hagnaður íslenskra fyrirtækja hef- ur verið ævintýri líkastur og hafa hluthafar notið góðs af. Þegar upp- streymið hættir er fall þeirra sem hæst fljúga mest. Það sem mest svíður er þó hin óhjákvæmilega lífskjaraskerðing sem almenningur í landinu stendur frammi fyrir. Á undanförnum árum höfum við Íslendingar notið þess að búa við bestu lífskjör sem fyrirfinn- ast í heiminum. Við gerum öll kröfu um það besta og þannig á það að vera. En íslenska þjóðin er ekki samansafn af óhófslýð sem heldur að verðmæti og góð lífskjör falli af himnum ofan. Íslenska þjóðin veit að leiðin til velmegunar er vörðuð erfiðum hindrunum og íslenska þjóðin er það sem hún er í dag vegna þess að hún hefur tekist á við erfiða tíma og sigrast á þeim. Á sama hátt og við brutumst út úr vesöld og fátækt fyrir áratugum með bjartsýni og baráttuhug að vopni munum við komast út úr þeim hremmingum sem yfir okkur ganga nú. Við Íslendingar gefumst ekki upp þótt á móti blási og við munum ekki örvænta eða leggja ár- ar í bát í þeim stórsjó sem þjóð- arskútan siglir nú í gegnum. Við er- um öll á sama báti, stjórnvöld, fyrirtækin og fólkið í landinu. Góðir áheyrendur, Íslensku bankarnir hafa ekki far- ið varhluta af þeim hamförum sem nú geisa á alþjóðlegum fjár- málamörkuðum. Rótgrónir og traustir bankar víða um lönd hafa horfið af sjónarsviðinu, þar á meðal ýmsir af stærstu bönkum heims. Erlendir og innlendir bankar halda að sér höndum og fyrirtæki fá tak- markað lánsfé. Þótt enn sé full- snemmt að kveða upp endanlegan dóm virðist öflug viðspyrna stjórn- valda víða um heim og kröftugt inn- grip á fjármálamörkuðum, vonandi nú einnig í Bandaríkjunum, hafa forðað heiminum frá algjöru hruni. Hins vegar er ljóst að það mun taka alþjóðlega fjármálastarfsemi og heimsbúskapinn langan tíma að jafna sig og allt bendir til að ástandið eigi eftir að versna áður en við sjáum til lands. Fyrr í þessari viku var gert sam- komulag milli ríkisstjórnar Íslands og helstu eigenda Glitnis banka hf., að höfðu samráði við Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitið, um að ríkissjóður legði bankanum til nýtt hlutafé. Þetta var gert með hliðsjón af þröngri lausafjárstöðu Glitnis og einstaklega erfiðum aðstæðum á al- þjóðlegum fjármálamörkuðum. Í þessu felst að ríkissjóður leggur Glitni til hlutafjárframlag að jafn- virði 600 milljóna evra, eða um 84 milljarða íslenskra króna, þegar samkomulagið var gert, og verður með því eigandi að 75% hlut í Glitni. Þessi aðgerð er ekkert einsdæmi, enda hafa ríkisstjórnir, jafnt vestan hafs sem austan, gripið til hlið- stæðra aðgerða nú á síðustu vikum og mánuðum til að koma í veg fyrir ringulreið á fjármálamörkuðum. Tilgangurinn með aðgerðinni gagn- vart Glitni er að tryggja hagsmuni sparifjáreigenda og viðskiptavina bankans en ekki síður að tryggja stöðugleika í fjármálakerfinu með því að styrkja áframhaldandi rekst- ur bankans. Við höfðum hagsmuni almennings að leiðarljósi við þessa ákvörðun og fólk þarf ekki að óttast um innstæður sínar í Glitni frekar en öðrum bönkum hér á landi. Rík- issjóður stefnir ekki að því að eiga hlut í Glitni til langframa og mun selja hann þegar aðstæður leyfa. Frumkvæðið í þessu máli kom frá forsvarsmönnum