Morgunblaðið - 03.10.2008, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 03.10.2008, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is KOMINN er tími til að Íslendingar taki afstöðu til þess hvort Ísland eigi að ganga í Evrópusambandið og taka upp evruna. Málið er orðið enn brýnna en áður og þolir enga bið. Á þessum nótum setti Kristján Gunnarsson, formaður Starfsgreina- sambands Íslands, málþing sam- bandsins og Samtaka iðnaðarins um mögulega aðild Íslands að ESB og upptöku evru í Reykjavík í gær. Jón Steindór Valdimarsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, mælti einnig fyrir ESB-aðild, með þeim orðum að málþingið gæti mark- að tímamót í umræðunni. Sá tími væri enda liðinn að sam- tökin væru hrópandinn í eyðimörk- inni í röksemdafærslu fyrir aðild. Þungt hljóð var í fundargestum og reyndu sumir að víkja áhyggjum tímabundið til hliðar með því að slá á létta strengi um hrun krónunnar. Kristjáni var hins vegar ekki hlátur í hug í ræðu sinni og sagði nauðsyn krefja að hægt væri að gera kjara- samninga á „vitrænan hátt“, þar sem forsendur samninga héldu. Þrír sérfræðingar voru fengnir til að ræða ýmsar hliðar ESB-aðildar (sjá ramma), þeirra á meðal Ólafur Darri Andrason, hagfræðingur Al- þýðusambands Íslands, sem lét þau orð falla að ESB-aðild og evruupp- taka myndu hafa „gríðarleg áhrif á vinnumarkaðinn“. Þegar kæmi að að- ild væri „vegferðin álíka verðmæt og fyrirheitna landið sjálft“. Mat hans var að eins og staðan væri nú væru fjármál hins opinbera ekki tekin nógu föstum tökum. Fljótafgreiddir málaflokkar Aðalsteinn Ísleifsson, lektor við Háskólann í Reykjavík, var einn framsögumanna, en hann á sæti í Evrópunefndinni sem hélt nýlega ut- an til fundar við ráðamenn í Brussel. Vitnaði hann þar til þeirra um- mæla Olli Rehn, framkvæmdastjóra stækkunar hjá ESB, að við aðildar- viðræður Íslendinga og forystu- manna sambandsins yrðu 24-26 málaflokkar eða „kaflar“, af alls 34, afgreiddir strax á fyrstu vikunum. Eftir stæðu 8-10 málaflokkar eða kaflar sem ekki væru í EES-samn- ingnum, þeirra helstir sjávarútvegur, landbúnaður, efnahags- og mynt- bandalagið (evran) og viðskiptastefna (tollabandalag). Aðalsteinn vísaði einnig til gagna Eurostat um að vextir á húsnæðislán- um hefðu farið lækkandi í Portúgal, Finnlandi, á Spáni og Írlandi frá því að ESB-umsókn lá fyrir í umræddum ríkjum. Myndi leysa stór vandamál Að hans mati myndu vextir á hús- næðislánum að óbreyttu lækka mjög mikið hér á landi við inngöngu í sam- bandið (sjá ramma), ásamt því sem vandamál samfara skammtímaskuld- bindingum fjármálastofnana og „hrikalegum gengissveiflum“ myndu leysast við ESB-aðild. Seðlabanki Íslands hefði „ekki bol- magn til þess að takast á við þetta verkefni. Hann sagði sjávarútveginn þarfnast evrunnar og vitnaði til orða Reinhard Priebe, sérfræðings hjá ESB, um að Íslendingum myndi koma á óvart „hversu lítið mun breyt- ast í íslenskum sjávarútvegi við inn- göngu í Evrópusambandið. Ísland væri ekki örríki heldur „smáríki sem þorir og getur starfað á jafnréttisgrundvelli með þeim ríkjum sem við eigum mest sameiginlegt með“. Bent á kosti evruupptöku  Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins telur málþing um evruna kunna að marka tímamót  Lektor við Háskólann í Reykjavík telur að aðildarumsókn að ESB myndi ganga hratt fyrir sig Morgunblaðið/Árni Sæberg Evrumál Finninn Daniel Valtakari var á meðal ræðumanna á málþingingu í gær og lét þess þar