Morgunblaðið - 03.10.2008, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.10.2008, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR FRÉTTASKÝRING Eftir Ylfu Kristínu K. Árnadóttur ylfa@mbl.is OPNIST erlendir fjármálamarkaðir ekki fyrir Íslendingum er aðeins tvennt sem kemur til greina, að mati Gylfa Magnússonar, dósents við við- skiptafræðideild Háskóla Íslands. Annaðhvort þarf íslenska ríkið að sækja um neyðarlán til Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins eða erlendra seðlabanka eða það neyðist til að lýsa yfir greiðsluþroti og væri landið þá komið í flokk með þjóðum í S- Ameríku í lánstrausti. Oft áður hafa lönd í þriðja heims ríkjum lent í greiðsluþroti en Gylfi segist ekki vita um neitt slíkt for- dæmi fyrir land í okkar stöðu; OECD-ríkis með einar hæstu þjóð- artekjur á mann í heimi. Neyddumst við til að grípa til slíks örþrifaráðs yrði tekið eftir því um allan heim og gæti haft slæm áhrif fyrir allt heims- hagkerfið. Þurfum að halda vel á spilunum Það besta sem gæti gerst nú væri ef fljótt færi að rofa til á erlendum fjármálamörkuðum og þeir opn- uðust fyrir Íslandi. Þá væri hægt að endurfjármagna þau lán sem þess þurfa og greiða niður á löngum tíma. Gylfi segir hins vegar ástandið óneitanlega slæmt. Þjóðarbúið hafi mikla þörf fyrir gjaldeyri sem ekki sé í boði. Gjaldeyrisforði Seðlabank- ans sé mjög lítill í samanburði við þær upphæðir sem efnahagsreikn- ingar bankanna sýni að þurfi að end- urfjármagna. Íslendingar þurfi að halda vel á spilunum til að bjarga okkur úr þeirri klemmu sem við séum komin í og helst vera einnig dálítið heppin. Þyrfti Ísland að lýsa yfir greiðslu- þroti myndi fjármálakerfið hrein- lega stöðvast og erlendir kröfuhafar tapa stórfé. Byrja þyrfti upp á nýtt og treysta á að hagkerfið byggðist upp aftur. Gylfi segir að komi til þess hafi Íslandi þó ýmis ágæt spil á hendi þar sem útflutnings- atvinnuvegirnir standi ekki illa. Yrði dregið úr innflutningi gæti útflutn- ingurinn fært okkur töluverðan gjaldeyri. Fjárþörfin gæti aukist Á núverandi gengi evru (158,8 kr.) nemur endurfjármögnunarþörf Glitnis næstu sjö mánuðina 238,2 milljörðum króna. Gylfi segir að miðað við stærð Glitnis sé upphæðin ekki óvenjuhá. Heildareignir Glitnis séu meiri en landsframleiðslan svo þessi tala komi ekki á óvart. Hafa verði þó í huga að verði Glitnir fyrir frekari áföllum, t.d. að mikið fé verði tekið út eða lánardrottnar segi upp lánum, geti þessi endurfjármögn- unarþörf aukist enn. Alls ekki sé víst að hámarkinu sé náð. Morgunblaðið/ÞÖK Tíminn að renna út? Styrkist krónan ekki og ef erlendir fjármálamarkaðir opnast ekki fyrir Íslandi stefnir í óefni. Daprar horfur Ef fer sem horfir gæti Ísland þurft að lýsa yfir greiðsluþroti sem setti landið í flokk með þjóðum S-Ameríku í lánstrausti                             ATLANTSHAFSLUNDINN, en stærsti stofn hans er á Íslandi, er í hópi tuttugu sjófuglategunda sem settar hafa verið á gátlista alþjóð- legs samnings um afrísk-evrasískra sjó- og vatnafarfugla (the African- Eurasian Migratory Waterbird Agreement) en sáttmálinn er í tengslum við Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNEP). Ísland á ekki aðild að samkomu- laginu, eitt örfárra Evrópuríkja en Náttúrufræðistofnun hefur þó veitt stofnun sem sér um framkvæmd sáttmálans upplýsingar um lunda- stofninn á Íslandi. Til skamms tíma var lundastofninn á Íslandi sá eini sem ekki var á niðurleið en blikur kunna að vera á lofti. Samkvæmt upplýsingum Náttúrufræðistofn- unar hefur lundavarp brugðist fjög- ur ár í röð á Íslandi. Lundinn er á meðal 20 sjófugla sem settir hafa verið á svokallaðan viðauka númer 2 við sáttmálann en þar eru taldar upp tegundir sem eru í hættu. Í fréttatilkynningu frá AEWA segir m.a. að „með því að setja þessar tegundir á listann er þeim veitt aukin alþjóðleg vernd og ríki og aðrir hagsmunaaðilar í heims- hlutanum eru hvattir til að grípa til raunhæfra aðgerða í þágu þessara tegunda sem búa við óhagstæð verndarskilyrði.