Morgunblaðið - 03.10.2008, Side 21

Morgunblaðið - 03.10.2008, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER 2008 21 ERLENT Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is LIÐSMENN fulltrúadeildarinnar í Bandaríkjunum bjuggu sig í gær undir afdrifaríka atkvæðagreiðslu sem sennilega verður í dag um björgunaraðgerðir ríkisstjórn- arinnar vegna fjármálakreppunnar. Tillögurnar um allt að 700 milljarða dollara aðstoð vegna hættulegra lána voru samþykktar í öldungadeildinni aðfaranótt fimmtu- dags með með 74 atkvæðum gegn 25. En gerðar höfðu verið ýmsar breytingar á hugmyndunum sem fulltrúa- deildin felldi sl. mánudag. Eini þingmaðurinn sem ekki greiddi atkvæði var Ed- ward Kennedy sem er á sjúkrahúsi vegna heilaæxlis. Forsetaefnin John McCain og Barack Obama studdu til- lögurnar. Obama sagðist harma að grípa þyrfti til að- gerðanna en það væri nauðsynlegt, hann minnti á geysi- legt verðfall sem varð á mörkuðum í kjölfar þess að fulltrúadeildin felldi tillögurnar á mánudag. Þótt flestir spái því að fulltrúadeildin samþykki tillög- urnar að þessu sinni er mörgum ekki rótt og nokkur lækkun varð á hlutabréfum á bandarískum mörkuðum í gær eftir að þeir opnuðu. En tillögurnar voru aldrei í neinni hættu í öldungadeildinni. Þar var samt farin sú leið að bæta við ýmsum hlutum sem talið er að muni gera hugmyndirnar meira aðlaðandi. Nýju ákvæðin eru um skattafrádrátt af ýmsu tagi fyrir fyrirtæki og miðstéttarfólk og reynt í þeim efnum að huga að hagsmunum jafnt þingmanna demókrata sem repúblikana. Einnig var samþykkt að ríkisábyrgð á bankainnistæðum yrði hækkuð úr 100 þúsund dollurum í 250 þúsund dollara (um 27 milljónir króna). Repúblikanar eru einnig ánægðir með að fjármálaeft- irlit Bandaríkjanna skyldi slaka á reglum sem skylda fyr- irtæki til að lækka mat á eignum í samræmi við lækkandi raunverð á markaði. Hins vegar höfðu sumir þingmenn áhyggjur af því að skattalækkanirnar áðurnefndu myndu fá demókrata sem boða aðhaldssemi í ríkisfjármálum til að hætta við að styðja ríkisaðstoðina vegna þess að nið- urstaðan yrði til að auka enn hallann á ríkissjóði. Dúsur til að liðka fyrir Reynt að snúa repúblikönum í fulltrúadeildinni til fylgis við björgunaraðgerðirnar með skattalækkunum og vægari reglum um mat á eignum sem lækka á markaði Í HNOTSKURN »Alls sitja 435 þingmenn ífulltrúadeild, 100 í öld- ungadeild. Demókratar hafa meirihluta í báðum þingdeild- um. En 95 demókratar voru sammála meirihluta repúlik- ana sl. mánudag og felldu til- lögurnar. »Margir þingmenn snerustgegn tillögunum vegna andstöðu við ríkisafskipti, aðr- ir vegna reiði margra kjós- enda sem töldu að verið væri að bjarga peningamönnum á kostnað skattgreiðenda. KARLMAÐUR í milljónaborginni Kolkata (áður Kalkútta) í Indlandi sýgur sígarettuna sína af áfergju en í gær tóku gildi lög sem banna reyk- ingar á opinberum stöðum. Talsmenn tóbaks- varna segja að 900.000 manns deyi af völdum reykinga í Indlandi ár hvert. Anbumani Rama- doss heilbrigðismálaráðherra segir að bannið muni fá reykingamenn til að „hætta eða minnsta kosti draga úr reykingum“. Indverjar drepa í sígarettunum Reuters ERFÐAFRÆÐILEG greining á lífsýni sem kom nýlega í leitirnar í Lýðveldinu Kongó bendir til að vír- usinn sem veldur eyðni hafi byrjað að berast á milli manna fyrir rúmri öld, eða þrjátíu árum fyrr en álitið hefur verið fram að þessu. Michael Worobey, lífræðingur sem sérhæfir sig í þróun lífvera við háskólann í Arizona í Tucson, fór fyr- ir rannsókninni, en 27 ár eru nú liðin frá því veirunnar varð fyrst vart í Bandaríkjunum, að því er fram kom í fréttaskýringu á vef dagblaðsins Los Angeles Times í gær. Sagði þar að elsta beinharða sönn- unin um vírusinn hefði komið úr blóðsýni manns árið 1959 í því sem þá var belgíska Kongó. Rannsóknin sem hér um ræðir og birt var í vísindaritinu Nature á mið- vikudag byggðist á samanburði á lífsýni úr konu sem lést árið 1960 í belgísku Kongó og nýlegum sýnum, með