getið að almennt verðlag hefði lækkað í Finnlandi eftir upptöku evrunnar. Hann segir iðnrekendur þar í landi jákvæða í garð ESB. Í HNOTSKURN »Aðalsteinn Ísleifsson lekt-or vísaði til rannsóknar Ei- ríks Bergmanns og Jóns Þórs Sturlusonar um að mat- vælaverð muni lækka um 25%, skór og föt um 35% almennt verðlag um 15% við upptöku evru og ESB-aðild. »Eins og staðan í íslenskahagkerfinu er núna þýða háir vextir og verðbólga að Ís- land er mjög langt frá því að uppfylla þau skilyrði sem sett eru fyrir evruupptöku. Vinnumarkaðurinn er nægjanlega sveigjanlegur til þess að Íslendingar geti tekið upp evru án þess að þurfa að óttast mikið og langvinnt atvinnuleysi, að mati Ólafs Darra Andrasonar, hagfræðings Alþýðusambands Ís- lands, eins framsögumanna á evruþinginu í gær. Ólafur Darri rifjaði upp mikla fólksflutninga á milli landshluta og straum erlends vinnuafls til landsins, breytingar sem hann taldi til vitnis um sveigjanleika á vinnumarkaðnum. Þá væri launasveigjanleiki á mark- aðnum, ásamt því sem vinnutími væri hér breytilegri en í flestum löndum. Með sveigjanleika vinnumarkaðarins á Íslandi í huga væri „áhættan af því að missa sjálfstæða peningamálastefnu [...] því ekki eins mikil og ætla mætti í fyrstu“. Taldi Ólafur Darri stöðugra hagkerfi, lægri vexti, minni viðskiptakostn- að, lækkað verðlag og aukinn kaupmátt á meðal jákvæðra áhrifa ESB- og evruaðildar. Hins vegar myndu Íslendingar missa sjálfstæða stjórn á peningamálum, á sama tíma og upptaka evru mundi kalla á agaðri hag- stjórn en verið hefði. Sveigjanleikinn nægur Ólafur Darri Andrason Aðalsteinn Ísleifsson, lektor og forstöðumaður MBA- náms við Háskólann í Reykjavík, fjallaði í erindi sínu um kosti evruupptöku og Evrópusambandsaðildar. Að mati Aðalsteins myndi evruupptaka og ESB-aðild leiða til þess að vextir lækkuðu í sama vaxtastig og á evrusvæðinu. Það myndi aftur þýða að vaxtagreiðslur af 20 milljóna húsnæðisláni lækkuðu um 700.000 á ári, mið- að við 4–5% óverðtryggða vexti á evrusvæðinu. Þá myndu gengissveiflur gagnvart evru hverfa og við- skiptakostnaður þurrkast út. Íslenskir bankar myndu fá traustan lánveitanda til þrautavara í Seðlabanka Evr- ópu, jafnframt því sem rannsókn Francis Beeton og Þór- arins G. Péturssonar bendi til að viðskipti við evrusvæðið muni aukast um 60% og landsframleiðsla um 6–8%. Aðalsteinn telur að jákvæð áhrif í átt til stöðugleika myndu koma í ljós þegar við umsókn að ESB, en að því gefnu að hún yrði lögð fram á þessu ári mætti gera sér vonir um aðild 1. janúar 2010 og í kjölfarið aðild að gjaldmiðlasamstarfinu (ERM II) 1. febrúar/1. mars sama ár og svo upptöku myntar og seðla 1. janúar 2013. Vaxtagreiðlur myndu lækka Aðalsteinn Ísleifsson Finninn Daniel Valtakari, sérfræðingur hjá norrænu verkalýðssamtökunum Industrianställda i Norden (IN), sem hafa yfir 1,2 milljónir félagsmanna, gerði í erindi sínu á málþinginu grein fyrir afstöðu íbúa Norður- landanna til Evrópusambandsins og evrunnar. Að hans sögn eru Finnar almennt jákvæðir gagnvart Evrópusambandinu, líkt og verkalýðsfélög þar í landi, þótt vissrar tortryggni gæti hjá almenningi. Svíar, sem gengu eins og Finnar í ESB árið 1995, séu einnig tor- tryggnir, líkt og Danir og Norðmenn, á sama tíma og samtök iðnrekenda í löndunum fjórum séu almennt já- kvæð gagnvart ESB. Valtakari sagði þátttöku Finna í samstarfinu við ESB mjög mikla og rifjaði upp að eftir fall Sovétríkjanna hefði þörfin fyrir við- skipti við Evrópuríkin