Glitnis og því fer fjarri að ríkið hafi yfirtekið Glitni með valdboði eða sóst sérstaklega eftir því að eignast í bankanum. En aðkoma ríkisins að Glitni markar vitaskuld ekki neinn enda- punkt í þeim hremmingum sem steðja að bankakerfinu hér á landi. Íslenskir bankar, eins og allir aðrir bankar í heiminum, heyja nú mikla varnarbaráttu með liðsinni stjórn- valda og opinberra aðila. Ég full- yrði hér að ríkisstjórn mín mun hvergi slá af í þeirri stefnu sinni að tryggja með öllum tiltækum ráðum stöðugleika fjármálakerfisins og færa þær fórnir sem nauðsynlegar kunna að verða. Í því verkefni verð- ur sem fyrr gengið fram með hags- muni almennings að leiðarljósi og búið svo um hnútana að hagsmunir fólksins í landinu séu sem best tryggðir. Herra forseti. Eins og ég hef að framan rakið blasir við okkur Íslendingum dökk mynd og í huga margra er útlitið svart. En eins og ágætur maður sagði eitt sinn, þá er orðið vonleysi ekki góð íslenska, og þó svo að út- litið sé svart núna þegar við siglum í miðjum storminum, þá er hug- hreystandi að vita til þess að allar undirstöður samfélagsins eru traustar. Það er til marks um þetta að nýj- ar tölur um hagvöxt og vöru- skiptajöfnuð sýna fram á meiri þrótt í íslenskum þjóðarbúskap en búist var við. Hagvöxtur er meiri sem skýrist fyrst og fremst af auknum útflutningi. Þar kemur bæði til meiri álframleiðsla og já- kvæð áhrif af gengislækkun krón- unnar á margs konar útflutning. Tölur Hagstofunnar sýna svo ekki verður um villst að það dregur úr neyslu og fjárfestingu. Þetta tvennt bendir til jákvæðrar þróunar: Hag- vöxtur er nú borinn uppi af útflutn- ingi en ekki eyðslu og þenslan í hagkerfinu er að minnka til muna. Þjóðarbúið er því byrjað að leita jafnvægis á nýjan leik. Og af hverju er þetta mikilvægt? Jú, vegna þess að aukinn útflutningur og verð- mætasköpun er beitt og öflugt vopn í þeirri erfiðu baráttu sem við heyj- um nú við verðbólguna. Hin mikla verðbólga, sem við upplifum um þessar mundir og er helsti efna- hagsóvinur heimila og fyrirtækja, mun ekki hverfa af sjálfu sér en það er svo sannarlega undir okkur kom- ið að ráðast gegn henni með auk- inni verðmætasköpun. Tölurnar gefa einnig vísbendingu um að at- vinnuleysi verði minna en spáð hafði verið. Ríkisstjórnin mun láta einskis ófreistað til að jafnvægi myndist sem fyrst á ný í þjóðarbúinu, þann- ig að verðbólga og vextir lækki. Að sama skapi vill hún forðast það að atvinnuleysi aukist og verði að þjóðarböli. Ríkisstjórnin ræður ekki við erfiðar ytri aðstæður sem hafa rýrt lífskjör þjóðarinnar en hún hefur síður en svo setið með hendur í skauti, eins og sumir hafa haldið fram. Tekjuskattur fyr- irtækja hefur verið lækkaður enn frekar. Stimpilgjald við fyrstu íbúð- arkaup hefur verið afnumið. Að- gangur banka og sparisjóða að lausafé í Seðlabankanum hefur ver- ið rýmkaður. Íbúðalánasjóður hefur endurfjármagnað íbúðalán banka og sparisjóða og frekari skref í þá átt hafa verið boðuð. Ríkissjóður hefur gefið út skuldabréf í miklum mæli til að liðka fyrir á skulda- bréfa- og gjaldeyrismarkaði. Gjald- eyrisvarasjóður þjóðarinnar hefur verið fimmfaldaður á tveimur árum, þrátt fyrir afar erfiðar aðstæður á erlendum lánamörkuðum. Og