Morgunblaðið - 03.10.2008, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 03.10.2008, Blaðsíða 52
52 FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ Það kemur væntanlega ein-hverjum spánskt fyrir sjónirað Haddaway, poppari sem sló í gegn með laginu „What is Love?“ árið 1993, sé að fara að halda tónleika í kvöld á NASA. Haddaway er svokallað undur með einn smell en það verður að við- urkennast: þvílíkur smellur. Þú sem ert að lesa kannt að syngja þetta lag, hvort sem þér líkar betur eða verr. Haddaway býr í dag í miðalda- þorpi í Austurríki og er feikivinsæll þar í landi og í Þýskalandi. Plötur koma reglulega út en fyrir þessa tónleika samþykkti hann að taka eingöngu næntísslagara. Þetta kalla ég virðingarvert raunsæi og tek hatt minn ofan fyrir Hadda- way.    Hingaðkoma Haddaways er af-leiðing af nokkuð nettri næn- tísbylgju sem hefir riðið yfir landið undanfarin misseri. Stappfull kvöld þar sem vinsæl lög frá tíunda ára- tugnum eru leikin hafa verið haldin reglulega og á dögunum kom út tvöföld safnplata sem dekkar þetta tímabil. En hvað var að gerast á þessum áratug? Hvað veldur því að tónlist sem fólk vildi helst ekki snerta á með töngum er skriðin á nýjan leik í mjúkinn hjá tónlistaráhugafólki? Sagt er að allt sem einhverju sinni hafi verið vinsælt komi aftur í ein- hverri mynd, eftir að hafa þótt hall- ærislegt í einhvern tíma. Tískan gengur í hringi, svo er okkur sagt. Samt trúir maður aldrei á þetta, hversu oft sem það gerist. Aldrei hefði ég t.d. trúað því að eitís-tíska ætti eftir að verða móðins á ný. Og aldrei, ALDREI, hefði ég trúað því að fólk ætti eftir að borga pening fyrir að hlýða á 2 Unlimited, Snap! og Right Said Fred. Hvað þá að eiga hættu á því að heyra „Mambo nr. 5“ með Lou Bega og „Informer“ með Snow. Þessir tveir bastarðar eru líklega viðbjóðslegustu lög sem samin hafa verið – ever!    Tónfróðir segja að næntístónliststandi t.d. eitístónlistinni langt að baki gæðalega. Eitístónlistin var melódísk, en mikið af næntístónlist- inni var afsprengi teknóbyltingar- innar og því eintóna og köld. Er hægt að ganga svo langt að segja að ódýrari leiðir hafi verið farnar að hjarta tónlistarneytenda á þess- um áratug? Lágu allir þessir diskar líka ekki skítugir og rykaðir í út- sölukörfum nokkrum mánuðum eftir útgáfu? Athugið að ég velti þessu fyrir mér, sjálfur hef ég veik- an blett fyrir 2 Unlimited og Right Said Fred áttu prýðilegustu popp- plög. En vert er að pæla í því á hvaða forsendum fólk er að leggja sig eft- ir þessu. Er það að fíla næntís af því að tónlistin er það léleg að hún fer heilhring og því afskaplega „flippað“ að gefa sig út fyrir að fíla hana? Eða er fólk að fíla þetta blá- kalt – án nokkurra yfirborðslegra, póstmódernískra „ég er yfir þetta hafin“-flækja. Þá er þriðja leiðin fær. Það er hægt að fíla eitthvað innilega OG brosa í kampinn um leið. Ekki að þetta skipti einhverju raunverulegu máli á endanum. Gæsahúð er gæsahúð og stemn- ingin á þessum kvöldum ku engri lík. Við ykkur, hina strangtrúuðu, segi ég því góða skemmtun. Tón- listin sem enginn vildi eiga er kom- in aftur, tvíefld. En: ég trúi því samt ekki að (setjið inn nýlega tískutónlist eftir smekk) muni nokkurn tíma koma aftur. arnart@mbl.is Hver fílar ekki næntís? AF LISTUM Arnar Eggert Thoroddsen »Hvað þá að eigahættu á því að heyra „Mambo nr. 5“ með Lou Bega og „Informer“ með Snow. Þessir tveir bastarðar eru líklega viðbjóðslegustu lög sem samin hafa verið – ever! Hvað er ást? Haddaway svarar þessari eilífðarspurningu á NASA í kvöld. / KRINGLUNNI/ ÁLFABAKKA 850 -DV -S.V., MBL PATHOLOGY kl. 8 - 10:20 B.i. 16 ára HAPPY GO LUCKY kl. 8 - 10:20 B.i. 12 ára WILD CHILD kl. 3:50 - 5:50 LEYFÐ JOURNEY TO THE C... kl. 3:503D - 63D - 8:103D LEYFÐ 3D - DIGITAL GEIMAPARNIR m/ísl. tali kl. 4 LEYFÐ SMART PEOPLE kl. 6 B.i. 12 ára DARK KNIGHT kl. 10:10 B.i. 12 ára SÝND Í ÁLFABAKKASÝND Í ÁLFABAKKA - B.S., FBL - Þ.Þ., D.V. - 24 STUNDIR - S.V., MBL - Ó.H.T., RÁS 2 SÝND Í KRINGLUNNI SÝND Í ÁLFABAKKA DENNIS QUAID, SARAH JESSICA PARKER, ELLEN PAGE, OG THOMAS HADEN CHURCH SPARBÍÓ á Journey To The Centre Of The Earth sýningar merktar með grænu Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNI85 krr OG AKUREYRI SÝND Í KRINGLUNNI SÝND Í ÁLFABAKKA SÝND Í ÁLFABAKKA VIP SALURINN ER BARA LÚXUS ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA -BBC -HJ.,MBL PATHOLOGY kl. 5:50 - 8 - 10:10 B.i. 16 ára PATHOLOGY kl. 3:40 - 8 - 10:10 B.i. 16 ára LÚXUS VIP WILD CHILD kl. 3:40 - 5:50 - 8 - 10:10 LEYFÐ GEIMAPARNIR m/ísl. tali kl. 4 - 6:10 LEYFÐ SVEITABRÚÐKAUP kl. 3:40 - 5:50 - 8 LEYFÐ SVEITABRÚÐKAUP kl. 5:50 LÚXUS VIP JOURNEY TO THE C... kl. 5:50 3D LEYFÐ 3D - DIGITAL CHARLIE BARTLETT kl. 8 - 10:10 B.i. 12 ára DEATH RACE kl. 10:10 B.i. 16 ára TROPIC THUNDER kl. 8 - 10:20 B.i. 16 ára STAR WARS: C. W. kl. 3:40 LEYFÐ WALL • E m/ísl. tali kl. 4 LEYFÐ EINHVER HROTTALEGASTA SPENNUMYND SÍÐARI ÁRA, Í ANDA HINNA MÖGNUÐU FLATLINERS HVERNIG MYNDI LÆKNANEMI FRAMKVÆMA HIÐ FULLKOMNA MORÐ!? ATH. STRANGLEGA BÖNNUÐ INNAN 16 ÁRA. SÝND Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNI VIPSALURINNER BARA LÚXUS ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA JÁKVÆÐASTA MYND ÁRSINS MYND SEM ÞÚ VERÐUR AÐ SJÁ Sally Hawkins sem fékk Berlínabjörninn fyrir besta leik skapar hina eftirminnilegu Poppy sem sér heiminn alltaf jákvætt Mike Leigh leikstjóri Secrets & Lies og Veru Drakeer meistari í persónusköpun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.