orðið enn meiri en áður. Á áttunda og níunda ára- tugnum hefðu orðið miklar sveiflur í hagkerfinu, en að eftir upptöku evr- unnar ríkti nú góður stöðugleiki í efnahagslífinu. Almennt hefði verðlag lækkað eftir upptöku evrunnar, þar með talið verðlag á matvöru, og vextir lækkað mjög mikið frá því sem verið hefði. Sveiflurnar tilheyra liðinni tíð Daniel Valtakari Eftir Unu Sighvatsdóttur una@mbl.is „FÓLK hefur verið að leita til okkar allt þetta ár og það hefur stigmagn- ast mjög síðustu tvær vikur. Eftir þessi tíðindi með Glitni vilja margir fá að vita hver þeirra réttarstaða er ef bankinn fer á hausinn,“ segir Hildigunnur Hafsteinsdóttir, yf- irmaður kvörtunar- og leiðbein- ingaþjónustu Neytendasamtakanna. Til að bregðast við fjölgun fyr- irspurna leituðu Neytendasamtökin til viðskiptaráðuneytisins um svör við helstu spurningum sem brunnið hafa á fólki og eru svörin nú birt á heimasíðu þeirra, www.ns.is „Þetta er staða sem hefur í raun- inni ekki komið upp áður í samfélag- inu. Það er að gerast um allan heim að bankarnir fara illa og þótt við vonum auðvitað að ekki komi til þess hér þá er eðlilegt að fólk kanni rétt sinn svo það sé örlítið undirbúið ef allt fer á versta veg.“ Hildigunnur nefnir m.a. að þeir sem eigi háar fjárhæðir á bankabók ættu kannski að huga að því að geyma ekki öll sín egg í sömu körfu. „Þá er kannski ekki vitlaust að skipta spariféinu niður á milli banka til að tryggja lágmarksbætur frá Tryggingasjóði.“ Hildigunnur segir að einnig sé von á fræðslu frá Fjár- málaeftirlitinu á næstunni. Eðlilegt að kanna rétt sinn Hvað ef? Komi til gjaldþrots viðskiptabanka tryggir Tryggingasjóður rétt sparifjáreigenda að einhverju marki, skv. síðu Neytendasamtakanna. Hvað gerist ef bankinn minn fer á hausinn? VINSÆLDIR ríkisstjórnarinnar minnka á ný eftir að hafa aukist í ágúst, ef marka má Þjóðarpúls Gallup. Um 51% þátttakenda í þjóðarpúlsinum sagðist styðja ríkisstjórnina en þetta hlutfall var 54% í ágúst. Að- eins rúm 18% sögðust ánægð með störf stjórn- arandstöðunnar en tæplega þriðjungur óánægður. Rúmlega helmingur svarenda sagðist hvorki vera ánægður né óánægður. Jó- hanna Sigurðardóttir er lang- vinsælasti ráðherrann í rík- isstjórninni samkvæmt könnuninni. Rétt rúm 60% eru ánægð með hennar störf, örlítið fleiri en í síðustu könnun, og 12% óánægð. Árni Mathiesen er óvin- sælastur, tæplega 80% eru óánægð með störf hans. Jóhanna er vinsælust Jóhanna Sigurðardóttir STJÓRN Samtaka fjárfesta kallar eftir ákveðnum svörum vegna Glitn- ismála til að skapa traust á fjár- málamarkaði. Spurt er hvað hafi breyst svo skyndilega eftir að Glitn- ir taldi sig hafa gengið frá fjármögn- un út árið 2008 og vel inn á næsta ár og hvers eðlis þau lánsloforð hafi verið sem Glitnir taldi sig hafa frá erlendum bönkum um eigin fjár- mögnun. Spurt er hvaða skuldabréf það voru sem Glitnir bauð Seðla- bankanum að veði og hvaða gögn Seðlabanka, ríkisstjórnar og Glitnis lágu til grundvallar því mati sem fram fór á skuldabréfunum sem Glitnir bauð að veði? Hvaða gögn sömu aðila lágu til grundvallar því mati sem fram fór á eignarhlutfalli ríkissjóðs við kaupin á hlut í bank- anum? Loks hvort Glitnismenn og lögg. endurskoðendur, Pricewater- houseCoopers, geti lýst því yfir að í verðbréfasjóðum Glitnis hafi aðeins verið bréf þeirrar tegundar, og í þeim hlutföllum, sem yfirlýst stefna hvers sjóðs segir til um? Fjárfestar vilja svör
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.