Morgunblaðið - 03.10.2008, Side 28

Morgunblaðið - 03.10.2008, Side 28
Í Skútustaðahreppi og Þingeyjarsveit er mikið um orkurík svæði. Landsvirkjun er fyrirferðarmesta orkufyrirtækið á svæðinu en á sumum svæðum vinnur hún í samstarfi við heimamenn, sveitarfélögin og norðlensk orkufyrirtæki. Krafla Við Kröflu er 30 ára gömul virkjun í eigu Landsvirkjunar, 60 MW í dag. Unnið er að stækkun hennar upp í um 100 MW og nýrri virkjun, Kröflu II, sem verður um 90 MW. Matsáætlun fyrir umhverfismat er lokið, en verið er að undirbúa sameiginlegt umhverf- ismat með álverinu á Bakka og öðrum fram- kvæmdum, samkvæmt úrskurði umhverf- isráðherra frá 31. júlí síðastliðnum. Gert verður annað stöðvarhús norðan við gömlu Kröflustöðina, skv. upplýsingum frá Lands- virkjun er ekki ætlunin að sækja orku úr Leirhnjúki, þar sem eru tilkomumiklir hver- ir, heldur verði nýjar borholur í vest- urhlíðum Kröflu og norður af Víti. Svonefnt Vestursvæði Kröflu er talið kalt, eftir til- raunaborun þar. Þeistareykir Þar ráðgera Þeistareykir ehf. 120-150 MW jarðvarmavirkjun. Fyrirtækið er í eigu Landsvirkjunar, Orkuveitu Húsavíkur, Norðurorku og sveitarfélaga á svæðinu. Framkvæmdirnar þar eru einnig á leið í sameiginlegt umhverfismat með álverinu á Bakka. Háhitasvæðið á Þeistareykjum er á náttúruminjaskrá. Bjarnarflag og Námafjall Í Bjarnarflagi er í dag 3 MW jarð- varmastöð, en Landsvirkjun hefur lokið um- hverfismati fyrir allt að 90 MW virkjun þar. Hún verður byggð í tveimur eða þremur áföngum, sem ræðst af því hvernig hitakerf- ið annar eftirspurn. Hver áfangi afkastar 160-320 GWst af raforku á ári. Gjástykki Gjástykki er nánast óraskað svæði, þar er hraun sem rann í Kröflueldum. Þar fengu Þeistareykir ehf. rannsóknarleyfi fyrir um ári, en í júlí úrskurðaði Skipulagsstofnun að rannsóknarborhola á svæðinu þyrfti að fara í umhverfismat, hún hafi neikvæð og var- anleg áhrif á lítt snortið svæði, auk þess sem verndargildi háhitasvæða aukist eftir því sem fleiri svæðum er raskað. Ekki tekst að bora þar fyrr en á næsta ári, sem seinkar því að Landsvirkjun geti með fullri vissu boðið fram 400 MW til álvers Alcoa á Bakka. Fremrinámar og Hrúthálsar Fremrinámar er háhitasvæði í Ket- ildyngju, suðaustur af Mývatni. Það er lítið um sig, fjórir ferkílómetrar og í um 800 metra hæð yfir sjávarmáli. Þar eru bæði gufu- og leirhverir, en samkvæmt jarð- varmamati sem Orkustofnun framkvæmdi árið 1985 var talið að virkja mætti 35 MW þar. Um sjö ferkílómetra háhitasvæði eru í Hrúthálsum, á milli Ódáðahrauns og Mý- vatnsöræfa. Þar hefur Orkustofnun áætlað möguleika á allt að 60 MW, en svæðið er lítt rannsakað þó. Askja og Kverkfjöll Í Öskju er 26 ferkílómetra háhitasvæði sem verður tekið fyrir í heild sinni í 2. Leikur hár hiti við himin sjálfan Hita í jörðu er að finna allt frá mörkum Vatnajökuls að Axarfirði. Á þeirri leið er margt um virkjunarkosti, sem Ragnar Axelsson og Önundur Páll Ragnarsson kynntu sér í vikunni. Jökulsá á Fjöllum fylgir líka sömu leið, en verður að öllum líkindum ekki virkjuð í bráð. Vinnslu- svæði Háhita- svæði Fyrir- hugað lón Veitugöng Mörk friðlanda Þjóðgarðar Gjástykki Þeistareykir Bjarnarflag/Námafjall KraflaVestur-svæði MÝVATN VOPNAFJÖRÐUR BRÚARJÖKULL DYNGJUJÖKULL Háhitasvæði Þingeyjasýslum R: 1. áf. Stj.: Nei Fremrinámar R: 2. áf. Stj.: Nei Hrúthálsar R: 2. áf. Stj.: Nei Askja R: 2. áf. Stj.: Já Kverkfjöll R: 2. áf. Stj.: Já Fljótsdalsstöð Arnardalsvirkjun Brúarvirkjun Blátt: Vatnsaflsvirkjun Rautt: Háhitavirkjun R: Framkvæmd er inni á rammaáætlun Stj.: Svæði er verndað í stjórnarsáttmála. Jökulsá á Fjöllum R: 2. áf. Stj.: Já Hverfell Bjarnarflag NámafjallMývatn Hlíðarfjall GjástykkiGæsafjöllÞeistareykir Orka fyrir álver á Bakka Háhitasvæðin í nágrenni Mývatns eru Þeistareykir, Gjástykki, Krafla og Bjarnarflag. Unnið er að rannsóknum og umhverfismati á þessum svæðum. Saman gætu þau gefið allt að 28 FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ Hvar á að virkja?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.