“ Í sumar bárust ítrekað fréttir af því að lundapysjur hafi fundist dauðar hér við land. Þá var lunda- veiðin í Vestmannaeyjum aðeins brot af því sem verið hefur und- anfarin ár. Í byrjun sumars virtist sem varp ætlaði að heppnast en að- eins lítill hluti lundapysjunnar komst upp. Veiði var takmörkuð á síðasta ári og nú er jafnvel talað um að gripið verði til algjörs veiðibanns næsta sumar. sunna@mbl.is Sáttmáli SÞ telur lundann í hættu Morgunblaðið/RAX Í hættu? Lundastofninn á undir högg að sækja og SÞ telja að þörf sé á að vernda hann. FRÉTTASKÝRING Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is GÆTI íslenska ríkið leitað á náðir Al- þjóðagjaldeyrissjóðsins í efnahags- þrengingum þeim sem steðja að land- inu um þessar mundir? Já, segja fræðingarnir en hafa þó þann fyr- irvara á að slík lausn væri algjör þrautalending. „Enda fælist í því ákveðin yfirlýsing um uppgjöf. Um- heimurinn myndi vafalítið túlka það sem svo að sjúklingurinn hlyti að vera orðinn mjög veikur ef brugðið væri á það ráð að kalla til lækni frá Alþjóða- gjaldeyrissjóðnum,“ sagði einn við- mælandi í samtali við Morgunblaðið og bendir á að skilyrði sjóðsins fyrir lánveitingu myndi í raun þýða að ís- lenska hagkerfið yrði sett í gjörgæslu næstu árin. Samkvæmt upplýsingum úr stjórn- kerfinu hefur það ekki komið til tals að leita til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um lánafyrirgreiðslu. Þar benda menn á að ríkið sé ekki á leið í gjald- þrot heldur sé um tímabundnar hremmingar að ræða sem standi í samhengi við erfitt efnahagsástand á heimsvísu. Skuldbundinn til að lána „Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er í raun eini aðilinn sem er skuldbundinn til að veita okkur fyrirgreiðslu. Hon- um er skylt að lána okkur upp að vissu marki,“ segir Ólafur Ísleifsson, lektor í hagfræði við Háskólann í Reykjavík og aðalfulltrúi Norð- urlanda og Eystrasaltsríkja í stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á árunum 2002-2003. „Við eigum samnings- bundinn rétt á ákveðinni fyr- irgreiðslu hjá sjóðnum að ákveðinni fjárhæð, sem út af fyrir sig er ekki veruleg í því samhengi sem hér um ræðir. Síðan væri ekki útilokað að hægt væri að semja um viðbótarfyr- irgreiðslu sem yrði að öllum líkindum bundin ákveðnum skilyrðum,“ segir Ólafur og vísar þar til skilyrða sem lúta að stjórn peninga- og ríkisfjár- mála í því landi sem fær fyrirgreiðslu. Að mati Ólafs eru töluverðar líkur til þess að stjórnendur Alþjóðagjaldeyr- issjóðsins myndu taka vel í umleitan íslenskra yfirvalda um viðbótarfyr- irgreiðslu umfram það sem landið ætti í raun rétt á, ef slík beiðni bærist. Væri algjör þrautalending Lán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum? Í HNOTSKURN »Ísland var eitt 29 stofn-ríkja Alþjóðagjaldeyr- issjóðsins árið 1945, en aðild- arlönd eru í dag 184 talsins. » Ísland hefur fjórum sinn-um hlotið fjárhagsaðstoð frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Fyrst árið 1960, síðan 1967-68, árin 1974-76 og síðast 1982. » Ísland varð skuldlaust viðsjóðinn árið 1987. » Iðnríki hafa ekki sóst eftirfjárhagsaðstoð sjóðsins um langt skeið. »Stærstu útistandandi lána-samningar sjóðsins nú um mundir eru við Argentínu, Tyrkland og Brasilíu. 4 mismu nandi ák læðiBjóðum 1 5 tungu sófa verð áður 139.000 kr.69.000,- á aðeins yfir 200 gerðir af sófum Dugguvogi 2 / s: 557 9510 / www.patti.is Patti lagersala Opnunartími : Mánudaga - Föstudaga frá 9 til 18 og Laugardaga frá 11 til 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.