eng- inn skyldi láta sér detta í hug að við ætlum að láta þar við sitja. Ráðist hefur verið í auknar op- inberar framkvæmdir en með þeim má koma í veg fyrir að efnahags- lífið hægi um of á sér og styrkja það enn frekar til framtíðarsóknar. Þó verður að gæta þess að ganga ekki svo langt að þensla grafi um sig áður en tekist hefur að ná niður verðbólgu og vöxtum. Ég tel að í fjárlagafrumvarpi næsta árs sé þræddur hinn gullni meðalvegur í þessum efnum. Virðulegi forseti. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórn- arinnar segir meðal annars að hún sé frjálslynd umbótastjórn um kraftmikið efnahagslíf, öfluga vel- ferðarþjónustu, bættan hag heim- ilanna og aukna samkeppnishæfni atvinnulífsins. Verkefnaáherslur einstakra ráðuneyta taka mjög mið af þessu leiðarljósi eins og ég mun nú víkja lítillega að. Í félags- og tryggingamálaráðu- neytinu hefur verið lögð sérstök áhersla á málefni barna og aldr- aðra. Þjónusta hefur verið stórbætt á Greiningar- og ráðgjafarstöð rík- isins og til stendur að efla forvarnir til að koma í veg fyrir að börn og unglingar ánetjist vímuefnum. Þeg- ar hefur verið kynnt ítarleg stefnu- mótun í málefnum aldraðra og haf- in er öflug uppbygging á nýjum hjúkrunarrýmum og útrýming fjöl- býla á hjúkrunarheimilum. Loks nefni ég heildarendurskoðun á lög- gjöf um almannatryggingar þar sem meðal annars verður hugað að samspili almannatrygginga og greiðslna úr lífeyrissjóðum. Á undanförnum mánuðum hafa orðið umskipti í rekstri Landspít- alans til hins betra á sama tíma og aðgerðum fjölgar verulega. Biðlist- ar hafa víða styst, til dæmis eftir hjartaþræðingum og þjónustu sér- greina, eins og barna- og unglinga- geðdeildar. Þá hafa verkefni verið flutt frá Landspítala í heimabyggð stofnana á Suður- og Suðvest- urlandi og framundan er stórátak í heilsutengdri heimaþjónustu við einstaklinga í samvinnu við sveit- arfélög. Á lyfjamarkaði hefur verið lögð áhersla á að láta samkeppni taka við af fákeppni. Sjúkratrygg- ingastofnun, sem Alþingi ákvað að setja á fót eftir vandlegar umræð- ur, er rökrétt framhald af nýjum heilbrigðis-þjónustulögum. Hlut- verk stofnunarinnar er m.a. að tryggja hagkvæman rekstur heil- brigðisþjónustunnar og skapa svig- rúm til fjölbreytilegri rekstr- arforma í heilbrigðisþjónustu. Þetta er ein af forsendum þess að við getum til framtíðar tryggt að allir hafi að aðgang að þjónustunni, óháð efnahag. Í viðskiptaráðuneytinu er unnið að heildarstefnumótun um neyt- endamál. Ráðgert er að frumvörp og aðrar aðgerðir á grundvelli hennar líti dagsins ljós á næstu mánuðum og misserum, m.a. lög- festing úrræða um greiðsluaðlögun. Ríkisstjórninni er kappsmál að hlúa að menntun og þekkingaröflun í gegnum menntakerfið, vísindi og rannsóknir. Engin önnur aðild- arþjóð OECD ver jafnháu hlutfalli til menntunar og við Íslendingar og hvergi innan OECD er jafnhátt hlutfall þjóðar á öllum æviskeiðum Geir H. Haarde forsætisráðherra flutti stefnuræðu sína á Alþingi í gær Þjóðarbúið er byrjað að leita jafn Morgunblaðið/Brynjar Gauti Hvatning „Við þurfum öll að leggjast á eitt,“ sagði Geir H. Haarde í stefnuræðu sinni á Alþingi í gærkvöldi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.