hliðsjón af núverandi þekkingu á þróun veirunnar, sem sögð er þróast hratt manna á milli. Draga vísindamennirnir þá al- mennu ályktun að veiran hafi skotið rótum við borgarmyndun í gömlu ný- lendunum í Afríku, þar sem vændi og önnur áhættuhegðun hafi ýtt undir útbreiðslu hennar. Vitnar Los Angeles Times til þeirra orða Jims Moores, mannfræð- ings við Kaliforníuháskóla í San Diego, að í ljósi hrikalegrar meðferð- ar nýlenduherranna á Afríkumönn- um, og hárrar dánartíðni í þeirra röðum, ætti ekki að koma á óvart að mannfall vegna veirunnar hafi ekki vakið almenna athygli. Þótt baráttan gegn eyðni þyki víða hafa borið árangur er sjúkdómurinn enn útbreiddur meðal ýmissa sam- félagshópa, svo sem á meðal samkyn- hneigðra blökkumanna í Bandaríkj- unum. baldura@mbl.is Eyðniveiran eldri en talið var MIKILL liðs- safnaður sýr- lenska hersins við landamærin að Líbanon og yfirlýsingar Bas- hars al-Assads Sýrlandsforseta um að landinu stafi hætta af öfgamönnum hafa vakið ótta við, að Sýrlendingar hyggist endurheimta yfirráð sín í Líbanon. Um 10.000 sýrlenskir hermenn eru nú við landamærin og eiga þeir að sögn stjórnvalda að uppræta mikla og vaxandi smyglstarfsemi. Saad Hariri, leiðtogi andstæðinga Sýrlandsstjórnar á líbanska þinginu, sagði, að tilgangurinn með líðssafnaði Sýrlendinga væri að ögra Líbönum, sem voru undir sýrlenskri stjórn í þrjá áratugi fram til 2005. Kvað hann þau ummæli Assads Sýrlandsforseta sl. sunnudag, að Norður-Líbanon væri nú „griðastað- ur öfgamanna“, vera ögrun við full- veldi Líbanons en Assad lét svo um- mælt daginn eftir að 17 manns týndu lífi í sjálfsmorðsárás í Damas- kus, höfuðborg Sýrlands. Sýrlandsstjórn lýsti yfir stuðningi við innrás Rússa í Georgíu nýlega og óttast sumir Líbanir, að hún hyggist nú fara að dæmi þeirra og ráðast inn í Líbanon. Aðrir efast um, að Sýrlendingar hafi hernaðar- legt bolmagn til að ráðast inn í land- ið. svs@mbl.is Líbanir vara við innrás Sýrlendinga Saad Hariri Mikill liðssafnaður á landamærunum APAR eru víða til mikils ama í Ind- landi, stela mat og ýmsu lauslegu. Vandinn er erfiður viðfangs, ekki er hægt að drepa dýrin af því að hindú- ar álíta apana vera friðhelga. Nú hafa ríkisjárnbrautirnar ráðið 42 ára gamlan mann, Acchan Miyan, í óvenjulegt starf. Miyan hoppar um á fjórum fótum á lestarstöðinni með gerviskott sem lafir út um rauðar brækur og fyrir andlitinu ber hann brúna grímu. Hann segist viss um að tilburðir hans fæli apana. En farþegar eru margir ringlaðir, að ekki sé minnst á apana sem sitja sem fastast og háma í sig banana. kjon@mbl.is Lifandi apahræða FÆRRI týndu lífi í miklum loftárásum bandamanna á þýsku borgina Dres- den í febrúar 1945 en löngum hefur verið talið, í mesta lagi 25.000 manns en ekki 135.000 eins og oftast hefur verið nefnt. Er það niðurstaða nokk- urra ára rannsóknar nefndar, sem skipuð var ýmsum fræðimönnum. Árás- in á Dresden hefur verið mjög umdeild alla tíð en ákveðið var að grafast fyrir um mannfallið er nýnasistar fengu menn kjörna á þingið í Saxlandi. Þeir segja, að allt að milljón manna hafi fallið í „Helförinni“ gegn Dresden, sem þeir kalla svo. AP Færri féllu í Dresden LAGT hefur ver- ið til, að sala á hassi verði heim- iluð en þó undir ströngu eftirliti. Kemur þetta fram hjá alþjóð- legri nefnd en álit hennar verður rætt er stefna Sameinuðu þjóð- anna í fíkniefna- málum verður endurskoðuð á næsta ári. Nefndin telur, að hassneysla sé ekki skaðlegri en neysla áfengis og tóbaks en dregur þó enga fjöður yfir þær afleiðingar, sem hún getur haft fyrir heilsufarið, líkamlegt sem and- legt. Hún telur hins vegar, að með því að hafa stjórn á sölu og neyslu megi draga úr skaðanum, sem fíkni- efnið, sem nú er bannað, valdi. Álitið er aðalumræðuefnið á ráð- stefnu, sem hófst í gær í Lávarða- deildinni bresku, en hana sækja sér- fræðingar víðs vegar að. svs@mbl.is Vilja leyfa hasssölu Er tóbak og hass sama tóbakið?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.