Morgunblaðið - 03.10.2008, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 03.10.2008, Blaðsíða 28
Í Skútustaðahreppi og Þingeyjarsveit er mikið um orkurík svæði. Landsvirkjun er fyrirferðarmesta orkufyrirtækið á svæðinu en á sumum svæðum vinnur hún í samstarfi við heimamenn, sveitarfélögin og norðlensk orkufyrirtæki. Krafla Við Kröflu er 30 ára gömul virkjun í eigu Landsvirkjunar, 60 MW í dag. Unnið er að stækkun hennar upp í um 100 MW og nýrri virkjun, Kröflu II, sem verður um 90 MW. Matsáætlun fyrir umhverfismat er lokið, en verið er að undirbúa sameiginlegt umhverf- ismat með álverinu á Bakka og öðrum fram- kvæmdum, samkvæmt úrskurði umhverf- isráðherra frá 31. júlí síðastliðnum. Gert verður annað stöðvarhús norðan við gömlu Kröflustöðina, skv. upplýsingum frá Lands- virkjun er ekki ætlunin að sækja orku úr Leirhnjúki, þar sem eru tilkomumiklir hver- ir, heldur verði nýjar borholur í vest- urhlíðum Kröflu og norður af Víti. Svonefnt Vestursvæði Kröflu er talið kalt, eftir til- raunaborun þar. Þeistareykir Þar ráðgera Þeistareykir ehf. 120-150 MW jarðvarmavirkjun. Fyrirtækið er í eigu Landsvirkjunar, Orkuveitu Húsavíkur, Norðurorku og sveitarfélaga á svæðinu. Framkvæmdirnar þar eru einnig á leið í sameiginlegt umhverfismat með álverinu á Bakka. Háhitasvæðið á Þeistareykjum er á náttúruminjaskrá. Bjarnarflag og Námafjall Í Bjarnarflagi er í dag 3 MW jarð- varmastöð, en Landsvirkjun hefur lokið um- hverfismati fyrir allt að 90 MW virkjun þar. Hún verður byggð í tveimur eða þremur áföngum, sem ræðst af því hvernig hitakerf- ið annar eftirspurn. Hver áfangi afkastar 160-320 GWst af raforku á ári. Gjástykki Gjástykki er nánast óraskað svæði, þar er hraun sem rann í Kröflueldum. Þar fengu Þeistareykir ehf. rannsóknarleyfi fyrir um ári, en í júlí úrskurðaði Skipulagsstofnun að rannsóknarborhola á svæðinu þyrfti að fara í umhverfismat, hún hafi neikvæð og var- anleg áhrif á lítt snortið svæði, auk þess sem verndargildi háhitasvæða aukist eftir því sem fleiri svæðum er raskað. Ekki tekst að bora þar fyrr en á næsta ári, sem seinkar því að Landsvirkjun geti með fullri vissu boðið fram 400 MW til álvers Alcoa á Bakka. Fremrinámar og Hrúthálsar Fremrinámar er háhitasvæði í Ket- ildyngju, suðaustur af Mývatni. Það er lítið um sig, fjórir ferkílómetrar og í um 800 metra hæð yfir sjávarmáli. Þar eru bæði gufu- og leirhverir, en samkvæmt jarð- varmamati sem Orkustofnun framkvæmdi árið 1985 var talið að virkja mætti 35 MW þar. Um sjö ferkílómetra háhitasvæði eru í Hrúthálsum, á milli Ódáðahrauns og Mý- vatnsöræfa. Þar hefur Orkustofnun áætlað möguleika á allt að 60 MW, en svæðið er lítt rannsakað þó. Askja og Kverkfjöll Í Öskju er 26 ferkílómetra háhitasvæði sem verður tekið fyrir í heild sinni í 2. Leikur hár hiti við himin sjálfan Hita í jörðu er að finna allt frá mörkum Vatnajökuls að Axarfirði. Á þeirri leið er margt um virkjunarkosti, sem Ragnar Axelsson og Önundur Páll Ragnarsson kynntu sér í vikunni. Jökulsá á Fjöllum fylgir líka sömu leið, en verður að öllum líkindum ekki virkjuð í bráð. Vinnslu- svæði Háhita- svæði Fyrir- hugað lón Veitugöng Mörk friðlanda Þjóðgarðar Gjástykki Þeistareykir Bjarnarflag/Námafjall KraflaVestur-svæði MÝVATN VOPNAFJÖRÐUR BRÚARJÖKULL DYNGJUJÖKULL Háhitasvæði Þingeyjasýslum R: 1. áf. Stj.: Nei Fremrinámar R: 2. áf. Stj.: Nei Hrúthálsar R: 2. áf. Stj.: Nei Askja R: 2. áf. Stj.: Já Kverkfjöll R: 2. áf. Stj.: Já Fljótsdalsstöð Arnardalsvirkjun Brúarvirkjun Blátt: Vatnsaflsvirkjun Rautt: Háhitavirkjun R: Framkvæmd er inni á rammaáætlun Stj.: Svæði er verndað í stjórnarsáttmála. Jökulsá á Fjöllum R: 2. áf. Stj.: Já Hverfell Bjarnarflag NámafjallMývatn Hlíðarfjall GjástykkiGæsafjöllÞeistareykir Orka fyrir álver á Bakka Háhitasvæðin í nágrenni Mývatns eru Þeistareykir, Gjástykki, Krafla og Bjarnarflag. Unnið er að rannsóknum og umhverfismati á þessum svæðum. Saman gætu þau gefið allt að 28 FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ Hvar á að virkja?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.